Tíminn Sunnudagsblað - 11.11.1962, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 11.11.1962, Blaðsíða 11
anlega ekki lengur beitt að gagni, íafnvel þótt næg kynnu að vera fyrír hendi. Þeir, sem inni eru, finna og eigi fyrr en ofan logar allur skálinn. Arfasátan verður þannig brennu- mönnum að fljótu og góðu liói, o kemur það vel heim við altan ímugust sögunnar á henni. Af þessu sýnist mega ráða það, að vörnin hafi verið hugsuð og undirbúin fyrir fram og aðeins yfirbugazt af hinu slynga ráði Kols Þorsteinssonar. Margir liggja Njáli á hálsi fyrir það, að hafa ekki látið lið sitt, sem var samtals nær 30 manns, mæta sókninni úti og hafa bæinn að bak- hjarli. Sumir ganga jafnvel svo langt, að telja sigurinn vísan á hans hlið, ef úti hefði verið barizt. En ég ætla, að 'Samúð og bjartsýni manna, gagnvart Njáli og sonum hans, beri meira upp; þessá skoðun en góðu hófi gegni. Flosi hafði 100 manns, valið lið að vopnum, hreysti og harðfengi. Sjálfur var hann höfðingi mikill, manna víg- færastur, og þar að auki bundinn eið- um og særjngum um að koma fram hefndum. Ekki þarf því að efast um, að forustan hafi verið örugg og traust í hans höndum. Njálssynir og Kári stóðu honum að vísu sízt að baki sem hreysti- og vígamenn. Og óefað hefðu þeir haft mann fyrir sig eða meira, ef úti hefði verið barizt. En lið þeirra var fámennt og þó öllu heldur ótraust. Þrælar og húskarlar reyndust sjald- an vel á þessum tímum, þegar til slíkra átaka kom. Það eru því allar líkur til, að vopnaviðskiptin úti hefðu orðið Flosa og mönnum hans í vil, þótt mikið afhroð kynnu að gjalda. Og þetta er það, sem vakir fyrir Njáli. Ef þeii- hittast úti, sér hann sonu sína og Kára vegna fyrir augum sér. Hann sér einnig fram á það, að lífi hans sjálfs muni þyrmt verða. Flosi eða menn han-s voru ekki líklegir til þess að beita vopnum hálf-áttræðan öld- nng, sem þar að auki var saklaus af ódáðaverkinu, vígi Höskuldar Hvíta- nessgoða. Ef vopnin skera úr úti, fær 'hann ekki að deyja með sonum sín- um. En Njáll vill ekki lifa þá, af því að hann veldur ekki hefndum lengur. Þess vegna kýs hann að verjast inni í húsunum, sem sennilega eru undir vörnina búin, og mæta þar því, sem verða vildi. Þar ætlar hann að vörn- in muni betur endast, og þangað á hann lika — að minni hyggju — vor á hjálparliði, sem þegar er búið að leggja drög fyrir. Flestir íslendingar, þeir, er sökótt áttu á söguöld, höfðu ríkar njósnir um aðgerðir andstæðinga sinna. Það er því óhugsandi, að jafnvitur maður og unnan-di sonum sínum Sem Njáll var, hafi algerlega látið reka á reiðanum í því efni. I-Iann var maður vinsæll, svo að af bar, bæði meðal al- þýðu og höfðingja. Mál sona hans og Kára beið og ódæmt. Þeir voru því ekki sekir menn og því hvorki óferj andi né óalandi öllum bjargráðum. Hins vegar vissi Njáll, að Flosi var væntanlegur að austan þá og þegar. Hann vissi enn fremur, að Sigfússyn- ir, sem bjuggu í Fljótshlíðinni, svo að segja á næstu grösum við hann, áttu að koma til móts við Flosa. Það virtist því lítt hugsanlegt annað en að Njáll hafi haft njósnarmenn þar efra, til þess að hafa gát á aðgerðum þeirra. Var honum það og innan hand- ar, þar eð hann sjálfur átti bú ; Þór- ólfsfelli, -sem er rétt inna-n við Fljóts- hlíðina, og því í leið Flosa að austan. Forspá Bergþóru, um að Grimur og Helgi mundu koma heim um kvöldið frá Álfhólum, verður og vel skiljan- leg, þegar þessa er gætt. Ef það er rétt, sem sagan hermir, að fregnin um ferðir Sigfússona móts við Flosa, hafi borizt með förukonum fram að Álfhólum, daginn áður en brennan fór fram, þá segir það sig sjálft að hún muni hafa borizt að Bergþórs- hvoli og það jafnvel fyrr. Förukonur fóra að jafnaði ekki hratt yfir lan-dið og því óskiljanlegt, að þær bæru stór- tíðindi í tæka tíð allt annað en þang- að, sem þau þurftu að berast. Að Álf- hólum er svipuð vegalengd úr Fljóts- hlíðinni og að Bergþórshvoli, og hins vegar skammt miHi þeirra bæja. Eg tel því allt benda til, að Njáli hafi borizt njósnir um ferð Sigfússona og komu Flosa, dagana áður en brennan fer fram. Vel má vera, að Skarphéð- inn og aðrir heimamenn hafi verið duldir þeirra frétta, að gömlu hjónin hafi taiið heppilegast að geyma tíð- in-din ein fyrst um sinn. En ólíkt er það Njáli, ef hann hefur ekki — þeg- ar, er fréttin barst — gert ráðstaf- anir til liðsafnaðar. Hann var fljótur að njósna og kveðja til mannsafnað- ar, þegar Rangvellingar sóttu Gunnar að Hlíðarenda heim hið fyrra sinn. Og minna var honum ekki ætlandi að gera fyrir sonu sína, -sem hann sýnist hafa unnað mjög og vildi ekki lifa sjálfur. Enn fremur má það ólíklegt teljast, að Helgi Njálsson hafi ekki kvatt menn út til liðsamdráttar, þegar hann er staddur á Álfhólum hjá vina- fólki sínu og fréttir um ferð Flosa og Sigfússona. Helgi var þó vinsæll mað- ur og vitur sem faðir hans, einn af þeim, sem fátt sýnist hafa komið á óvart og fáu mætt óundirbúinn. Og það út af fyrir sig, að hann var tengdasonur hins mikla höfðingja, Ásgríms Elliðagrímssonar, átti ekki- að draga úr því, að honum yrði væn- legt til liðs. En hvers vegna kom þá ekki fyrir- huguð og un-dirbúin hjálp Njáli og sonum hans í tæka tíð? Að því gátu legið ýmsar skiljanlegar ástæður. Landeyjarnar virðast hafa verið mjög strjálbýlar á þessum tíma. Landnáma getur aðeins þriggja landná.msmanna Framhald á 840. síðu. Frá fornleifauppgreftri á Bergþórshvoli. Myndin er af grunni ævagamals fjóss. Hér hafa ef til vill baulur Njáls og Bergþóru staðið á básum sínum. (Ljósm.; Gísli Gestsson). T í M I N N — SUNNUDAGSBL4Ð 851

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.