Vísir - 25.11.1976, Blaðsíða 11

Vísir - 25.11.1976, Blaðsíða 11
VISIB Fimmtudagur 25. nóvember 1976 11 Tafla við innganginn sýnir greinilega á hvaða stigi skipulagsvinnsla ýmissa atriða er. laga aðframtiðarbyggð. Mun sú tillaga sennilega vekja hvað mesta athygli á skipulags- sýningunni. Þarna er gert ráð fyrir mjög fjölmennu borgarhverfi i fram- tiðinni sem hefur sinn eiginn miðbæ. Fyrir voru á svæðinu Áburðarverksmiðjan i Gufu- nesi, rannsóknarstofnanir að Keldum og Keldnaholti og Korpúlfsstaðabærinn. Fyrir lá ákvörðun um kirkjugarð upp frá Gufunesvogi. Úlfarsá og Vesturlandsvegur skera skipu- lagssvæðið i sundur og var stað- setning miðbæjarins ákveðin til að draga úr þeim ókosti. Æskilegt var talið að fá auka- umferðartengingar við svæðið en auk þess mundi umferðar- tenging yfir Elliðavog færa svæðið nær Reykjavik. Þessi svæði eru i ýmsu frábrugðin nú- verandi byggðasvæðum Reykjavikur og nálægðin við strönd, á og fjall veitir svæðinu skemmtilega eiginleika fyrir ibúðabyggð. Endurnýjun eldri hverfa Teiknistofan að Garðastræti 17 hefur gert skipulagstillögur sem þar hafa verið unnar á veg- um Þróunarstofnunarinnar, og ná þær yfir svæði eldri hverfa frá Skúlagötu að Hringbraut milli Grjótaþorps og Snorra- brautar. A þessu athugunarsvæði er miðstöð stjórnsýslu rikisins og helsta sérverslunar- og fjár- málamiðstöð Reykjavikur og landsins alls. Talið er rétt að á- fram verði stefnt að þvi, að á þessu svæði verði miðstöð stjórnsýslu, fjármála, sérversl- unar, viðskipta- og skemmtana- lifs. Talið er nauðsynlegt að Reykjavik eigi gamlan lifrænan miðbæ ekki siður en nýjan. Þarna þurfi að koma til sam- hæft átak rikisstjórnarinnar, Reykjavikurborgar, félaga- samtaka og einkaaðila. Á þessu svæði er ibúafjöldinn aðeins um fimm þúsund, en þarna bjuggu 12 þúsund manns árið 1945. Lagt er til að gerðar verði ýmsar ráðstafanir til að draga úr flutningi fólks frá svæðinu og að þvi stefnt að ibúa- fjöldinn þar verði um sjö þúsund manns. Viðvikjandi umferð á svæðinu er lagt til að Túngata verði ekki tengd Amtmannsstig og Grettisgötu eins og gert var ráð fyrir i aðalskipulagi. Umferð frá austri til vesturs (og öfugt) um Kvosina beint á Vonarstræti og Tryggvagötu/Hverfisgötu og gerð brúar yfir Geirsgötu frest- að að minnsta kosti út næsta skipulagstimabil. Einnig er lagt til að gatnamótum við Skúla- götu verði fjölgað i tvö, frá Kalkofnsvegi að Snorrabraut, til þess að auka aðkomumögu- leika þess svæðis sem þar liggur sunnanvið. Umferðarspá fyrir Reykjavík Ogerlegt er að gera nákvæma grein fyrir öllum atriðum á skipulagslýsingunni. Ýmsar breytingar eru ráðgerðar á umferðakerfi borgarinnar, enda er gert ráð fyrir að fólksbilum fjölgi upp i 73 þúsund árið 1995, en þeir voru 36 þúsund um sið- ustu áramót. Eitt af meginverkefnum við endurskoðun Áðalskipulags Reykjavikur, hefur verið gerð nýrrar umferðarspár fyrir Reykjavik. Til þessa verks hef- ur verið gert reiknilikan af um- ferð bifreiða á Höfuðborgar- svæðinu, en Höfuðborgarsvæðið er umferðaleg