Vísir - 28.07.1977, Blaðsíða 5

Vísir - 28.07.1977, Blaðsíða 5
VISIR Fimmtudagur 28. júll 1977. ARABARNIR ERU AÐ KAUPA UPP LONDON — Þeir hafa peninga eins og sand og hika ekki við að borga margfalt verð fyrir hallir, villur eða hótel sem þá langar í Ekki er vitað til aö neinn arabi hafi enn boöiö i Big Ben, en hver veit....? Umsjón: Óli Tynes --------y London virðist vera i sérstöku uppáhaldi hjá arabískum oliufurstum sem vilja fjárfesta i fasteignum. Sem dæmi má nefna að fyrir nokkru skipti lúxus- hótelið Carlton Tower, um eigendur og kaupverð var sem svarar tæpum fimm milljörðum islenskra króna. Enn er ekki vitað hver kaup- andinn er, en það er þó enginn vafi á þvi að það eru oliupeningar sem koma fyrir hótelið. Engir aðrirhefðu efni á að greiða svona hátt verð. Carlton Tower er i Kensington og þar búa yfirleitt ekki aðrir en milljónamæringar og stjórnar- erindrekar. Hótelkaupin eru nokkuð dæmigerð fyrir arabiskar fjárfestingar. Arabarnir hafa sérstakt dálæti á steypu þvi: „hún er svo varanleg. Auk þess er London svo þægileg borg að búa i.” Listinn yfir lúxushótel sem arabar hafa keypt er orðinn ansi langur. Efst á honum er hið fræga Kensington hótel sem fór fyrir ótaldar milljónir. Margfalt verð bað er ákaflega erfitt fyrir hina bresku eigendur að segja nei, þvi það verð sem er boðið er nánast óraunhæft. Fyrir Carlton hóteliö var til dæmis greitt fjórfalt þaö verð sem fyrri eigendur greiddu fyrir það árið 1972. Hvert her- bergi kemur út á sextán og hálfa milljón króna. bað er enginn vafi á að arabar hafa sérstaka ást á Englandi og Englendingum. Ein ástæðan kann aö vera sú að málið er þeim ekk- ert vandamál: margir þeirra voru við nám i Englandi á yngri árum. Þá fór yfirleitt vel á með aröb- um og Englendingum meðan þeir siðarnefndu höfðu hvað mest áhrif i Mið-austurlöndum. Breska stjórnin hefur enda verið fremur hlynnt aröbum i viðureign þeirra við Israel. Arabarnir sýna áhuga sinn og ást á þvi sem enskt er með þvi að fjárfesta gifurlegar upphæðir i höllum, hótelum, risastórum vill- um, allskonar fyrirtækjum og listaverkum. Það hefur ekki verið tekið saman hvað þeir hafa samtals fjárfest mikið en það er ekki undir þrjúhundruð milljörðum. Velta sér í aurum En það er ekki nema „oliudropi” miðað við þann auð sem arabarikin eiga. Þegar full- trúar OPEC rikjanna komu saman i Stokkhólmi á dögunum til að reikna út hvað þeir þyrftu að fá fyrir oliuna sina, reiknuðu sænskir hagfræðingar út að samanlagðar tekjur þeirra yrðu á þessu ári yfir átta þúsund milljarðar. A hverju ári heimsækja meira en fjögurhundruð þúsund Arabar London. Sumir þeirra fara ekki leynt með auðævi sin og spilavitin fagna þeim sem góðum gestum. FERÐAVORUR MJÖG MIKIÐ ÚRVAL SAl /1 BiJÐIJM Rekin af Hjélparsveit skáta Reykjavik SNORRABRAUT 58.SIMI 12045 Flestir hafa þó fremur hægt um sig og fjárfesta i steypu. Arabarnir I London hafa orð á sér fyrir að vera yfirleitt mjög hæglátir oglitiöáberandi. Að visu fékk Yamani, oliumálaráðherra Saudi-Arabiu, einusinni stór- magasinið Harrods, til einka- skoðunar og innkaupa I tvo tima, eftir lokun, en þaö mæltist svo illa dæmi, og nota villuna fyrir sumarhús eftir að hann er sestur i helgan stein. Arabiskir nágrannar ,,My God” Um svipað leyti var sautján herbergja hús selt fyrir 1,2 milljónir punda og hópur ungra fyrir aö það endurtekið. hefur ekki verið Arabisk hverfi Hugmyndirnar um hina stór- auðugu oliufursta sem fleygja stórum seðlum i allar áttir um leiö og þeir stika inn i eitthvert lúxushótelið ásamt kvennabúri sinu, lifvörðum og þjónum, eiga ekki við um þá sem gista London. Þeir eru harðskeyttir og dug- legir viðskiptajöfrar, sem eru ákaflega fágaðir og kurteisir i framgöngu og láta litið á sér bera. Þegar peningar eru notaðir gerist það yfirleitt hljóðlega, i gegnum svissneska banka. Svo hljótt fara málin aö bresku seljendurnir og lögmenn þeirra hafa oft ekki hugmynd um hverj- um þeir eru að selja. Einstök hverfi i London eru far- in að bera merki um þessa arab- isku „innrás”. 