Vísir - 18.05.1978, Blaðsíða 17

Vísir - 18.05.1978, Blaðsíða 17
VISIR Fimmtudagur 18. mai 1978 17 Þessi mynd var tekin á æfingu ibarnaskólanum I Garöabæ, en á Iaugardag munu þessir krakkar ásamt mörgum fleiri þeyta lúöra sina. Ljósm. BP i f wt ■|g- ..jjfefa,. ii ját r >" JWr 450 UNGMENNI ÞEYTA LUÐRA SINAl Mönnum gefst kostur á að hlusta á stærstu lúðra- sveit sem nokkru sinni hefur leikið á Islandi/ á laugardag/ ef allt gengur að óskum. Þá munu um 450 ungmenni þeyta lúðra sfna í íþróttahúsinu i Görðum. Fyrir nokkrum árum gekkst Mýrarhúsaskólinn á Seltjarnar- nesi fyrir þeirri nýbreytni að bjóða til hátiðar að loknu vel unnu vetrarstarfi. Komu þá saman lúðrasveitir barna frá höfuðborgarsvæðinu og léku, fyrst einar sér og siðan allar i sameiningu i iþróttahúsi Sel- tirninga. Nú hefur Tónlistarskólinn i Görðum ákveðið að taka upp þráðinn að nýju og bjóða til sliks fagnaðar laugardaginn 20. mai kl. 15.15. Hafa fjölmargar lúðra- sveitir barna og unglinga þekkst boöið og munu aö öllum likind- um aldrei fyrr svo margar sveitir verið saman komnar á einum stað. —EA Siguröur örlygsson og Hrefna Steinþórsdóttir kona hans, en Siguröur sýnir á Kjarvalsstööum þessa dagana. Visismynd GVA Sigurður Örlygsson sýnir ó Kjarvalsstöðum Siguröur örlygsson myndlista- ur. Um 400 manns sáu sýning- maöur sýnir á Kjarvalsstööum una þrjá fyrstu sýningadagana þessa dagana 43 myndir, mál- og 8 myndir hafa selst. Sýning- verk og samklippur. unni lýkur n.k. sunnudagskvöld Myndirnar eru allar unnar á með jasskonsert er Englend- þessu ári og 6 þeirra eru eldri ingurinn Evan Parker heldur. myndir málaðar upp. Veröiö á Þetta er sjöunda einkasýning myndunum er frá 40 þúsund Sigurðar. krónum upp i 600 þúsund krón- —KS Fyrir skömmu afhenti Magnús Sigurjónsson formaöur Lionsklúbbs Sauöárkróks, Sjúkrahúsi Skagfirðinga fæöingarrúm aö gjöf frá klúbb- félögum. Stefán Pedersen varaformaöur sjúkrahússtjórnar veitti gjöfinni við- töku og flutti Lionsmönnum þakkir fyrir rausnarlega gjöf. Síöastliöiö haust gaf klúbburinn Sjúkrahúsinu litsjónvarpstæki. Þá má geta þess aö I vetur gáfu Lionsfélagar Tónlistarskólanum á Sauöárkróki vönduö hljómflutningstæki. Gjöfin var til minningar um látinn félaga, Sveinbjörn Jónsson bónda á Hafsteinsstööum. M ótmœlin voru fyrír hönd þriggja flokka Segir Sigurjón Pétursson um mótmœlin gegn því, að Gunnar G. Schram stjórni kosningaumrœðum //Ég mótmælti því, að Gunnar G. Schram væri látinn stjórna umræðum um borgarmálin í sjónvarpinu, fyrir hönd efstu manna framboðslista stjórnarand- stöðuflokkanna í borgarstjórninni/ en ekki bara fyrir hönd okkar Alþýðubanda- lagsmanna", sagði Sigurjón Pétursson, borgarráðsmaður i viðtali við Visi i gær. Eins og fram kom i Visi i gær var það samþykkt á fundi út- varpsráðs s.l. föstudag, að Gunnar skyldi stjórna umræöum efstu manna framboðslistanna i Reykjavik i sjónvarpinu, en þeirri umræðu var sjónvarpaö i gærkvöldi. „Það hefur enginn fundur verið haldinn með frambjóöendum að tilhlutan sjónvarpsins um þessi mál þannig að ég frétti aöeins á skotspónum að Gunnar G. Schram ætti að stjórna þessum þáttum”, sagði Sigurjón. „Eftir borgarráðsfund á þriðju- dag ræddi ég viö efstu menn framboðslista Alþýöuflokksins og Framsóknarflokksins, og það var sameiginleg niöurstaða okkar að ég hringdi i Pétur Guðfinnsson og tilkynnti honum mótmæli okkar allra viö stjórnandanum sem hlutdrægum. Pétur sagði mér þá, að þessi mótmæli væru of seint fram kom- in, þar sem af tæknilegum ástæð- um væri ekki hægt að breyta stjórnanda þeirrar umræöu, sem send yrði út á miövikudags- kvöldið — þótt sú fullyröing sé reyndar dregin mjög i efa af mönnum, sem þekkja til sjón- varpstækni. Hins vegar sagöi hann, að hægt væri aö breyta þessu varöandi umræðuna laugardaginn 27. mai”, sagöi Sigurjón. —ESJ Þetta er Haukur I kynningu Vísis á f ramboðslistunum t Neskaupstað fyrir nokkru birtist röng mynd með viðtalinu við Hauk Ölafsson, efsta mann B-listans. Rétta myndin birtist hér með, og eru hlutað- eigandi beðnir velvirð- ingar á þessum mis- tökum. Keflavíkurganga er fyrirhuguð 10. júní Keflavikurganga verður farin laugardaginn 10. júni næstkom- andi, eða eftir rúmar þrjár vik- ur. Göngunni mun ljúka með fjöldafundi á Lækjartorgi, segir i fréttatilkynningu frá Samtök- um herstöðvaandstæðinga. Gengið verður frá hliðum Kefiavikurflugvallar. A án- ingarstöðum verður efnt til úti- funda. „Með göngunni vilja samtök- in gefa iandsmönnum tækifæri til að sýna hug sinn i verki og leggja áherslu á kröfur sinar um brottfiutning hersins af Mið- nesheiði og úrsögn lslands úr Atlantshafsbandalaginu. Þaö er sérstakiega mikiivægt nú þegar kosningar eru i vændum, enda hefur þjóðin aldrei veriö spurö um þetta mál sérstaklega”, segir i fréttatilkynningunni. Skrifstofa samtakanna er að Tryggvagötu 10, og eru her- stöðvaandstæðingar hvattir til að iáta skrá sig i gönguna, segir i fréttatilkynningunni. —ESJ —SG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.