Morgunblaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 32
Íslensk verk á nýja sviðinu HLJÓMSVEIT Tónskóla Sigur- sveins D. Kristinssonar heldur tón- leika á nýja sviði Borgarleikhúss- ins kl. 13.30 á morgun, sunnudag. Tónleikarnir eru liður í Myrkum músíkdögum og 40 ára afmælis- dagskrá skólans og verða þar ein- göngu flutt íslensk verk, þ.á m. verk sem sum eru samin fyrir Hljómsveit Tónskólans af þessu til- efni. Höfundar sem verk eiga á tónleikunum eru: John Speigt, Er- ik Mogensen, Örn Guðmundsson, Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson og Örn Grundfjörð. Hljómsveit Tónlistarskóla Sigursveins D. Kristinssonar. LISTIR 32 LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ VEGNA gríðarlegrar aðsóknar að sýningu Listasafns Reykjavíkur, Frost Activity, verður opið um helgina í Hafnarhúsinu til kl. 18. Þá hefur verið afráðið að hafa op- ið til kl. 22 hinn 19. febrúar, á opn- unardegi Vetrarhátíðar í Reykja- vík. Í dag, tæpum þremur vikum frá opnun Frost Activity, hafa um ell- efu þúsund gestir komið í Hafn- arhúsið, sem er einsdæmi í aðsókn- arsögu safnsins. Þessi gríðarlega aðsókn hefur haldist í hendur við aukna eftirspurn gesta eftir skipu- lagðri leiðsögn, aðsókn að fræðslu- dagskrám og fyrirlestra í tengslum við sýninguna. Listasafn Reykjavíkur hefur brugðist við með þeim hætti að auka til muna framboð og úrval viðburða fyrir alla aldurshópa. Fram að þessu hafa hátt á þriðja þúsund gesta tekið þátt í skipulögðum heim- sóknum sem safnið hefur þróað og mótað. Stærstur hluti þessa hóps eru skólahópar, en fjöldi nemenda í skipulagðri leiðsögn hefur verið á annað þúsund. Aðrir sem notið hafa leiðsagna, fyrirlestra og sótt námskeið í tengslum við Frost Activity eru nú um eitt þúsund. Þessi mikla eftirspurn eftir skipu- lagðri fræðslustarfsemi á sér enga hliðstæðu í starfi Listasafns Reykjavíkur frá upphafi. Morgunblaðið/Einar Falur Frá sýningu Ólafs Elíassonar. Gestir virða fyrir sér eitt verkið, sem sýnir ólíkar byggingar í Reykjavík. Opið lengur AÐRIR tónleikar Myrkra músík- daga af tólf í nýhafinni lotu þessa árs voru helgaðir einsöngsverkum, og bar Signý Sæmundsdóttir sópran hit- ann og þungann í öllu nema í söng- lögum Atla Heimis Sveinssonar í lok- in, þar sem Hrólfur Sæmundsson barýton sá um meginpart sönghlut- verksins. Fyrst var einsöngsverk án undir- leiks eftir Geir nokkurn Johnsson, mér ókunnan höfund og eflaust fleir- um tónleikagestum. Upplýsingar um höfunda var aftur á móti hvergi að finna í hátíðarskrá MM umfram til- vísun í tengilinn www.teymi.is/tonis, er reyndist óvirkur. Eftir öðrum net- leiðum fékkst þó loks upplýst að höf- undur væri norskur, fæddur 1953 (ekki 1958 eins og stóð í MM-skrá), m.a. stofnandi Music Factory-hátíð- arinnar í Ósló og að mestu sjálf- menntaður í tónsmíðum. Verk hans, Talking/Singing við ljóð E.E. Cumm- ings, sór sig mest í ætt tilraunasöng- verka Berios frá 7. áratug fyrir konu sína, barkaundrið Cathy Berberian, og var bráðskemmtilegt áheyrnar í söng Hrólfs og Signýj- ar, er kom inn í þýzkri frumútgáfu eins ljóðs- ins eftir