Morgunblaðið - 30.04.2002, Side 30

Morgunblaðið - 30.04.2002, Side 30
LISTIR 30 ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞORBJÖRG Pálsdóttir og Ásmund- ur Ásmundsson, félagar í Mynd- höggvarafélaginu í Reykjavík, sýna verk sín um þessar mundir á Kjar- valsstöðum. Tilefni sýningarinnar er 30 ára afmæli félagsins, en Þorbjörg er elsti meðlimur félagsins og Ás- mundur sá yngsti. Þorbjörg sýnir fólk; stórt fólk og lítið, unnið úr gifsi, en Ásmundur bæði málverk og skúlptúra. Sýninguna unnu þau saman, verk Þorbjargar eru eldri, en verk Ásmundar eru unnin sér- staklega fyrir þessa samsýningu. Blaðamaður settist niður með Þorbjörgu á kaffistofu Kjarvals- staða þar sem umræðuefnið var auð- vitað sýningin og samstarf þeirra tveggja. Við spjöllum um hennar verk þar til Ásmundur slæst í hóp- inn. Þorbjörg: „Mér finnst gaman að sjá mynd mína Sorgina svona aft- anfrá. Hún hefur alltaf snúið fram, og konan heldur fyrir andlitið, sem sýnir betur hvað hún berst og á bágt. En þegar var verið að setja sýninguna upp, þá sneri hún allt í einu bakinu í mig og ég sagði: Ekki hreyfa hana. Þetta er bara eins og allt önnur kona. Ég gerði þessa mynd þegar ég var búin að missa dóttur mína, 23 ára gamla. En það er líka glatt fólk hérna. Börn eru sem betur fer flestöll glöð, og sum- um finnst, af því þetta fólk mitt er flestallt holt að innan, að þá sé ein- hver hryllingur við það. En af hverju er það holt að innan? Mað- urinn minn var skurðlæknir og vann á Hvítabandinu. Hann hringdi einu sinni í mig og spurði mig hvort ég gæti ekki notað gifsbindi sem lægju þar og ætti að fara að kasta. Alveg ábyggilega sagði ég. Svo fékk ég gifsbindin og hugsaði með mér: Hvað get ég gert við þetta? Það var eins og ég hefði vitað fyrirfram hvað ég ætti að gera, ég byrjaði bara. Það blæddi úr höndunum á mér því ég var ekkert að nota hanska við þetta – hugsaði ekkert um það ég var svo spennt. Ég bjó til tvær manneskjur, önnur eyðilagðist, en hin er skúr- ingakonan sem þú sást hérna, og þær eru báðar heilar eins og á að vera. Svo kom að þriðju myndinni. Ég ætlaði að gera mynd af miðdótt- ur minni sem er ákaflega hlédræg eins og ég var frameftir öllum aldri þar til ég lærði að bíta frá mér. Ég hugsaði með mér: Hvernig sýni ég það að hún sé hlédræg? Mér hefur alltaf fundist spennandi að glíma bæði við hreyfingarnar hjá fólkinu en líka að sýna hvernig því líður. Þá sló bara niðrí mér að hafa hana bara hola. Ég gerði það og lét hana líka vera með hendurnar fyrir aftan bak. Síðan gerði ég mér grein fyrir því, að það var bara óþarfi að vera að sýna allt. Það er margt sem maður getur kastað frá sér og því einfald- ara því betra. Þetta finnst mér satt á öllum sviðum. Þegar ég hlusta á sin- fóníuhljómsveit þá bíð ég oft eftir því að það komi einsöngur eða ein- leikur.“ Blm: Þetta fólk virkar allt svo sprelllifandi, það er næstum eins og það sé á iði eins og litlu krakkarnir? Þorbjörg: „Mér finnst gott ef ég næ þannig til fólks að það finnur það og sér. Mig hefur aldrei langað til að búa til það sem er kallað stytta, fólk sem stendur bara upp og niður, al- veg frosið. Það gefur mér ekki nokk- urn skapaðan hlut og segir mér lítið að horfa á. Fólk er vant styttum er eru kjurrar, en ég er bara svona ótamin. Fólk á ekki að jarma hvað eftir öðru, það getur verið stór- hættulegt.