Vísir - 28.07.1977, Blaðsíða 2

Vísir - 28.07.1977, Blaðsíða 2
i í Reykjavik Hver yrðu fyrstu við- brögð þin, ef hingað til lands flyttust skyndiiega 10 þúsund svertingjar? 1 ■ Herdfs Þorgeirsdóttir, blaða- | maður: —Fáránleg spurning. Ég | myndisenda þá á lekum bát aftur E út á haf. ■ I Friðþjófur Helgason, ljósmynd- fl ari: — Ég skil nú ekki að ég fengi S neinu um það ráöið. Ég gæti sennilega ekkert gert, svo aö ég j myndi bara bjóða þá velkomna. Guðjónsdóttir, af- greiðslustúlka:— Ég myndi forða mér. Nei, ég gæti ekkert annað gert, — ég myndi bara forða mér. Garðar Víborg, fulltriii:—Ja, við getum svo lltið hver einstakling- ur. Enégværi mjög mótfallinn komu þeirra hingað. B ,1 'I ■ ■ B I ■ I E fl & I a Lind Einarsdóttir, afgreiðslu- stúlka: — Viðbrögð min yröu ekk- , ert ööruvlsi en til hvitra. Ég sæi ekkert athugavert við það, þó aö hingað kæmu 10 þúsund ; svertingjar. En annars hef ég engin kynni haft af svertingjum. I í fm og Reykjadalsá Um 1100 laxar hafa veiðst I Laxá i Aðaldal I sumar, og er það mun meira en var I fyrra- sumar. Lltið hefur þó veiðst nú siðustu daga, og að sögn Helgu ráðskonu I veiðihúsinu kenna veiðimennirnir mikilli þoku um. Þoka hefur legið yfir ánni nú I nokkra daga, og virðist laxinn taka illa I sliku veðurfari. Helga segir, að laxinn i sumar sé af bestu stærð, mikið af 14 til 16 punda löxum. Nokkrir hafa veiðst um 22 til 23 pund, en eng- inn verulega stór lax hefur kom- ið á land i sumar. Nú eru það bæði Húsvikingar og Reykvikingar sem veiða i ánni, og er hver dagur þéttset- inn, en tólf stengur eru i ánni. Þá hafði Helga þær fréttir úr Reykjadalsá, að þar væri góð veiði, og áin nánast full af laxi. Stórmenni elta stór- laxa í Grímsá „Hér er allt gott að frétta, milt og gott veður, og allir ánægðir”, sagöi Sigurður Hall, matsveinn i veiðihúsinu i Grimsá i samtali við Visi i gær. Sagði hann að nú væru komnir tæplega sex hundruð laxar á land, og væri það nokkuð svipað þvisem var i fyrra. Þyngsti lax- inn vó 18 pund, og var það Bandarikjamaður sem krækti i hann. Nú eru eingöngu Banda- rikjamenn við veiðar i ánni, og beita þeir aðeins flugu. „Annað er ekki sport i þeirra augum” sagði Sigurður. Margt stórmenna hefur verið i ánni að undanförnu, og flestir vel loðnir um lófana. Sem dæmi um það, nefndi Sigurður, að fyr- ir stuttu hefði sonur aðaleig- anda Union Pacific járnbrauta- félagsins verið þar við veiðar. Félagið er með flutninga milli austurstrandar Bandarfkjanna og vestur til Kyrrahafs. Sem dæmi um auðlegð eigenda félagsins, má nefna, að faðir þessa manns sem var við veiðarnar i Grimsá, á sjöundu hverja ekru á umræddri járn- brautaleið! Tiu stengur eru nú leyfðar i Grimsá. Starfsfólk i veiðihúsinu er auk Sigurðar, tvær stúlkur, og svo vinna við ána fimm leið- sögumenn eða gædar. Oftast eru um eða yfir tuttugu manns i mat, og þvi nóg að gera fyrir starfsfólkið. Veiði Bandarikjamannanna lýkur þann 7. ágú'st. Þá hafa bændur i Borgarfirði ána i eina viku, og að þvi loknu taka Is- lendingar hvaðanæva að við veiðunum, „og veiöa með maðki eftir að útlendingarnir hafa bar- ið ána með flugu i sumar” að sögn Sigurðar. Frekar dræmt í Noröurá Veiðin I Norðurá i Borgarfirði hefur verið heldur dræm i sum- ar, og eru nú komnir um 470 lax- ar frá 1. júli. Þá byrjuðu út- lendingar veiðar i ánni, en fram að þvi var Stangaveiðifélag Reykjavikur með ána. Það er ferðaskrifstofa Zoega og fleiri sem hafa ána, og eru þar við veiöar menn af ýmsu þjóðerni, svo sem Frakkar, Spánverjar, Norðmenn og Dan- ir. Mikill fiskur virðist vera i ánni, en af einhverjum ástæðum gengur illa að fá hann til að taka. Veður var milt og gott viö Norðurá i gær, en sólarlaust. Þrettán stengur eru nú leyfð- ar i ánni. Fimmtudagur 28. júli 1977. VISIR