Morgunblaðið - 21.03.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR
10 MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBLAÐIÐ Dagur var aðeins
tæplega fimm ára gamalt blað þegar
rekstri þess var hætt í gær. Blaðið á
sér hins vegar mun lengri sögu eða
allt til ársins 1917. Með sameiningu
Dags og Tímans og síðar Alþýðu-
blaðsins og Vikublaðsins (sem hóf
útgáfu eftir að Þjóðviljinn hætti) var
stefnt að því að koma á fót öflugu
blaði sem gæti veitt þeim sem fyrir
voru á markaðinum samkeppni. Þær
vonir brugðust.
Um það leyti sem hefðbundnir
stjórnmálaflokkar voru að verða til
á Íslandi stofnuðu stuðningsmenn
þeirra blöð sem var ætlað að vera
málgögn þeirra. Tíminn var stofn-
aður 1917, en hann studdi Fram-
sóknarflokkinn. Dagur var stofnað-
ur á Akureyri árið eftir, en að því
stóðu einnig framsóknarmenn. Al-
þýðublaðið var stofnað 1919 og
studdi það Alþýðuflokkinn. Þjóðvilj-
inn var stofnaður 1936 og studdi
hann Sósíalistaflokkinn og síðar Al-
þýðubandalagið. Á ýmsu gekk í
rekstri þessara blaða í gegnum árin,
en almennt má segja að blaðaútgáf-
an hafi kostað stjórnmálaflokkana
mikil fjárútlát.
Þjóðviljinn var fyrstur hefðbund-
inna flokksblaða til að
hætta að koma út. Út-
gáfufélag blaðsins fór í
greiðslustöðvun í árs-
byrjun 1992 og var þá
tekin ákvörðun um að
hætta útgáfu blaðsins. Nokkrir
starfsmenn stofnuðu Vikublaðið á
grunni þess og var það gefið út með
stuðningi forystumanna Alþýðu-
bandalagsins.
Mikið tap var á útgáfu
flokksblaðanna
Framsóknarmenn ákváðu í byrj-
un níunda áratugarins að gera til-
raun með breytta útgáfu Tímans og
var dagblaðið NT stofnað í fram-
haldi af því. Því var ætlað að vera
óháð fréttablað. Rekstur blaðsins
gekk illa frá upphafi og tók Fram-
sóknarflokkurinn á endanum yfir
rekstur þess og breytti nafni þess á
ný í Tímann. Flokkurinn tapaði
miklum fjármunum á NT-ævintýr-
inu og neyddist m.a. til að selja hús-
eign sína á Rauðarárstíg í Reykja-
vík til að greiða skuldirnar.
Dagur kom í upphafi út tvisvar í
mánuði, en var fljótlega breytt í
vikublað. Blaðinu var breytt í dag-
blað 1985. Blaðið lenti í rekstrarerf-
iðleikum m.a. vegna húsbygginga og
fór tvisvar í greiðslustöðvun. Um
miðjan síðasta áratug hafði blaðið
náð að vinna sig út úr erfiðleikunum
og var þá rekið með hagnaði.
Á ýmsu gekk í rekstri Alþýðu-
blaðsins. Það náði á tímabili mikilli
útbreiðslu og veitti hinum blöðunum
harða samkeppni. Fjárhagslegur
grunnur undir rekstri blaðsins var
hins vegar veikur. Um miðjan síð-
asta áratug, þegar útgáfu þess var
hætt, var það með minnsta út-
breiðslu af þessum hefðbundnu
flokksblöðum.
Frjáls fjölmiðlun kemur
inn í útgáfu blaðanna
Árið 1993 urðu átök innan blað-
stjórnar Tímans, en hugmyndir
voru þá uppi um að breyta rekstri
blaðsins og færa það fjær Fram-
sóknarflokknum. Þeir sem stóðu að
útgáfunni höfðu ekki það fjármagn
sem þurfti og undir árslok varð út-
gáfufyrirtækið Mótvægi, sem gaf
Tímann út, gjaldþrota. Í ársbyrjun
1994 tók Frjáls fjölmiðlun við útgáfu
Tímans af Framsóknarflokknum og
hætti flokkurinn í framhaldi af því
öllum afskiptum af rekstrinum.
