Íslendingaþættir Tímans - 25.05.1974, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 25.05.1974, Blaðsíða 4
Matthildur Halldórsdóttir F. 23. 2. 1886. D. 11.2. 1974 „Fækkar fullhugum fyrri alda, þolnum þrekmönnum, þéttum i lund. Fram af feigsbjargi fornu þokast sá hinn siðasti söguþulur”. Þetta var einu sinni kveðið fyrir löngu siðan — og þar með gefið i skyn, að stöðnun væri orðin i menningu vorri, eða a.m.k. svo breyttir timar fram undan, að brugðið gæti til beggja vona með allar niðurstöður þar að lút- andi. Þetta viðkvæma atriði skal þó ekki rætt hér, þvi um það mætti deila endalaust, en hitt er þó staðreynd, að gamla fólkið, sem hefur nú gengið undir græna torfu — og þar með lokið dagsverki sinu, hefur undir mörgum kringumstæðum unnið hin ótrúleg- ustu þrekvirki á sviði bókfræðslu og verklegrar kunnáttu. Má þvi svo að orði kveða, að torfbæirnir gömlu hafi verið fjölþættar menntastofnanir, jafnvel staðið framar háskólum nú- timans — þegar öllu er á botninn hvolft. Allt var þar á einum stað, tó- vinna, klæðagerð, sjúkrahús, lækna- miðstöð, hótelhald, iðnaður ýmiss kon- ar, listir og gott uppeldi, svo nokkuð sé nefnt. Agætt dæmi þessa alls, var Garður i Aðaldal á þessum tima, sem ég var að vaxa úr grasi — og raunar miklu lengur. Var þar Matthildur Halldórsdóttir, „hið ljósa man”, ef svo mætti að orði kveða. Hún var fædd á Kálfaströnd við Mývatn 23. febrúar 1884 og þvi „gengið til góðs götuna fram eftir veg” langa ævi og viðburða- rika, er hún var til grafar borin á mörkum þorra og góu frá hennar blessuðu kirkju, Nesi. Veturinn hafði verið nokkuð harður framan af og snjór mikill huldi alla jörð, en þann dag birti til, svo hvergi bar skugga á i riki náttúrunnar. Sannaðist þvi hinn gamli málsháttur — svo gefur hverj- um sem hann er góður til. Fjölmargir íslendingar, og þó einkum konur, munu kannast við nafn Matthildar i Garði vegna litunar á heimaunnu bandi, sömuleiðis vegna blóma- og jurta,,ilmsins”, sem hún flutti inn i hi- býli fólks á þann hátt, — of hrifandi til að um hann þurfi að fjölyrða hér, en allt mun þetta hafa verið timafrekt, svo og krafizt mikillar vandvirkni. Ritsnilldin var þessari konu i blóð bor- in og gætu langskólamenn lært þar af nokkuð, ef þeir kynnu að gefa sér tóm til, en þvi miður fer það nú viðs fjarri. Siðast en ekki sizt má geta þess, að húsfreyjan i Garði lifði eftir kenning- um Krists og hafði kærleikann fyrir sitt leiðarljós alla ævi, vissi, að með þvi legði hún dýrasta gullið i lófa framtiðarinnar i bráð og lengd. Þyrftu sem flestir að taka það sér til fyrirmyndar „þá hlýnaði i hugarvetri og heimurinn yrði betri”. s Þú gistir dalinn er döggin glóði og degi fögnuðu morgunský, en þér var heilsað meö ljúfu ljóði lækja tárhreinna brekkum i. Þá sungu þrestir um sæludaga er sumarandvarinn bærði grein, og geislar sólar f grænum haga greyptu vald sitt i moldarrein. Bjarthærð nótt yfir báruföldum breiddi faðm sinn mót ást og tryggð, en lofgjörð margþætt á ljóssins öldum var leikin vitt yfir heimabyggð. Með likum hætti er lifs þins saga, þvi ljósið kring um þig ætið skein,- og ötul kynnti sig alla daga eilif fórnarlund, björt og hrein. Tiðum varstu á vöku þinni vörður sannleiks með orðin hlý, — og jafnan gleðja hin góðu kynni er geymast sérhverju hjarta i. Gróður jarðar þú greina kunnir og grösin dáðir um sumartið. Þeim töfralitum þú ætið unnir þótt úti geisaði vetrarhrið. Að bera sólskin i bæinn lága var bæði fagurt og mikið verk, þá dagar styttust og heiðið háa huldist þungbúnum éjjaserk. En hljóta gisting og gefinn beina var gæfa mönnum í hversdagsþraut, sem mikil áföll oft máttu reyna i manndómsferðum á lifsins braut. Og sérhver fór þvi af fundi þinum með fögnuð dýran i höndum tveim, og varma kærleiks á vegi sinum er viðmót gott hafði búið þeim. Já, ljúf er minning og mörgum gefur mjúka snerting i dægurönn, á meðan vorgyðja söngva sefur með sólskinsbros undir þykkri fönn. Valtýr Guðmundsson 4 Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.