Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 B 7 NVIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF  ur segja nokkurn ugg bæði meðal nemenda og kennara vegna þessara breytinga, enda sé enn lítið vitað um hvað þessar breytingar hafi í för með sér. „Ég sé til dæmis ekki að hægt sé að stytta vél- stjórnarnámið til að vélstjórar standist þær al- þjóðlegu kröfur sem til þeirra eru gerðar,“ segir Þórunn. „Að mínu mati væri það afturför ef nám- ið yrði stytt, bara til að koma vélstjórum fyrr um borð í skipin. Við viljum eiga þess kost að nýta menntun okkar bæði til lands og sjós. En hins- vegar er enn lítið vitað hvernig eða hvort náminu verður breytt en það eru ótal sögur á kreiki. Óvissan skapar einmitt ugg meðal fólks.“ Þær stöllur segja miklar ranghugmyndir uppi um þátttöku kvenna í sjávarútvegi og námi tengdu greininni. Það hafi haft í för með sér að konur skorti hreinlega kjark til að mennta sig á þessum vettvangi. „Ef konur hafa á annað borð áhuga á því að mennta sig í sjávarútvegi þá er ekkert sem mælir gegn því að þær láti af því verða. Ég þekki til kvenna sem segja sig hafa langað til að læra vélstjórn en ekki treyst sér til þess vegna þess að litið er á starfið sem karlmannsstarf,“ segir Þór- unn og Ragnheiður segir svip- að viðhorf ríkjandi varðandi skipstjórnarmenntunina. „Margar konur langar til að starfa til sjós en viðhorfið hefur verið þannig að þær hafa ekki kjark til að láta drauminn rætast,“ segir Ragnheiður og bætir við að sjómennskan hafi breyst mikið síðustu árin og líkamlegt erfiði sé ekki eins mikið og áður. „Það hafa glettilega margar konur hafið nám við skólana en því miður hafa þær ekki allar klárað. Það á vonandi eftir að breytast,“ segja þær. Þorðu ekki í matsalinn Þórunn er aðeins þriðja konan sem klárar vél- stjórnarnám við Vélskóla Íslands og sú fyrsta sem útskrifast frá skólanum í heil 18 ár eða frá því að Rannveig Rist, núverandi forstjóri ÍSAL, útskrifaðist frá skólanum. Hún viðurkennir að það hafi vissulega verið skrýtið að hefja nám við skólann, eina konan í hópi hátt í 200 karlmanna. „Fyrsta daginn leið mér eins og í dýragarði, það mynduðst hópar af strákum fyrir utan skólastof- una því allir vildu berja augum stelpuna í Vélskól- anum,“ segir Þórunn. „Það var líka erfitt fyrir okkur að ganga inn í matsal sjómannskólans til að byrja með, þar sátu allir strákarnir úr bæði Vélskólanum og Stýri- mannaskólanum. Ég þorði ekki að stíga fæti þar inn fyrstu vikurnar,“ segir Ragnheiður og er greinilega skemmt við tilhugsunina. „En þegar Kennaraskólinn hóf að nýta matsalinn líka breyttist kynjahlutfallið konum í hag og þá var líka haft orð á því að hávaðinn og skvaldrið í saln- um hefði aukist til muna. En við féllum ótrúlega fljótt inn í hópinn og urðum fljótlega einar af strákunum,“ segja vinkonurnar. Gengu um á nærbuxunum Ragnheiður vill lítið gera úr þeirri staðreynd að hún er sennilega eina konan sem hefur nýlega gegnt yfirmannsstöðu á íslensku fiskiskipi. Hún segir að skipsfélagarnir taki sér eins og hverjum öðrum nýliða. „Viðbrögðin eru ekkert öðruvísi en á öðrum vinnustöðum, nýliðum er alltaf misjafn- lega tekið. Ég varð að minnsta kosti ekki vör við mikla fordóma. Það eru þó alltaf til einhverjir sem segja að það sé ekki hægt að nota konur til sjós en eftir nokkra daga eru þeir nú yfirleitt farnir að