Vísir - 11.11.1977, Blaðsíða 9
Y
Föstudagur 11. nóvember 1977 VISIR
Umsjón: Sigurveig Jónsdóttir
Ritvélar, veggteppi
og ódeilumyndir
á sýningu þriggja myndlistarmanna í
kjallara Norrœna hússins
Magnús, Richard og Salóme viö nokkur verkanna á sýningunni. 1 for-
grunni er Minning Njálsbrennu. — Visismynd: JA
O
Kennslustund á Litla sviðinu:
ÁHORFENDUR LEIKA
Þrjár geröir myndlistar eru nú
til sýnis i kjallara Norræna húss-
ins. Magnús Pálsson sýnir verk
sem fremur teljast til minnis-
merkja, en skúlptúrs, Richard
Valtingojer, sýnir grafik og teikn-
ingar og Salóme Fannberg sýnir
myndvefnaö.
Gamansöm ádeila
„Ég reyni aö deila á strlö og
samfélagskerfiö eins og þaö er, á
sem gamansamastan hátt,” sagöi
Richard Valtingojer þegar Visir
ræddi viö listafólkiö i gær.
„Myndefniö er aöallega þrenns
konar, lffræn form, tíbeinar
striösmyndir og myndir þar sem
manneskjan kemur viö sögu.
Sumar myndirnar eru pólitiskar,
en aörar höfða til tilfinninga, eins
og þær sém sýna einmanaleik-
a n n ”,s a g 5 i hann.
Myndir Valtingojers eru allar
svart-hvitar og sagöist hann hafa
aö undanförnu einbeitt sér aö
þeim litum. Sagöist hann telja aö
hann kæmist nær þvi sem hann
vill segja meö svörtu og hvitu.
„Þaö þarf lika oft meira til aö ná
fram gtíöri mynd i svart-hvítu en i
litum. Litirnir standa oft fyrir
sinu sjálfir.”
Valtingojer hefur verið búsett-
ur á Islandi sl. 17 ár og á þeim
tima hefur hann tekið þátt i
mörgum samsýningum hér og
auk þess haldiö einkasýningar,
siöast I Stúdentakjallaranum i
fyrra. Núna er hann meö myndir
á 5 samsýningum erlendis.
Vangaveltur um sym-
bólisma
„Ég hef veriö að leika mér meö
vangaveltur um symbólisma að
undanförnu”, sagöi Magnús Páls-
son. „Ég hef grúskaö í klassisk-
um ritverkum, málverkum og
styttum,semþarfaö kunna mikiö
i grískri goðafræði til að skilja til
fullnustu. Þessi verk mín eru af
svipuöum toga spunnin. Til aö fá
endanlegan botn i þau, þarf helst
aö þekkja söguna sem verkiö
höfðar til.
1 verki eins og Minningu Njáls-
brennu, eru smáatriöi falin, sem
sumir koma kannski aldrei auga
á. Ég er aö reyna aö nálgast sym-
btílin frá mismunandi sjónar-
hornum, svona aö gamni minu”
sagöi hann.
Magnús hélt sina fyrstu einka-
sýningu 1967,en siðast sýndi hann
hér á landi i StJM I fyrrahaust. í
vor átti hann myndir á tveim sýn-
ingum f Hollandi.
í norræna húsinu eru fjögur
myndverk eftir Magnús og eru
þrjú þeirra eins konar minnis-
varöar. 10 ritvélar tákna Njáls-
brennu, kommóöa minnir á
Bakkabræður og er henni ætlaö
að geyma ljós og þá er þama verk
til minningar um Irafellsmóra,
furöustrákinn glettna.
Þang, ull og koparvir
„Ég höföa mikiö til náttúrunn-
ar. Ég vil gjarnan reyna aö halda
þvi viö sem er I okkur, en I hraöa
nútlmans vill fólk gleyma þvl aö
til sé jörð.” sagöi Salóme Fann-
b'erg.
Salóme nam myndvefnaö i
fjögur ár á Spáni og hefur siðan
stundaö myndvefnaö eingöngu,! 6
ár. Hún hefur átt verk á haust-
sýningu FIM og auk þess tekiö
þátt i samsýningum erlendis. A
þessari sýningu er hún með 17
verk.
