Pressan - 03.05.1991, Blaðsíða 22

Pressan - 03.05.1991, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR PRESSAN 3. MAI 1991 HMfU Hérna liggja gífurleg auóævi í óspilltri og hreinni náttúru }£>/?o Ono / viötali um sjálfa sig, listina og ísland LISTAPÓSTURINN Ú ú ú Hí hó / gamla daga eltist fólk almennt ekki vid ástina. Þeir sem voru svo ófor- sjálir að gera það upp- skáru oftar en ekki grimmileg örlög. Fólki var drekkt, það var klofið í herðar niður eða það veslaðist upp í ómegð og gleymdi ástinni á svo skömmum tíma sem núna heita hveitibrauðs- dagar. I þessa daga voru ástarkvœði yfirleitt bund- in við holdiö eitt eða þau voru lýsing á óförum elsk- andans t ástarglímunni. í dag þurfum við blessun- arlega ekki að springa úr harmi eða höggva mann og annan. Við höfum ást- arlögin sem túlka tilfinn- ingaskalann frá a til ö og nœgir að kveikja á út- varpinu eða finna réttu plötuna á fóninn, kross- leggja fœturna og stara harmþrungnum augum út í tómið. Meðferðin end- urtekst eftir þörfum og einkennin hverfa eins og dögg fyrir sólu og við- komandi elskhugi getur snúið sér heilshugar að nœstu viðureign við Eros. Astarlagið gœti hljómað til dœmis svona: Hvar er þráin þaut hún burtu út í bláinn eða þurfti hún í sturtu ú ú ú ú híhó Um daginn sagði eitt ástsœlt júróvisíon skáldið okkar að það tœki hann stundum tvö ár að hnoða saman dœgurlagatexta. En þá vœri líka um sér- staklega góðan texta að rœða. Það var og. En þó að fulltrúi íslands í ár geti framkallað sársauka- grettur á sannfœrandi hátt og titrað í hnjánum líkt og hann sé að brotna saman og sé auk alls ;>essa alrœmdur kvenna- ' maður aö eigin sögn er ólíklegt að nokkur geti hrifist með. Það er öllu líklegra að fólk kljúfi hvert annað í herðar nið- ur af tómum leiðindum þegar óskapnaðurinn Ntna glymur stöðugt í út- varpinu. Þóra Kristin Ásgeirsdóttir „Eg sé ekki breytingar á list minni en áhorfendur gœtu séð þcer. Eg vinn með hug- myndir en eltist ekki við nýj- ungar," sagði Yoko Ono er Listapósturinn rœddi viö hana á Kjarvalsstöðum. Hún var stödd hér á landi til að vera viðstödd opnun sýning- ar á verkum sínum en hún var einn af frumkvöðlum Fluxushreyfingarinnar. Jafn- framt var opnuð yfirlitssýn- ing á Kjarvalsstöðum á verk- um Fluxuslistamanna. Múg- ur og margmenni þyrptist á Kjarvalsstaði til að berja Yoko Ono augum en hún er orðin hálfgerð goðsagnaper- sóna í lifanda lífi. Ltf hennar hefur einkennst af baráttunni fyrir betri heimi og verk hennar taka einnig mið af þvt. Hvaða áhrifhafði uppvöxt- ur þinn í Japan á þann friðar- boðskap sem þúhefur helgað lífþitt? „Það hafði vissuiega mikil áhrif, en þó ég vilji síður en svo afneita rótum mínum þá lít ég fyrst og fremst á mig sem heimsborgara og fyrir mér er það svo miklu meira sem sameinar fólk en sundr- ar. Bernska mín einkenndist mjög mikið af flutningum milli Bandaríkjanna og Japan og seinni heimsstyrjöldin var mér því tilfinningalega erfið. Eg átti vini á báðum stöðum og tók því upp varnir fyrir Bandaríkjamenn í Japan og Japana í Bandaríkjunum. Ég bar trúnað og traust til fólks- ins í báðum þessum löndum og þó að ég væri ekki meðvit- uð um friðarboðskapinn sem slíkan fann ég sterkt fyrir því að fólk er svo líkt hvar sem rætur þess annars liggja. Á þessum tíma var það dapur- leg tilfinning. Eg bjó í Tókýó og foreldrar minir voru úr efri millistétt. En í stríðinu var mikill skort- ur á matvælum og öðrum nauðsynjum og efnahagsleg- ar aðstæður bættu þar ekki mikið úr skák. Ég var fyrst og fremst ung stúlka sem vildi lifa af.