“ Blm: Hvernig hefur samstarfið við Ásmund gengið? Þorbjörg: „Það hefur bara gengið ljómandi vel. Það sýnir meira en það að við getum mæst í listinni í sann- færandi samvinnu. Það sýnir líka að þetta kynslóðabil, sem alltaf er verið að kjafta um, kemur helst frá fólki sem bara hefur kynnst sinni eigin kynslóð. Ég er svo heppin að búa í stórfjölskyldu; kannnski síðasta heimilinu þar sem þannig háttar til. það gengur bæði upp og ofan, annað væri óeðlilegt. Það eru sex strákar á heimilinu og ein stúlka, sem dóttir mín og tengdasonur eiga, og svo eru það við hjónin. Ég kann þessu ákaf- lega vel. Ég get sagt sem dæmi, að stundum er það þannig eins og þar er þar sem börn og unglingar eru, að það er allt látið fara á gólfið, úlp- ur stígvél og dót. Svo kem ég kannski inn á eftir, og ef ég er pirr- uð, þá bara klofa ég yfir þetta, en þegar vel liggur á mér, þá kannski hengi ég þetta upp. Maður þarf að læra að lifa með ólíkum kynslóðum, og það að gamalt fólk sé einhver viss sort af fé er bara vitleysa. Ég er sama manneskjan og ég hef alltaf verið, frá því ég var krakki. Jæja, þarna kemur Ásmundur. Það er störfum hlaðinn maður, enda með tvær aðrar sýningar í gangi.“ Blm: Sæll og blessaður. Hvað viltu segja okkur um þín verk? Ásmundur: „Mín verk eru unnin útfrá verkum Þorbjargar og með henni fyrir þetta tilefni.“ Þorbjörg: „Steypan, Ásmundur, segðu frá henni.“ Áður en lengra er haldið stendur Ásmundur upp og nær sér í kaffi- bolla, en Þorbjörg útskýrir þetta með steypuna; verk Ásmundar, olíu- tunnur fullar af steinsteypu. Þorbjörg: „Er það ekki pínulítið að koma á fólki á óvart og hneyskla, þetta með steypuna. Mér finnst það ekkert ótrúlegt. Og að vera með múrstein og tusku. Ertu að storka fólki Ásmundur með því að hafa ol- íutunnurnar hérna fullar af steypu? Ef einhver er reiður og sparkar í þær, þá finnur hann að það er tekið á móti.“ Ásmundur: Jú, kannski, og svolítil uppreisn. Þegar ég sagði þér að ég ætlaði að gera þetta, þá sagðirðu: En af hverju? Það gerist ekki neitt. Mér fannst það einmitt það góða við það, að það gerist ekki neitt.“ Þorbjörg: „Þarna sérðu, þetta er svo spennandi, ég greip alveg and- ann á lofti. Ég hef líka verið að spek- úlera í því eftir að við kynntumst hvað þú talar mikið um tilgangsleysi og að hlutirnir eigi að vera verðlaus- ir og einskis virði, og það er pínulítið eins og þú sért að gefa lífinu sem við lifum í dag svolítið spark. Það eru líka sumir sem segja: Það er alveg ömurlegt hvað hún Þorbjörg þarf alltaf að vera með hrjúf efni. Getiði ímyndað ykkur hvað það er ömur- legt að fá alltaf í sig svona kjaft- æði?“ Blm: Við vorum að tala um styttur og þetta hreyfingarlausa, og mér fannst steyputunnurnar vera hið óhagganlega svar við styttum. Ásmundur: „Já, það má segja það, þetta er steypuklessa, monumental steypuklessa.