Heine sem Waldrop hafði endur- ort aftur á bak, línu fyrir línu. Í íslenzku ljóðunum heyrðust sönglínur barýtonsins hins vegar ótruflaðar af meðleik, er ein- skorðaðist við (að vísu alllöng) for-, milli- og eftirspil. Það var kannski líka eins gott, því tónlistin þar var af- ar ágeng og hvöss. Söngur Hrólfs var vel útfærður og skýr, framlag Signýj- ar í smærra hlutverki sömuleiðis, og píanóleikur Valgerðar Andrésdóttur (í Waldrop) og Richards Simms (í Sig- fúsi) ásamt ekki síður krefjandi óbó- hlutverki Eydísar Franzdóttur voru framreidd af meitlaðri nákvæmni. Þótt tónmálið væri háafstrakt og lag- ferlið vandmunað, gerði tilfinning höfundar fyrir hæfilegum kontröst- um sitt til að halda furðumikilli at- hygli allt til enda. Rómantískar söngperlur Ekki var upp á fábreytni í lagavali að klaga á tónleikum Hönnu Dóru Sturludóttur og Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur á þriðjudagskvöld. Fimm lög eftir Grieg, fjórir Mignon- söngvar Hugos Wolf, fjögur snilldar- lög eftir Jórunni Viðar, þrjú íslenzk gullaldarlög eftir Karl O. Runólfsson, Kaldalóns og Sigfús Einarsson, og í slúttið fimm eftir síðrómantíska meistarann Richard Strauss. Flest- allt úrvalstónsmíðar, og margt þekkt og vinsælt að verðleikum. Í því ljósi kom kannski svolítið á óvart að ekki skyldi þokkaleg aðsóknin reynast öllu meiri en í álíka stórum sal Ýmis kvöldið áður þar sem nútímaframúr- stefnan réð ríkjum. Þó virtust tón- leikagestir í báðum tilvikum á svipuðu reki, þ.e. frekar í yngri kanti. Hin gullfallegu smálög Edvards Grieg, meistara míníatúrunnar, runnu ljúflega niður og vakti fyrst eft- irtekt dágóður dönskuframburður söngkonunnar í H.C. Andersen-lög- unum To brune Øjne og Jeg elsker dig! Af eftirfylgjandi þremur þýzkum lögum Griegs stóð upp úr hið ástríðu- fulla Ein Traum. Mignon-lög Hugos Wolf við ljóð Goethes (ógetið í tón- leikaskrá Salarins í annað sinn á að- eins þrem mánuðum) einkenndust ýmist af depurð og geðríki. Einkum sló hið síðasta á dramatíska strengi (Kennst du das Land wo die Zitronen blühn?) og jafnvel umfram innistæðu textans. Hins vegar hefði nepjan í So laß mich scheinen boðið upp á mun slétttónaðri raddbeitingu en fram kom. Birtist þar sem víðar aðal-Akill- esarhæll Hönnu Dóru í ljóðasöng – að tempra ekki óperuvíbratóið meir við ólíkan andblæ lags og texta en raun bar vitni. Þó að þeim eiginleika, sem því mið- ur virðist sjaldheyrðari meðal ís- lenzkra óperusöngvara en tilefni eru til, hefði einnig stundum mátt bregða fyrir í lögum Jórunnar Viðar eftir hlé, tókst söngkonunni þar glettilega vel upp, einkanlega í fyrsta laginu, hinu spriklandi impressjóníska Unglingur- inn í skóginum (Laxness) og því síð- asta, sígildu epísk-lýrísku gamanperl- unni Kall sat undir kletti. Í beztu lögum Jórunnar birtist einstæður hæfileiki til að hugfengja tímalausan einfaldleika þjóðlagaarfsins, og komu þær stöllur honum oftast vel til skila. Minna kvað að eftirfarandi þrem gullaldarlögum (Í fjarlægð, Ég lít í anda og Draumalandið), er báru öll fullsvipaðan keim. Sama átti að nokkru leyti við um Strauss-lögin í