Íslendingaþættir Tímans - 15.06.1974, Blaðsíða 14

Íslendingaþættir Tímans - 15.06.1974, Blaðsíða 14
Sjötugur Davíð Ó. Grímsson Davib Ó. Grimsson húsgagnasmiða- meistari og húsasmiður Bergstaða- stræti 25, varð sjötiu ára 12 april sl. Davið er af góðum ættum i báða ætt- liði. Hann fæddist i Langeyjarnesi i Dalasýslu 12. april 1904. Hann var næstyngstur 10 barna þeirra hjónanna Jóhönnu Kristjönu Jóhannsdóttur og Grims Þorlákssonar snikkara. Jóhanna var fædd og uppalin á Búa- stöðum, sem þá voru i Seltjarnarnes- hreppi en nú i Reykjavik. Foreldrar hennar voru Salgerður Þorgrimsdóttir Torfasonaryfirprentara hjá Isafoldog Jóhannes Oddsson frá Lundi i Lundar- reykjadal Jónssonar frá Stóra-Botni i Hvalfirði. Kona Odds var Kristrún Da- viðsdóttir bónda að Fitjum Björnsson- ar lögmanns Markússonar. Kona Jóns i Stora-Botni var Guðrún Sigurðar- dóttir frá Asgarði i Grimsnesi, systir sóra Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri, afa Jóns Sigurðssonar forseta. Þorlákur afi Daviðs var Bergsveins- son Eyjólfsson (með viðurnefni Eyja- jarl), sem allir Breiðfirðingar kannast við, enda lengi bóndi og hreppstjóri i Svefneyjum. Þorlákur var tvigiftur, fyrri kona hans var Þorbjörg Eggerts- dóttir, Oddssonar, Ormssonar. Þor- björg var móðir Grims föður Daviðs. Þau eignuðust 4 börn og bjuggu á Mel- um á Skarðsströnd. Þar áttu þau gott bú, og var Þorlákur kosinn hreppstjóri sinnar sveitar. 1894 fluttust þau frá Melum og út i Rúfeyjar, og bjó Þorlák- ur þar til dauðadags 1920. Þorlákur missti konu sina Þorbjörgu frá 4 börnum á unga aldri, en giftist siðar Jóhönnu tvarsdóttur, heimasætu á Melum. Þorbjörg og Jóhanna voru frænkur og vinkonur, og voru það til- mæli Þorbjargar á dánardegi, að Jó- hanna tæki að sér heimili hennar, enda var það svo, og varð þvi Jóhana seinni kona Þorláks og eignuðust þau 4 börn saman. Móðir Þorláks var Katrin Þorláks- dóttir frá Hvallátrum. Bergsveinn og Katrin bjuggu að Saurlátri i Heiga- fellssveit. Eftir aðeins 2 ára sambúð fórst Bergsveinn ásamt allri bátshöfn, og fórust þar margir vaskir drengir. Eftir lát Bergsveins fór Katrin með son sinn Þorlák til Eyjólfs i Svefneyj- um, og ólst hann upp hjá afa sinum. Katrin eignaðist son með mági sin- um, Jóni Eyjólfssyni, sem var látinn heita Bergsveinn. Hann ólst upp með móður sinni hjá bróður hennar, Þór- arni bónda að Hvallátrum. Bergsveinn 14 þessi kvæntist Ingibjörgu Jónsdóttur frá Djupadal, systur Björns ráðherra. Þeirra sonur var Jón Bergsveinsson erindreki og baráttumaður að stofnun Slysavarnafélags Reykjavikur, siðar Islands. Ekki auðnaðist Davið að njóta móð- urástar lengi, þvi móðir hans lézt er hann var 3 ára. Faðir hans hélt þó saman barnahópnum i eitt ár eftir það, en 1908hætti hann búskap og fluttist til Stykkishólms. Þau börn, sem enn voru i æsku voru tekin i fóstur af skyld- mennum og vinum. Davið var tekinn i fóstur af Ebeneser Þorlákssyni, hálf- bróður Grims, og konu hans Margréti Magnúsdóttur, en þau bjuggu i Rúf- eyjun, og undi Davið þar vel sinum hag. Þar var margt manna, enda þri- býli, og minnist hann með gleði æsku- áranna á þessum stað, enda var hann þar til 19 ára aldurs. 