“ Hvað með kvenfrelsisbar- áttu eins og hún er í dag? „Ég sé enga kvenfrelsis- baráttu í dag. Fyrir því liggja kannski einkum tvær ástæð- ur. Það sem áður var hug- myndafræðileg umræða er meira orðið almenn vitn- eskja. Núna dafna þessar hugmyndir í fólkinu sjálfu og það er mjög jákvætt og hver og einn verður að taka á vandamálunum þegar þau koma upp. í öðru lagi var átt- undi áratugurinn hræðilegur fyrir konur og kvenfrelsisbar- átta varð óhreint orð. Barátt- an gegn fóstureyðingum og öðrum málum sem höfðu verið í brennidepli kvenfrels- isumræðunnar var í algleym- ingi. Nú hafa fóstureyðingar ver- ið mikið hitamál meðal kven- réttindakvenna og þcer eru alls ekki einhuga um hvort eigi að leyfa þœr: „Ég held að konur eigi að hafa umráðarétt yfir eigin lík- ama. Það er heldur ekki hægt að horfa fram hjá mismun- andi aðstæðum og ungum aldri. En ég myndi auðvitað vilja sjá heim þar sem fóstur- eyðingar væru ekki nauðsyn- legar." (Yoko er ekki alveg ókunn- ug íslenskum stjórnmála- mönnum því hún hefur átt orðaskipti við Ólaf Ragnar Grímsson vegna afskipta hans af friðarmálum.) Á ís- landi bjóða konur fram sér- framboð til alþingis. Konur hafa verið í miklum minni- hluta meðal þingmanna og þœr telja að þetta sé ein leið til að konur fái að njóta stn: „Þegar konur reyna að gera eitthvað fyrir konur verða þær að vera meðvitað- ar um að það eru tvö kyn í heiminum. Heimurinn er til fyrir bæði kynin og heims- myndin verður að taka mið af því. Konur ættu ekki bara að heimta heldur gefa. Þær hafa svo mikið gott að gefa. Ég fæ mörg bréf hvaðanæva að úr heiminum og bréf frá íslensk- um konum eru mér sérstak- lega hugleikin. Ég finn svo margt líkt og ég vil senda ís- lenskum systrum mínum mínar bestu kveðjur og ég vona að þær skilji hvað þær hafa mikil völd og mikinn styrk. Ég vil þakka ykkur fyr- ir að vera það sem þið eruð." Nú ert þú búsett í New York þar sem heimilisleysi er mikið og hefur farið stigvaxandi undanfarin ár og þó sérstak- lega í stjórnartíð Reagans. Nú hefur þú sjálf upplifað skort. Hvernig finnst þér að œtti að taka á þessum málum? „Þegar ég horfi á heimilis- leysi hugsa ég ekki bara um hve hræðilegt það sé. Heldur sé ég í krafti reynslu minnar að þetta er vandamál sem ætti að leysa. Gæfan er fall- völt og það á við um alla. Við gætum öll staðið á götunni einn daginn allslaus. Mér finnst of ódýrt að gera forset- ann að svörtum sauði og skella skuldinni eingöngu á stjórnvöld. Þetta ræðst að miklu leyti af viðhorfum fólks og þar bera fjölmiðlar einnig ábyrgð. Fjölmiðlafólk býr til heimsmynd fólks og hún er oftar en ekki broguð og á skjön við veruleikann. Ég