Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						LANDIÐ

20 MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ

al annars að það væri þeim dætrum

Ríkharðs og sonarbörnum mikil

ánægja að færa Kolbeinsstaða- og

Fáskrúðarbakkasóknum brjóst-

myndina af séra Árna Þórarinssyni.

Faðir þeirra tók stundum aukaaf-

steypu af þeim myndum sem hann

mótaði og þeim var komið fyrir á

vinnustofu hans á Grundarstígnum.

Þessar myndir urðu síðar grunn-

urinn að Ríkharðssafni á Djúpavogi.

Auðvitað varð mynd séra Árna

ein þeirra sem fengu sinn sess á

vinnustofunni. Hvort tveggja var að

fyrirmyndin var sérstakur persónu-

leiki auk þess sem séra Árni var

stórvinur föður hennar. Séra Árni

og Ríkharður áttu margt sameig-

inlegt, ekki síst mikla frásagn-

Eyja- og Miklaholtshreppi-Sam-

koma var í Laugagerðisskóla á Snæ-

fellsnesi 3. mars sl. í tilefni þess að

afkomendur Ríkharðs Jónssonar,

myndhöggvara, afhentu íbúum í

Kolbeinsstaða- og Fáskrúðs-

bakkasókn brjóstmynd af sr. Árna

Þórarinssyni.

Samkoman hófst á því að sókn-

arpresturinn, séra Guðjón Skarp-

héðinsson, bauð fólk velkomið og

kynnti það sem fram ætti að fara.

Fyrst kynnti Daníel Hansen kennari

það sem nemendur skólans höfðu

unnið vikuna áður, en þá voru

þemadagar um séra Árna Þór-

arinsson. Nemendur höfðu kynnt

sér ævisögu hans sem Þórbergur

Þórðarson ritaði og er með þekkt-

ustu ævisögum sem ritaðar hafa

verið. Þeir gerðu veggspjöld með

textum og myndum, m.a. um ævifer-

il sr. Árna, um börn hans, þá staði

sem hann bjó á, hvaða breytingar

hafa orðið á mannfjölda og búsetu

frá því að sr. Árni þjónaði sem

prestur hér þar til í dag, einnig

breytingar á búfjárfjölda. Þá

kynntu þau sér göngu- og reiðleiðir

ásvæðinu, sem notaðar voru áður

en bílvegir voru gerðir og gerðu

veggspjöld þar sem sýndar eru

tengingar núverandi nemenda skól-

ans við sögupersónur. Allnokkrar

skondnar sögur úr bókinni voru

skrifaðar upp og myndskreyttar.

Frá Þjóðminjasafninu voru fengin

að láni leikföng eins og þau sem

börn séra Árna léku sér með og sýn-

ishorn af fatnaði sem fólk notaði á

þeim tíma.

Þá afhjúpaði Ólöf dóttir Ríkharðs

Jónssonar listaverkið og sagði með-

argáfu og frásagnargleði. En Rík-

harður faðir hennar var líka góður

áheyrandi. Það leið varla sá dagur

að séra Árni kæmi ekki í heimsókn á

vinnustofu Ríkharðs og alltaf var

hann með nýja sögu. Aðrir á heim-

ilinu nutu auðvitað góðs af og þau

voru svo lánsöm að heyra margar

frumútgáfurnar af þeim sögum sem

Þórbergur skráði síðar og auðvitað

voru það bestu útgáfurnar.

Það mun hafa verið árið 1934 að

séra Árna-fólkið flutti á Grund-

arstíginn, í bakhús sem nefnt var

Sílóam og var upphaflega bænhús.

Ríkharðsfólkið bjó í fremra húsinu.

Örstutt er á milli húsanna og mynd-

aðist fljótlega mikil vinátta milli

íbúa þeirra. Ríkharður sagði síðar

að það hefði verið mikill ham-

ingjudagur þegar séra Árna-fólkið

flutti í bakhúsið. Ólöf sagði það vera

von þeirra að brjóstmynd séra Árna

megi stuðla að því að viðhalda minn-

ingu þessa sérstæða manns.

Þá tók til máls séra Árni Pálsson,

dóttursonur séra Árna Þórarins-

sonar. Hann vígðist til Söðuls-

holtsprestakalls 75 árum á eftir afa

sínum og var hér prestur um árabil.

