Morgunblaðið - 16.09.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.09.2001, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2001 37 Elsku mamma mín. Undanfarið hefur sorgin og söknuðurinn brotist um í hjarta mínu. Þessar sterku til- finningar hafa blandast þakklæti fyrir það að nú sértu laus undan oki sjúkdóms sem oft var ofviða stolti þínu. Ég fann oft á tíðum fyrir því hve alzheimer-sjúkdómurinn lagðist illa í þig þó svo að þú hafir ekki talað beint um það heldur gefið það í skyn með hegðun sem rekja mátti til van- mættis. Það var svo að morgni laug- ardagsins 25. ágúst sem okkur voru færðar þær fréttir að þú værir komin með krabbamein og ættir aðeins örfáa daga eftir ólifaða. Þessa dagar sem við fengum að njóta með þér notuðum við fjölskyldan til að kveðja þig og við erum þér þakklát fyrir þann tíma sem þú veittir okkur til þess að við gætum áttað okkur á því sem var að gerast og kvatt þig á okk- HULDA GÍGJA ✝ Hulda Gígjafæddist í Reykja- vík 29. ágúst 1925. Hún lést á Landspít- alanum-Landakoti föstudaginn 7. sept- ember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Grafarvogs- kirkju 14. septem- ber. ar hátt. Þessa daga hittumst við systkinin oft hjá þér og óneitan- lega hafa þessar stund- ir okkar hjá mömmu síðustu dagana fært okkur nær hvert öðru. Minningarnar streyma í gegnum huga minn og það sem er mér efst í huga nú er þakklæti fyrir að hafa veitt mér yndislega æsku vestur á Ísafirði þar sem ég sleit barns- skónum. Mér eru einn- ig minnisstæðar þær stundir sem við áttum í einrúmi og töluðum um lífið og tilveruna og þú sagðir mér frá æsku þinni,lífi og draumum. Elsku mamma mín, þú hefur verið mín helsta stoð í gegnum lífið og fyrir þann tíma sem þú hefur veitt mér er ég þér ævinlega þakklát. Ég veit að þú ert nú komin á ynd- islegan stað þar sem friður og sátt umvefja þig, elsku mamma mín. Aldís Bára. Elsku amma mín. Ég vil kveðja þig með því að þakka þér fyrir allar yndislegu stundirnar sem við áttum saman. Mér er minn- isstæðastur sá tími sem þú bjóst í Hveragerði, þaðan á ég mínar ljúf- ustu minningar úr barnæsku. Ég man ekki eftir Dynskógum 6 öðruvísi en fullum af krökkum, lífi og fjöri. Mér fannst húsið hennar ömmu svo stórt og ævintýralegt, það tók mig óratíma að hlaupa endanna á milli og við frændsystkinin gátum endalaust fundið upp á nýjum leikjum í stóra húsinu hennar Huldu ömmu. Á vet- urna dró Hringur okkur krakkana á snjóþotu í garðinum og á sumrin stálum við okkur rabarbara og sykri og borðuðum í leyni með bestu lyst og dulúð því við héldum að við vær- um að gera eitthvað sem við ekki mættum. En það var ekki bara gaman að vera úti því að inni var oft kátt á hjalla þegar við amma elduðum sam- an, hlustuðum á plötu með strump- unum og dönsuðum, mér til mikillar gleði. En elsku amma mín, það er einn hlutur sem mig langar sérstak- lega að þakka þér fyrir og það er að hafa kennt mér að hlusta á gríska músík. Ég man það sem hafi það gerst í gær þegar við sátum í garð- skálanum eða dönsuðum í stofunni við Zorba og aðra gríska tónlist sem þér þótti svo skemmtileg. Við hlust- uðum saman á þessa yndislegu tón- list og þú fórst með mig í ferðalag í huganum um Grikkland og sagðir mér frá því sem þú hafðir séð og lesið um þetta land sem þú hélst svo mikið upp á. Elsku amma mín, ef ég hugsa til þess hvar þú sért nú þá er ég sannfærð um að til Grikklands ertu komin og dansar við Zorba, þú dans- ar einn dans fyrir mig og tekur svo á móti mér þegar minn tími kemur. Jóhanna Íris. Í dag kveð ég með söknuði góða, hjarta- hlýja móðursystur mína, hana Þóru á Arnarvatni. Sem barn var ég töluvert í henn- ar umsjá einkum á vetrum. Það var óskaplega spennandi að fá að fara upp í Arnarvatn af og til viku í senn því skólaganga mín var önnur hver vika. Það var alltaf margt í heimili hjá Þóru, samt virtist nóg hjarta-pláss fyrir litla frænku neð- an úr Reykjadal. Hún kenndi mér svo margt á þessum tíma sem ég