„1 myndvefnaði getur fólk gert
sér grein fyrir hugmyndinni að
baki verksins með þvi aðþireifa á
þvi jafnframt þvl sem þaö horfir
á þaö”, sagöi hún. „Ég held aö á-
hugi fólks á myndvefnaöi sé mik-
iö aö aukast, en til skamms tlma
áttu flestir erfitt meö aö hugsa
sér vefnaö sem myndverk.”
Mikil vinna liggur aö baki slik-
um verkum. Salóme sagðist vera
milli 60 og 70 klukkustundir aö
vinna sum verkanna. Auk þess
sem hún notar öll heföbundin efni
viö myndgeröina,eru þang, ull og
koparvlr uppistaöa sumra verk-
anna. Einnig hefur’hún notaö
hamp, sem annars er aðallega
notaöur 1 einangrun.
Leikritiö Fröken Mar-
grét var frumsýnt á Litla
sviði Þjóðleikhússins í
gærkvöldi. önnur sýning
á þessu vinsæla leikriti
brasiliska höfundarins
Roberto Athayde verður
á sunnudagskvöldið.
Herdis Þorvaldsdóttir leikur
einleik i verkinu og er hún á
sviðinu frá upphafi til enda.
Hún leikur kennslukonu sem
talar við nemendur sina. Og
nemendurnir eru áhorfendur.
Þeir fá i verkinu skemmtilega,
skringilega og óvænta fræðslu i
ótrúlegustu hlutum. Höfundur
er með ýmsar vangaveltur og i
þeirri skvettu sem áhorfendur
fá yfir sig situr hann ekki á
kimnigáfu sinni, heldur fer þar
vlða á kostum.
Leikritið samdi Atháyde 21
árs að aldri og var það frumsýnt
i Argentinu 1972. 1 Brasiliu var
það bannað um skeið. Leikritiö
hefur vakið mikla athygli þar
sem það hefur verið sviðsett og
ýmsar frægar leikkonur farið á
kostum i hlutverki fröken Mar-
grétar.
Úlfur Hjörvar þýddi leikritið
á Islensku en leikstjóri er Bene-
dikt Arnason. Leikmynd gerði
Birgir Engilberts.
REYKVÍKINGAR! ÞAÐ ER UM HELGINA
ALÞYÐUFLOKKSINS
FYRSTA SÆTI
EGGERT G.
ÞORSTEINSSON
STUÐNINGSFOLK
VISIR
Föstudagur 11. nóvember 1977
Y
Fantosía fyrir böm og fullorðna
Leikfélag Kópavogs frumsýnir Snœdrottninguna
Fyrsta barnaleikrit vetr-
arins verður frumsýnt hjá
Leikfélagi Kópavogs á
sunnudaginn. Það er ævin-
týraleikurinn Snædrottn-
ingin eftir rússneska höf-
undinn Jevgeni Schwarts,
en leikritið byggði hann á
hugmyndum H.C. Ander-
sens.
Snædrottningin var sýnd við
miklar vinsældir I Þjóðleikhúsinu
1952 og fær nú ný kynslóð tækifæri
til að gefa hugmyndafluginu laus-
an tauminn í ferð á slóðir hinnar
köldu frúar.
Leikgerð Leikfélags Kópavogs
er önnur en sú sem sýnd var i
Þjóðleikhúsinu. 1 þetta sinn er
notaður upprunalegi texti
Schwarts sem Þórunn Sigriður
Þorgrlmsdóttir og Þórunn Sig-
urðardóttir þýddu úr þýsku.
Töldu þær að einkenni höfundar-
ins hefðu týnst of mikiö I ensku
leikgerðinni.
Þórunn Sigurðardóttir leikstýr-
ir verkinu og leikmyndina gerði
Þórunn Sigriður Þorgrimsdóttir.
Þetta er frumraun hennar i leik-
myndagerð, en hún hefur nýlokið
fjögurra ára námi I Vestur-Ber-
lin. Leikhljóð eru eftir Gunnar
Reyni Sveinsson.
„Það mætti segja mér aö ég
hefði aldrei farið út i leiklist, ef ég
hefði ekki séö Snædrottninguna
sem krakki i Þjóðleikhúsinu. Þaö
var þá sem ég fékk bakteriuna,”
sagði Þórunn leikstjóri.