Um mitt árið 1996 var tekin
ákvörðun um að sameina Tímann
dagblaðinu Degi á Akureyri. en um
leið keypti Frjáls fjöl-
miðlun 49,9% hlut í
Dagsprenti. Stefán Jón
Hafstein var ráðinn rit-
stjóri blaðsins sem nefnt
var Dagur-Tíminn. Síðar
var Tíminn felldur út úr nafninu og
bar blaðið þá einungis nafn Dags.
Þegar blaðið var kynnt fjölmiðl-
um 1. ágúst 1996 sagði nýráðinn rit-
stjóri: „Þetta nýja starf leggst vel í
mig, það er afar áhugavert og
heillandi, en jafnframt veit ég að
það verður mjög krefjandi,“ sagði
Stefán Jón. „Við ætlum að sýna ís-
lenskum fjölmiðlaheimi að það er
hægt að gera betur á þessum vett-
vangi en gert hefur verið undanfar-
in ár.“
A-flokkarnir sameina
blöð sín Degi
Í febrúar 1997 tók Frjáls fjölmiðl-
un að sér útgáfu Alþýðublaðsins og
eignaðist um leið 80% í Alþýðu-
blaðsútgáfunni. Útgáfu Alþýðu-
blaðsins lauk svo í júlí sama ár þeg-
ar það rann ásamt Vikublaðinu inn í
Dag-Tímann. Skrifuðu Sighvatur
Björgvinsson, formaður Alþýðu-
flokksins, og Margrét Frímanns-
dóttir, formaður Alþýðubandalags-
ins, undir samstarfssamning við
Eyjólf Sveinsson, stjórnarformann
Dagsprents 31. júlí 1997.
Við það tækifæri sagði Margrét:
„Dagur-Tíminn hefur verið rekinn
þannig á þessu ári að þessir hópar
félagshyggjufólks, sem hafa verið að
velta fyrir sér blaðaútgáfu, telja að
sínum væntingum hafi á margan
hátt verið mætt, en til þess að blaðið
verði öflugra þurfi að skapa því auk-
ið svigrúm á markaðinum og það er-
um við að gera.“
„Þetta blað verður að taka mið af
þeim lesendahópi sem ætlast er til
að kaupi það. Það eru hins vegar
engin ákvæði í þessu samkomulagi
um að flokkarnir hafi einhvern ráð-
stöfunarrétt á einhverjum tilteknum
yfirmannastöðum á ritstjórn,“ sagði
Sighvatur við sama tækifæri.
Eyjólfur Sveinsson hafði látið
hafa eftir sér skömmu áður en
gengið hafði verið frá samningnum
„Dagur-Tíminn er tæplega eins árs
gamalt blað og hefur náð þeirri
stöðu að vera lesið af rúmlega 10%
landsmanna á hverjum degi og tæp-
um fjórðungi landsmanna utan höf-
uðborgarsvæðisins. Dagur-Tíminn
er auðvitað kominn til að vera og
samstarf af þessum toga, þar sem
útgáfumálum A-flokkanna verði
skipað þannig að A-flokkarnir
myndu einfaldlega leggja Degi-Tím-
anum lið og horfa til þess dagblaðs
sem þess fjölmiðils sem þeir geta
treyst á, það styrkir auðvitað blað-
ið.“
Útgefendur Dags-Tímans stefndu
ákveðið að því að byggja blaðið upp.
Eyjólfur Sveinsson lét hafa eftir sér
á hádegisverðarfundi Félags við-
skipta- og hagfræðinga í október
1996 að hann teldi að grundvöllur
væri fyrir því að blaðið færi í 20
þúsund eintök á 2–3 árum. Hann
sagði einnig að nýju blaði yrðu lagð-
ar til 20–30 milljónir í nýtt hlutafé.
