Íslendingaþættir Tímans - 23.02.1983, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 23.02.1983, Blaðsíða 3
Ástbjört Oddleifsdóttir Haukholtum, Hrunamannahreppi Fædd 28. júlí 1913. Dáin 11. febrúar 1983. í dag laugardaginn 19. febrúar verður útför hennar frá Hrunakirkju. Ásta í Haukholtum, en svo munu flestir þekkja hana -best, var fædd að Langholtskoti í Hruna- mannahreppi 28. júlí 1913. Foreldrar hennar voru hjónin Helga Skúladóttir og Oddleifur Jónsson er þar bjuggu og var hún yngst sjö systkina. Þegar Ásta var tveggja ára, eða 25. desember 1915 missti hún móður sína, en ólst áfram upp hjá föður sínum og elstu systur sinni Elínu til tíu ára aldurs, en þá brá faðir hennar búi og henni komið fyrir í Gröf í sömu sveit, hjá vandalausu fólki. í Gröf líkaði Ástu vel að vera og talaði hún oft um það tímabil ævi sinnar. Þar var hún í sex ár eða til ársins 1930, en þá fór hún til Reykjavíkur, en var heima í Gröf 1931-32, en hverfur þá aftur til Reykjavíkur og stundar þar ýmsa vinnu til ársins 1935, cn 23. nóvember það ár giftist hún eftirlif- andi eiginmanni sínum Þorsteini Loftssyni frá Haukholtum í Hrunamannahreppi og hófu þau búskap á ættarjörð hans í sambýli við bróður hans Magnús Loftsson. Asta og Steini voru samhent hjón og miðuðu líf sitt við að gera sem mest og best úr öllu. Þau eignuðust tvo syni Oddleif og Loft, sem nú búa rausnarbúi á ættarleifð sinni. Árið 1959 tók Oddleifur við búi á helmingi jarðarinnar af Magnúsi föðurbróður sínum, en nokkrum árum síðar tók Loftur við búi af föður sínum. Fyrir um það bil tveim áratugum kynntumst við Haukholtsfjölskyldunum, sem við erum svo lán- söm að eiga að vinum. í upphafi fengum við leigðan veiðirétt hjá þeim feðgum í Hvítá (ef leigu skyldi kalla) og fórum þá um helgar og tjölduðum í smá hvammi í hallanum upp af ánni, en ávallt komum við við í Haukholtum í þessum ferðum okkar og treystust vináttuböndin eftir því sem ferðum fjölgaði. Þá var Ásta enn með fullu þreki °g var unun að horfa á þessa brosmildu og léttstígu konu ganga um eldhús og búr, þjónandi gesti og gangandi og var sem hún hefði töfrahend- UL því áður en maður vissi af voru hlaðin borð ýmist með mat eða öðrum góðgerðum, sama hvort komið var að nóttu eða degi. Ásta var greind kona, glaðvær og hnyttin í tilsvörum og hafði unað af söng. Marga nóttina gistum við fjórmenningarnir í Haukholtum og var það oftast að tilmælum Ástu, hún gat ekki hugsað sér að við værum í tjaldi ef ekki viðraði sem best, og var þá oft sungið af hjartans list. Það var Ásta sem átti hugmyndina að því að við Islendingaþættir kæmum okkur upp bústað, þó vel studd af eiginmanni og sonum. Staðurinn fyrir bústaðinn var valinn við Brúarhlöð í landareign þeirra, skammt frá niðandi læk, í einu fegursta umhverfi sem hægt er að hugsa sér og Álfabrekkan hinumegin Hvítár beint á móti, höfum við átt þar margar unaðsstundir. Þó hefði margt verið öðruvísi ef við hefðum ekki notið hjálpsemi bræðranna Oddleifs og Lofts, sem ávallt voru tilbúnir til hjálpar, hvort sem þörf var á verkfær- um, höndum eða góðum ráðum, enda áttu þeir ekki langt að sækja þessa eiginleika þar sem foreldrarnir Ásta og Steini voru. Ásta var einstök kona með bjargfasta trúarvissu og höfðaði ávallt til þess góða í manninum, enda má segja að hennar mottó hafi verið „Hinir fyrst, svo ég.