Tíminn Sunnudagsblað - 11.11.1962, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 11.11.1962, Blaðsíða 7
þeim hætti góða stund í hvort skipti. Sjálfur hafði Sverrir bys'su meðferð- is, en ekki er getið, að' hann hafi freistað þess að granda því. Hitt er í minnum haft, af hve miklu sann- færingarkrafti hann sagði frá sýn sinni á bæjum í sveitinni, og kvað hann dýrið haia farið svo geyst á sundinu, að enginn væri svo slyngur skotmaður, að hann hefði mátt hæfa það. Einn þessara daga bar það við, að varðbergsmenn sáu glitta í eitthvað kvnlegt við tjarnarbakkann, og hugðu þeir. að dýrið lægi þar og bakaði sig í sólskininu. Voru hraðboðar sehdir að kunngera tíðindin. Við þetta þustu allir á vettvang, svo sem nærri má geta, því að enginn vildi fjarstaddur vera, þegar þvi yrðj greidd atlaga. En hér fór svo, að menn gripu í tómt. Á þeim stað, þar sem dýrið hafði virzt vera, sást ekki annað en löðurkúfur við bakkann. Gafst því setuliðinu ekki kostur á að sýna vopnfimi og hug- dirfsku í bardaga við dýrið. En þótt þorri manna styddi dyggi- lega að því, að dýrið yrði unnið og flestir væru fúsir til liðsinnis, ef til þeirra var leitað, voru þeir til, er létu sem þeir vissu ekki, hvað á seyði var. Sama daginn og varaliðið þótt- ist sjá dýrið við tjarnarbakkann, kom bóndi úr nágrenninu, Þórður Þor- varðsson í Kalastaðakoti, með klyfja- hesta í taumi utan af Akranesi. Sil- aðist hann hægt áfram og virtist hvergi fara sér óðslega, þrátt fyrir alla nýlunduna. En þá urðu menn þó fyrst forviða, er hann hélt með sömu hægðinni gagnvcginn meðfram Kata- nestjörn, er enginn hafði þorað að fara um sinn af ótta við forynjuna. Gengu einhverjir fyrir Þórð og spurðu. hverju þetta sætti. En hann svaraði því einu til, að það væri hans vandi að fara þessa leiðína. XI. Eftir stranga varðstöðu hina fyrstu daga, fór nokkuð að bila ár- vekni manna. Tóku sunnanmenn og fleiri að hvarfia frá, og hefur þar kannski nokkru um valdið, að til Akraness hafði í byrjun mánaðarins komið skip það er Urda hét og hafði innan borðs á fjórða hundrað potta af rommi. Er jafnvel ekki fyrir það sverjandi, að stríðsöl nokkurt hafi frá öndverðu verið byrlað þeim, sem mest mæddi á, enda var þetta á þeim árum, þegar landsmenn torguðu ár- lega nálega tíu pottum brennivins og annarra sterkra drykkja á hvert mannsbarn í landinu. jafnt karl sem konu, barn sem gamalmenni. Að minnsta kosti hefur svo verið frá sagt, að brennivínsflaska hafi orðið undir rofinu, þegar bændur voru að grafa framræsluskurðinn. Og það var eins og dýrið í tjörninni hefði veður af þessu. Þegar á fyrsta degi, er varðstaðan brás-t, hélt það út á flóana og varð þar á vegi smal- ans í Katanesi. Var það nú hálfu ólm- ara en áður og elti piltinn, sem flúði í ofboði, heim undir bæ í Katanesi. Þar sneri það loks við, og varð Andrés höndum seinni með riffil s'inn. Þótt meginliðið þreyttist, þegar til lengdar lét, sátu þeir Andrés og Sig- fús Eymundsson sem fastast. Leið Andrés Fjeldsted, bóndi á Hvítárvöllum. samt hver dagurinn af öðrum, án þess að til stórlíðinda drægi. Sverrir Runólfsson reið annað veifið á bleik- skjóttum hesti a milli góðbúanna og hafði flöskuna og Magnús berfætta