1 Kensington eru þannig mörg nafnskiltin á villun- um með arabisku letri. Og á skilt- um læknanna i Harley stræti er búið að stækka skiltin, þannig að auk ensku, frönsku og þýsku, eru þau nú lika á arabisku. Sá þriðji kom... Það er enginn vafi á að verð- miklar fasteignir eru efst á inn- kaupalista arabisku milljóna- mæringanna. Og yfirleitt fá þeir það sem þeir vilja, þvi það getur enginn keppt við þá um verðið. 1 siöasta mánuði var Ibúða- og húsa „komplex” selt i heilu lagi i London. Verðið var yfir þrjátiu og þrjár milljónir króna fyrir hverja ibúð, sem var langt yfir markaðs- verði. Enginn vissi hver kaup- andinn var, en það er enginn vafi á þvi hvaðan úr heiminum hann var ættaður. Þegar stórútgerðarmaðurinn Ravi Tikko, setti tuttugu her- bergja lúxusvillu sina á markað- inn fyrir nokkrum mánuðum vildi hann fá minnst tvær og hálfa milljón sterlingspunda fyrir hana. Tveir arabiskir millar buðu i hjallinn, en svo kom sá þriöji fram á sjónarsviðið. Það var hans hátign Khaled, konungur Saudi-Arabiu. Hinir kaupendurn- ir drógu sig snarlega I hlé, en kóngurinn snaraði út þrem milljónum punda fyrir herleg- heitin. Sögur eru á kreiki um að hann ætli brátt að segja af sér konung- araba lét sér ekki nægja eitt, heldur keyptu þrjú við sömu götu, fyrir fjórar milljónir. A listaverkauppboðunum hjá Christie og Sotheby, þar sem listaverk og antik skipta um eig- endur, fyrir milljónir, i hverri viku, eru arabarnir einnig fasta- gestir. Þeir borga hvað sem er, og London er þvi að verða sá staður þar sem „raritetin” koma á markaðinn. En arabarnir setja einnig svip á bæinn með öðrum hætti. Það er farið að gefa út blað á arabisku, i London, og arabiskum nemend- um við fræga og dýra heimavista- skóla fjölgar stöðugt. Bretar hafa auðvitað ekkert á móti þvi að fá allar þessar milljónir inn i landið, en þetta gengur nú samt ekki alveg vand- ræðalaust fyrir sig. Bretar eru jú sumir hverjir dálitið snobbaöir og sumum þeirra þykir arabisku millarnir hafa meiri peninga en vit. Sérstaklega hefur breskum fyrirmönnum i Kensington og fleiri finum hverfum, þótt litið i það varið að fá arabiska ná- granna. „Sumir þeirra kunna ekki einusinni að nota gull- skreyttu klósettin sin”, segir einn Bretanna, með fyrirlitningu. Sögurnar vinsælar Ekki hefur þó komið til neinna stórvandræða eða átaka af þess- um völdum, ennþá að minnsta- kosti. Það er ákaflega erfitt að rifast við alla þessa peninga. Þess i stað skemmta Bretar sér viö að segja sögur af aröbunum. Ein sú vinsælasta er um oliufurst- ann sem kom inn i finustu kjóla- verslun borgarinnar og keypti þar fleiri ferðatöskur af dýrum kvöldkjólum. Afgreiðsludaman var i hinum mestu vandræðum. Hún vildi ekki móðga gestinn úr eyðimörkinni, en gat þó ómögulega látið hann gera svona vitleysu. Hún ræskti sig þvi og sagöi vandræðalega og kurteislega i senn: „Afsakið hátign, en þessir kjólar eru allir af mismunandi stærðum.” Hans hátign brosti góðlátlega: „Hafið ekki áhyggjur af þvi frök- en, þaðeru konurnar minar lika.” Spánskar postulínsstyttur Erum að taka upp 170 tegundir af spönskum postulínsstyttum ★ Lítið á fallegt styttuúrval Kynnist góðu verði mr ni.i.-- KRISTAJH Laugaveg 15 sími 14320

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.