„Þessi sýning verður þó ekki
skrautsýning eins og þá. Við telj-
um ekki rétt að keppa við auglýs-
ingarnar sem dynja yfirfullar af
litum á börnunum.
Viö reynum að vanmeta ekki
smekk barnanna og forðumst þá
stimpla sem hafa komið fram i
sambandi við barnaefni.
Schwarts geröi sjálfur litinn mun
á barna- og fullorðinsleikritum. 1
Snædrottningunni er mikil fanta-
sia, sjarmi og sterkur mórall.
Þetta er sýning sem allir ættu aö
hafa gaman af, börn og fullorðn-
ir.”
1 sýningunni taka þátt leikarar
frá Leikfélagi Kópavogs, ungling-
Atriði úr Snædrottningunni. Vísismynd: JA
GRAFÍK Á HEIMSMÆLIKVARDA
ú sýningu sem verður opnuð á Kjarvalsstöðum um helgina
Blómi pólskrar grafíklistar
verður kynntur á Kjarvalsstöö-
um á sýningu sem opnuð verður
þar á laugardaginn kl. 15.
Pólskir grafíklistamenn vinna
reglulega til helstu verölauna á
alþjóðlegum sýningum viða um
heim og verk þeirra má finna I
söfnum allra Evrópulanda. Eru
enda flestir sammála um að fá-
ar þjtíðir standi Pólverjum jafn-
fætis I graflklist.
Sýningin er hingaö komin fyr-
ir tilstilli pólska menningar-
málaráöuneytisins og er valin
af listamanninum Ryszard Ot-
reba, sem er einn kunnasti gra-
fiklistamaður Póllands. Kemur
hann hingað og flytur erindi á
þriðjudagskvöldiö um grafik og
rannsóknir sinar á táknum og
læsileika þeirra.
Listamennirnir á sýningunni
eru 34 talsins og verkin eru alls
130. Þar má finna margskonar
tækni, m.a. ætingar, akvatintur,
mezzotintur, tréristu, dúkristu,
þurrnál og gifsþrykk. Afstaöa
listamannanna er sömuleiöis
margskonar.
Meðan á sýningunni stendur
verða erindi flutt, kvikmyndir
sýndar og flutt verður pólsk tón-
list.
Jón Reykdal, Björg Þor-
steinsdóttir og Þórður Hall
lögðu land undir fót og sýna nú
á Akureyri.
Grafík í
Háhóli
Björg Þorsteinsdóttir, Jón
Reykdal og Þórður Hall sýna
verk sin um þessar mundir I
Gallerl Háhól á Akureyri.
A sýningunni eru 45 grafik-
myndir, ætingar, dúkristur og
sáldþrykk og eru flestar
þeirra gerðar á siðustu tveim
árum.
Sýningin er opin til sunnu-
dagskvölds, 13. nóvember, kl.
19-23 virka daga, kl. 15-23 um
helgar.
FÍM SELUR MYNDIR
Félag islenskra myndlistar-
manna heldur sölusýningu á
myndlistarverkum, sem félagar I
FÍM hafa gefið til ágóða fyrir híð
nýja húsnæði félagsins að Laug-
arnesvegi 112, en þar eru sýningin
haldin.
Á sýningunni eru nokkrir tugir
verka, málverk, höggmyndir og
grafik, en þau er hægt að kaupa
með 20% afslætti frá venjulegu
sýningarverði. Að auki er fólki
gefinn kostur á að greiða 60%
kaupverðs við afhendingu og
eftirstöðvar þrem mánuðum sið-
ar.
Félagar úr FÍM I nýja húsnæðinu.
F.v. eru Jón Reykdal, Þorbjörg
Ilöskuldsdóttir, Ragnheiður
Jónsdóttir, Hafsteinn Sigurðsson
og Eirikur Smith. Vlsismynd JEG
Hið nýja húsnæði FIM verður i
framtiðinni notað sem félagsmið-
stöð og athvarf listsýninga. Fram
að þessu hefur félagið verið á
hrakhólum með aðstöðu til undir-
búnings sýninga.
Aðgangur að sýningunni er
ókeypis, en hún er opin kl. 14-22 til
sunnudagskvölds.
