Morgunblaðið - 12.06.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.06.2002, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2002 33 ✝ Skúli Helgasonþjóðhagi og fræðimaður frá Svínavatni í Gríms- nesi, til heimilis að Óðinsgötu 32 í Reykjavík, fæddist 6. janúar 1916. Hann andaðist hinn 25. maí síðastliðinn. Hann var sonur Helgu Jónsdóttur á Svína- vatni og Helga Guð- mundssonar bónda á Apavatni. Hálfbræð- ur hans voru Guð- mundur og Jón Helgasynir, bændur á Apavatni, og er Jón enn á lífi. Skúli giftist ekki né lét eftir sig afkomendur. Mörg merk verk liggja eft- ir hann á sviði smíða og ber þar hæst Árbæjarkirkju í Reykjavík. Hann skráði stór ritverk á fræðasviði, sum út- gefin, önnur í hand- riti. Hann var höf- undur að Byggðasafni Árnes- sýslu. Jarðarför hans fór fram frá Fossvogs- kapellu hinn 7. júní, í kyrrþey að hans eig- in ósk. Jarðsett var að hans gömlu sóknarkirkju á Mosfelli í Gríms- nesi. Mér brá mjög í brún er ég fékk fregnina um það að góðvinur minn, Skúli Helgason frá Svínavatni, væri búinn að feta götu sína til enda. Það var honum líkt að láta fréttina fara með hljóðlátum hætti til vina og vandamanna, öðrum kom hún ekki við að áliti hans. Vinakynni okkar voru löng og traust, full 50 ár og bar þar aldrei neinn skugga á, enginn gat verið heilli eða sannari í vináttu en hann. Allir sem ná háum aldri reyna það að vinir þeirra „fara fjöld“. Skúli var fæddur á Svínavatni þann 6. janúar 1916, sonur Helga Guðmundssonar bónda á Apavatni og Helgu Jónsdóttur bónda á Svína- vatni, Jónssonar. Líklega var koma þessa nýja borgara ekki vel séð af öllum en hann átti eftir að sanna rækilega og svo að eftir verður mun- að tilverurétt sinn í mannfélagi 20. aldar. Faðirinn, Helgi á Apavatni, var merkur bóndi, ritfær vel og mik- ill unnandi fornra fræða. Halldór Laxness átti við hann góð kynni og lét honum þessa vísu í té: Apvetninga silung sauð, saltaði og sneiddi ofan á brauð. Útidauða aldrei bauð andans rauða fjallasauð. Í móðurkyn var Skúli kominn út af Skúla Magnússyni landfógeta. Helga húsfreyja á Brekku í Bisk- upstungum, langamma Skúla frá Svínavatni, var dóttir séra Jóns Bachmanns í Klausturhólum en móðir hans var Halldóra Skúladóttir frá Viðey. Ekki var þetta í nokkurs manns huga er drengnum var gefið nafn en Skúli Árnason læknir í Skál- holti bjargaði honum nýfæddum frá dauðans dyrum. Hann hlaut svo nafn lífgjafans og má þá minnast þess að hann átti einnig ætt að rekja til Skúla fógeta, en Steinunn dóttir hans var langamma Skúla læknis. Skúli óx á legg á Svínavatni í umsjá Helgu móður sinnar, afa síns Jóns og ömmu, Sigurleifar Þorleifs- dóttur frá Syðri-Brú í Grímsnesi og svo síðar Ingileifs Jónssonar og Ingibjargar Jóhönnu Guðmunds- dóttur, en þau tóku við búi á Svína- vatni 1926. Heimilið var fremur vel efnum búið á þeirrar tíðar vísu og það gerði Skúla vel úr garði að hætti haldgóðrar sveitamenningar þar sem fátt þurfti til annarra að sækja. Ungur tók Skúli að fást við smíðar og ungur lærði hann vel til allra verka við