ii1""" ■i” . Umsjón: Anders Hansen. ERU SÝSLUMENN ALVEG SOFNAÐIR? Undanfarið hafa borist fréttir af laxveiði I sjó fyrir Norður- landi. Eitlhvað af netum hefur verið tekið upp, en það er aðeins gömul saga. Siðan hefst neta- veiðin að nýju, enda mun sann- ast mála að einstaka menn hafa hafl af þvi miklar tekjur að leggja ýsunct nærri laxgöngu- svæðum. Hefur skort mikið á að réttum viðurlögum hafi verið beitt við þá, sem eiga þessi net, og virðast þeir sem brjóta lax og silungsveiðilögin undanþegnir almennum ákvæðum um fjár- sektir, a.m.k. hefur aldrei heyrst að menn hafi verið dæmdir fyrir laxveiði i sjó, eða hverjir hafi átt þau net sem tek- in hafa verið. Þegarlax og silungsvciðilögin voru endurskoðuð síöast, seint á sjötta áratugnum, bar svo við á Alþingi, þegar endurskoðun var lokiö og lagauppkastið hafði verið lagt fyrir, að merkur og gegn þingmaöur stóð upp og lýsti sig fylgjandi lögun- um. Þó sagðist hann ekki vera fylgjandi þeirri breyt- ingu að banna alveg laxveiði i sjó enda vissi hann þá ekki hvernig einstakir aðilar I kjördæmi hans ætluöu að afla tekna þegar sjóveiðinni sleppti. Hljótt fór um þessa orðræðu I blööum af hllfð við þingmann- inn, sem ekki hafði áttað sig á þvi að laxveiði I sjó hefur verið bönnuð allt frá árinu 1936. Þvi var ekki um nýtt ákvæði að ræða i endurskoðuninni eins og þingmaðurinn hélt, heldur framhald fyrri reglu. Mönnum geta orðið á mistök, og þingmönnum sem öðrum. En fyrrgreind orðræða þingmanns- ins sýndi að honum var full- kunnugt um laxveiði I sjó. Hann hafði bara talið að hún væri lög- leg. Þannig er áreiðanlega mörgum öðrum fariö enn I dag. Hins vegar má öllum vera ljóst, að bann við laxveiði I sjó er ekki sett til gamans, heldur er það nauðsynlegt ákvæði til að vernda laxastofninn, einmitt þegar hann er um það bil að ganga I árnar. Arlega er hundruðum milljóna króna eytt til vaxtar og viðgangs laxa- stofninum i islensku ánum og fer ýmislega um arð af þeirri fjárfestingu. Bann við laxveiði I sjó er einmitt sett til að vernda hagsmuni þeirra sem leggja fé til fiskræktar, en þarer bæði um riki og einstaklinga að ræða. Hið undarlega sinnuleysi við að koma fram lögum við netaveiði- menn hefur leitt til þess að þeir telja sér nokkurn veginn óhætt að stunda iðju sína, þótt eftir- litsmenn séu að taka nokkrar netadræsur á tveggja og þriggja ára fresti. Svo er látið heita að mjög skorti allar sannanir fyrir eignaraðild að netunum. Vel má vera að svo sé. Hins vegar fer ekki á milli mála hverjir það eru, sem leggja netalax inn til geymslu i frystihús. Yfirleitt eru hæg heimatökin, enda kaup- félag i hverri vlk með tilheyr- andi frystihúsi. Ekkert er auð- veldara en rannsaka hvaðan laxinn kemur I frystihúsin, og er ekki vitað til að á frystihúsum hvili nein þagnarskylda, nema stjórnendur þeirra vilji gerast samsekir þeim, sem brjóta lax og silungsveiðilögin. Þvi verður ekki trúað að óreyndu. Eftirlitsmenn og sýslumenn eiga að fjalla um þessi mál og taka þau til meðferðar. Eins og að framan greinir hefur ekkert verið aðhafst i þessum efnum á undanförnum árum, og engir dómar fallið þrátt fyrir stöðuga sjóveiði. Hefur verið haldið óvenju böngulega á þessum mál um alla tfð, og er engu likara en sýslumenn veigri sér við að taka menn og sekta fyrir augljósustu brot. Hins vegar hlýtur að koma að þvl að eigendur laxveiðirétt- ar geri þær kröfur til dóms- málaráðuneytisins að það hlut- ist til um það við sýslumenn að laxveiði I sjó verði stöðvuð nú þegar. Dómsmálaráðuneytið er eina stofnunin, sem getur tekið af skarið I þessum efnum, og þá með setudómurum, séu sýslu- menn orðnir svo blauðir að þeir þori ekki lengur að dæma menn fyrir augljósustu lögbrot. Svarthöfði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.