Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						22 SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
L
AUST fyrir klukkan níu að
morgni dags, mánudaginn
27. júní árið 1921, hallar
Alexandrína drottning sér
að Knud Zimsen borgar-
stjóra og spyr hann áhyggjufull
hvort það sé stóra vélin sem eigin-
maður hennar eigi að setja í gang.
Þegar borgarstjórinn sannfærir
hana um að þetta sé hreint ekki erfitt
verk spyr hún varfærnislega hvort
hún megi þá ekki kveikja á þeirri
litlu. Skömmu síðar ræstu þau Krist-
ján konungur X og Alexandrína
drottning túrbínurnar í nýju Elliða-
árstöðinni og tóku þar með formlega
í notkun rafstöð Reykvíkinga við
Elliðaár. Þessi atburður markar
upphaf Rafmagnsveitu Reykjavíkur
sem nú starfar undir merkjum Orku-
veitu Reykjavíkur.
Rafstöðin í Elliðaárdalnum átti
sér langan aðdraganda því hug-
myndir um virkjun árinnar komu
fyrst fram fyrir aldamót. Á þeim
tíma var hugmyndum um slíkan
galdramátt fallvatna misjafnlega vel
tekið í Reykjavík en auk þess töfðust
framkvæmdir vegna kostnaðar og
tæknilegra örðugleika. Elliðaárnar
voru þá reyndar í eigu útlendinga
sem nýttu þær til laxveiði.
Árið 1906 festi Reykjavíkurbær
hins vegar kaup á Elliðaánum, enda
stóðu vonir til að hægt væri að nýta
vatn þeirra fyrir fyrirhugaða vatns-
veitu. Sama ár kaus bæjarstjórn
Reykjavíkur nefnd til að vinna að
uppbyggingu rafmagnsveitu í
Reykjavík og var Halldóri Guð-
mundssyni rafmagnsfræðingi veitt-
ur styrkur til að kynna sér raf-
magnsstöðvar í Noregi. Halldór var
ötull talsmaður virkjana og taldi raf-
magnið vera „lyftistöng allra fram-
fara“. Nefndi hann bæði Sogsfoss-
ana og Elliðaárnar sem mögulega
virkjunarkosti. 
Gas eða rafmagn
Kröfur um betri lýsingu í bænum,
innanhúss sem utan, urðu æ hávær-
ari. Fyrir aldamót voru götur bæj-
arins lýstar upp með olíuluktum en
birtan frá þeim var lítil og mjög
strangar sparnaðarreglur takmörk-
uðu lýsingartímann. Það þótti t.d. al-
gjör óþarfi að kveikja á luktunum í
tunglsljósi eða ef stjörnubjart var og
heiðríkt og skilyrðislaust voru ljósin
slökkt á miðnætti. Fólk átti ekkert
að vera að þvælast úti eftir þann
tíma.
Þegar kom að því að velja vænleg-
ustu leiðina til að leysa lýsingarvand-
ann voru menn hreint ekki sammála.
Töluverð reynsla var komin á notkun
gass víða í Evrópu og þótti mörgum
sá kostur fýsilegri. Gasið var ódýrari
orkugjafi en rafmagnið og höfðu
menn áhyggjur af því að rafmagnið
myndi einkum gagnast efnafólki. Þá
mun konum í bæjarstjórninni hafa
litist betur á gasið. Gasið gat nýst
þeim sem orka til eldunar og þær
þekktu af eigin raun óþrifin og erf-
iðleikana sem fylgdu því að elda við
lélegan mó. Niðurstaða málsins varð
því sú að bæjarstjórnin samdi við
þýskt fyrirtæki um byggingu gas-
stöðvar við Hlemm. Hinn 1. septem-
ber 1910 voru götur Reykjavíkur því
lýstar upp með gasljósum og reyk-
vísk heimili gátu skipt út steinolíu-
lömpum fyrir nýtísku gasljós og
kola- og móeldavélum fyrir skjanna-
hvítar og gljáandi gaseldavélar.
Áfram barist fyrir rafmagni
Þrátt fyrir tilkomu Gasstöðvar-
innar héldu áhugamenn um rafmagn
baráttu sinni áfram og átti raf-
magnsmálið eftir að verða eitt heit-
asta deilumál Reykvíkinga allt fram
á kreppuárin. Margir töldu Gasstöð-
ina vera gróft dæmi um afturhalds-
semi sem hamlaði framförum í bæn-
um þar sem hún stæði í vegi fyrir
framgangi rafstöðvarmálsins. 
Á almennum borgarafundi í Iðnó í
apríl 1914 var samþykkt tillaga Jóns
Þorlákssonar verkfræðings um að
skora á bæjarstjórnina að taka málið
upp að nýju og strax þá um vorið
kaus bæjarstjórnin rafmagnsnefnd
til að vinna að undirbúningi rafstöðv-
ar. Mat nefndin orkuþörf bæjarins
um 600-800 hestöfl. 