húsagerð. Til smiðju sem hann kom sér upp á unglingsaldri smíðaði hann flest er til þurfti annað en steðja og hamra, m.a. læsingu og haglega gerðan lykil með kopar- höldu. Sammerkt áttum við Skúli í því að á æskualdri fórum við að gefa fullan gaum að því sem eldri kynslóð í nálægð okkar hafði að segja af mannlífi og háttum fyrri tíða. Tveir merkir áfangar utan heim- ilis bjuggu Skúla undir ævigöngu. Árin 1934-35 sótti hann nám í heimaskóla séra Guðmundar Ein- arssonar á Mosfelli og varð þá full- vígur á það að lesa Norðurlandamál og til Kristjáns Kristjánssonar járn- smiðs á Lindargötu í Reykjavík sótti hann haldgóða kennslu í járnsmíði. Þá hóf hann einnig að leita sér fræðafanga í Þjóðskjalasafninu þar sem hann átti síðar eftir að verða mikill heimagangur. Bílpróf tók hann árið 1936 að tilmælum séra Guðmundar á Mosfelli og varð síðan einkabílstjóri hans um nokkur ár. Á Selfoss flutti Skúli árið 1945, varð þar starfsmaður á járnsmíðaverk- stæði Kaupfélags Árnesinga og byggði sér þar íbúðarhús í Ártúni 13. Það var á þessum tíma sem vinur Skúla, Páll Guðmundsson bóndi á Hjálmsstöðum, orti til hans þessa starfshvöt: Þörf þín iðja sífellt sé, sinntu brýnum þörfum. Hamraðu járn og heflaðu tré og hyggðu að fræðastörfum. Íslenskar sveitir stóðu á miklum tímamótum um miðja 20. öld. Ný at- vinnumenning var að ryðja sér til rúms, hin gamla var að fara að fullu forgörðum. Um tæki hennar var víð- ast lítt hirt og horfði til þess að þeirra sæi brátt engan stað. Hér þurfti að stinga við fótum og byggðasöfn voru stofnuð í öllum landshlutum. Sýslunefnd Árnes- sýslu samþykkti árið 1954 að efna til Byggðasafns Árnesinga. Frum- kvæðið átti Björn Sigurbjarnarson bankagjaldkeri á Selfossi og að ráð- um hans var Skúli Helgason fenginn til þess að hefja söfnunarferðir um héraðið og koma upp minjasafni þess. Skúli átti áður samtal um þetta við Kristján Eldjárn þjóðminjavörð. Hann var heldur vondaufur varð- andi starfið, taldi líklegt að í Árnes- sýslu væri sviðin jörð hvað varðaði menningarminjar sökum nálægðar hennar við Reykjavík og einnig sök- um eftirsóknar útlendra manna í þær. Raunin varð þó sú að Skúla tókst á undraskömmum tíma að koma saman fjölbreyttu og stór- merku minjasafni. Árnesingar reistu veglegt safnhús á þeirrar tíðar vísu og þar var byggðasafn þeirra opnað með við- höfn 1964. Kristján Eldjárn og Gísli Gestsson áttu með Skúla mikinn þátt í uppsetningu þess og fór allt fagurlega. Ég man enn vel listræna safndeild þar með kirkjumunum, setta upp af Kristjáni. Skúli reisti þó markið mun hærra. Hann sá fyrir sér safnhverfi á Selfossi í hallinu of- an við Ölfusá, austan brúarsporðar. Þar var opið, óbyggt svæði. Hugsjón Skúla var að endurgera gamalt stór- býli prestsseturs í Árnesþingi sem var auðvelt út frá þekkingu hans ásamt nákvæmum úttektum. Hann átti einnig þann óskadraum að end- urgera hina gömlu útbrotakirkju 18. aldar frá Stóra-Núpi sem hefði orðið létt verk út frá líkani Brynjúlfs Jónssonar frá Minna-Núpi og varð- veittum tréskurði kirkjunnar