Íslendingaþættir Tímans - 13.11.1968, Blaðsíða 23

Íslendingaþættir Tímans - 13.11.1968, Blaðsíða 23
MINNINC Guðmundína Árnadóttir Kveðja frá dóttursyni og fjölskyldu. P. 15.9. 1886. — D. 23.10. 1968. Þú amma elsku góða Dú ástarkveðju hljóða , imeð þökkum flyt ég þér. Á björtum bernsku vegi þú bæði á nótt og degi það bezta athvarf bjóstu mér Ég man þig alla ævi ef auðnan mér það gæfi að eignast eins og þú, þá mannkostina marga sem milda göfga og bjarga og auka hinum yngri trú. Þig blessuð börnin ungu, af barna þinna tungu þú hlýtur þökk og hrós. Þú stóðst í stríði löngu svo styrk á lífsins göngu, það verði okkar leiðarijós. Á sælum sumardegi það syrti á okkar vegi or lengi þjáðist þú. Nú sæl í sumarlöndum ert signd af engla höndum, það er mín vissa von og trú. Þú konan merka, mæta er marga vildir kæta svo létt og ljúf og fríð. Við blessum minning bjarta og biðjum þess af hjarta þér iýsi guðdómsljósin blíð. L.B. traustur förunautur í gegn um reynslu áranna. Þeim varð þriggja barna auðið. Tveir synir eru á lífi, en dóttirin lézt í blóma lífsins, elskuð og syrgð af foreWrun-um alla stundu. Þegar börnin voru í bernsku, veiktist María af berklum og varð að fara á Kristneshæli, en átti afturkvæmt heim og naut þess um hríð að vera á meðal ástvina sinna og helga þeim líf sitt. En svo tók meinið sig upp að nýju, aftur lá leiðin í Krist- nes og þar kom, að ekki varð unnt að hverfa heim, nema sem gestur. En það gerði María, hve- nær sem hún fékk því við komið. Samband hennar við heimilið að Árbakka í Glerár- hverfi varð ekki slitið. Það var vígt heitri elsku. Ástvinirnir áttu hug hennar og hjarta, en um leið átti hún víðsýna vel- vild til samferðafólksins — yfir- leitt. í langri hælisvist háði Maria oft harða baráttu við berklana, en þeir urðu henni ekki að ald- urtila. Annað kom til, sem olli þrautafullri og langri lengu og leiddi til ferðaloka. Þau urðu þann 8. maí s.l. vor. María var kvödd hinztu kveðju að Möðruvöllum í Hörg- árdal. Margir fylgdu henni. Sól- in skein í heiði og þerraði tár- móðuna af augum okkar, sem áttu hér vinar að sakna, vitandi það að nú átti ísland einni færra af ókrýndum hetjum. Jórunn Ólafsdóttir, frá Sörlastöðum. Soffía - Framhald af bls. 21 örðugleika, en fjárvana voru. Hún vann ótrauð að stofnun barnaheim, ilisins Pálmholt, sem Hlíf starf- rækir. Til þessarar stofnunar bar hún hlýjan hug til æviloka. Þegar Soffía Jóhannsdóttir lét af störfum í Hlíf, var hún ein- róma kjörin heiðursfélagi þess. Nokkru eftir að þau hjón flutt- ust til Akureyrar, tók Soffia til ■ sin aldurhnigna foreldra sína, og ól önn fyrir þeim til æviloka þeirra Mann sinn, Júníus Jónsson, missti Soffía á þcssu ári. I-Iann andaðist 2. janúar 1968. Þó hún bæri söknuð sinn í hljóði og með fullri geðró, óskaði hún þess, að ekki yrði langt á milli þeirra. Nú hefir henni orðið að ósk sinni. Hún andaðist á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri aðfara- nótt 22. október, og skorti þá rúm an mánuð á 81. aldursár. Hugheilar þakkir fylgja þeim Júníuisi og Soffiu út yfiir sundið. frá vinum og kunningjum, fvrir margra ára ánægjulega kynningu og glaðværar stundir á heimili þeirra. Hólmgeir Þorsteinsson. María - Framhald af bls 24. re'isn og ógnþrunginni oirku. Röst in sem eftir varð í fjöruinni á sjáv arkaimbinum minnti svo síðar á þá orku, er þarna var á ferð. Á síðari árum hafa stundir mín ar á sjávarbakkanum orðið fáar, og tímanum ekki verið varið til að íhuga afl bárunnar, sem fyrr. Hins vegar hefur mér þeim mun tam ara orðið, að líta á þær öldur. er upp úr mannhafinu hafa gnæft. Maria Matthíasdóttir er að minni hyggju ein af þeim einstaklingum, er uppi af þeim haffleti reis. And legt og líkamlegt þrek hennar, bjartsýni og trú á lífið og mögu leika þess sköpuðu hjá henni þá reisn, að á strönd minninganna mun sú röst, er hún skyldi eftir, lengi í minnum höfð. Ég enda þessar linur með inni- legri samúðarkveðju frá mér og fjöliskyidu minni tdl barna Maríu og annarra ættmienma. Um leið færi ég hinni framliðnu sæmdar konu alúðarþaikkisr fyrir ómetan lega vináttu á liðnusi áratugum. Blessuð sé minníng hennar. Halldór E. SJgurðsson. fSLENDINGAÞÆTTIR 23

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.