Hann rakti ævi afa síns, uppruna

hans og sagði margar bráðskemmti-

legar sögur af tilsvörum hans og

samskiptum við Snæfellinga. Séra

Árni var Hreppamaður og bar alla

ævi Hreppamenn og Snæfellinga

saman eins og svo víða kemur fram í

ævisögu hans. Sumt af þessum sam-

anburði líkaði Snæfellingum ekki

þótt þeim líkaði vel við séra Árna

eins og þeir sýndu honum á stór-

afmælum hans.

Er séra Árni Þórarinsson enn í

dag umtalaður og virtur af þeim

sem til hans þekkja enda þjónaði

hann hér á Snæfellsnesi í hartnær

hálfa öld. Ævisaga hans hefur gert

hann ódauðlegan, auk þess sem hún

er fjársjóður að því leyti að í henni

má finna mikinn fróðleik um menn

og málefni á svæðinu því í henni er

að finna margar nákvæmar lýsingar

af störfum fólks á þessum tíma og

ennfremur lýsingar á mönnum sem

hvergi eru annars staðar til. Lauk

séra Árni Pálsson máli sínu á því að

þakka Ríkharðs-fólkinu þann hlý-

hug að færa afa sinn aftur vestur á

Snæfellsnes og halda þannig nafni

hans á lofti.

Reynir Ingibjartsson frá Hraun-

holtum í Kolbeinsstaðahreppi

kvaddi sér hljóðs og skýrði frá því

að hann gæfi sóknunum kort af

svæðinu þar sem bæir og örnefni

eru merkt inn á auk mynda úr lífi og

starfi séra Árna Þórarinssonar.

Kortið er staðsett undir brjóstmynd-

inni af séra Árna. Reynir er líklega

sá maður sem þekkir þetta svæði

best allra, hefur um árabil notað

sumrin til að ganga um svæðið og

taka myndir af því auk þess sem

hann hefur safnað saman þjóðsög-

um, munnmælasögum og öðru efni

um svæðið. Mikill fengur er að þessu

korti bæði fyrir íbúa sveitanna,

nemendur skólans auk þeirra gesta

sem gista Hótel Eldborg á sumrin.

Ílokin ávarpaði Ólafur Guð-

mundsson í Hrossholti, formaður

sóknarnefndar Fáskrúðarbakka-

sóknar, fólk og þakkaði fyrir þessar

höfðinglegu gjafir og bauð fólki til

kaffisamsætis í boði beggja sókn-

anna. Á milli atriða söng kirkjukór

sóknanna undir stjórn Zsuzsana

Budai.

Afkomendur Árna Þórarinssonar. F.v.: Þórólfur Árnason, sr. Árni Páls-

son og systurnar Sigurbjörg, Anna María og Ingibjörg Einarsdætur.

Ríkharður Másson, sr. Árni Pálsson, Ólöf og Ásdís Ríkharðsdætur.

Gáfu brjóstmynd

af sr. Árna 

Þórarinssyni

Morgunblaðið/Daníel Hansen

Brjóstmyndin af séra Árna Þór-

arinssyni sem var færð að gjöf.

Vorfagnað-

ur karla-

kórsins

Hreims

Laxamýri - Hinn árlegi vorfagnaður

karlakórsins Hreims verður haldinn

nk. laugardag og eins og alltaf er

dagskráin viðamikil.

Vorfagnaðurinn er orðinn fastur

liður í menningarlífi Þingeyinga og

mjög vinsæll, því venja er að hafa

þar þekkta söngvara og ýmsa aðra

sem kunnir eru í tónlistarlífi lands-

manna. Gestir kvöldsins að þessu

sinni verða Álftagerðisbræður, sem

syngja við undirleik Stefáns R.

Gíslasonar, og Óskar Pétursson mun

syngja einsöng með Hreimi. Þá

munu feðginin Hannes Örn Blandon

og Sara dóttir hans flytja nokkur lög.

Hannes verður jafnframt veislu-

stjóri. Öflugt starf hefur verið hjá

Hreimi í vetur og hefur kórinn sung-

ið bæði á Norður- og Austurlandi.

Hápunktur vetrarstarfsins verður

svo tíu daga ferð til Sviss og Austur-

ríkis um miðjan apríl. Þar verður

sungið við kaþólska messu auk þess

sem haldnir verða nokkrir tónleikar. 