í Þjóð- minjasafni. Innviðir gamallar og merkrar baðstofu frá Tungufelli voru í Byggðasafni Árnessýslu. Þar hafði Skúli tekið ofan súðir í heilu lagi. Fleira var eftirtektarvert í gömlum húsakosti Árnesinga á þessum tíma. Ráðamenn í héraði töldu þetta fjarstæðu. Síðar var víðsvegar tekið til við að byggja fyr- ir milljónatugi eftirlíkingar fornra húsa með mörgum vafaatriðum og þykir víst allri þjóðinni góðu gegna. Skúli var héraðsbókavörður Ár- nessýslu árin 1956-61 og auðgaði bókasafnið að mörgum merkum og fágætum ritum og naut þar að nokkru við fulltingis eins besta björgunarmanns íslenskra bóka og tímarita, Helga Tryggvasonar í Reykjavík. Á þessum sama tíma var Skúli farinn að taka til hendinni í Árbæjarsafni í Reykjavík og von- svikinn hvarf hann með öllu frá Sel- fossi 1961. Borgarsafn Reykvíkinga býr að handaverkum Skúla lengi svo að vel verður eftir munað því merkið stendur þótt maðurinn falli. Hann fékk það veglega verkefni að byggja Árbæjarkirkju upp frá grunni. Á Silfrastöðum í Skagafirði tók hann árið 1959 ofan gamalt bæjarhús með öllum hinum fornu viðum síðustu torfkirkju þar. Prédikunarstóllinn hafði fengið hlutverk búrskáps. Upp úr þessu reis torfkirkjan í Árbæ vel prýdd ytra sem innra, með útsöguð- um pílárum, útskornum vindskeið- um, skreyttum hurðarlömum og með mikilli og vandaðri hurðarskrá. Allt þetta var verk Skúla frá grunni til mænis og höfundur kirkjunnar gleymist ekki, hún lofar hann hvern dag. Síðar byggði Skúli skrúðhús vestur af kirkju og var fyrirmynd sótt til hins forna kirkjustaðar að Arnarbæli í Ölfusi. Bílslys 1966 markaði mikil þátta- skil í lífi Skúla. Hann steig ekki heil- um fæti á jörð þaðan af en þá tekur við annað meginstarf ævinnar, að færa til stórra bóka og handrita forn fræði dregin saman úr minni manna og heimildum handrita og skjala. Árið 1959 hafði komið út bók hans Kolviðarhóll og vakti þjóðarathygli. Árin 1960 og 1972 komu út bæk- urnar Þættir úr Árnesþingi. Stór- virkið Þorlákshöfn, þriggja binda verk, kom út 1988, alls 1400 blaðsíð- ur, glæsilega út gefið af Erni og Ör- lygi. Ótrúlega mikil vinnuelja liggur að baki því verki, geysimikil upp- taka efnis í söfnum, fjöldi fræða úr minni fróðra manna og úr öllu unnið á skýran og skipulegan hátt. Áfram var unnið á meðan dagur var og nú var augum beint að ætt- arsveit, austur í Grímsnesi, þar sem rakið var mannlíf og sögur um það langt aftur í tíma, farið bæ frá bæ um alla sveit. Handritabunkinn í þessu verki er með ólíkindum. Mergurinn úr því sér dagsins ljós í miklu riti um Grímsnesinga og Laugdælinga. Það kemur væntan- lega út á þessu ári, prýtt miklu myndefni sem ekki að litlu leyti er sótt til Skúla. Til mín var leitað um myndalán og látið fylgja að Skúli gæti ekki dáið fyrr en þetta verk væri komið fyrir almenningsaugu. Mér varð þá að segja að best væri að útkoman drægist sem lengst. Svo fór að biðin varð of löng fyrir vin minn. Rangt væri að láta þess ekki getið að Skúli var liðtækt skáld. Honum var létt um að yrkja vel kveðnar vís- ur og