lokin, þó að dramatísk rödd Hönnu virtist þar eiga betur heima, þrátt fyr- ir sprúðlandi túlkun á Schlechtes Wetter og sigri hrósandi Zueignung. Litbrigðaskalinn var í heild of lítill. Bráðsnjall píanómeðleikur Steinunn- ar Birnu var aftur á móti sérlega víð- feðmur frá upphafi til enda og allt að því örðulaust vandaður – eins og mátti raunar ekki aðeins heyra, held- ur einnig sjá. Ríkarður Ö. Pálsson TÓNLIST Ýmir MYRKIR MÚSÍKDAGAR Geir Johnsson: Talking/Singing (E. E. Cummings). Þorsteinn Hauksson: Psychomachia (A. Prudentius). Hjálmar Ragnarsson: Yerma*. Oliver Kentish: „Innan úr tímanum“ (Hannes Pétursson; frumfl.). Atli Heimir Sveinsson: Þrjú söng- lög (Keith Waldrop; frumfl.) og Þrjú söng- lög (Sigfús Daðason; frumfl.). Signý Sæ- mundsdóttir og Hrólfur Sæmundsson söngur, Richard Simm og Valgerður Andr- ésdóttir píanó, Hrafnkell Orri Egilsson selló, Pétur Grétarsson slagverk, Eydís Franzdóttir óbó. *Upplestur: Tinna Gunn- laugsdóttir. Mánudaginn 2. febrúar kl. 20. EINSÖNGSTÓNLEIKAR Sönglög eftir Grieg, Wolf, Jórunni Viðar, R. Strauss o.fl. Hanna Dóra Sturludóttir sópran, Steinunn Birna Ragnarsdóttir pí- anó. Þriðjudaginn 3. febrúar kl. 20. Steinunn Birna Ragnarsdóttir og Hanna Dóra Sturludóttir. Hrólfur Sæmundsson Signý Sæmundsdóttir Sönglist í framtíð og fortíð ræðum leikritsins af lágstemmdri innlifun. „Innan úr tímanum“ eftir Oliver Kentish fyrir sópran, selló, slagverk og píanó við fimm ljóð eftir Hannes Pétursson, sem hér var frumflutt, sló ekki undiritaðan sem innblásið verk. Alla vega hefur maður áður heyrt bæði skemmtilegri og fjölbreyttari stykki frá hendi Olivers en þetta, sem sérstaklega hvað sönglínu varðaði virtist undarlega málhrynslaust, harðlæst í spennitreyju klissjukennds sýndarmódernisma. Að auki voru öll lögin löturhæg og vantaði sárlega til- breytingu frá einhæfri „draumaver- öld“, er frekar en að ná ætluðu astral- svifi dróst með jörðu á blýfótum. Enda var eins og söngkonan skynjaði þessa annmarka; a.m.k. var túlkunin frekar dauf og langt frá stjörnutilþrif- unum í Yermu, þó að píanistinn, slag- verkarinn og sellóleikarinn ynnu sitt af skyldurækinni natni. Síðast á skrá voru frumflutt sex sönglög eftir Atla Heimi Sveinsson, fyrst þrjú við ensk ljóð eftir Banda- ríkjamanninn Keith Waldrop og síðan þrjú við ljóð Sigfúsar Daðasonar. Í amerísku ljóðunum skyggði tónlistin, er minnti mann ósjálfrátt á lotuskipta tónsetningu á rytmísku skvettumál- verki eftir Jackson Pollock, nokkuð á sprelllifandi útfærslu Signýjar, er hljómaði eins og hún gerði ekkert annað. Þorsteinn Hauksson átti þarnæst verk að nafni Psychomania fyrir söngrödd og selló er mann minnti að hafa heyrt áður, þó að einkagögn bentu til annars. Það var samið 1987 við ljóð eftir rómverska fornskáldið Prudentius, en því miður vantaði text- ann á textablöðum MM. Þau Signý og Hrafnkell Orri Egilsson fluttu verkið mjög vel. Það bar ákveðinn keim af klassískri fornöld og jafnvel af org- anum-samstigni snemmmiðalda. Þó að latneskur textinn fjallaði um bar- áttuna fyrir mannssálinni, virtist margt ekki síður geta fallið að