bý enn að og er svo þakklát fyrir. Þóra hafði ekki skólagöngu að baki en var fróð og víðlesin, notaði lífið til að mennta sig á sem flestum sviðum en bókmenntir og málrækt voru hennar áhugamál. Hún var kona sem var tilbúin að miðla til sér yngra fólki endalaust á svo ynd- islegan hátt. Það var svo gaman að heimsækja hana, brosið hennar blíða og faðmurinn hlýi, það var líka svo erfitt að fara, því það var alltaf svo mikið sem við áttum eftir að tala um. Og enn er það svo að það var svo margt ótalað. Þóru frænku og heimili hennar kveð ég með þakklæti. Margrét Haraldardóttir. Það mun hafa verið sumarið sem Spassky og Fisher tefldu um heimsmeistaratitilinn í Reykjavík að ég kynntist þeim hjónum Þóru Sigurðardóttur og Jóni Kristjáns- syni á Arnarvatni. Ég var þá veiði- vörður við efsta hluta Laxár og bjó ásamt börnum mínum hjá Eysteini bróður Þóru og Halldóru konu hans á Arnarvatni IV. Næstu árin kom ég oft í eldhúsið til Þóru, ýmist vegna þess að ég var í pólitísku snatti, eða að veiða í ÞÓRA SIGURÐARDÓTTIR ✝ Þóra Sigurðar-dóttir fæddist á Arnarvatni 16. febr- úar 1920. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsa- vík 9. september síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Skútustaðakirkju 14. september. Laxá. Samtölin við eldhúsborðið urðu mér mörg minnisstæð, ég man sum þeirra enn. Umræðuefnið var oft- ast mannlíf og pólitík í víðum skilningi. Á þeim árum talaði mað- ur við aragrúa fólks um landið þvert og endilangt, auk þess að skrifa í blöð og flytja fleiri ræður en tölu verður á komið. Þegar svo háttar til skiptir miklu að einhverjir í hinum fjölmenna við- mælendahópi hafi eitthvað það að segja sem manni þykir skipta máli. Þóra á Arnarvatni hafði alltaf eitt- hvað mikilvægt til málanna að leggja. Hún var hinn gulltryggi fulltrúi heilbrigðrar skynsemi, nálgaðist umræðuefnið einatt úr átt, sem manni hafði alls ekki hug- kvæmst. Áhugi hennar á þjóðmál- um og lífinu í landinu var ósvikinn, glöggskyggnin leiftrandi en auk þess var hún miklu betur að sér en þorri þess fólks sem maður hitti á þessum árum – að öllum góðum viðmælendum ólöstuðum. Þó var starfsvettvangur hennar heimilið á Arnarvatni og tækifærin til að skiptast á skoðunum við fólk utan sveitar löngum bundin við þá sem komu í eldhúsið til hennar. Í hring- iðu sveitarstjórnar- og verkalýðs- mála voru samtölin við hana eins og akkeri – héldu manni við efnið, beindu sjónum að því sem lá gjarn- an í augum uppi en manni hafði sést yfir. Án þess að hún, eða yf- irleitt nokkrir aðrir, vissu af því hafði hún áhrif á skrif mín um þjóðmál. Hún var ein af þeim sem gáfu manni jarðsamband, tengdi saman samfélag bænda og þann heim verkalýðshreyfingarinnar sem ég hrærðist og starfaði í. Að þeim lærdómi mun ég búa lengi enn. Ég kynntist börnum þeirra hjóna, einkum Sólveigu og Hólm- fríði. Þær eru meðal þeirra vina minna sem ég met mest og hugsa oft til þótt fundum okkar beri sjaldnar saman nú orðið en ég hefði kosið. Ég sendi þeim og systkinun- um öllum, afkomendum og vanda- mönnum mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Helgi Guðmundsson.                !                !! "      #    # #$ %  &   "  #$ # %& $ #' #$ (                                             !   "     "##$  !"# $ %&! #' ('!)%*+  #, $  %%&! #, $  !+%%&! &'"$ $% !*!* -             !"#  !" !                   $ %"& !'( ) "& !'( &$*"'""+                              !!"        !" #  ! ! $                                           ! "#$ %&' (& ! ) '& *  +& &%++,* -.$' + %&' "#$ ! %&' /01$ 2$&+'.##$ 0$*01$* , 0$*0$*01$*!                                           !" #$  %&& $'(#)(*          ! " + $,  -  . .  / $   .  0 * * 1  "  2    .  +  /  "  + , ($   "  3  ) 4* 0 .  - -5 " - - -5 *                              ! "# $%  #  ! "# $ "!#% "# $   "#&'! ( !)!$'* EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Skilafrestur minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.