rímnatöl framtíðar munu ekki gleyma honum sem rímnaskáldi. Með allt þetta fór hann þó fremur leynt, leyfði vinum sínum stöku sinnum að skyggnast þar bak við tjaldið. Ekki skal því heldur gleymt að Skúli skrifaði ákaflega áferðar- góða rithönd. Ítarlegum dagbókar- færslum hélt hann til æviloka. Skúli sótti aldrei eftir vegtyllum í lífinu og þeir sem hefðu átt að veita þær austan og vestan Hellisheiðar voru sparir á þær. Við áttum það sameiginlegt að meta lítils orður og titla, enda fáir sem gera meira en skyldu sína við land og þjóð og fáir ná svo langt. Ekki skyldi þó látið hjá líða að geta þess að ráðamenn í Þor- lákshöfn studdu vel að því að rit Skúla um býli og verstöð var veg- lega gefið út. Þar áttu ekki hvað síst hlut að máli Benedikt Thorarensen og Gunnar Markússon. Þangað er að rekja þá ráðstöfun Skúla að bóka- safn hans mikið og vandað mun til framtíðar varðveitt í Þorlákshöfn. Í Grímsnesi átti Skúli og góða vini sem kunnu vel að meta fræðastarf hans fyrir fósturbyggð. Á engan er hallað þótt sagt sé að Böðvar Páls- son á Búrfelli hafi þar verið í fremstu röð. Allt framantalið segir ekki svo mikið um manninn sjálfan en fyrir mér er Skúli Helgason einn eftir- minnilegasti og skemmtilegasti maður sem á vegi mínum hefur orð- ið. Hann var hreinn snillingur í frá- sögn. Allt sem fram við hann hafði komið í lífinu, gott og vont, orð og atvik, virtist fast mótað í hugann. Frá öllu var sagt á skipulegan hátt, oft með miklu ívafi gamans, oft með undiröldu heitra tilfinninga. Skipu- lag frásagnar var með eindæmum gott, færa hefði mátt framsögn hans til pappírs frá orði til orðs án nokk- urra breytinga. Margar stundir sat ég hugfanginn hjá þeim sagna- brunni. Sameiginleg ást á menningararfi þjóðarinnar batt okkur Skúla traustum vinaböndum. Hann gladd- ist löngum yfir því að Rangæingar og Vestur-Skaftfellingar skyldu hafa leyft mér að vinna að áhuga- málum mínum eftir eigin höfði og í samræmi við það sem hann hefði viljað gera á Selfossi. Á nokkuð löngu tímabili kom Skúli ár hvert í fundaferð að Skógum og það var honum líkt að láta ekki hafa fyrir sér á heimili. Hann fékk sér vist á Hótel Eddu og þaðan sótti hann heim Skógasafn og heimili mitt. Mér er það minnistætt að starfskona á Hót- el Eddu og jafnframt nábúi minn sagði ætíð er Skúla bar að garði: „Höfðinginn er kominn.“ Önnur starfskona Hótel Eddu, einnig nábúi minn, sagði við mig er ég greindi henni frá andláti Skúla: „Mér fannst alltaf eins og enskur gentlemaður væri að koma þegar hann Skúli steig út úr rútunni.“ Þetta var ekki út í bláinn sagt, Skúli bar með sér fyr- irmennskublæ, alltaf vel búinn og fágaður í framkomu. Samfundir hafa verið fáir í Skógum hin síðari ár, eins dags ferð í hæsta lagi en kynnin rækt þeim mun betur í Reykjavík, aldrei þangað komið svo að ekki væri gert vart við sig á hinu snyrti- lega og vel búna heimili Skúla á Óð- insgötu 32. Þar var gesti jafnan vel fagnað og aldrei þurrð á skemmtun og fróðleik í samræðu. Skúli var vinafastur mjög og jafn- framt