“ Aldrei heyrði maður hana hallmæla neinum og ef hún heyrði slíkt frá öðrum, var hún ávallt tibúin að finna þeim sem um var rætt eitthvað til góðs. Margar stundir áttum við með Ástu, ýmist öll saman eða sitt í hvoru lagi og eftir þær stundir var maður alltaf ríkari af góðum hugsunum. Eftir að Ásta missti heilsuna og þrekið þvarr, færðist rausnin og höfðingsskapurinn yfir á heimili son- anna og tengdadætra, sem ásamt börnum sínum elskuðu og virtu sína ástríku móður og ömmu ásamt föður sínum og afa. Voru þau öll ávallt tilbúin til að létta sem mest það stríð sem veikindin ollu. Sama var hversu Ásta var þjáð, er maður spurði um líðan hennar, oftast fékk maður sama svarið. „Mér líður vel. Hví skyldiég kvarta? Það er svo mörgum sem líður mikið verr.“ En nú er stríðinu lokið og hún komin til þess er býr okkur öllum sem á hann trúum bústað í ríki sínu. Þar býr hún nú og við sem eftir lifum hérna megin, eigum minninguna um góðan vin sem miðlaði öðrum öllu því besta sem í fari hennar bjó. Við biðjum góðan Guð að blessa og styrkja Steina og báðar fjölskyldurnar í Haukholtum og vottum þeim dýpstu samúð. íbúarnir í Brúarlundi. t Ó, látlu Drottinn þitt Ijós mér skína og sendu frið inn í sálu mína. Ó, vertu mér Drottinn t dauða hlíf ég bið ekki framar um bata og líf. Stefán frá Hvítadal. Hún amma er dáin. Það er erfitt að trúa því að við getum ekki lengur leitað til hennar með vandamál okkar og annað sem svo gott var að tala um við hana. Ástbjört Oddleifsdóttir, eins og hún hét fullu nafni, var fædd í Langholtskoti í Hrunamanna- hreppi 28. júlí 1913. Hún varyngst af7systkinum. Þann 23. nóvember 1935 giftist hún Þorsteini Loftssyni og fluttist þá að Haukholtum. Þau hjón eignuðust tvo syni, þá Oddleif og Loft. í Haukholtum bjó amma alla sína búskapartíð. Hún var að okkar dómi einstök amma sem ekki átti neinn sér líkan. Alltaf leysti hún öll okkar vandamál eftir bestu getu og gerði gott úr öllum hlutum. Ef vandainálin virtust óleysanleg gat hún ætíð dreift huga okkar við eitthvað annað svo allt varð gott á ný. Það var alltaf árvisst að á jóla- og nýjársmorgun fórum við systurnar á náttfötunum niðurtil ömmu og drukkum morgunkaffi. Þetta og svo mörg önnur hefðbundin atvik rsambandi við ömmu eru dýrmætar minningarperlur sem aldrei gleymast og verða dýrmætari eftir því sem árin líða. Heimilið hjá ömmu var oft stórt og yfirleitt margt fólk í kring um hana. Gestrisnin var henni í blóð borin og gætti hún þess jafnan að allir stæðu mettir upp frá bórðum. Amma mátti ekkert aumt sjá og menn og dýr hændust að henni með ótrúlegum krafti. Alltaf vildi hún rétta hlut annarra, hvort sem var í orði eða verki. Það var einkennandi fyrir ömmu að hún setti alla aðra fram fyrir sjálfa sig og gerði fyrst allt sem hún gat fyrir áðra á ður en hún fór að hugsa um sjálfa sig. Þrátt fyrir sín miklu líkamlegu veikindi var það dýrmætt að amma hélt sinni andlegu heilsu tii síðasta dags. Alltaf gat hún skilið okkar viðhorf til hlutanna þó að þau viðhorf samræmdust ekki því sem hún var alin upp við. Hún skildi vel að 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.