Eftir að samstarfssamningurinn við
A-flokkana var gerður sumarið 1997
var haft eftir Eyjólfi að hlutaféð
yrði aukið í um 70 milljónir. Árið
1997 og 1998 fóru útgefendur Dags í
viðamikla og dýra áskriftarherferð.
Áskrifendum fjölgaði nokkuð við
þetta um tíma, en þegar á heildina
er litið skiluðu þessar safnanir ekki
tilætluðum árangri. Í upphafi töldu
aðstandendur blaðsins raunhæft að
gefa blaðið út í 15 þúsund eintökum.
Blaðið var þegar útgáfa þess var
stöðvuð gefið út í innan við 10 þús-
und eintökum.
Mikið tap 1998 og 1999
Tapið á Dagsprenti var 26 millj-
ónir 1998 og 99,4 milljónir árið 1999.
Á síðasta ári var kostnaður við út-
gáfuna skorinn niður um þriðjung,
en dugði það samt ekki til að félagið
skilaði hagnaði. Sýnt þótti að þrátt
fyrir mikið aðhald í rekstri myndi
útgáfan ekki ganga upp.
Stefán Jón Hafstein hætti sem
ritstjóri Dags í árslok 1998 og hefur
Elías Snæland Jónsson stýrt því síð-
an en hann var ráðinn ritstjóri við
hlið Stefáns um mitt ár 1997.
Á hluthafafundi í Dagsprenti á
mánudaginn var ákveðið að fara út í
fjárhagslega endurskipulagningu.
Ekki munu vera uppi áform um að
stefna félaginu í gjaldþrot. Ekki
fengust upplýsingar um skuldastöðu
fyrirtækisins en stærstu lánar-
drottnar eru Frjáls fjölmiðlun og
Ísafoldarprentsmiðja, sem er í eigu
Frjálsrar fjölmiðlunar.
Eftirsjá að Degi
Sighvatur Björgvinsson og
Margrét Frímannsdóttir sögðu í
samtali við Morgunblaðið í gær að
þau sæju að mörgu leyti eftir Degi.
Sighvatur sagði að það væri í sjálfu
sér ekki margt um þetta að segja.
Það væri ekki hægt að ætlast til
þess að útgáfufélagið héldi úti
rekstri nema hann stæði undir sér.
Það hefði ekki tekist og því væri
honum sjálfhætt.
Margrét sagðist sjá eftir Degi.
„En mér finnst hins vegar aldrei
hafa verið gert það átak sem hefði
þurft að fara út í ef þetta hefði átt
að geta orðið það öfluga dagblað
sem ég hefði viljað sjá. Það hefur
ekki verið gert mikið núna seinni ár-
in í því að efla dreifingu Dags.
Upphaflega var ætlunin að Dagur
yrði mótvægi á blaðamarkaðinum
en það gekk ekki eftir. Á sínum tíma
voru kynnt ákveðin markmið fyrir
okkur af hálfu útgáfunnar og ég tel
að þau hafi ekki náðst enda er blaðið
nú að leggja upp laupana,“ sagði
Margrét.
Útgáfu Dags hætt eftir að blaðið hafði komið út í tæplega fimm ár í síðustu lotu
Vonir um öflugt dag-
blað gengu ekki eftir
Morgunblaðið/Jim Smart
Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins, Margrét Frímannsdóttir, formaður Alþýðu-
bandalagsins, Sveinn R. Eyjólfsson, stjórnarformaður Frjálsrar fjölmiðlunar, og Eyjólfur Sveinsson, stjórn-
arformaður Dagsprents, skrifuðu undir samstarfssamning 31. júlí 1997. Samningurinn gerði m.a. ráð fyrir að
áskrifendum Alþýðublaðsins og Vikublaðsins yrði boðin áskrift að Degi-Tímanum.