Þá þegar var Gasstöðin orðin of
lítil til að anna þörf bæjarbúa á lýs-
ingu og stórstígar framfarir í iðnað-
ar- og atvinnurekstri kölluðu á sífellt
meiri orku. Þegar áhrifa heimsstyrj-
aldarinnar fór að gæta versnaði
ástandið um allan helming þar sem
gasið var framleitt með innfluttum
kolum. Gripið var til stórfellds
sparnaðar, ekki síst í götulýsingu, og
skapaðist hálfgert neyðarástand
þegar bæjarbúar, sem þá voru um 16
þúsund, urðu að fálma sig áfram í
kolniðamyrkri í svartasta skamm-
deginu.
Ákvörðun tekin um rafstöð
Árið 1916 fól bæjarstjórn Reykja-
víkur norsku verkfræðifyrirtæki að
gera áætlanir og tillögur um virkjun
í Elliðaánum en þegar Norðmenn-
irnir lögðu til að reist yrði 3.000 hest-
afla virkjun var Jóni Þorlákssyni og
Guðmundi Hlíðdal falið að gera nýja
áætlun sem væri betur í takt við
þarfir bæjarins. Eftir ítarlegar rann-
sóknir samþykkti bæjarstjórnin loks
í september árið 1918 að byggja
1.500 hestafla rafstöð við Ártún og
var verkfræðingunum A. Broager
Christensen og Guðmundi Hlíðdal
falið að stjórna verkinu.
Fyrstu rafmagnsstjórnina skip-
uðu Knud Zimsen borgarstjóri, Jón
Þorláksson bæjarfulltrúi, Pétur
Halldórsson bæjarfulltrúi og Stein-
grímur Jónsson rafmagnstjóri. Haf-
ist var handa við mannvirkjagerðina
í ársbyrjun 1920 og um haustið komu
vélarnar til landsins. Lauk síðan
framkvæmdum vorið 1921 og var
stöðin tekin í notkun í júní. Stöðv-
arstjóri var Steingrímur Jónsson og
fyrsti vélstjóri varð Ágúst Guð-
mundsson sem verið hafði stöðvar-
stjóri í rafstöð fyrirtækisins Nathan
og Olsen í miðbænum.
Rafmagn til almennings
Raforkan var framleidd með
tveimur vélasamstæðum, annarri
500 hestafla og hinni 1.000 hestafla.
Með 6.000 volta spennu var rafmagn-
ið leitt með ofanjarðarlínu í aðveitu-
stöð á Skólavörðuholtinu og síðan í
neðanjarðarleiðslum til átta spennu-
breytistöðva í bænum. Þaðan var
rafmagnið lagt inn í hús kaupenda í
nágrenninu.
Þetta voru ekki fyrstu kynni
Reykjavíkinga af rafmagni. Fram til
ársins 1920 hafði sprottið upp fjöldi
smárafstöðva sem framleiddu raf-
magn með steinolíumótorum, en
þessar einkarafstöðvar voru dýrar í
rekstri og ekki á færi nema efnaðri
bæjarbúa að kaupa af þeim rafmagn.
Auk þess fylgdi þeim skelfileg hljóð-
mengun og töluverð brunahætta.
Með nýju vatnsaflsstöðinni varð raf-
magn almenningseign í Reykjavík
enda biðu bæjarbúar ekki boðanna
og í árslok 1921 höfðu alls 45% húsa í
bænum verið tengd.
Rafmagnsveita Reykjavíkur varð
ekki síður mikil lyftistöng fyrir iðn-
aðinn í Reykjavík. Vélaeigendur
tóku rafmagnið í þjónustu sína fljót-
lega eftir að stöðin tók til starfa og
ýmiss verksmiðjuiðnaður, sem áður
hafði ekki haft skilyrði til að þrífast,
dafnaði nú með tilkomu rafmagns-
ins.
Byrjunarörðugleikar
Ýmsir erfiðleikar komu fram við
rekstur stöðvarinnar fyrstu árin.
Þar sem stöðin var fyrst og fremst
notuð til að framleiða rafmagn til lýs-
ingar var mikill árstíðamunur á
orkusölunni og annaði hún vart þörf-
inni að vetrarlagi. 
Annað vandamál, sem menn höfðu
kosið að horfa fram hjá, setti alvar-
legt strik í reikninginn. Ís og krapa-
myndun í ánni gat orðið töluverð og
ekki var óalgengt að árnar hreinlega
stífluðust með þeim afleiðingum að
straumlaust var allt upp í sólarhring.
80 ára afmæli gömlu rafstöðvarinnar í Elliðaárdal
„Má ég þá ekki kveikja á þeirri
Rafstöðin í Elliðaárdal.
Orðin hér að ofan
mælti Alexandrína
drottning þegar vígja
átti rafstöðina í Elliða-
árdal árið 1921. Enn
gegnir stöðin hlutverki
80 árum síðar þótt hún 
sinni ekki nema hluta
orkuþarfar höfuðborg-
arinnar. Alfreð 
Þorsteinsson fjallar 
um Elliðaárstöðina.
Kristján konungur X og Alexandrína drottning
vígðu Elliðaárstöðina árið 1921.
Unnið að samsetningu vatnsþrýstipípunnar árið 1920.
Elliðaárstöðin er í hópi merkustu tækniminja landsins.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56