kvik- myndum Fellinis um ástir og orgíur Fornrómverja. Leikhústónlist Hjálmars H. Ragn- arssonar úr Yermu eftir Garcia Lorca var næst, löng og áhrifamikil tónhafn- ing harmleiksins í sannkölluðum Medeu-vókalísum Signýjar og trag- ískt líðandi undirölduslagverki Pét- urs Grétarssonar ásamt stakri ein- mana hjarðblístru („tréflautu“), líklega af vörum Eydísar Franzdótt- ur. Kynngimögnuð tónlist og snilld- arvel með farin. Inn á milli þátta las Tinna Gunnlaugsdóttir leikkona (ónefnd í tónleikaskrá) upp úr ein- Salurinn HLJÓMSVEITARVERKIÐ Seven Songs of the Insomniac eftir Harald Vigni Sveinbjörnsson verður flutt á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Helsingborgar í Svíþjóð á morgun. Haraldur Vignir stundar tónsmíðanám við tónlistarháskól- ann í Málmey í Svíþjóð, en óvenjulegt er að stórar og vel þekktar atvinnumannahljómsveitir leiki verk eftir lærlinga í tónsmíðum á aðaltónleikum sínum. „Ég kalla verkið Sjö byltur svefnleysingjans á íslensku, en ég ákvað að hafa enskan titil á því þar sem það er frumflutt úti,“ segir Haraldur Vignir. „Þetta eru sjö kaflar, allt frá einni mínútu að lengd og upp í fjórar, og samdir á andvökunóttum eins og nafnið gefur til kynna. Ég sendi verkið í tónsmíðakeppnina Morgondagens Tonsättare, sem haldin er fyrir tónsmíðanemendur hér á Skáni. Þangað bárust ellefu verk og útsetningar fyrir hljómsveit.“ Það er Sinfóníuhljómsveitin í Helsingborg sem stendur fyrir tónsmíðakeppninni í samvinnu við Tónlistarháskólann í Málmey. „Það var svo hljómsveitin sjálf og aðstandendur hennar sem völdu sigurverkið, sem reyndist vera mitt verk, og verðlaunin eru að fá það leikið á almenn- um tónleikum, og það eru tónleikarnir á morgun.“ Haraldur Vignir segir það stórkostlegt fyrir sig að fá atvinnumannahljómsveit til að leika verkið. „Heima er bara ein atvinnumannahljómsveit, en hér í Svíþjóð eru þær um tuttugu, þannig að þetta er gott tækifæri fyrir mig. Það er ekki algengt að tónsmíðanemar fái verk sín leikin af atvinnuhljóm- sveitum, en þó hefur það verið að gerast hér síð- ustu árin með þessari keppni, sem skólarnir á svæðinu og hljóm- sveitin hafa samvinnu um. Keppnin hefur reynst vel og gefið mörgum tækifæri, og jafnvel rutt brautina fyrir verkin að komast í flutning enn víðar um heiminn. Einn skóla- félagi minn hefur til dæmis fyrir sigur í keppninni fengið verk sitt flutt bæði heima á Íslandi og í Bretlandi. Þannig getur þetta opnað gáttir.“ Haraldur Vignir lýkur magistersprófi í tónsmíð- um í vor. Andvökusöngvar Haraldur Vignir Sveinbjörnsson Ullarvettlingar í fjórða sinn ULLARVETTLINGAR, myndlist- arviðurkenning Myndlistarakadem- íu Íslands verða afhentir kl. 20.30 í kvöld á Næsta bar við Ingólfsstræti. Þetta er í fjórða sinn sem viður- kenningin er veitt íslenskum mynd- listarmanni. Myndlistarakademía Íslands er félagsskapur nokkurra áhugamanna um myndlist. „Eins og undanfarin ár mun afhendingin ein- kennast af þjóðlegu látleysi og kind- arlegum helgisvip hinnar íslensku landnámsrollu,“ segir í fréttatil- kynningu. ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.