Íslendingaþættir Tímans - 08.02.1984, Blaðsíða 16

Íslendingaþættir Tímans - 08.02.1984, Blaðsíða 16
Kristín J Fædd. 27. nóv. 1894. Dáin 3. maí 1983. Seinni hluti síðustu aldar fór ekki mildunr höndum um menn né málleysingja. Harðæri laufskar og grisjaði, þar til aðeins sterkustu stofnarnir stóðu eftir. Og það voru engir aukvisar sem komust klakklaust í gegnum þann hreinsunar- eld. En því oftar og meir sem hvönnin er blaðstýfð og brumskorin, þeim mun meiri vöxt leggur hún í ræturnar. Mannfólkið herpti skelina og lagði allan lífsþróttinn í kjarnann. - Náttúrulögmálin tefla sitt tafl af fyrirhyggju. Upp úr þessum jarðvegi spratt aldamótakynslóðin. - Kristín J. Guðmundsdóttir var fædd í Þverárdal, fremsta bæ á Laxárdal í A-Hún þ. 27. nóv. 1984. Foreldrar Guðmundur Finnbogason og Sigríður Jónsdóttir, vinnuhjú þar. En Brynjólfur stór-bóndi í Þverárdal ætlaði, að þcirra tíma hætti, hjúum sínum arðbærari störf, en að hampa eigin börnum. Telpukornið var því, sólarhringsgömul, borin út að Mjóadal til föðurömmu sinnar, Guðríðar, sem tók henni af ástúð, - en litlúm efnum. - í skjóli hennar var Kristín til 6 eða 7 ára aldurs. Guðmundur fór vestur á fjörðu, stundaði sjó, giftist þar og settist að á ísafirði. Sigríður rakaði áfram í Þverárdal, svo 18 gusur voru á lofti í einu, eins og einhver lýsti skerpu hennar og dugnaði, dró böslur af vinnumönnum og sinnti mörgu. - Baldvin skáldi kom þar við sögu. - Glöð og söngvin sál vinnukonunnar ungu og orðsnilld skáldsins runnu saman í eitt. Ávöxtur þess varð lítið stúlkubarn, skírð Stefanía. En þeim var ekki skapað nema skilja. - Við dóttur sína Stefaníu kvað Baldvin: „Skýrleikssólar sjá má vottinn/sem hér bólar á,/samt af ólánsakri sprottin/ertu fjólan smá". - Með hana fluttist hann til Ameríku, þar sem hún varð ættarmeiður og merkur stofn íslenzkur, svo að barnabarn hennar, sem aldrei hefir þó til íslands komið. birtist nýlega á „skjánum" og las ljóð á íslenzku af svo mikilli list og innlifun, að margur langskóla- genginn heimaalningurinn mætti stoltur vera, ef hann gerði betur. - En það er önnur saga. - Sigríður giftist seinna og átti með manni sínum 4 börn. En við skulum fylgja Kristínu eftir ögn lengra. Amman veitti henni skjól og hlíf, þar til hún var á 7. ári. Þá var Guðmundur sem áður segir giftur og búinn að eignast fleiri dætur með konu sinni á ísafirði. Þangað var Kristín send. Skyldi gæta barna og vcra liðléttingur hjá stjúpu sinni. Á þeim tímum byrjuðu börn snemma að vinna, en 6-7 ára uppkreistir handleggir eru ekki burðugir, vatns- fötur þungar, stiginn upp á lofið brattur, stjúpan ergileg með sífrandi börn í pilsum. - Og pabbinn úti á sjó. - Stelpunni var stundum ætlað meira en hún var fær um. - Lundin stór en viðkvæm, réttlætiskenndin rík og auðsærð, og kjarkurinn meiri en úrræðin. Kristín hljóp að heiman, lá úti, gerði stjúpuna hrædda og föðrurinn ráðalausan. Og hún var send til baka. Guðmundsdóttir Næstu ár urðu Kristínu harður reynsluskóli. Greyptust í minninguna og skildu eftir sig ör. Hún var um tíma á ónefndum bæ í Langadal. Konan var atkvæðalaus meinleysingi, en karlinn ótugt. Hann vafði sig í gæruskinn og strigapoka, lék drauga og forynjur og tryllti krakkann svo honum lá við sturlun. Þá hló karlinn eins og kölski sjálfur. Eitt sinn flúði hún undan honum og var gripin á tæpasta bakka Blöndu. Þar munaði mjóu. En henni var ætlað lengra líf. Þó entist það ekki til að fyrirgefa þessum manni. Eitt sumar var hún á bæ í Hegranesi og átti að passa kvíaær. Það varð henni mikil þolraun. Hún lítil og ókunnug, klettabríkurnar háar og allar eins, að henni sýndist, drögin milli þeirra djúp og leyningarnir óteljandi, svo stundum vantaði af ánum. Húsbóndinn