Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1963, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1963, Blaðsíða 2
Peter Freuchen varð einhver vinsœlasti rithöf- undur, sem skrifað hefur um Eskimóa, lif þeirra. og hugsunarhútt, enda gerþekkti hann hvort tveggja, / ^ þar sem hann bjó þeirra á meðal um langt skeið og 1 sá sér farborða að þeirra hœtti. Að Freuchen látnum fannst handrit að stórri bók, er nú hefur verið gefin út og nefnist: „Bókin um Eskimóana“. Þar er lýst § menningu þeirra, hugmyndum og hugsunarhætti fléttað inn í það efni margs konar sögum. Ein af þeim ‘ ^ > er saga sú, sem hér fer á eftir. ."".. PETER FREUCHEN VELRADKVÍNNA I. Eskimóum er ag því leyti öðru vísi farið en öðrum frumstæðum þjóð um, að þeir hafa ekki notað nein fegrunarmeðöl. Það stafar sennilega af því, ag þeir hafa ekki haft tök á að búa til litarefni úr fátæklegum jurtagróðri landa sinna. Samt sem áður komst ég að raun um, að til voru konur, sem reyndu að hæta dá- lítið um það, er náttúrunni hafði ekki tekizt nógu vel. En slíkt gat dregið á eftir sér slæman dilk, svo að jaðraði við stórslys. Einn slíkur atburður gerðist í norð urhluta Úpernavíkurhéraðs í Græn- iandi á þeim árum, er þar voru út- síöðvar kristindómsins. Þar var ung- ur maður, sem lét talsvert að sér kveða í hinu fámenna byggðarlagi, sonur dansks manns, er gengið hafði að eiga Eskimóastúlku. Hann hafði iært smíðar og komst við það í tölu hinna mestu virðingarmanna. Andlit hans var undarlega flatt, og menn kölluðu hann Hordingulinn. Stúlkan, sem vig þessa sögu kemur, hét Bala, dóttir' nafntogaðs selveiðimanns og rómuð fyrir myndarskap sinn við heimilisverk. En mest þótti samt til hennar koma sökum þess, hve hún var tælandi þrifleg að holdafari. Föt hennar voru fallega saumuð, en sér- staklega var dásamlegt snið á sel- skinnsbrókum hennar, sem féllu þétt að hinum þokkafulla líkama: Hér voru hold, þetta var ekki nein beina- grind. Hordingullinn fór ag eiga örðugt með svefn, því að þetta nægtabúr unaðssemdanna sveif sífellt fyrir hugskotssjónum hans. Fundum þeirra Bölu hafði oft borið saman á kvöld- in, þegar dansað var í byggðinni, og ioks bar Hordingullinn upp bónorð sitt. Stúlkan sagði já, og svo var prestinum skrifað og þess vinsamlega carið á leit við hann, að hann gæfi jngu hjónaefnin saman í næstu ferð sinni byggða á milli. Eg fékk af tilviljun far með báti prestsins, og þess vegna kom það af sjáMu sér, ag mér var boðið í brúð- kaupsveizluna. Og það var brúðkaups veizla, sem vert var að tala um. Brúð- guminn var eins og skreytt jólatré: hvítur anorakk, bláar buxur, frábær- lega vandaðar kamikkur, grænn háls- klútur, rautt hár og perlur og lit- myndir saumaðar á derhúfuna — englar Rafaels og fleira skart. Mat- urinn var mesta sælgæti og gnægð allra fanga. Brúðurin bar sjáM á borð fyrir okkur, en brúðguminn sat í önd vegi og lét í Ijós velþóknun sína, bæði með veizlukostinn og það kvonfang, sem hann hafði hreppt. Við héldum ferðinni áfram næsta dag. Presturinn þurfti víða að koma við í hinum víðlendu sóknum sínum — skírði, messaði, gifti og jarðsöng. Við vorum ekki komnir lengra en á næsta viðkomustað, þegar þangað kom maður á sleða, akandi eins hratt og hundarnir drógu. Hann hrópaði hástöfum, að hann væri að leita að prestinum. Af öllu hátterni hans mátti ráða, ag hann var kominn i mikilvægum og alvarlegum erinda- gerðum, enda hafði hann meðferðis bréf, sem var innsiglað með lakki. Hann rétti prestinum bréfig með há- tíðlegu látbragði, og presturinn flýtti sér að brjóta innsiglið og rífa það upp. Slys og dauðsföll voru ekki fá- tíð á þessum norðlægu slóðum, og presturinn var við því búinn, að eitt- hvað af því tagi hefði borið að hönd- um. En bréfið flutti sorgarfregn, sem var nokkuð annars eðlis: Sál var í háska stödd. Hordingullinn fór fram á það, að hjónavígslan yrði strikuð út úr bókum prestsins, því að brúðurin var ber orðin að svikum og prettum. Ást hans hafði breytzt í óvild, og hjóna- skilnaður var óumflýjanlegur. Virð- ingarfyllst. Það var meg öðrum orðum ekki neitt happaverk, sem presturinn hafði unnið. En hann þráaðist við og vildi ekki ónýta gerðir sínar — Hann settist þegar niður og skrifaði brúðgumanum áminningarbréf: Það, sem guð hafði samantengt einn dag- inn, gat maðurinn ekki sundur slitið hinn næsta. Minnizt hinnar heilögu athafnar og þeirra heita, sem unnið hafa verið fyrir altari drottins Nei, sagði hann — hann gat ekki orðið við óskum Hordingulsins. Gangig á guðs vegum. Með vinsemdarkveðju. Næsti dagur bar okkur enn lengra frá raunum Hordingulsins. En eigi að síður' náði hraðboði okkur um kvöldið með nýtt bréf. Það var eins og búið væri að koma á daglegum póst ferðum í Upernavíkurhéraði og mátti til tíðinda teljast. Hordingullinn flutti að þessu sinni mál sitt enn ræki legar en áður og lýsti hinum leynd- ustu atvikum af mikilli nákvæmni. Hann hélt fast við það, að til þessa hjónabands hefði verið stofnað með sviksamlegum hætti, og lífshamingja hans væri í veði. Bala hafði verið afhjúpuð í bókstaflegustu merkingu þess orðs. HordingulUnn skar ekki utan af því, ag hann hefði getað kosið sér hvaða stúlku í byggðar- laginu, sem hann girntist. En nú sat hann fastur í þeirri gildru, sem hann hafði gengig í. Nú var kunnugt orðið, hvaða svik- 194 T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.