1923 fluttist hann til Reykjav. og hefur átt hér heima siðan. Fyrstu 2 árin hér stundaði hann ýmis störf til sjós og lands, en 1925 hóf hann nám i húsgagnasmiði hjá Árna Árnasyni frá Köldukinn i Dölum, og lauk námi 1929, en vann hjá sama aðila næstu 2 árin, þar til hann fékk meist- arabréf sitt. Eftir það gjörðist iiann verkstjóri við húsgagnasmiði hjá Helga Helgasyni i Rún. 1932 setti Daviðá fót eigið húsgagna- verkstæði að Óðinsgötu 1, og rak það til 1941, en þá keypti hann ásamt Helga Hallgrimssyni húsgagnaarkitekt verkstæði Lofts Sigurðssonar að Vatnsstig 3B. 1945 seldu þeir félagar sveinum sinum verkstæðið, og hefur eflaust átt drjúgan þátt i þvi það heilsuleysi, er Davið var þá farinn að finna fyrir og hefur hrjáð hann ætið siðan. Hann hefur margoft legið á spitölum og hefur þurft að hlifa sér við miklu erfiði, sem þó hefur ekki ætið verið hægt, og ekki sizt þar sem hann er fantur duglegur og ósérhlifinn. 1931 kvæntist Davið Sigriði Geir- laugu Kristinsdóttur Bjarnasonar og fyrri konu hans, Sigriðar Guðjónsd. Þau hjón eignuðust 6 börn, 2 syni og 4 dætur, sem öll eru uppkomin og búsett hér í borginni óg eru barnabörnin orð- in 21 að tölu. Vinátta sú, sem varð á milli frænd- systkinanna á Breiðafirði, hefur hald- izt siðan, og hefur Davið oft sagt mér, að öll sú vinátta hafi orðið sér ómetan- legur styrkur, og hjálpsemi frændsyst- kinanna geti hann aldrei þakkað nóg- samlega. Oft hefur hann minnzt á Þor- lák heitinn bróður sinn, og það nána samband, sem var á milli þeirra bræðra, og mörg bernskubrek þeirra og annarra frændsystkina úr Rúfeyj- um, sem enn lifa i minningu hans, ferskar og lifandi, enda er hann stál- minnugur, og mjög vel gerður maður að mörgu leyti. Davið hefur fengið orð fyrir að vera ágætur fagmaður, bæði duglegur og framúrskarandi vandvirkur. Hann er góður hagyrðingur, ættfróður vel og listhneigður. Hann hefur lengi verið meðlimur i Náttúrufræðifélagi Is- lands, enda á hann mjög dýrmætt steinasafn, þar sem hver steinn hefur sina sögu og ætt og uppruna. Ferðalög og náttúruskoðun hefur verið hans annar heimur, enda vel fróður um landið sitt, bæði i byggð og óbyggð. Þó eru honum, eins og flestum öðrum, heimahagarnir kærastir, og er fátt sem honum er jafn minnisstætt og eyj- ar Breiðafjarðar, og fátt sem dregur hann jafn sterkt til sin og Breiðafjörð- ur. Eins og áður var getið, hefur Davið átt við langvarandi heilsuleysi að striða og hefði það verið nóg til að dæma hvern meðalmann alveg úr leik. En Davið er gefið i vöggugjöf alveg sérlega gott skaplyndi, sem hefur hjálpað honum meira en nokkuð annað til að sigrast á sjúkdómum og ööru Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.