“ Þorbjörg: „Þetta er flott, einfald- asta svarið við svokallaðri styttu.“ Ásmundur: „Það er eins með mál- verkin mín. Þau eru frumstæð, eig- inlega bara klíningur, málningarkl- íningur. En það er ekki bara þungi í þessu, það er leikur í málningunni.“ Blm: Finnst þér þú vera að ögra? Ásmundur: „Nei, í rauninni ekki, en ég kannast þó alveg við það. Mál- verkin eru innspíreruð af klámsíð- unum á Netinu. Ég hafði bara gam- an af því að sjá þessa líkama, þar sem líkaminn er málaður og notaður til að mála með.“ Þorbjörg: „Þetta er ekkert klám. Hins vegar þyrfti ekki annað en ógeðslegan karl sem setti höndina á stúlkurnar. Hann gæti gert þetta að klámi á augnabliki. Þessar myndir eru alveg klámlausar. Stúlkurnar verða ekkert ógeðslegar fyrr en það kemur eitthvert ógeð utanfrá.“ Ásmundur: „Þú varst að tala um þetta ögrandi. Þegar ég er beðinn um að taka þátt í sýningu, þá er það fyrsta sem mér dettur í hug að gera eitthvað öfugt við það sem sagt var. En það er svolítið barnaleg ögrun. Og af því að þetta var Myndhöggv- arafélagssýning, þá var það fyrsta sem mér datt í hug að mála. Þá væri upplagt að fara að mála. Auðvitað skiptir þetta engu máli, en þetta er svolítil ögrun, ögrunarinnar vegna. En það er engu að ögra þannig lag- að. En mér fannst alveg viðeigandi að mála fígúrur, það var innblástur frá fólkinu hennar Þorbjargar. Hún átti svo hugmyndina að Sófanum og Eldavélinni sem eru hérna.“ Blm: Er þetta umhverfi skapað fyrir fólkið hennar Þorbjargar? Ásmundur: „Já, að einhverju leyti, í það minnsta byrjaði það þannig. Annars er sýningin talsvert mikið unnin í sameiningu, sérstak- lega mín verk og uppröðunin á verk- um Þorbjargar. Það tók okkur nokkra mánuði að undirbúa þetta.“ Sýning Þorbjargar Pálsdóttur og Ásmundar Ásmundssonar á Kjar- valsstöðum stendur til 5. maí. Sýn- ingarsalir eru opnir alla daga frá kl. 10.00 til 17.00, en á miðvikudögum er opið til kl. 19.00. Þorbjörg Pálsdóttir og Ásmundur Ásmundsson sýna verk sín á Kjarvalsstöðum Morgunblaðið/Kristinn Þorbjörg og Ásmundur og fleira fólk. Styttur og ekki styttur, ögrun og ekki ögrun ÍSLANDSDEILD IBBY-samtakanna afhenti Vorvindaviðurkenningar sínar sumardaginn fyrsta, hinn 25. apríl síðastliðinn. Þar hlaut Guðjón Sveins- son rithöfundur við- urkenningu fyrir fram- lag sitt til barna- og unglingamenningar á Íslandi. Guðjón á 35 ára höf- undarafmæli í ár, en hann hefur skrifað á fjórða tug bóka fyrir börn og er ein sú þekktasta unglinga- sagan Ört rennur æskublóð sem út kom árið 1972. Í samtali við Morg- unblaðið segist Guðjón hafa orðið glaður yfir því að hlotnast þessi viðurkenning fyrir störf sín: „Ég varð barnslega glaður við það að fá þessa viðurkenningu þó svo að það vakni kannski sú spurning hvers vegna hún komi núna,“ segir Guð- jón. „Það sem hefur kannski lagt mark sitt á reynslu mína af barna- bókmenntaskrifum er hversu lang- an tíma það getur tekið að ná al- mennri athygli fyrir það sem maður gerir. Það segja mér líka fróðir menn að leiðin sé enn lengri fyr- ir höfund sem ekki er í nánum tengslum við Reykjavík, en ég