Pressan - 19.11.1992, Blaðsíða 9

Pressan - 19.11.1992, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR PRESSAN 19. NÓVEMBER 1992 9 Hlöðver og Árni búa í þessu húsi við Álfaskeið 4 í Hafnarfirði. Unglingspiltar hafa oft sést valsa þar út og inn. Hlöðver Sindri er vaktmaður skipa í Hafnarfjarðarhöfn. Heimildir PRESSUNNAR herma að lögreglumenn í eftirliti hafi oft bægt unglingspiltum frá höfninni þegar vitað var að Hlöðver væri á vakt. Bræður kærðir fyrir misnotkun á unglingspilti: ÁRANGURSLAUST REYNT AD HANKA ÞA UM ÁRABIL Tveir bræður í Hafnarfirði, Hlöðver Sindri Aðalsteinsson 51 árs og Árni Aðalsteinsson 46 ára, hafa verið kærðir fyrir meinta kynferðislega misnotkun á fimm- tán ára dreng. Það var móðir drengsins sem kærði, en drengur- inn er andlega vanheill í kjölfar slyss. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir bræður eru sakaðir um kynferðisafbrot og önnur afbrot gagnvart unglingum og eru heim- ildamenn PRESSUNNAR á einu máli um að grunsemdir gagnvart þeim hafi verið uppi um margra ára skeið, einkum þó gagnvart Hlöðveri. Bæði lögregla og félags- málayfirvöld í Hafnarfirði hafa fylgst með þeim bræðrum í gegn- um tíðina, en hingað til hefur ekk- ert alvarlegra sannast á þá en að þeir hafi keypt áfengi fyrir ung- linga. Fyrir það hafa þeir verið sektaðir. „GÖTUV1TAR“ ÚTIDEILD- ARINNAR MEÐ AUGUN Á BRÆÐRUNUM Hlöðver Sindri og Árni eru bú- settir í Álfaskeiði 4 í Hafnarfirði. Hlöðver hefur starfað sem vakt- maður í skipum í Hafnarfjarðar- höfn, en Árni er öryrki og óvirkur alkóhólisti. Eru menn sammála um að í meintum afbrotum þeirra gagnvart unglingum hafi Hlöðver verið „prímus mótor“ þeirra bræðra. Er talið ljóst að talsverður hópur unglingsdrengja hafi lagt leið sína á heimili þeirra við Álfa- skeið og um borð í skip við Hafn- arfjarðarhöfn. Augu manna beindust fyrst að Hlöðveri Sindra fyrir um tuttugu árum, er hann var sterklega grun- aður um að hafa borgað unglings- drengjum fyrir að hafa við sig kynferðismök, þó án samræðis. Engin kæra var þó lögð fram vegna þessa. Heimildarmenn blaðsins voru á einu máli um að í mörg ár hefðu foreldrar varað börn sín við þvl að umgangast þá bræður og lögreglan fylgst með þeim. Þá hefur PRESSAN heim- ildir fyrir því að útideildin í Hafn- arfirði, hinir svokölluðu „götuvit- ar“, hafi gefið þeim bræðrum gaum og varað unglinga við þeim. Á síðustu árum hafa lögreglu- menn verið sérstaklega á varð- bergi við höfnina og iðulega bægt drengjum frá, sem þar hafa verið á ferð. RÚMLEGA ÁRSGAMALLI KÆRU HEFUR EKKIVERIÐ LOKAÐ Orðrómurinn um þá bræður komst á ný á flug fyrir nokkrum árum, einkum hvað Hlöðver varð- ar. Ekkert tókst þó að sanna á þá, fyrir utan að þeir viðurkenndu að hafa keypt áfengi fyrir unglinga. Þar að auki eru þeir bræður grun- aðir um að hafa veitt unglingum vín, sælgæti og peninga og sýnt þeim klámmyndir á heimili sínu og um borð í skipum. Fyrir einu og hálfu ári gerðist það síðan að Barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar kærði Hlöðver fyrir kynferðislega misnotkun, en ekki tókst að upplýsa málið nægilega til að senda það til ríkissaksókn- ara. Samkvæmt heimildum blaðs- ins telst málinu þó ólokið. Nýjasta kæran barst um miðjan október frá móður fimmtán ára pilts, sem ekki hefur fulla andlega heilsu vegna slyss sem hann lenti í. