Vísir - 02.05.1979, Blaðsíða 7

Vísir - 02.05.1979, Blaðsíða 7
Tveir ð NM Tveir islenskir keppendur taka þátt i Norðurlandamóti karla i fimleikum sem fram fer í Kallinge i Sviþjóð um næstu helgi. Þetta eru þeir Jónas Tryggvason og Heimir Gunnarsson, báðir úr Ar- manni, og verða þeir fyrstu keppendur íslands á NM i fimleikum karla. Þeim til aðstoðar á mótinu verður Guðni Sigfússon, þjálfari. Miíller byrjar llla Gerd Muller, v-þýski knattspyrnukappinn kunni, lék sinn fyrsta leik með bandariska liðinu Lauder- dale Strikers um helgina. Ekki var frammistaða hans I þeim leik neitt til að hrópa húrra fyrir, og honum var skipt útaf, á 77. minútu. Strikers, með marga kunna kappa innanborðs, t.d. sjálfan George Best og Teo- filo Cubillas frá Perú, yfir- spilaöi Tampa Bay, sem var mótherji liðsins, langtimum saman úti á vellinum, en það gekk litið uppi við mark Tampa Bay. Og samkvæmt þvi mátti Lauderdale Strik- ers þola ósigur, 2:1. gk—. KPOl I hðpinn Hollenski landsliðsþjálfar- inn I knattspyrnu, Jan Zwartkruis, er búinn að velja 16 leikmenn til að leika gegn Póllandi, en þjóðirnar mæt- ast i Evrópukeppni landsliöa á miðvikudagskvöldið. Fyrirliðinn snjalli frá Ajax, Ruud Krol, er á ný kominn I hópinn, en hann lék ekki meö er Hoíland sigraði Sviss 3:0. Þá eru þeir I liðinu á nýjan leik Ruud Geels frá Anderlcht og Hovenkamp frá AZ ’67, en út úr liðinu eru settir þeir Piet Wildschut og Adrie van Kraay. Leikurinn á miðvikudag fer fram I Póllandi. Holland hefur forustu i riðlinum, hefur unniö alla sina leiki. Sem kunnugt er leika þessi lið I sama riðli og Island. gk—• Cruyff búinn aö semja? „Það getur vel veriö að Cruyff hafi verið hér i New York, en ég sá hann aldrei”, sagði talsmaður bandariska knattspyrnufélagsins New York Cosmos, er hann var spurður að þvi I gær hvort hollenski knattspyrnu- maðurinn Johan Cruyff hafi verið I Bandarlkjunum I við- ræðum við Cosmos. Hollenska blaðið Amster- dam de Telegraaf sagði i gær að Cruyff hafi undirritað samning við Cosmos, og muni hann fá eina milljón bandarikjadollara fyrir eitt ár hjá félaginu. En þetta hef- ur ekki fengist staðfest hjá Cosmos. ek—. Siggi í Víking! Handknattleiksliði Vikings mun berast góöur liðsauki næsta vetur, þvi að Siguröur Sveinsson hefur tilkynnt félagaskipti I fé- lagið. Siguröur lék sem kunnugt er með Þrótti áður en hann hélt utan , til Sviþjóðar, en þar hefur hann leikið með gamla félaginu hans Ólafs Benediktssonar, Olympiu, i vetur meö góðum árangri. Sigurður er ungur leikmaður i mikilli framför, og hann var orö- aður við landsliðið i fyrra eftir aö hafa leikið með unglingalandslið- inu. Hann er vinstrihandarskytta góð, og er ekki vafamál að hann mun styrkja Vikingsliðið mikiö. gk-. Það er eins gott fyrir menn að búa sig vel, þegar þeir fara á völlinn þessa dagana, þótt komið sé fram i maf. Hér sjást nokkrir Vikings-,,áhangendur” og framámenn á Mclavelli f gær og virðast vera kátir þrátt fyrir kuldagarrann, enda sigruðu þeirra menn ileiknum 1:0. Vfsismynd: Einar VlKIHGUR OPNABI AUT FYRIR FRAM - MEÐ SIGRI VFIR VAL Í REYKJAVÍKURMÓTIHU I GÆR „Það var ekkert annað hægt að dæma i þessu tilfelli en vita- spyrnu. Vikingurinn var bókstaf- lega tekinn á mjaðmahnykk og skellt af Valsmanninum inn i 'vltateignum, og á slikt brot er ekki neinn annar dómur til en viti.” Þetta sagði Guömundur Haraldsson, millirikjadómari okkar i knattspyrnu, er við kom- um inn I búningsklefa til hans eft- ir leik Vals og Vikings i Reykja- vikurmótinu i knattspyrnu I gær. Þar dæmdi Guðmundur réttilega vitaspyrnu á Val, og úr henni skoruðu Vikingar eina mark leiksins. Annars var Guðmundur allt annað en hress, þegar við komum að heimasækja hann þarna i búningsklefann. Hann hafði, eins og svo oft áður og einnig HKmeö slgur í Eyjum HK tókst að sigra Þór frá Vest- mannaeyjum I fyrri leik liðanna um laust sæti i 1. deild Islands- mótsins i handknattleik að ári, er liðin léku I Eyjum i fyrrakvöld. Úrslitin 18:15, og flest bendir þvi til þess að HK haldi sæti sinu i deildinni. Þórsararnir leiddu ávallt I fyrri hálfleik, en komust aldrei langt framúr. Staðan I leikhléi 8:6 fyrir Eyjamennina, en HK jafnaði siðan 12:12 og komst