er bú- settur á Breiðadalsvík. Það má kannski segja að tilfinningar mínar séu blendnar eftir 35 ára starf á sviðinu, því ég hef oft fengið góð viðbrögð við verkum mínum, bæði frá ein- stökum gagnrýnendum og lesendum, en á heildina litið stendur maður alltaf frammi fyrir því hversu dauf umræða er hér um barnabókmenntir,“ segir Guðjón. Bókin Ört rennur æskublóð vakti mikla athygli þegar hún kom út en þar er sögð þroskasaga unglings, sem er að móta sína sjálfmynd óháð viðhorfum foreldra og skólakerfis. Guðjón segist alla tíð hafa leitast við að skrifa um krefjandi viðfangsefni fyrir börnin en bækur hans hafa verið sagðar vera nokkurs konar barnabækur fyrir fullorðna. „Minn texti er kannski í þyngra lagi fyrir börn, en ég geri ávallt þá kröfur að foreldrar og kennarar lesi bók- menntir með börnum og hjálpi þeim að takast á við krefjandi viðfangs- efni og velta hlutunum fyrir sér.“ Grimmsævintýri í nýstárlegum búningi Árlega veitir Íslandsdeild IBBY þrjár Vorvindaviðurkenningar. Auk Guðjóns hlaut Anna Gunnhildur Ólafsdóttir viðurkenningu fyrir barna- og unglingaskáldsöguna Niko en rætt var við höfundinn af því tilefni sl. föstudag. Viðurkenningu Vorvinda á sviði leiklistar hlaut Leikfélag Kópavogs fyrir frumlega leikuppfærslu byggða á Grimmsævintýrum. Verkið var hefur verið á fjölunum undanfarnar vikur og byggir m.a. á ævintýrunum um Hans og Grétu, Klaufa-Bárð, Rauðhettu og Mjall- hvíti. Sýningin hlaut góða dóma gagnrýnenda og mun leikfélagið m.a. sýna það á leiklistarhátíð í Sví- þjóð í sumar. Hörður Sigurðarson, formaður Leikfélags Kópavogs, seg- ir hinar góðu viðtökur við sýning- unni vera einkar ánægjulegar. „Sýn- inguna unnum við sem spunaverkefni og nutum þar mjög góðrar leikstjórnar Ágústu Skúla- dóttur. Í sýningunni voru átta leik- arar og tveir tónlistarmenn sem unnu spunann í skemmtilegu heild- arsamspili. Ævintýrin sjálf nálg- uðumst við síðan út frá ákveðinni hugmyndafræði. Þegar verið er að bera ævintýri á borð fyrir börn nú á dögum, gætir oft ákveðinnar til- hneigingar með að sótthreinsa þau dálítið. Við erum á móti slíkri nálg- un því með henni er oft verið að taka kjarnann úr ævintýrunum,“ segir Hörður. „Sýningin höfðaði jafnt til barna sem fullorðinna, þó svo að þau hafi e.t.v. haft gaman af verkinu á dálítið ólíkum forsendum, enda virka hin sígildu ævintýri í raun á svo mörgum sviðum.“ Sýningum á Grimmsævintýrum er lokið í bili hjá Leikfélagi Kópavogs, en Hörður segir það líklegt að verk- ið verði tekið aftur til sýningar í kjölfar þátttöku leikfélagsins á leik- listarhátíð samtaka áhugaleikhúss- sambanda Norðurlandanna í Svíþjóð í sumar. „Tekur langan tíma að ná almennri athygli“ Uppfærsla Leikfélags Kópavogs á Grimmsævintýrum vakti athygli. Guðjón Sveinsson Listasafn Íslands Leiðsögn um sýninguna Hin nýja sýn verður í dag milli kl. 12.10 og 12.40 í fylgd Rakel- ar Pétursdóttur, deildarstjóra fræðsludeildar safnsins. Á sýning- unni er rússnesk list frá raunsæi til framúrstefnu úr Tretjanov-safninu í Moskvu (1880–1930). Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.