Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						2BSUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
H
EBRIDES-eyjar
liggja norðvestur af
Skotlandi og tilheyra
skoskri stjórnsýslu.
Íslendingar og Fær-
eyingar hafa kallað þær Suðureyjar,
en þær voru viðkomustaður víkinga
á blómaskeiði þeirra og er arfleifð
þeirra ennþá greipt í umhverfið í
formi staðarnafna. Þar fyrirfinnast
örnefnin Langavatn, Mjallarfjall,
Flatey, Langasker og Bjarnarey,
ásamt fleiri nöfnum sem eru algeng
heima á Fróni. Stundum er erfitt að
þekkja nöfnin á prenti því þau eru
rituð á gelísku sem telst tunga þeirra
eyjaskeggja, þó enska sé mest töluð
af yngra fólkinu. 
Bjarnarey er strjálbýl eyja norð-
antil í eyjaklasanum, en þar er sam-
félagið sterklega mótað af því sem
Ægir hefur gefið eða krafist í fórn-
arkostnað fyrir lífsbjörgina. Iain
Angus Macaulay er búsettur á
Kirkjubæ á Bjarnarey ásamt eigin-
konunni Karinu og dætrunum Ellu
og Jessicu.
Kominn af Noregskonungum!
Flug frá Glasgow til Stornoway,
sem er stærsti þéttbýliskjarninn,
tekur um það bil eina klukkustund.
Lágreist flugstöðvarbyggingin send-
ir þau skilaboð að athafnasvæði stór-
borganna sé að baki. Vel gekk að
komast í samband við viðmælandann
sem tók á móti mér. Við höfðum aldr-
ei hist áður, en Iain segir að mynda-
vélin hafi verið tilvísandi einkenni og
svo hafi ég verið forvitinn til augn-
anna. Um hálftíma akstur er til
Bjarnareyjar frá flugvellinum og
byrjaði ég strax að hætti Íslendinga
að forvitnast um ætt og uppruna. Ia-
in segir að slóðir forfeðranna liggi að
mestu leyti um Bjarnarey. „Nafnið
Macaulay þýðir í raun sonur Ólafs og
er komið frá Noregskonungum sem
réðu yfir eyjunum á víkingatímanum
fyrir um þúsund árum. Ólafur þáver-
andi konungur sendi son sinn hingað
til að líta eftir eigum landsins og af
honum voru forfeður mínir komnir.
Þrátt fyrir upprunann þarftu nú ekki
að ávarpa mig „Yðar hátign!““ segir
Iain, brosir í kampinn og heldur síð-
an áfram: „Síðar þegar ættflokka-
veldin réðu ríkjum, þá ríkti Mac-
aulay-ættin á Bjarnarey og
strandlengjunni sem að henni liggur.
Þaðan voru gerðir út árásarleiðangr-
ar og barist við aðra ættflokka. Í sög-
unni var Macaulay-ættin og þá sér-
staklega höfðingjarnir þekktir fyrir
grimmd og árásarhneigð. Hafðu
samt ekki áhyggjur, við höfum mild-
ast mikið með tíð og tíma,“ segir Iain
og brosir.
Þegar búið var að vísa mér í nátt-
stað sem var gisting með morgun-
verði hjá prestshjónunum á eyjunni,
var mér tilkynnt að fyrir dyrum
stæði mikil veisla. Vígja átti nýtt og
endurbætt samkomuhús fyrir eyjar-
skeggja og var mér boðið að vera
með. Þar svignuðu hlaðborðin undan
fjölbreyttu sjávarfangi og þrjár kyn-
slóðir fylltu dansgólfið á sama tíma
og gleðin skein af hverju andliti. Því-
lík veisla. 
Nískt vatn
Morgunninn eftir vaknaði ég við
gauksklukkuna á neðri hæðinni. En
klukkan var sjö mínútur yfir átta,
svo hún var ekki alveg rétt. Eftir
morgungeispa og sturtu galaði
klukkan aftur en þá var hún 25 mín-
útur yfir átta. Presthjónin þyrftu að
senda hana í viðgerð. Eftir vel útilát-
inn skoskan morgunverð var ég sótt-
ur af Iain og til stóð að skoða eyj-
arnar. Norðurhluti aðaleyjarinnar
heitir Lewis-eyja og er oft kölluð
Þúsundvatnaeyjan, sem er augljós
nafngift því þar skiptast á klappir,
graslendi og vötn. Flest vötnin bera
nöfn sem enda á vatn og þótt þau séu
rituð á gelísku má glöggt þekkja ís-
lenskuna í framburði heimamanna.