kalla mig elskuna sína og verða hálf klökkir þegar ég fer frá borði. Ef maður sýnir dugnað og áhuga á starfinu þá hverfa strax allir fordómar. Ég hef gengið í öll störf um borð og það hafa sjaldan komið upp vandamál. Aðrir skip- verjar hætta fljótlega að velta því fyrir að það er kona um borð og þeir voru ekkert feimnir við að ganga um á nærbuxunum þegar þannig stóð á,“ segir Ragnheiður brosandi. Verður forstjóri! Þórunn vann um skeið í virkj- ununum í Búrfelli og Sultar- tanga við hönnun nýs við- haldskerfis og segir að sér hafi verið vel tekið á vinnu- staðnum, þar sem hún var eina konan. „Það eru ekki margar konur að vinna í virkjunum og allra síst í þessum störfum sem ég vann. Mér var hinsvegar strax vel tekið, þó vissu- lega hafi það þótt óvenjulegt að kona væri að vinna þessi störf. Ég er mikið spurð að því hvers vegna í ósköpunum ég hafi valið mér þennan starfsvettvang en það er alls ekki á neikvæðum nótum. Vinnufélagarnir voru meira að segja stoltir af því á stundum að hafa konu innan sinna raða. Rannveig Rist vann á sínum tíma í Búrfells- virkjun og það er ekki laust við að ég hafi stund- um verið borin saman við hana. Sumir hafa sagt í gríni að það liggi beint við að ég verði forstjóri Al- coa áður en yfir lýkur!“ Þær Þórunn og Ragnheiður segjast þó hafa orðir varar við fordóma í garð kvenna sem stunda sjóinn, sumir karlmenn bókstaflega neiti að vinna með konum. „Margir eru hræddir við að hafa konur um borð, sérstaklega í löngum veiðiferð- um. Þar getur einangrunin orðið mikil og sumir eru hræddir við afleiðingar þess, án þess þó að til- greina sérstaklega hverjar þær ættu að vera. Það hefur heyrst að eiginkonur sjómanna hafi sett sig upp á móti því að útgerðir ráði konur á skip sín!“ Vinkonurnar segja að fólk hafi einnig oft und- arlega mynd af þeim konum sem starfi til sjós. „Myndin er gjarnan sú að þær séu hálfgerðar karlkonur og ýmsar ranghugmyndir á lofti. Það er auðvitað alrangt, það sést bara á okkur sem er- um svona fínar og sætar,“ segja þær Þórunn og Ragnheiður hlæjandi að lokum. elskuna sína kra daga“ ................. M a r g a r k o n u r l a n g a r t i l a ð s t a r f a t i l s j ó s e n v i ð h o r f i ð h e f u r v e r i ð þ a n n i g a ð þ æ r h a f a e k k i k j a r k t i l a ð l á t a d r a u m i n n r æ t a s t . ................. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þórunn Ágústa Þórsdóttir vélstjóri og Ragnheiður Sveinþórsdóttir stýrimaður. Þórunn Ágústa Þórsdóttir vélstjóri í vélarrúmi Gunnbjarnar ÍS. hema@mbl.is ÖRFÁAR konur hafa útskrifast með skipstjórnarréttindi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík, mun færri en lokið hafa námi við Vélskóla Íslands. Þó ber þess að geta að fjölmargar konur hafa 30 tonna skipstjórn- arréttindi, „pungaprófið“ svokallaða, en nám til þess er hægt að stunda víða um land. Eins er 1. og 2. stigs vélstjórnarnám kennt víðar en við Vélskóla Íslands. Nú stunda tvær konur nám við Stýrimannaskólann og mun önnur þeirra útskrifast af 1. stigi nú í vor. Frá upphafi hefur ein kona útskrifast af 2. stigi Stýrimannaskólans, fjórar konur af 3. stigi en aðeins ein kona hefur klárað 4. stigið, skipherrastigið svokallaða. Aðeins þrjár konur hafa lokið 4. stigs vélstjórnarnámi frá Vélskóla Íslands. Fyrsta konan sem það gerði var Guðný Lára Pedersen sem brautskráðist árið 