Viss tímamót urðu í
blaðaútgáfu á Íslandi í
gær þegar dagblaðið
Dagur hætti að koma út
en það var stofnað 1996
á grunni gömlu flokks-
blaðanna. Ekki reyndist
fjárhagslegur grund-
völlur fyrir útgáfunni og
hefur Dagur hefur nú
verið sameinaður Dag-
blaðinu Vísi.
Dagur átti ræt-
ur allt aftur til
ársins 1917
TÖLUVERÐAR breytingar verða
gerðar á efni DV í kjölfar samein-
ingar blaðsins og Dags undir
merkjum DV en útgáfa blaðanna
var sameinuð frá og með gærdeg-
inum. „Dagur hefur verið sterkur á
ákveðnum sviðum, eins og í stjórn-
málafréttum, og við ætlum að fá
það inn í nýtt blað,“ sagði Jónas
Kristjánsson, annar ritstjóra DV, á
blaðamannafundi sem blaðið boðaði
í gær. Elías Snæland Jónsson, rit-
stjóri Dags, hefur verið ráðinn ráð-
gjafi í útgáfumálum Frjálsrar fjöl-
miðlunar en fyrirhuguð eru nokkur
ný verkefni á sviði útgáfu hjá fyr-
irtækinu á næstunni.
Óli Björn Kárason, ritstjóri DV,
segir að með breytingunum sé ver-
ið að „blása til nýrrar sóknar“ en
hann ítrekar að mikil áhersla verði
lögð á starfsemi blaðsins á Akur-
eyri en þar munu starfa allt að sex
blaðamenn, auk starfsfólks á aug-
lýsinga- og dreifingardeild.
Birgir Guðmundsson, aðstoðar-
ritstjóri Dags, hefur verið ráðinn
fréttastjóri DV. Hann mun jafn-
framt stýra ritstjórn DV á Akur-
eyri.
Slæm fjárhagsstaða
Fjárhagsstaða Dagsprents, sem
hefur gefið Dag út, hefur verið
slæm og segir Óli Björn hana vera
eina ástæðu sameiningar. „Það
tókst að fjölga áskrifendum Dags
en ekki nógu mikið og því er betra
að grípa til svona aðgerða.“ Áskrif-
endur Dags bætast nú í hóp áskrif-
anda DV og eru þeir um fimm til tíu
þúsund talsins en einhverjir voru
þó áskrifendur að báðum blöð-
unum.
Aukin samkeppni á sviði fjölmiðl-
unar er ennfremur ein helsta
ástæða sameiningar, að því er segir
í fréttatilkynningu, og er samein-
ingin liður í því að styrkja útgáfu
blaðanna. „Umhverfi fjölmiðla á Ís-
landi hefur tekið miklum breyt-
ingum á undanförnum misserum og
útgáfa dagblaða er á tímamótum en
innan fárra vikna lítur nýtt ókeypis
dagblað dagsins ljós,“ segir í til-
kynningunni.
Frjáls fjölmiðlun á hlut í nýja
blaðinu og að sögn Óla Björns getur
vel hugsast að einhverjir starfs-
menn Dags fari til starfa þar. „Öll-
um starfsmönnum Dagsprents er
boðin vinna. Viðkomandi starfs-
maður ræður þó ferðinni,“ sagði
hann en starfsmönnunum býðst
vinna hjá DV, Frjálsri fjölmiðlun
eða tengdum fyrirtækjum. Dags-
prent mun hins vegar halda áfram
starfsemi á sviði prentþjónustu.
DV boðar breytingar
í kjölfar sameiningar
Morgunblaðið/Jim Smart
Birgir Guðmundsson, fyrrverandi aðstoðarritstjóri Dags, nú fréttastjóri
DV, og Óli Björn Kárason, ritstjóri DV, á blaðamannafundi í gær.