Við glímdum lengi við eitt nafn sem
hljómaði kunnuglega og eftir vitn-
eskju um að þar hafi aldrei veiðst,
kom okkur saman um að þar hafi
heitið Nískavatn. 
Álar og vogar teygja sig víða langt
inn í landslagið og var stundum erfitt
að geta sér til um hvar þeir tengdust
úthafinu. Litlar bryggjur sáust ann-
að slagið og voru gjarnan tveir til
þrír bátar bundnir og tilheyrðu ým-
ist fiskveiðum eða eldi. Á kyrrlátum
álunum voru eldiskvíar og sumstað-
ar langar raðir af baujum sem til-
heyrðu kræklingaeldi. Iain segir að
þessi nýja búgrein sé að sanna sig.
Erfiðast sé að eiga við æðarfuglinn
sem sækir í ungskelina þegar hún er
mjúk.
Mótekja þegar herðir að
Sumstaðar mátti sjá fólk við mó-
tekju og var notað sérstakt áhald við
skurðinn til að hnausarnir yrðu jafn-
ir og góðir til þurrkunar. Iain segir
þetta endurspegla atvinnuástandið á
eyjunum. „Fyrir nokkru fékk fyrir-
tæki í Stornoway það verkefni að
byggja olíuborpall og því næga vinnu
að hafa. Þá sást varla einn einasti
maður taka mó. Núna, þegar lítið er
að gera, hefur fólk minna á milli
handanna og meiri tíma. Mórinn er
góður eldiviður og kostar ekkert
nema þreytt bak og óhreinar hend-
ur.“
Búið að þurrka upp miðin
Byggðin á Suðureyjum á verulega
undir högg að sækja og þá sérstak-
lega dreifbýlið. Hér voru ein gjöf-
ulustu fiskimið við Bretlandseyja
fyrir tíu til tuttugu árum. En nú er
öldin önnur, segir Iain. „Trollbátarn-
ir fylltu sig á tveimur sólarhringum
hér á árum áður. Það mátti oft sjá þá
á reki mestan hluta dagsins í aðgerð.
Í dag eru þeir ekki að angra sig við
að reyna. Það er allt gjörsamlega
þurrkað upp. Kunningi minn, Calum
Macleod, sem enn er að reyna trollið
og þekkir miðin hérna eins og lófana
á sér, var að reyna sína uppáhalds
bletti fyrir nokkrum dögum. Það
ætti að vera besti tíminn núna til að
fiska þar. Eftir tólf tíma tog var af-
raksturinn 140 kíló. Það borgar ekki
olíuna. Daginn eftir lagði hann yfir
átta kílómetra af netum og var aftur
með 140 kíló eftir nóttina og það var
mest háfur.“
Vantrú á Evrópusambandinu
Iain er myrkur í máli þegar hann
ræðir aðild Breta að Evrópusam-
bandinu og áhrif hennar á afkomu
eyjaskeggja. „Eftir að Evrópuflotinn
er búinn að skafa hér upp í land-
steina hafa afkomumöguleikarnir
fyrir heimabátana að engu orðið. Það
hafa engin verndarsjónarmið verið í
fiskveiðistefnu Evrópusambandsins.
Þar er allt skafið allan ársins hring.
Það mátti jafnvel sjá þá láta trollin
fara upp við sandstrendurnar inn í
fjörðunum og draga út. Svo hefur
möskvastærðinni alltaf verið haldið í
lágmarki og í engu samræmi við þá
stærð af fiski sem leyfilegt er að
landa. Spánverjarnir hafa verið
gripnir með allan smáfiskinn í fölsk-
um þiljum í lestinni.
Þegar Bretar voru að semja um
inngöngu, snemma á áttunda ára-
tugnum, voru á borðinu tillögur um
sameiginlega fiskveiðisefnu sam-
bandsins og jafnan aðgang aðildar-
ríkjanna að fiskimiðum hvert ann-
ars. Þjóðin og þingið fengu sem
minnst um það að vita áður en aðild-
arsamningurinn var undirritaður.
