Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn Sunnudagsblaš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Tķminn


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn Sunnudagsblaš

						Elixírflöskurnar voru skreyttar mjög
litskrúðugum niiðum, svo að þær
gengju í augun á fólki: Liónið var
blátf og hanlnn roðinn gulli, medalí-
urnar voru svo margar, að þeim varð
með naumindum  komið fyrir.
*
IV.
Kringum 1880 urðu merkileg tíma-
mót í þessu kalda landi: Blómaskeið
Jífselixíranna rann upp. Herramenn
þeir, sem auðnaðist að ryðja þeim
braut norður hér, hétu Mansfeld-
Bullner og Lassen, en lífsveigar sín-
ar nefndu þeir brama-Iífs-elixír.
Mansfeld-BUllner, sem miklu meira
kvað að og náði alveg undir sig fyr-
irtæki þeirra félaga, hafði verið liðs-
foringi í herliði Dana, þegar Þjóð-
verjar réðust á þá árið 1864. Danir
lutu í Iægra haldi fyrir ofureflinu,
og Mansfeld-Bullner þótti ekki lík-
legt til mikils frama  að  helga  sig
ÖNNUR GREIN
hermennskunni. Var ráð hans nokk-
uð á reiki um skeið, unz hann kynnt-
ist Lassen og bramasuðan hófst.
Þeir byrjuðu framleiðslu þessa
mjaðar síns í Kauþmannahöfn upp
úr 1870, og voru fyrst í stað þau
boð látin út ganga, að þetta væri
matarbitter, sem bætti meltinguna
og yki matarlystina. Líklegt þótti
jafnan til ávinnings að tengja við
slíkan varning einhverjar sögur, sem
bentu til þess, að við ævaforna þekk-
ingu væri stuðzt. Þess vegna kom
Mansfeld-Biillner því á loft, að þetta
bitterefni hefði verið „brúkað af ætt
hans" um langan aldur — „frá menn
fyrst vita til." Sjálfur sagðist hann
Jiafa notað það frá barnæsku.
Það var þó ekki nema rétt í byrj-
un, að braminn var einungis aug-
lýstur sem meltingarlyf. Ekki leið
á löngu áður en það kom á dag-
inn, að hann var hinn mesti heilsu-
brunnur, sem læknaði fjölmörg
mein. Þeir Biillner og Lassen voru
fljótir að átta sig á því, að þeir voru
kallaðir til veglegs hlutskiptis í ver-
öld, þar sem margir þjáðust
af kröm og kveisum. Og þeir brugð-
ust ekki ætlunarverki sínu: Þeir
gengu jafnótrauðir að því að kynna
fólki í mörgum löndum ágæti lífs-
elixírs síns og helgir menn að boð-
un sannrar trúar meðal heiðinna
þjóða. Og í öllum umsvifum sínum
geymdu þeir ekki fslandi, svo frá
skotið sem það var hinum miklu
þjóðlöndum heimsins. Augu þeirra
hafa kannski beinzt fyrr norður
hingað fyrir þær sakir, að ein frænd-
kona Biillners hafði verið gift ís-
lenzkum manni, Finni prófessor
Magnússyni. Það er þá hvorki í fyrsta
né síðasta skipti, sem mægðir og
tengdir hafa beint augum ötulla
sómamanna að íslandi. Löngu
seinna  vitjuðu  þeir  okkar,   Dawson
hinn enski og Bandaríkjamaðurinn,
sem bauð okkur menningartengsl við
sjónvarpsfyrirtæki sín í Mið-
Ameríku.
Það er erfitt að segja, hvenær
fyrstu bramaflöskunum var fleytt
yfir íslandsála. Án efa hefur það
verið einhvern tíma á áttunda ára-
tugnum, sem þessi lífsvökvi vætti
fyrst varir íslenzka manna, og með
vissu var hann farinn að flytjast
hingað árið 1875. Og við upphaf nýs
áratugar var svo komið, að fáar voru
þær verzlanir, sem létu sér annt um
þarfir landsmanna, að ekki hefðu
þær bramann á boðstólum. Og það
var ekki aðeins, að hann reyndist
hér margs megnugur eins og^annars
staðar, heldur var einnig sönn prýði
að honum, hvar sém var. Á flösk-
urnar var límdur undurfagur merk-
ismiði með gullnum hana og bláu
ljóni, og yfir stútinn var
rennt grænu lakki, er í var þrýst
innsiglisstöfum hinna virðulega fram
leiðenda í Kaupmannahöfn: MB
& L Margur gætinn sveitabóndinn,
sem litt hafði þó látið glepjast af
glysi um dagana, horfði með forundr-
an á þessar stásslegu bramaflöskur
í höndluninni og gat ekki varizt
því að dást að litskrúðinu, og kon-
ur, sem lítið höfðu komizt í kynni
við fegurð fjarlægra landa, mændu
með tilbeiðslublandinni lotningu &
hanann og ljónið á hornhillunni yfir
bóli sínu, þegar blessaðir eiginmenn-
irnir. höfðu í fyrsta skipti fært
þeim þennan læknisdóm, sem var
jafnóbrigðull við bringspalaverk og
vindspenningi, abbendi og innantök-
um.
Braminn hóf sigurför sína
um landið hávaðalítið. Hinn gullni
hani gól ekki og bláa ljónið öskraoÍ
ekki, en í sameiningu töluðu þessl
dýrðardýr þöglu n^áli til íslendingá
348
TÍMINN- SUNNUDAGSBLAÐ
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 337
Blašsķša 337
Blašsķša 338
Blašsķša 338
Blašsķša 339
Blašsķša 339
Blašsķša 340
Blašsķša 340
Blašsķša 341
Blašsķša 341
Blašsķša 342
Blašsķša 342
Blašsķša 343
Blašsķša 343
Blašsķša 344
Blašsķša 344
Blašsķša 345
Blašsķša 345
Blašsķša 346
Blašsķša 346
Blašsķša 347
Blašsķša 347
Blašsķša 348
Blašsķša 348
Blašsķša 349
Blašsķša 349
Blašsķša 350
Blašsķša 350
Blašsķša 351
Blašsķša 351
Blašsķša 352
Blašsķša 352
Blašsķša 353
Blašsķša 353
Blašsķša 354
Blašsķša 354
Blašsķša 355
Blašsķša 355
Blašsķša 356
Blašsķša 356
Blašsķša 357
Blašsķša 357
Blašsķša 358
Blašsķša 358
Blašsķša 359
Blašsķša 359
Blašsķša 360
Blašsķša 360