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum PRESSUNNAR opnaði pilturinn sig eftir að hafa horft á þáttinn „Þögnin rofin" á Stöð tvö, sem sýndur var fimmtudaginn 8. október. I kæru móðurinnar kemur fram ásökun á hendur þeim bræðrum unt að hafa gengið alla leið í kynferðislegri misnotkun á syni sínum; haft við hann sam- ræði og það nokkrum sinnum á rúmu ári. VONAST TIL AÐ FLEIRI KÆRUR BERIST RLR Heimildarmenn blaðsins segja sönnunarbyrði erfiða í þessu ein- staka máli þar sem vitni séu ekki fyrir hendi og ekki möguleiki á læknisfræðilegum gögnum, þar eð kæran kom ekki beint í kjölfar misnotkunar. Þetta er ekki nýtt vandamál í málum sem þessum. Oftast standa orð kæranda gegn orðum kærða, sjaldnast er um vitni að ræða eða möguleiki á áverkavott- orðum. I’ þessu nýjasta máli neita bræðurnir öllum sökum eins og í fyrri tilvikum. það þykir ekki hjálpa til varðandi nýjustu kær- una að drengurinn er andlega skertur og hugsanlegt að það dugi til að drepa málið. Það er því sam- kvæmt heimildum blaðsins helsta von RLR að fleiri kærur komi fram undir rannsókninni. Menn eru á einu máli um að talsverður hópur unglinga hafi leitað til bræðranna, þó einkum til Hlöðvers. Ekki er þó talin ástæða til að ætla að allir hafi þeir verið misnotaðir kynferðislega, heldur hafi Hlöðver í því sambandi sigtað þá út sem veikastir voru fyrir. Drengir sem lent hafa í lögregl- unni hafa oftlega verið spurðir að því hversu vel þeir þekki til bræðr- anna og hvort þeir hafi haft ein- hver samskipti við þá. Lítið hefur verið um svör og sumir drengj- anna hafa farið undan í flæmingi og ekkert viljað um málið tala. SAKAR LÖGREGLUNA UM AÐ LEGGJA SIG í EINELTI Móðirin, sem kærði bræðurna í síðasta mánuði, hefur það opin- berlega eftir syni sínum að þeir hafi bundið fyrir augun á honum og látið hann gera „alls konar ljóta hluti“ og hafi hann orðið mjög hræddur. Þeir hafi hins vegar sagt honum að þeir væru að kenna honum á kynlífið. Sem fyrr segir eru bræðurnir sakaðir um að hafa átt samræði við hinn andlega van- heila pilt. Viðleitni lögreglunnar til að fylgjast með þeim bræðrum hefur á stundum verið talsverð og hefur Hlöðver m.a. kvartað undan lög- reglunni og ásakað hana um að leggja sig í einelti. Heimildar- mönnum blaðsins bar ekki saman um hvort þar hefði verið um al- menna umkvörtun að ræða eða bein kæra hafi verið lögð fram. Friðrik PórGuðmundsson og Haraidur Jónsson Hafnfirsk lögreglu- og félagsmálayfir- völd hafa lengi fylgst með bræðr- unum Hlöðveri Sindra og Árna Að- alsteinssonum og varað unglingspilta við þeim. Þeir eru grunaðir um að hafa um árabil mis- notað fjölda pilta kynferðislega og veitt unglingum peninga, áfengi, tóbak og sælgæti á heimili sínu og um borð í skipum við Hafnarfjarðarhöfn.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.