Þetta upplýstist allt þegar vinnu-
skjöl framkvæmdavaldsins frá þess-
um tíma voru gerð opinber, sam-
kvæmt þrjátíu ára reglu um aðgang
almennings að leyndarmálum. Þar
kom einnig fram blákalt frá stjórn-
málamönnum og kerfiskörlum sem
sóttust mest eftir aðild, að breskum
fiskveiðiflota væri fórnandi fyrir að-
ild að sameiginlegum mörkuðum.
Þetta viðhorf finnst einhverjum
Bretum kannski eðlilegt, en ekki ef
þú ert fiskimaður. Það sýnir okkur
líka að þeir vissu um afleiðingarnar.
Okkar afkomu var fórnað til að ná
betri stöðu fyrir aðrar greinar svo
sem landbúnað og iðnað. Mörg svæði
í svipaðri aðstöðu og Hebrideseyjar
hafa engan hag af aðild. Og þú finnur
ekki einn einasta einstakling hér á
eyjunum sem er hliðhollur sam-
bandinu. Stjónmálamennirnir segja
að aðild að mörkuðum sé mikilvæg,
en í seinni tíð erum við ekki vernduð
þar heldur. Þar sem fiskeldið er einn
okkar þýðingarmesti atvinnuvegur
reyndum við að koma lögum yfir
Norðmenn sem voru að skemma
okkar markaði með miklu magni af
laxi á lægra verði, en þar flýtur ol-
íugróðinn inn í flestar framleiðslu-
greinar. En þeir komust upp með
þetta vegna Gatt-samningsins og
Bandaríkjamenn hótuðu að hætta
viðskiptum við Evrópusambandið ef
Norðmenn yrðu ekki látnir í friði.
Svo hver er þá í rauninni hagurinn
með aðild. Ég hef jafnvel séð það á
prenti að Bretar borgi meira til
sambandsins en þeir þiggja í formi
styrkja. Spánverjar eru styrktir af
sambandinu til að byggja upp og
halda við fiskveiðiflotanum. Breski
fiksveiðiflotinn er of stór samkvæmt
reglugerðunum og fær því enga
styrki. Raunverlega ástæðan er
samt sú, að svo og svo mörg spönsk
fiskiskip eru skráð í Bretlandi.“
Íslenska módelið til fyrirmyndar
Iain segist hafa heyrt að Íslend-
ingar séu að velta fyrir sér aðild að
Evrópusambandinu. Hann leggur
þunga áherslu á að hvað svo sem
verði ofan á í þeirri ákvörðun megi
Íslendingar aldrei afsala sér yfirráð-
um yfir fiskimiðunum. „Jafnvel þó að
þið yrðuð undanþegnir fiskveiði-
stefnunni til að byrja með munu þeir
reyna að komast inn í lögsöguna um
hverjar þær bakdyr sem mögulegar
væru. Fiskimiðin ykkar eru það sem
þeir vilja og er helsti hagur þeirra af
aðild Íslands. Fyrir okkur er íslensk
auðlindanýting líkt og módel sem við
gætum hugsað okkur að hafa sem
fyrirmynd, en við skoskir sjómenn
ráðum engu. Þessu er öllu stjórnað
af nefnd í Brussel sem er ekki einu
sinni lýðræðislega kosin. Sitjandi
skosk stjórnvöld hafa svo engan
áhuga á að byggja upp framtíð fyrir
útgerð. Núna þegar allt er komið í
óefni lokaði ESB stórum veiðisvæð-
um í Norðursjónum yfir hrygning-
artímann til að vernda þorsk. Skoski
flotinn var þá í erfiðri aðstöðu gagn-
vart ýsuveiðunum og var neyddur til
að veiða þar sem mikið var af
smáýsu. Til að koma í veg fyrir smá-
fiskadráp báðu útgerðamennirnir
um aðstoð frá framkvæmdavaldinu
til að binda flotann þar til hrygning-
arsvæðin opnuðu aftur. Þetta var
borðleggjandi góð fjárfesting fyrir
framtíð ýsuveiðanna, en þeir fengu
neitun. Þegar þarf að bæta bændum
upp skakkaföll er til nægt fjármagn,
en fyrir útgerðirnar, nei!“ 
Allan daginn sem við skoðuðum
okkur um var mér að berast til eyrna
hljóð sem ég kannaðist við. Samt var
eins og það hringdi ekki bjöllu fyrr
en Iain spurði mig hvort ég hafi
heyrt í gauknum áður. Jæja, þannig
var það þá. Það var ekki víst að
klukka presthjónanna væri biluð eft-
ir allt saman og ekki einu sinni víst
að þau hefðu klukku.
