Tíminn Sunnudagsblað - 11.11.1962, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 11.11.1962, Blaðsíða 4
SCTUUÐ VID KA TA- NESTJÖRN - DÝRIÐ FYRIR DÓMSTÓLUM V. Á dögum Katanesdýrsins voru þeir Símon Jónsson, bóndi á Geitabergi, og Helgi Sveinbjarnarson, bóndi á Hlíðarfæti, helztir fyrirsvarsmenn Hvalfjarðarstrandarhrepps. Þá var fyrir skömmu komin á ný skipan sveilarstjórnarmála, og var Símon hreppstjóri sveitaiinnar, en Helgi cddviti hreppsnefndar. Þessum mönnum var hinn mesti vandi að höndum færður sumarið 1876. Það hafði raunar borið við víðá um land, bæði fyrr og síðar, að ó- kennilegum skepnum sæist bregða fyrir, en hitt var fátítt, að skrímsl settist að í byggð, og gerðist þar slík- ur ógnvaldur sem Katanesdýrið var nú oiðið. Sumir höfðu þó heyrt því íleygt, að ormur mikill hefði haft bólfestu í Skorradalsvatni endur fyrir löngu og gerzt svo aisópsmikill á dög- um séra Hallgrims Péturssonar, að til landauðnar hoifði, unz Saurbæj- arklerkur kvað yfir honum svo mergj- aðar bögur, að hann festist við vatns- botninn á endunum. En hvort tveggja var, að menn lögðu lítinn trúnað á þessar gömlu sagnir og auk þess ekki lengur í Saurbæ sá klerkur, er beitti svo bitrum andans vopnum. Enginn hafði ætlazt til þess, að sveitaryfirvöldin gengju fram fyrir skjöldu á meðan Katanesdýrinu brá aðeins fyrir endrum og sinnum. En öðru máli var að gegna, þegar það var orðið skaðvaldur í búfjárhögum og meinvættur við aifaraveg. Þá var til þeirra litið, hreppstjórans og odd- vitans, um úiræði og forystu og þeim talið skylt að firra byggðina háska. Samt hefði það ef til vill enn dreg- izt nokkuð úr hömlu, að þeir skærust í leikinn, ef Halgi á Hlíð'arfæti hefði ekki verið bróðir Ragnheiðar hús- freyju í Katanesi. Hvergi var önnur eins vá fyrir dyrum sem á heimili hennar, og gat jafnvel svo farið, að fólk hóldist þar ekki við, ef forynjan léki miklu lengur iausum hala. Hefur Ragnheiður án alls efa lagt fast að bróður sínum að reynast sér drengur í þessari nauð. Vettvangur dýrsins var raunar á mörkum Hvalfjarðarstrandarhrepps og Skilmannahrepps, en með því að Katanestjörn var af öllum talin hæli þess, tjóaði þeim ekkj að víkja mál- inu frá sér. Þó ráðguðust þeir um þetta við oddvita Skilmannahrepps, enda var honum málið' skylt. Loftur Oddsson í Galtarholti var sem sé oddviti þeirra í Skilmannahreppum, og að Katanesfólkinu slepptu hvildi óhugnaðurinn ekki þyngra á öðrum en Galtarholtsmönnum. Vera má, að leitað hafi verið á náðir sýslumanns héraðsins, Theódórs Jónassens, en hann bjó á Hjaiðarholti í Stafholts- tungum, víð's fjarri þes-sum slóðum og var þar á ofan værukær í embætti, svo að þeir munu fljótt hafa orðið þess áskynja, að Jítillar forsjár var að vænta af honum í þessu máli, ef það hefur á annað boi'ð verið borið undir hann. Á hinn bóginn var Ijóst, að dýrið varð ekki unnið nema með talsverðum tilkostnaði, og hraus þeim Símoni og Helga — og sjálfsagt Lofti einnig — hugur við því, ef hann ætti allur að leggjast á herðar hreppsbúa. Það munu þeir ekki heldur hafa talið sanngjamt, þar sem dýrið torveldaði orðið' ferðir manna á þjóðleið. VI. Hinn fyrsta júlímánaðar þetta sum- ar var brúðkaupsveizla á Draghálsi í Svinadal, einmitt um þær mundir, er tilbekkni Katánesdýrsins hafði náð há marki Sínu. Húsfreyjan þar, Guðný Andrésdóttir, sem hafði búið um hríð ekkja, giftist þennan laugardag ein- um vinnumanna sinna, Jóni Svein- bjarnarsyni frá Oddsstöð'um. Kom margt gesta í veizluna og sumir þeirra um alllangan veg — utan af Akranesi og ofan úr Borgarfirði — og að sjálf sögðu hafa grannar og sveitungar fjöl mennt að Draghálsi þennan dag, að minnsta kosti þeir, sem álitsmenn töldust. Efalaust verður að telja, að Andrés bóndi Fjeldsted á Hvítárvöllum, bróð- ir brúðaiinnar, hafi verið meðal boðs- gestanna, þótt ekki sé þess getið í heimildum. Var hann vaskur mað'ur og harðsækinn, skytta hin mesta og nafnfrægur orðinn fyrir þær atlög- ur, sem hann greiddi óvini laxins, selnum í Hvítá, á þessum árum. Átti Andrés langdrægan kúlurifill, róm- aðan grip, sem hann hafði fengið frá Englandi sér til fulltingis í sela- hernaðinum. Var almæli, að allt lægi dautt, ef Andrés á Hvítárvöllum beindi þessum riffli að því. Veizludaginn var landsynningsveðr ur mikið og regn stritt, og áttu menn ekki annars völ en sitja í húsum inni. Hefur margt borið á góma meðal boðs- gesta, og geta má sér þess til, að í þessu hófi hafi verið að því vikið við Andrés, hvort hann vildi freista þess að vinna dýrið, ef eftir því yrði fal- azt. Áreiðanlegt er það, að um þess- ar mundir var undinn að því bráður bugur að undirbúa atlöguna gegn Katanesdýrinu, hvort sem það hefur að því stuðlað eða ekki, að menn vissu þá þegar, að Andrés myndi tilleiðan- legur til þess :að koma á vettvang með kúluriffilinn þann hinn enska. Það mun með sannindum hermt, þótt nú finnist ekki skjalleg gögn, er staðfesti það, að Helgi á Hlíðar- fæti færi um þetta leyti til Reykja- víkur þeirra erinda að hitta að máli sjálfan landshöfð'ingjann, Hilmar Finsen, og leita hófanna um, að hann héti fjárframlögum til herhlaups gegn Katanesdýrinu. Náði Helgi fundi landshöfðingjans og tjáði honum, hvað í efni var, og er sagt, að það hafi orðið að' samkomulagi þeirra á milli, að Hvalfjarðarstrandarhreppur skyldi engan kostnað hafa af s'tórræð- um þeim, sem fyrirhuguð voru, ef dýrið ynnist. Sneri Helgi heim við þessi erindislok og þótti betur farið en heima setið. VII. Ekki var Helgi fyrr heim kominn en boðaður var almennur sveitarfund- ur til þess að ræða um herför gegn Katanesdýrinu. Mun sá fundur hafa verið haldinn á þingstað sveitarinnar í Saurbæ. Ekkert er um það kunnugt, hversu fjölsóttur þessi fundur var, en vart þarf þó að draga í efa, að flestir SÍÐARI HLUTI FRÁSAGNAR UM KATANESDÝRIÐ 844 T í M I N N — SUNNUDAGSBLA®

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.