myndi vilja að það fjármagn sem er notað til hernaðar færi í að byggja upp félagslegt öryggisnet." Attiröu von á því að ástandið í Miðausturlöndum myndi efla friðarhreyfingu ungs fólks líkt og Víetnam- stríðið á sínum tíma? „Ég held að ástandið í Mið- austurlöndum varði alla heimsbyggðina. Við vorum mörg sem vonuðumst eftir því að þessi mál yrðu leyst á friðsamlegan hátt. Við létum þær óskir í ljós. Það sýndist mögulegt fyrir stríðið. Én eft- ir að striðið var hafið sýndist tilgangslaust að mótmæla. Ólíkt því sem var áður þá er fólk vel á verði núna. Og fólk er meðvitað um að öll stríð hvar sem er í heiminum hafa áhrif á líf okkar. Það er já- kvætt að fólk er orðið með- vitað um nálægð þessara hluta." Sérðu fyrir þér friðsamleg- an heim í framtíðinni? „Já, við eigum öll eftir að upplifa miklar breytingar. Ég sé heiminn fyrir mér sem lík- ama og líkt og líkaminn breytir ósjálfrátt um stellingu sé hún óþægileg mun heim- urinn gera það líka. Það er bæði til friðar- og stríðsiðnað- ur og við verðum að efla frið- ariðnaðinn. Ef við tökum ís- land sem dæmi þá liggja hérna gífurleg auðævi í óspilltri og hreinni náttúru. Og það er fleira líkt með Jap- an og íslandi heldur en það að þau eru eyjur og hitt að við sitjum á eldfjöllum. Það er Þó að Pétur Gautur í leik- gerð þeirra Þórhildar Þor- leifsdóttur og Sigurjóns B. Jó- hannssonar hafi ekki hlotið náð fyrir augum íslenskra leikhúsgesta hefur leikgerðin fengið lofsamlega dóma í sœnskum og norskum blöð- um. / norskum og sœnskum leikdómum segir m.a. að Arnar Jónsson túlki af aðdá- unarverðri sniltd fall persón- unnar frá herramanni með valdsmannslega rödd í gráð- ugt villdýr. Þar segir einnig að leik- stjórn Þórhildar sé hlýleg og stundum mjög hröð með oft kaldhæðnum undirtóni. Hún hafi fært sér mjög í nyt reynslu sína úr ballettinum mjög hár meðalaldur fólks í báðum þessum löndum. Heilsan er eitt það dýrmæt- asta sem við eigum og ég held að það myndi hjálpa fólki mikið ef þið gerðum fleirum kleift að njóta þessar- ar sérstöðu líka.“ Þaö eru margir á Islandi sem sjá sér skjótfengnari gróöa í stóriðju: „Allar þjóðir gera skyssur. En ég vona þó að ísland beri gæfu til að halda hreinleika sínum. Það gengur kannski hægar fyrir sig en ég hugsa að það yrði ábatasamara þeg- ar fram í sækir. Þegar þú hef- ur eitthvað gott að gefa þigg- ur fólk það. Þannig breytum við veröldinni." og gefi fjöldasenum aga dans- sýningar og þar sé tröllaball Dofrakonungs hápunktur gróteskunnar, þar sem grís- um líkar verur dilli breiðum óhræsislegum rössunum. Tónlist Hjálmars H. Ragnars- sonar fær einnig lof og er sviðstónlist hans sögð ein- föld, fögur og frumleg. Sigur- jón Jóhannsson er sagður nýta sér á listrænan hátt möguleika hringhússins og útfærsla hans minni á marg- an hátt á Gordon Craig menn- ingu 20 áratugarins. í heild er sýningin sögð sanna að ís- lenskt leikhús fylgist vel með og varðveiti jafnframt fornar hefðir í meðferð málsins. Pétur Gautur fær lofsamlega dóma hjá erlendum gagnrýnendum — sýningum lýkur 14. maí

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.