heild. Reiknlikan er safn stærð- fræðilegra falla, sem tjá sam- bandið milli landnotkunar, bif- reiðafjölda, gatnakerfis og um- ferðarálags á einstakar götur. Reiknilikan umferðar er notað til þess að gera umferðarspá fyrir skipulagsárið, 1955, út frá tillögum um landnotkun, gatna- kerfi, og spá um bifreiðafjölda. Þegar væntanlegt umferðará- lag gatnakerfisins er þekkt fyrir skipulagsárið, eru gerðar áætlanir um gerð gatnakerfis (fjölda akreina, gerð gatnamóta o.s.frv.) og byggingarkostnað. Fjöldi uppdrátta ásamt skýringatextum auðvelda gestum aö gera sér grein fyrir skipulagsatriðum. Teikning af fyrirhugaðri byggingu á Hlemmtorgi, en sérstök deild er um leiðir strætisvagnanna. Afstöðumynd af Úlfarsfeilssvæði, framtiðarbyggð Reykjavfkur. Við gerð umferðarspár er athugunarsvæðinu skipt i reiti (Reykjavik i 88), en reiknilikan- ið reiknar siðan út umferðar- strauma milli reitanna. Umferðarmagn til eða frá hverjum reit er háð landnotkun reitsins (ibúafjölda og fermetra ibúðarhúsnæðis). 1 aðalskipu- lagi er landnotkun reitánna ákveðin. 1 umferðarspá Aðalskipulags Reykjavikur 1975-’95, er gert ráð fyrir að fólksbilar á hverja 1000 ibúa verði 466 árið 1995, en beir voru 305 i árslok 1975 i Reykjavik. Fólksbilar á Höfuð- borgarsvæðinu verða þá um 73.000 árið 1995 (miðað við 157.000 ibúa á Höfuðborgar- svæðinu), en þeir voru um 36.000 i árslok 1975. Umferð fólksbila er um 80% af heildar umferð og 'eru vaxandi hluti af umferðinni. 1 Reykjavik er stefnt að svo- kölluðu flokkuðu gatnakerfi, þar sem göturnar eru flokkaðar eft- ir hlutverki þeirra. Með flokk- uðu gatnakerfi nást friðsælli og öruggari ibúahverfi. 1 efsta flokki flokkaðs gatnakerfis eru stofnbrautir, en hlutverk þeirra er að flytja umferð milli bæjar- hluta. Næstar i flokkuðu gatnakerfi eru tengibrautir, en þær hafa það hlutverk áð tengja saman hverfi og stofnbrautir. Stofn- og safnbrautir mynda aðalgatna- kerfið. Reiknilikanið er notað við gerð skipulags aðalgatna- kerfisins og áætlana um bygg- ingu þess. 1 gatnaskipulagi einstakra borgarhverfa (safn- og húsagöt- ur) þarf að taka tillit til ýmissa annarra markmiða. Sem mark- mið má nefna lágmark umferð- ar bifreiða, göngustigar innan hverfisins skeri sem fæstar göt- ur, strætisvagnaleiðir liggi sem næst miðju hverfisins o.s.frv. Kassi fyrir tillögur Þessi sýning á skipulaginu er sett upp áður en borgarstjórn fjallar um málið. öllum sem vilja gefst kostur á að koma með athugasemdir og breyt- ingatillögur. Sérstakur kassi er á Kjarvalsstöðum sem gestir geta stungið skriflegum tillög- um sinum i. Ástæða er til að hvetja borg- arbúa til að koma á sýninguna og kynna sér það sem þar kem- ur fram eftir föngum. Eins og fram kemur i ávarpi munu sér- fræðingar útskýra einstaka þætti skipulagsins á vissum timum sem auglýstir verða sér- staklega. Skipulagssýningin er opin á venjulegum opnunartlma Kjarvalsstaða. -^sg Unnið var við uppsetningu sýningarinnar fram að opnunartima.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.