sér til fararheiila. Um það bil. er Andrés hafði setið nálega hálfan mánuð í Katanesi, brá Sverrir Runólfsson sér út að Görð- um á Akranesi á’ fund séra Jóns Benediktssonar. Prestur var að hefja byggingu íbúðarhúss, og hafði í önd- verðu ætlað að blaða það úr höggnu grjóti, svo sem þá var nokkuð farið að tiðkast í Reykjavík. En þegar til átti að taka, reyndist grjót það, sem völ var á, klofna Mla. Um þessar mund- ir var einnig ’ hafin i Reykjavík brennsla á kalki úr Esjunni. Höfðu Egill kaupmaður Egilsson og Martin konsúll Smith ráðizt í þetta fyrirtæki af hvötum Jóns Hjaltalíns landlækn- is. í öndverðu gekk illa að brenna kalkið, en þetta ár hafði ungur múr- ari, Björn Guðmundsson, komið heim frá námi í Kaupmannahöfn og tekið við umsjón með kalkbrennslunni. Heppnaðist hún vel hjá honum, og voru eigendurnir nú teknir að aug- lýsa kalk sitt á sama verði og erlent kalk, þótt þeir teldu það svo gott, að helmingi minna jjyrfti af því en hinu útlenda. Ætlunin var að nota kalkið til þess að festa saman höggna steina í veggjum En nú hugkvæmd- ist Garðapresti, að eins vel mætti nota það til þess að steypa úr því steina, sem síðan væru notaðir í hleðslu. Varð Garðahúsið fyrsta hús á íslandi, sem úr steypu var gert. Ekki er kunnugt um erindi Sveir- is að Görðum, en verið getur, að hann hafi þangað farið annað tveggja til þess að skoða hið illkleyfa grjót eða leggja presti ráð um kalksteypuna. En þurrbrjósta var hann ekki. Síðla að kvöldi hins 18. júlímánaðar lögðu þeir Sverrir og Magnús ber- fætti af stað frá Görðum inn að Saur- bæ, og fóru að sjálfsögðu sunnan Akrafjalls. Þetta sama kvöld var Þiðrik Einarsson, bóndi í Steinsholti í Leirársveit, á leið heim til sín af Akranesi og hafði ekki heldur farið úr kaupstaðnum með tóma pyttlu. Hann valdi einnig leiðina sunnan Akrafjalls. og má vera, að hann hafi frá öndverðu ætlað að hitta setuliðið í Katanesi, þar sem nokkur gleðskap- ur mátti heita líklegur. Segir nú ekki af ferðum Þiðriks, fyrr en hann kem- ur inn á milli Kúludalsár og Galtar- víkur. Sér hann þá í næturhúminu, hvar heldur smávaxinn maður ríður á undan honum á bleikleitu hrossi og fylgir honum svartur hundur. Steinsholtsbóndanum þótti bera vel í veiði, því að honum leiddist að vera einum á ferð. En þessi náungi var ekki upp á samfylgd Þiðriks kominn. Hann hvatti hest sinn og svaraði engu, þótt Þiðrik kallaði kumpánlega til hans, nema hvað hann hreytti einu sinni út úr sér: „Hvern andskotann viltu, maður?“ En Þiðrik sætti sig ekki við þetta. Hann reið sem ákafast. unz hann náði manninum. Vatt þá náunginn sér við í hnakknum og lét svipuhnúð ríða á höfuð Þiðriki. Greiddi hann honum þrjú slík högg, án þess að mæla orð frá vörum, og hvarf síðan út í næL*’ urrökkrið. En ómegin seig á Þiðrik bónda, og vissi hann lítið til sín um hríð. Þeir Andrés Fjeldsted og Sigfús Eymundsson voru í fastasvefni í Kata- nesi, er Sverrir Runólfsson kom þang- að um nóttina ærið drukkinn og illa til reika eftir ferðalagið. Háttaði haiin þar og lagðist fyrir. Nokkru síðar kom Þiðrik í Steinsholti og hafðj T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 847

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.