yfir. Aftur var jafnt 15:15, en HK skoraði þrjú siðustu mörkin og sigraði þvi 18:15. Liðin eiga eftir að mætast aftur, og þá á heimavelli HK að Varmá I Mosfellssveit. Sá leikur fer fram annað kvöld eða á laugardag gk- ýmsir kollegar hans úr dómara- stétt, fengið að heyra persónuleg- ar glósur frá núverandi þjálfara Vikings og landsliösþjálfaranum Youri Ilitchev. „Framkoma þessa manns I leikjum og eftir þá er fyrir neðan allar hellur,” sagði Guðmundur. „Hann lætur okkur aldrei I friöi með röfli og þrasi, og þetta á eftir að enda með einhverjum látum nema stjórn KSI taki til sinna ráða og kenni honum almennar kurteisisvenjur, I sambandi við knattspyrnu”. Youri kom inn i klefa til Guð- mundar á meðan við vorum þar — Var hann eitthvað að myndast við að biðja hann afsökunar á framkomu sinni — og þakkaði honum svo i lokin fyrir vita- spyrnudóminn!! Nú, um þennan leik er heldur litið að segja. Hann fór fram við verstu aðstæður, hávaðarok og kulda. Vikingar léku undan vindi I fyrri hálfleik og áttu þd a.m.k, eitt skot f þverslá, en hvorki þeim né Valsmönnunum tókstað skora. 1 siðari hálfleik voru Viking- arnir mjög ákveðnir og fengu Valsmenn engan tima til aö byggja upp sókn eða skjóta á mark fyrir þeim. Sjálfir brutust þeir upp á móti vindinum hvað eftir annaö, og i einu sliku upp- hlaupi náðu þeir að krækja sér I vitaspyrnuna, sem Gunnar Orn Kristjánsson skoraði úr með föstu skoti. —klp — STÁÐÁN Staðan i Re>kjavikurmótinu I knattspyrnu er nú þessi: Valur —Vikingur 0:1 Valur 5 40 1 10:4 10 Fram 5 3 2 0 9:5 8 KR 6 3 12 11:6 8 Fylkir 5 2 12 6:3 5 Þróttur 5 1 1 3 6:7 4 Vikingur 5 12 2 4:8 4 Armann 5 0 1 4 2:11 1 A laugardag leika Þro'ttur og Fylkir kl. 14 á Melavelli og strax á eftir Armann og Vikingur. Mót- inu lýkur siöan á sunnudag með leik Vals og Fram og hefet hann kl. 14. Tékkar I efsta sælið Evrópumeistarar Tékka i knattspyrnu hafa nú tekið af- gerandi forustu I 5. riðli for- keppni Evrópukeppni lands- liða eftir 3:0 sigur gegn Lux- emborg I gær. Leikurinn fór fram Luxemborg og kom það á ó- vart að heimamenn stóðu við og við I gestunum. Hins veg- ar fór ekki á milli mála hvort liðið var betra, og sigur Tékkanna var fyllilega verð- skuldaður. Maryan Masny skoraði fyrsta mark ieiksins á 21 minútu, og staðan var 1:0 allt fram á 67. minútu, er Miroslav Gajdusek skoraði eftir mikinn misskilning á milli varnarmanns og mark- varðar Luxemborgarliðsins. Siðasta markið kom siðan rétt á eftir, og var Stam- backer þar að verki með kollspyrnu eftir fyrirgjöf frá vinstri. Tékkar standa nú mjög vel að vigi I riölinum, og bendir ekkert til annars en þeir sigri auðveldlega og komist á fram. En staöan er þessi: Tékkósl. 3 3 00 8:1 6 Frakkland 4 2 11 8:5 5 Sviþjóð 2 0 1 1 3:5 1 Luxemborg 3 003 1:9 0 1 kvöld veröur mikið um að vera I Evrópukeppninni Meöal leikja má nefna Pól land/ Holland, Austurriki/ Belgia, Irland/ Danmörk Ungverjaland/ Grikkland gk—■ HAHN SETTI FRAM HAAR FJARKROFUR - seoip Haiidór Einarsson formaður Kðrluknalllelksdelldar vals um samninga Vals vlð Tlm uwyer „Við gerðum munnlegt sam- komulag við Tim Dwyer, en það geta komið upp mál, sem valda þvi að við munum ekki gera endanlegt samkomulag við hann”, sagði Halldór Einarsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Vals, en Visir ræddi við hann I gær. Þjóðviljinn skýrir frá þvi i gær að Valsmenn séu búnir að endur- ráða Dwyer og fái hann mun hærri upphæð i sinn vasa en hann fékk s.l. vetur. Þetta verði til þess, segir Þjóðviljinn, að hin fé- lögin verði að hækka greiðslur til sinna leikmanna einnig, og muni þeir verða með hærri laun en gerist meðal bandariskra körfu- knattleiksmanna I nágrannalönd- unum. „Þvi er ekki að neita að eftir að Dwyer hafði heyrt það hjá strák- unum I liðinu að þeir vildu hafa hann áfram, þá setti hann fram miklar kröfur”, sagði Halldór. „Honum var siöan ekki hnikað með þessar kröfur og við gerðum munnlegt samkomulag við hann. Hinu er ekki að leyna að þótt þetta samkomulag hafi verið gert, getur svo farið að það breyt- isteitthvað. Ég er ekki tilbúinn að ræða það I smáatriðum á þessu stigi”, sagði Halldór að lokum. gk.—

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.