vinavandur. Hann hafði mjög misjafna reynslu af samferðamönn- um og viðhorf hans til annarra mót- aðist af sterkri og heilsteyptri skap- gerð. Þetta heitir víst að vera heitur eða kaldur. Þröngsýni og kreddu- festa áttu ekki upp á háborðið hjá Skúla og hjá hinni andlegu stétt fannst honum í seinni tíð fækka mjög um þá menn sem gátu sungið með séra Matthíasi Jochumssyni: „Trúðu frjáls á guð hins góða, guð er innst í þinni sál,“ enda úthýst í sálmabók þjóðkirkjunnar. Viðhorf séra Haraldar Níelssonar og séra Jóns Auðuns mótaði mjög trúar- skoðanir hans. Sumir prestar hinnar fyrri kynslóðar áttu þó góðri hylli að fagna hjá Skúla og þar kom trúar- legt viðhorf hvergi nærri. Ég nefni hér til séra Guðmund á Mosfelli, séra Ólaf Magnússon í Arnarbæli og séra Bjarna Jónsson. Vinir Skúla vita það vel að mikil viðurkenning manns og prests fólst í því að hann bað séra Þóri Stephensen að tala yf- ir moldum sínum er að síðustu vista- skiptum kæmi. Í stjórnmálum var Skúli ekki hlut- samur og galt þess líklega fremur en hitt. „Sá sem ekki er með mér, hann er á móti mér,“ sögðu framsóknar- menn og sjálfstæðismenn í Árnes- sýslu á árum áður. Orð sem Skúli lét falla við Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur borgarstjóra er hann hitti hana s.l. vetur kynnu sumir að segja að bentu fremur yfir á vinstra væng: „Ég vona að ég eigi eftir að kjósa þig í þriðja skiptið.“ Hann féll svo í valinn við skrifborð sitt á kosninga- daginn 25. maí og í mínum huga er það góður og táknrænn viðskilnaður hins afkastamikla fræðimanns eftir 86 ára dvöl í mannheimi. Mikil saga liggur að baki þessari löngu vegferð. Hún liggur fyrir skýr og skilmerkilega skráð af Skúla. Hann vildi að skipti hans við menn á lífsgöngunni og reynslan af þeim lægi ljós fyrir er fram liðu stundir. Handritasafn sitt fól hann handrita- deild Landsbókasafns til varðveislu og þar er mjög markvert efni lagt í lófa framtíðar. Skúli var einfari í lífinu en hann átti marga mæta og merka vini er að verðleikum mátu hann mikils. Ætt- arsetrið á Svínavatni hjá Jóni Ingi- leifssyni, Þóru Magnúsdóttur og börnum þeirra stóð honum ætíð op- ið. Þar var hverri heimsókn hans fagnað fegins hugar. Staðreyndin sú að hafa kynnst Skúla Helgasyni og átt hann að hollvini er einn af hinum stóru ávinningum ævinnar. Hann er kvaddur af vinum og vandamönnum með söknuði og þökk fyrir samveru á lífsleið. Skúli Helgason er í röð merkustu Árnesinga á 20. öld. Verk hans munu veita nafni hans brautargengi langt inn í ókomin ár. Þórður Tómasson, Skógum. SKÚLI HELGASON                                                  !  ""# ! "#$  %$$ " &" "& '" ( ) %$$ #$(&  %$$ * "+',' " (&  %$$  $-, ' . ,'/& ' #$/ 0+%)"$ 0 '/  /01 $   %     %       &      2! 3 456.7 -335 ' "0$"8 )     '   '&    (  ) * '&       !  ## &  6  "1 / 0'  &%  %$$ 5   /   %$$ .%9 6 0 / 0'    %" %$$ * %  /   %$$ " &" "1 " %' !$(:  /   %$$ # $ ;' ! 6 0  %$$ $+%/$' 5/ 0 / 0 %$$ 4/" / 0' 6 9 "  %$$  ;1 $$   /  /0'/  /  /01

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.