þekkti sitt lapd og sínar ær og vissi hvar þær héldu sig hver og ein, en Stína litla var látin hlaupa og léita upp aftur og aftur. Karlinn glotti og hæddist að ratahættinum. Svo fór hann og gekk að ánum vísum í uppáhalds lautinni sinni. „En aldrei sagði hann mér til, karlforsmánin," sagði hún löngu, löngu seinna. Var þó hvorki dómhörð né langrækin að eðlisfari. En þetta var sárt fyrir sálina, því hún vildi gera vel. Og hún Stína litla var látin vinna fyrri brauðinu sínu, eins og önnur umkomulítil börn aldamótaár- anna. í þrjú ár var hún á hrakhólum, við misjafnt atlæti. En svo gekk hretið hjá og sólin tók að skína. Þegar hún var um 10 ára var hún tekin í fóstur að Kirkjuskarði á Laxárdal af þeim ágætu hjónum. er þar bjuggu þá rausnarbúi, þau Sigríður Björns- dóttir og Stefán Guðmundsson. Þau höfðu misst sinn einkason, en ólu upp Ingimund Bjarnason og Kristínu frá þessum tíma til fullorðinsára. Fleiri börn og ungmenni áttu þar góðu að mæta um lengri eða skemmri tíma. Þarna urðu þáttaskil í lífi Kristínar. Helköld krumla harðræðisins breyttist í vermandi og lýsandi sól. Kalsárin greru og kjarninn, sem var góður, tútnaði út. Hún fékk tilsögn og vann öll venjuleg heimilisstörf þeirra tíma, kennari var fenginn á heimilið til að leiðbeina um undirstöðu- námsgreinar og mikið var lesið, sungið ogkveðið. Stefán var rómaður kvæðamaður og hafði hljómfagra rödd. Ennþá geymast í lagboðum kvæðalög við hann kennd. Börn af næstu bæjum nutu einnig góðs af tilsögn kennarans á Kirkjuskarði. Sonur ekkjunnar í Núpsöxl, Helgi Magnússon, jafnaldri Kristínar, fékk að hlaupa yfir skriðuna, þessa örstuttu bæjarleið. Næmi hans, góðar gáfur og kapp, léttu sporin, svo námið varð leikur einn. Þau urðu líka goðir leikfélagar, Stína litla á Kirkjuskarði og Helgi í Núpsöxl. Sú vinátta skaut dýpri rótum. Kristín óx og dafnaði og varð lífsglöð, dugleg og vel verki farin ung stúlka. Hún hleypti heimdraganum og dreif sig í Kvennaskólann á Blönduósi. Þangað sótti Helgi hana, þau giftu sig og fóru að búa í Núpsöxl. Fyrsta barnið Egill fæddist 4. ág. 1919, Guð- ríður Bjargey 16. mars 1921, Þórólfur 27. okt. 1923, Guðmundur 30. júní 1926, Kristín 23. ág. 1927, Maria 7. apríl 1933o'gStefán Sigmundurl9. sept. 1934. Harðindaárin í kring um 1920 lögðust þungt í Laxdælinga. Þar er þröngt milli fjalla, sólafgangur stuttur, vetrarríki mikið, en sumarfagurt ,og grösugt. Þau máttu því hafa sig öll við ungu hjónin í Núpsöxl, eins og geta má nærri. Vinnan var þrotlaus, nýtnin og sparsemin fullkomin. Þá kom sér vel að Kristín var kjarkmikil, dugleg og úrræðagóð og Helgi fjárglöggur ráðdeildar- maður, traustur og ábyggilegur og vel látinn af öllum. Kotið var Iítið, skepnurnar fáar, en vel með farnar, og börnin mörg. Stundum þurfti að drýgja tekjurnar með vega- vinnu, skipavinnu eða öðru utan heimilis í ígripum, milli mestu anna. Kristín gekk í öll útiverk jöfnum höndum. Hafði þó ærinn starfa innanbæjar með öll þessi börn, meðan allt var unnið í höndum. Spunnið, prjónað og saumað'. Allir skór, á alla þessa fætur, gerðir úr skæðaskinni heima, verptir, bryddaðir og þvengjaðir. - Og bættir, því allt þurfti að spara, líka gærur og húðir. Þær þurfti að leggja inn í reikninginn hjá kaupmanninum, svo ekki hallaðist á. Það þurfti að flóa mjólkina, gera skyrið, strokka strokkinn, hnoða mikið brauð og baka í hlóðum, sjóða slátur í margar tunnur og gera mat úr öllu sem til féllst, bera vatn úr læknum í mat og þvotta, og skolpið út. í miklum snjó á vetrum voru oft margar tröppur niður að bununni, og alltaf þurfti að moka, þegar fennti í. Ætla mætti að dagleg störf við slíkar aðstæður Framhald á bls. 1 3 16 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.