Kvikmyndir
í Listasafninu
Listasafn fslands efnir til
kvikmyndasýningar á laugar-
daginn kl. 15. Þá verða sýndar
þrjár kvikmyndir um
ameriska myndlist fyrr og nú.
Aðgangur er ókeypis og öllum
heimill.
Bíngó til styrkt-
ar ungum hjónum
Húnvetningafélagið I
Reykjavik heldur bingó I Vlk-
ingasal Hótel Loftleiða sunnu-
daginn 13. nóv. kl. 3.
Agóðanum verður variö til
styrktar ungum hjónum að
Hurðarbaki i V-Hún. sem
misstu eigur sinar i bruna.
Sýningar:
Kjarvalsstaöir: Sýning á
pólskri grafík verður opnuð á
laugardaginn.
Norræna húsiö: Grafík teikn-
ingar, vefnaöur og objekt eru á
sýningu Richards Valtingojer,
Salóme Fannberg og Magnúsar
Pálssonar. Sýningin er opin til
kl. 2-10 og stendur fram til 20.
nóvember.
Loftið: Guðmundur Hinriksson
sýnir 30 pastelmyndir. Sýningin
er opin virka daga á verslunar-
tima og til kl. 6 á laugardag.
Sýningarsalur FtM: Laugar-
nesvegi 112, Sölusýning á verk-
um sem félaginu hafa verið gef-
in. Sýningunni lýkur á sunnu-
dagskvöld og er hún opin kl.
14-22.
Gallerl Háhóll: Björg Þor-
steinsdóttir, Jón Reykdal og
Þórður Hall sýna grafíkmyndir.
Sýningin er opin 19-23 og 15-23
um helgar. Henni lýkur á
sunnudagskvöld.
Leikhúsin:
Þjóðleikhúsið: Týnda teskeiöin
verður sýnd á föstudags- og
laugardagskvöld og Gullna hlið-
iö á sunnudagskvöld. Barna-
leikritið Dýrin I Hálsaskógi
verður sýnt á sunnudaginn kl.
15. A Litla sviðinu verður önnur
sýning á sunnudag á leikritinu
Fröken Margrét kl. 21.
Leikfélag Reykjavlkur: Garv
kvartmilljón verður á fjölunum
á föstudagskvöld, Skjaldhamr-
ar á laugardagskvöld og
Saumastofan á sunnudags-
kvöld. Blessað barnalán verður
sýnt á miönætur sýningu I Aust-
urbæjarbíói á laugardagskvöld-
ið kl. 24.
Alþýðuleikhúsið: Sýnir Skolla-
leik i Lindarbæ á sunnudags-
kvöldið kl. 20.30.
Leikfélag Kópavogs: Frumsýn-
ir barnaleikritiö Snædrottning-
una á sunnudaginn kl. 15
Skagaleikflokkurinn: Veröur
með sýningar á Höfuöbólinu og
hjáleigunni á Sauöárkróki á
laugardaginn kl. 17 og 21 og á
Blönduósi á sunnudag kl. 20.
Leikbrúöuland: sýnir þætti um
Meistara Jakob og fleiri gamla
kunningja að Frikirkjuvegi 11 á
sunnudaginn kl. 15. Er það
næstslðasta sýning á þessum
þáttum.
ar og þrir nýútskrifaðir leikarar,
alls um 20 manns. Miðaverð er
það sama fyrir börn og fullorðna,
750 krónur.
Eftir frumsýninguna fara þær
nöfnurnar til Akureyrar, þar sem
þær setja Snædrottninguna upp
með Leikfélagi Akureyrar.
BOSCH
Combi
Borvél
2ja hraöa og meö höggi
Tvöfaldri einangrun
Rennibekkur
Smergel
Hjólsög
Slípikubbur
Stingsög
Boraskerpir_ §
Stingsög
m/mótor,
Bosch Combi
Nytsöm tæki á hvert heimili.
Útsölustaöir:
Akurvík/ Akureyri Bykó Kópavogi,
og víöa í verslunum um landiö.
unnai SfyzehjMn h.f.
SUÐURLANDSBRAUT 16 - SlMI 35200 - 105 REYKJAVfK
Vinsamlega sendiö mér myndalista og verð á BOSCH Combi
Nafn
heimili