Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 4
DAGLEGT LÍF 4 B FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ VEL er við hæfi að lækninga-minjasafnið sé í húsi þvísem sérstaklega var reistyfir Bjarna Pálsson sem fyrstur var skipaður landlæknir á Ís- landi. Sjálfur konungurinn úrskurðaði að svo skyldi vera árið 1760. Nesstofa reis þremur árum seinna og frá þeim tíma og allt til dauðadags bjó og starf- aði Bjarni í þessu glæsilega húsi sem er eitt elsta steinhús landsins. Margir hafa eflaust horft öfundar- augum til læknisins og embættisbú- staðarins fagra. En tæplega hefur verið ástæða til þess því þungar skyldur voru lagðar á herðar honum, enda segir Sigurborg Hilmarsdóttir, leiðsögumaður safnsins, að hann hafi þurft að sinna margra manna starfi. Önnum kafinn landlæknir „Bjarna var skylt sem eina mennt- aða manninum í faginu á landinu að veita öllum þeim er til hans leituðu læknishjálp. Og þar var af nógu að taka, því holdsveiki, sullaveiki, skyr- bjúgur, vatnssýki og aðrir sjúkdómar grasseruðu hér á átjándu öldinni. Bjarni starfrækti einnig eina apótek landsins í Nesstofu og sá sjálfur um að afla efna til lyfjagerðarinnar, búa þau til og dreifa þeim. Þar fyrir utan bar honum að sjá um kennslu í læknis- fræði og ljósmóðurfræðum. Og ofan á þetta allt saman átti hann að fylgjast með hvaða smitsjúkdómar bærust til landsins, reyna að hefta útbreiðslu þeirra sem og sjá um eftirlit með holdsveikraspítölum og hegningar- húsinu.“ Blessaður landlæknirinn hefur vægast sagt verið önnum kafinn og Sigurborg segir að fjölskyldan hafi líka þurft sinn tíma því Bjarni eign- aðist sjö börn með Rannveigu konu sinni. „Fjölskyldan bjó hér uppi á lofti þau sextán ár sem þeim auðnaðist líf saman. Rannveig var dóttir Skúla fóg- eta en ekki dugðu stórar ættir og lækniskunnátta til að tryggja þeim hjónum áfallalaust líf. Einungis þrjú af börnum þeirra komust til manns en hin fjögur dóu á barns- og unglings- aldri. Sorgin hefur því verið tíður gestur hér í Nesstofu. Afkomendur Bjarna urðu færri en efni stóðu til, en þess má geta að Steinunn, elsta dóttir hans, var móðir Bjarna Thorarensen skálds.“ Lífsýni frá 19. öld Sigurborg er vel að sér um sögu safnsins sem geymir lækningatól og tæki frá ýmsum tímum. „Margir safngripirnir eru frá gamla læknaskólanum en þaðan koma bæði verkfæri og ýmis lífsýni, sumt frá 19. öldinni. Einnig er mikið gefið til safns- ins úr dánarbúum lækna. Við eigum Jóni Steffensen prófessori mest að þakka að safnið skuli vera til því hann hélt utan um þetta og safnaði hlutum þar til Þjóðminjasafnið tók við því á áttunda áratugnum. Hann stofnaði líka Félag áhugamanna um sögu læknisfræðinnar sem er og hefur verið safninu ómetan- legur bakhjarl á marga vegu. Sýningin hér í Nesstofu er svo ekki opnuð fyrr en 1992. Safnið á um tíu þúsund muni en aðeins brot af þeim eru til sýnis hér.“ Næst liggur leiðin í apótekið, sem er fagurlega innréttað og skartar gömlum lyfjaglösum. Apótekið hefur verið endurgert samkvæmt nákvæm- um úttektum sem til eru frá 18. öld- inni. „Svo vel vill til að máli á hillum, lit- um á veggjum og myndum yfir hurð- um er mjög nákvæmlega lýst í þessum úttektum. Leitast hefur verið við að endurbyggja apótekið eins og það er talið hafa verið þegar Bjarni starfaði hér.“ Í herberginu við hliðina á apó- Blóðhorn og blóðkoppar sem notaðir voru við blóðtökur. Fæðingarstóll og hitakassi fyrir nýbura, sem notaður var allt til ársins 1986. Í Nesstofu á Seltjarnarnesi er Lækninga- minjasafnið til húsa. Þar gefur m.a. að líta fót í formalíni, fæðingartangir og innþornað mannsauga. Kristín Heiða Kristinsdóttir þáði leiðsögn Sigurborgar Hilmarsdóttur um safnið. Í MÍLANÓ er árlega haldin ein stærsta og íburðarmesta húsgagna- og hús- búnaðarsýning í Evrópu. Öll hótel borgarinnar eru sneisafull enda panta fyr- irhyggjusamir gestir með ársfyrirvara. Þetta er sannkölluð hönnunarveisla sem í ár var stærri en nokkru sinni áður. Auk þess sem sýnt var í 27 stórum sýningarhöllum voru yfir 600 upp- ákomur í fjölda sýningarsala víðs vegar um borgina. Tæpast í mannlegu valdi að að skoða allt sem þar gaf að líta þá einu viku sem sýningin stóð yfir. En stærstu framleiðendurnir eru ávallt áberandi og þeir heppnu njóta athygli ef þeir bjóða upp á nógu áhugaverðar nýjungar. Þær fólust að þessu sinni í mik- illi litadýrð og nýstárlegu efnisvali. Rauður litur var áberandi og öll afbrigði af honum. Litaskalinn flögraði frá fölbleiku til eldrauðs og endanlega út í ryðbrúna tóna. Þessu var blandað saman við rólegri liti svo sem hvítt, dökk- brúnt og kremlit. Lítið var um gráa tóna enda þeir búnir að vera ríkjandi lengi. Glær og hálfglær efni settu svip sinn á marga hluti. Þá voru plastefni af öllu tagi oft notuð á óhefðbundinn hátt, t.d. mátti sjá plast í sófum sem og hægindastólum. Mikill gáski og kímni einkenndi margt húsgagnið og líkt sem langþráð kæruleysi hafi loksins bankað upp á eftir grátt naumhyggjutímabil. Stílhreinar eldhúsinnréttingar frá Dada, systurfyrirtæki Molteni &C. Boffi er leiðandi fyrirtæki í innréttingahönnun. Stólar og borð frá Cassina eftir Ron Arad. Áhugaverð lýsing frá Ingo Maurer. M ÍLANÓ 2001 Húsgagna- og húsbúnaðarsýningin í Mílanó gefur tóninn á hverju ári. Sigríður Heimisdóttir skoðaði sig um og fann hann í litadýrð og nýstárlegu efnisvali. GÁSKAFULL hönnunarveisla Fæðingartöng frá 18. öld. Stór og groddaleg gadda- töng úr járni, sem gripið var til ef vonlaust var að barn gæti fæðst lifandi og móðirin í lífs- hættu. Lækningatól f Sigurborg Hilmarsdóttir í gamla apótekinu í Nesstofu. Morgunblaðið/Kristinn liðinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.