Krabbinn geymdur í höfninni
Morguninn eftir lá fyrir að koma
veiði síðustu viku á markað. Um-
boðsmaður kaupendanna á Spáni
kom og var viðstaddur pökkun og
vigtun sem fór fram á bryggjunni á
Bjarnarey. Krabbinn og humarinn
er geymdur í búrum sem eru bundin
utan á bryggjukantinn. Þar sem
sjórinn í höfninni er tandurhreinn og
tær er gott ástand á vörunni við af-
hendingu. Sérstaklega útbúinn
flutningabíll með kældum og súrefn-
isbættum sjó, sér svo um að koma
sjávarfanginu lifandi til neytenda á
Spáni. Eftir að búið var að gera upp
alla reikninga var ákveðið að drífa
sig á sjó og kíkja í nokkrar gildrur.
Ísbjörninn, bátur Iain af Cleopatra
gerð og framleiddur á Íslandi, fór vel
með sig á leið á miðin. Góða mat-
arlykt lagði frá lúkarnum þar sem
Charlie, titlaður háseti og kokkur
útbjó „brunch“.
Bátum fækkað úr 40 í 4
Farið var um þröng sund og ná-
lægt skerjum og boðum. Iain segir
það krefjast góðrar þekkingar á
staðháttum að fara um þarna við eyj-
arnar, en þekkingin gangi frá kyn-
slóð til kynslóðar. „Það er löng hefð
fyrir fiskveiðum í ættinni, faðir minn
var fiskimaður og faðir hans og svo
framvegis, þannig að í hundruð ára
hefur þetta verið lifibrauð Macaualy-
ættarinnar. Þeir lögðu sig mikið eftir
löngu hérna fyrr á tímum. Sóttu
jafnvel 40 mílur frá landi á línu og þá
á litlum bátum með segl eða þá árar
ef ekki var byr. Í þá daga voru um 40
bátar sem sóttu héðan frá Bjarna-
rey. Í dag eru þetta ekki nema 3 til 4
bátar sem sækja héðan og þá á skel-
fisk. Aflinn var saltaður þegar í land
var komið og stutt er síðan sýnilegar
voru leifar af þessum litlu salthúsum
sem notuð voru. Viðmiðunarmörkin
voru 80 til 90 sentimetrar fyrir þá
löngu sem var seljanleg og var al-
gengt að einn bátur fengi eitt þúsund
löngur í róðri. 
Svo voru stærri bátar sem sóttu
hingað lengra að, sumir með stórt
rými miðskips þar sem aflanum var
haldið lifandi eins og kostur var. Þeir
voru gjarnan með eldstæði þar sem
eldinum var haldið lifandi túrinn á
enda. Þar var eldað, soðið vatn eða
menn ornuðu sér. Einu sinni heyrði
ég af ferðamanni sem fór með í svona
túr fyrir forvitni sakir. Eitthvað var
sjóveikin að plaga hann og þegar
hann sá áhöfnina elda sér síld til átu
varð heilsuleysið algjört. Elda-
mennskan fór nefnilega þannig fram
að þeir slitu hausinn af síldinni, rifu
slógið frá og stungu henni svo inn í
öskuna. Að eldunartíma loknum
tóku þeir réttinn út þakinn ösku, en
þegar strokið var frá sporði og fram
úr þá fór roðið og askan af í einu lagi
og maturinn því til. Þegar þeir voru
að gæða sér á þessu varð ferðamann-
Iain og Charlie hafa hröð handtök við að tæma búrin og endurnýja beituna.
Ljósmynd/Snorri Aðalsteinsson
Við þessa fallegu sandströnd mátti áður sjá togarana láta trollið fara en grafreiturinn í forgrunni er í raun táknrænn fyrir afleiðingarnar.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20