1978, Rannveig Rist brautskráðist árið 1983 og Þórunn Ágústa Þórsdóttir árið 2001. þá hafa fjórar konur lokið 1. stigs vélstjórnarnámi frá Vélskólanum og fjórar konur hafa lokið 2. stigs vélstjórnarnámi. Fleiri konur klára vélstjórnarnám SIGRÚN Elín Svavarsdóttir er eina konan sem lokið hefur 4. stigs skipstjórnarnámi frá Stýri- mannaskólanum í Reykjavík, skipherrastiginu svo- kallaða, en það gerði hún árið 1981. Sigrún er fædd og uppalin á Djúpavogi og segist snemma hafa byrjað að fara á sjó með föður sínum en sjó- mannsferill hennar spannar samtals um 17 ár. „Ég hafði ekki mikinn áhuga á að vinna í frysti- húsinu á Djúpavogi en fór þess í stað á sjó með föður mínum sem gerði þar út trillu. Ég réð mig síðan á stærri báta og líkaði sjómennskan ljóm- andi vel. Það varð til þess að ég endaði í Stýri- mannaskólanum.“ Prófað allt nema nót Sigrún segist hafa verið víða til sjós, á flestum stærðum og gerðum báta og ýmsum veiðarfærum. „Ég byrjaði á skakinu en var síðan á litlum troll- bátum samhliða námi og var eina vertíð á netum. Ætli ég hafi ekki reynt öll veiðarfæri nema nótina. Ég réði mig til starfa hjá Landhelgisgæslunni 1978 og var þar þangað til ég lauk stýrimanns- náminu. Ég lauk námi í útgerðartækni árið 1982 og langaði þá að reyna millilandasiglingarnar, fékk pláss á Akranesinu sem þá var stærsta skipið í eigu Íslendinga. Ég var viðloðandi þessar sigl- ingar í 6 ár og það var mjög skemmtilegur tími.“ Sigrún segir að sér hafi yfirleitt verið vel tekið hvar sem hún kom um borð, þrátt fyrir að í þann tíma hafi verið afar sjaldgæft að konur réðu sig í skipspláss. „Vissulega voru einstakir gamlir sjó- hundar sem fussuðu og sveiuðu, vildu ekkert hafa með einhverja stelpu á dekki, hvað þá ef að hún var yfirmaður þeirra. En það bráði nú fljótt af þeim. Það er dálítið sérstakt að það voru helst miðaldra menn sem frekar voru tortryggnir í minn garð en þeim allra elstu fannst mjög skemmtilegt að starfa með konu til sjós.“ Ætti að skylda unglinga á sjó Sigrún lauk námi við Kennaraháskólann árið 1990 og kennir nú við grunnskólann á Stykkishólmi, þar sem hún er búsett. Hún segir fyrra námið sem slíkt ekki beinlínis hafa nýst sér í kennaranáminu eða við kennsluna. Það geri hinsvegar sú reynsla sem hún hefur öðlast úti á sjó. „Auðvitað nýttust mér einstakar greinar sem ég nam í Stýrimanna- skólanum en stýrimannsnámið er nokkuð sérhæft á köflum. Reynslan af því að starfa til sjós er í mínum huga hinsvegar mjög dýrmæt og ég reyni að miðla af henni til nemenda minna eins og ég get. Mér finnst stundum vanta upp á það hjá krökkum að bera tilhlýðilega virðingu fyrir því að vinna og standa á eigin fótum. Ég tel að það ætti að skylda unglinga til að vera til sjós til skamms tíma. Það er mjög góður skóli og gerir engum nema gott.“ Sigrún hefur samt ekki sagt alveg skilið við sjó- mennskuna, því hún bregður sér oft til sjós á sumrin. „Mér finnst nauðsynlegt að fá smá sjáv- arloft í lungun öðru hverju. Ég hef leyst af á sumr- in í siglingunum og hef líka verið á eyjaferjunni Særúnu. Ég efast hinsvegar um að ég myndi vilja vera til sjós allan ársins hring. En draumurinn er að fá sér lítið trilluhorn til að geta skroppið út á sjó og jafnvel náð sér í soðið,“ segir Sigrún. Sjómennskan er góður skóli Sigrún Elín Svavarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.