Vísir - 11.06.1979, Blaðsíða 1

Vísir - 11.06.1979, Blaðsíða 1
NÝJA FISKVEHÐIÐ ÞÝÐIR: HRATT GENGISSIG - EN ÁFRAM TAP A ÚTGERÐINNI Reiknaö er með 6-7% gengis- sigi þegar i þessum mánuði i kjölfar ákvörðunar yfirnefndar Verðlagsráðs sjávarútvegsins um nýtt fiskverö s.I. laugardag, sem gildir frá 1. júnf. Er þetta samkvæmt heimildum, sem Vfsir telur áreiðanlegar, en ekki fékkst þetta staðfest i morgun. Skv. upplýsingum Kristjáns Ragnarssonar, formanns LIÚ, er sá hluti fiskiskipaflotans sem fiskverðsákvörðunin snertir, rekinn með 5.9% árshalla þrátt fyrir hækkunina, og væri sá halli i sjálfu sér ekki viðunandi. Nemur þetta tap 4-4.4 milljörð- um króna. Reiknað er með að fiskverðs- ákvörðunin þýði taprekstur á fiskvinnslunni i ár sem nemur 10-11 milljörðum króna, ef þvl veröur ekki mætt með gengis- lækkun, og er þá ekki reiknað með launahækkunum sem þeg- ar hafa orðið. Meðalhækkun á fiskveröi verður 13.5% og verður hækkun- in mest á þorski, ýsu, steinbit og lúðu. Verð á ufsa, karfa, löngu og grálúðu helst óbreytt, en reiknað er með 25% verðuppbót á ufsaverð og 30% uppbót á karfaverð sem tekin verður úr sjóðum sjávarútvegsins. Er gert ráð fyrir greiðslu verðbóta á ufsa og karfa á tima- bilinu 15. mai - 31. des. 1979 að upphæð 1200 milljónir króna. 1 ákvörðun um fiskverðið var gengið út frá þvi i samráði við rikisstjórhiha að sett yrðu bráðabirgðalög um hækkun oliugjalds til fiskiskipa úr 2.5% i 7% frá 15. mai s.l., og að gild- andi oliuverð til fiskiskipa hald- ist óbreytt eða að gerðar verði ráðstafanir til þess að frekari hækkun þess mæði ekki á sjáv- arútveginum á verðtimabilinu sem er frá 1. júni til 30. sept. 1979. „Miðað við allar aðstæður höfum við sætt okkur við þessar ákvarðanir”, sagði Kristján Ragnarsson formaður Llti viö Visi i morgun. ,,Við metum mikils þá yfirlýsingu rikis- stjórnarinnar að oliuverð hald- ist óbreytt til flotans næstu 4 mánuði. Það minnkar óviss- una”, sagði Kristján. Með þessari fiskverðsákvörð- un fellur niður boðuð veiðistöðv- un Llú sem koma átti til fram- kvæmda á miðnætti 11. júni. Hins vegar er Llú aðili að Vinnuveitendasambandinu og komi verkbann þess til fram- kvæmda 18. júni nk. sagði Kristján, að hann teldi félags- menn Llú bundna að fylgja þvi. Eyjólfur Isfeld Eyjólfsson framkvæmdastjóri Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna vildi litið láta hafa eftir sér um þessa fiskverðsákvörðun i morgun. Hann taldi þó einsýnt að hún leiddi til hraðara gengissigs en verið hefur, þar sem fiskvinnsl- an væri rekin með um 10 til 11 milljarða króna halla fyrir utan þær kauphækkanir sem oröið hafa i júni til 30. sept. 1979. — KS/— PM Ríkiölokað Iflag: Tðbak hækkar um 20% Sterk vín um 12-13% Áfengisútsölur verða lokaöar i dag vegna hækkana á tóbaki og áfengi. Tóbak hækkar um 20%. Áfengi hækkar um 12 til 13% en léttu vin- in, borðvin og freyðivin, hækka ekki. Eftir þessa . hækkun fer sigarettupakkinn i tæpar 680 krónur og vinflaska sem áður hefur kostað 8.600 krónur fer i um 10.100 krónur. —KS Geimelinahreppur: Melrlhlutlnn tékk ennan manni „AAinnihlutinn sem var í hreppsnefndinni fékk nú alla mennina kjörna því stuðningsmenn meirihlúh ans létu ekki sjá sig á kjör- stað. Hér er því komin ný hreppsnefnd", sagði Guð- mundur Björnsson hrepp- stjóri í AAúla í Geithellna- hreppi i samtali við Vísi í morgun. Hreppsnefndarkosningar fóru fram i hreppnum i gær. Þegar kosið var þar i sveitarstjórnar- kosningunum I fyrra voru úrslitin kærö vegna mistaka við kosning- una og voru þær dæmdar ógildar. Guðmundur hreppstjóri sagði það sennilega skýringu á þeim drætti sem verið hefur á þvi að endur- taka kosninguna, aö meirihlutinn hefði séð fram á tap. Enda hefði raunin orðiö sú, að enginn úr þeim hópi hefði náö kjöri, en fimm manris skipa hreppsnefnd- MARGIR BLOTNUBU A SJÓMANNADAGINN Sjómannadagurinn var haldinn hátfðiegur i gær og var það i 43. sinn I Reykjavik. Áð' vanda var margt á dagskrá, sjómannamessa i Dómkirkjunni þar sem minnst var drukknaðra sjómanna, en aöalhátiöarhöldin fóru fram i Nauthólsvik. Þar flutti Kjartan Jóhannsson sjávar- útvegsráðherra ræöu, aldraðir sjómenn voru heiðraðir og að auki var þar margt til skemmt- unar, til að mynda kappróður og koddaslagur. Viða um land var einnig mikið um dýrðir á sjómannadaginn. A Akranesi voru hátiðarhöldin með hefðbundnu sniði, aldraðir sjómenri voru heiðraðir við sjómannaguðsþjónustu i kirkj- unni og kappróður var i höfninni. Á ísafirði gerðu menn sér einn- ig ýmislegt til dundurs,þrátt fyrir hálf-leiðinlegt veður, kappróður var á Pollinum ög börnum boðið i stutta siglingu meö Guðbjörgu. Gott veður var hins vegar norðanlands, m.a. á Akureyri,- þar sem hátiöarhöldin nú fóru fram við sundlaugina. —HR Hart var barist á ránni I Nauthólsvikinni f gær og eins og gjarnan vill veröa I slikum leik enduðu sumir með blautan koll og soldinn hroll . Visismynd GVA.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.