Íslendingaþættir Tímans - 24.11.1971, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 24.11.1971, Blaðsíða 1
ISLENDINGAÞJETTIR ,_________________TÍWIANS 17. TBL. 4. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 24. NÓV. 1971 NR. 66 Jón Aðalsteinn Stefánsson bóndi, Möðrudal Nú er Jón í Möðrudal dáinn, horfinn sjónum okkar úr heiðinni háu, sem hann unni. Hann hvílir nú í garðinum við litlu snotru kirkjuna, sem hann reisti í Möðru- dal með eigin höndum og eigið fé. Honum fannst hann ekki geta un- að því að skilja við Möðrudal án þess að endurreisa Möðrudals- kirkju, en þar hafði kirkja staðið öldum saman allt fram á hans daga. Með byggingu kirkjunnar reisti Jón sér þann minnisvarða, er lengi mun halda nafni hans á lofti, enda var allt hans líf og starf svo nátengt Möðdrudal, að þar á hann heima lífs og liðinn. Það mun nú vera nærri hálf öld liðin frá því ég kom fyrsta sinni f Möðrudal. Ég var þá í hópi nokk- urra austfirzkra kaupfélags- stjóra að koma af aðalfundi S.Í.S. Varð mér dvöl okkar í Möðrudal ógleymanleg, bæði vegna þeirrar rausnar í móttökum, er við urðum aðnjótandi, og þá eigi síður vegna reisnar Möðrudalsbönda. Árið 1940 varð ég kaupfélags- stjóri á Vopnafirði. Það sumar fór ég með nokkrum Vopnfirðingum í skemmtiferð, og var förinni heitið í Möðrudal. Sátum við þar í góð- um fagnaði, sem ekki þarf að lýsa fyrir þeim, er kynni hafa haft af heimili Jóns í Möðrudal og hans ágætu konu. Það æxlaðist svo, að ég var gerð ur að einhvers konar fararstjóra í þessari ferð. Fannst mér að eigi kæmi annað til greina, en að við Vopnfirðingarnir greiddum fyrir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.