Eiginkonur karlakórsmanna

munu að venju sjá um veisluhlaðborð

kvöldsins og að skemmtidagskrá

lokinni verður stiginn dans fram eft-

ir nóttu við undirleik hljómsveitar-

innar Kokkteils.

Stjórnandi Hreims til margra ára

er Robert Faulkner og undirleikari

Juliet Faulkner. Vegna mikillar að-

sóknar undanfarin ár verður forsala

aðgöngumiða í Húsasmiðjunni á

Húsavík dagana 14.–16. mars. 

NÝTT veitinga- og ráðstefnuhús í

Vestmannaeyjum verður opnað í

lok apríl en húsið er byggt ofan á

vatnstank sem hefur að geyma

varabirgðir Eyjamanna sem annars

fá allt sitt vatn með leiðslum ofan af

landi. Húsið, sem er rúmir 1.200

fermetrar að grunnfleti, stendur við

Strembugötu 13 og munu gestir

hafa útsýni yfir bæinn. Áætlaður

byggingakostnaður er um 120 til

150 milljónir króna.

Stofnað var hlutafélag um bygg-

ingu og rekstur hússins og eru þeir

Grímur Gíslason veitingamaður og

Sigmar Georgsson, sem áður átti og

rak verslunina Vöruval, stærstu

hluthafarnir.

„Ég er búinn að ganga með þessa

hugmynd lengi í maganum,“ sagði

Grímur. „Ég vissi að það þurfti að

gera við þakið á tankinum og því

sendi ég stjórn vatnsveitunnar bréf

þar sem ég spurði hvort hún væri

ekki tilbúin til að veita fé í hluta-

félag um byggingu hússins í stað

þess að gera við þakið og ég fékk

mjög fljótlega jákvætt svar við því.“

Húsið er byggt sem veitinga- og

ráðstefnuhús með aðstöðu fyrir

skemmtanahald. Grímur sagði að til

þess að nýta fjárfestinguna sem

best væri gert ráð fyrir að nota eld-

húsið, sem er um 200 fermetrar og

útbúið fullkomnum tækjum, undir

framleiðslu á tilbúnum réttum m.a.

fyrir Sláturfélag Suðurlands og

jafnvel Færeyjamarkað.

Sigmar sagði að fyrsta skóflu-

stungan að húsinu hefði verið tekin

3. maí á síðasta ári og er bygging-

artíminn því tæpt eitt ár. Hann

sagði að til þess uppfylla kröfur

Hollustuverndar hefði þurft að

byggja um 200 fermetra lagna-

brunn þar sem öll frárennsli væru

lögð ofan í og því ætti vatnið í tank-

inum undir húsinu ekki að geta

mengast.

Tekur 500 til 550 manns í mat

Grímur sagði að miklar vonir

væru bundnar við það að fyrirtæki

og samtök myndu nýta sér húsið

fyrir ráðstefnur og vinnufundi.

Hann sagði að Vestmannaeyjar

væru tilvalinn staður fyrir slíkt, því

þar gætu hóparnir verið saman all-

an tímann, menn væru ekki að

skreppa heim eftir fundi o.þ.h. líkt

og algengt væri þegar ráðstefnur

væru haldnar t.d. á höfuðborgar-

svæðinu.

„Hérna er líka mikil náttúrufeg-

urð. Norðurhliðin á húsinu er úr

gleri og því verður útsýni yfir allan

bæinn, yfir Heimaklett og Herjólfs-

dal.“

Að sögn Gríms getur húsið tekið

um 500 til 550 manns í mat, en ein-

göngu verður tekið á móti hópum.

Hann sagði að hægt yrði að skipta

salnum niður þannig að vel yrði

hægt að taka á móti minni hópum,

þá yrði um 200 fermetra setustofa

fyrir ofan eldhúsið þar sem einnig

yrði hægt að taka á móti hópum.

Hann sagði að eins og staðan væri í

dag gæti stærsti salurinn í Vest-

mannaeyjum, Kiwanis-salurinn,

tekið á móti um 140 manns í mat og

að það væri alltof lítið. 

Nýtt 1.200 fermetra veitinga- og ráðstefnuhús opnað í Vestmannaeyjum

Byggt ofan á vatnstank bæjarins

Morgunblaðið/Sigurgeir

Gert er ráð fyrir að nýtt veitinga- og ráðstefnuhús verði tekið í notkun í lok apríl.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72