Heimilistíminn - 08.09.1977, Blaðsíða 14

Heimilistíminn - 08.09.1977, Blaðsíða 14
Joan Crawford, ein af frægustu kvik- myndaleik konum siöustu ára, iézt fyrir nokkru af hjartabiiun. Hán kom fyrst fram opinberiega fyrir rámum fimmtfu árum, og vann sig upp úr þvi aö vera kór- stúlka i aö fá Oskarsverölaunin, sem eru einhver mesta viöurkenning, sem kvik- myndaieikari getur fengiö. Bandarikjamenn uröu fyrir miklu áfalli, þegar frá þvi var skýrt i sjónvarpi fyrir nokkru.aö JoanCrawford væri látin, og heföi hún látizt úr hjartabilun. í mörg hefur hún veriö svo þýöingarmikill hluti i bandarisku kvikmyndalifi, aö mörgum fannst hún i raun og veru næstum ódauö- leg. Hennarrétta nafn varLucille Le Sueur, og hún fæddist i San Antonio i Texas áriö 1908. Foreldrar hennar skildu, þegar hún var nokkurra vikna gömul, og ólst hún siöan upp hjá moöur sinni. Bernska henn- ar var erfiöur timi. Hún var m jög ung aö árum, og enn i skóla, þegar hún varö aö leita sér vinnu sem framreiöslustúlka, til þess aö sjá sjálfri sér farboröa. Hún byrjaöi feril sinn sem kórstúlka f Kansas City, ekki tvitug aö aldri. Hún dansaöi siöan viöa, t.d. í Chicago og Detroit, og einmitt þar sá leikhússtjórinn J.J. Shubert hana og réöhana til aö koma fram i Broadway-sýningunni á „Saklausu augun.” Hvort sem augu Joan Crawford voru sakleysisleg eöa ekki þá er þaö staöreynd, aö þau voru mjög þýöingarmikil og áttu eftiraöafla henniaödáenda. Þvi erhaldiö fram, aö hún hafi eitt sinn gengizt undir uppskurö til þess eins aö láta stækka þau, og gera þau eftirtektarveröari. Hvaö sem ööru liöur þá uröu þessi stóru augu, og stóri munnurinn, sem hún málaöi venju- lega nokkuö áberandi, eins konar „vöru- merki hennar”. Joan Crawford haföi aöeins komiö fram i fimm mánuöi á Broadway þegar hinir háu herrar hjá Metro-Goldwyn-Mayer sáu hana og komu þvi til leiöar, aö hún fékk aö leika i reynslu kvikmynd. Fyrst kom hún svo fram i þögulli kvikmynd „Pretty Ladies”, og um sama leyti skipti hún um nafn og valdi sér leikaranafniö Joan Crawford. Henni féll ekki vel viö þetta nafn og átti mjög erfittmeöaö venja sig viö þaö. 1 upphafi voru þaö aöallega hinir fallegu fætur hennar, sem uröu til þess aö henni voru fengin smáhlutverk i kvik- myndum. Fyrsta stóra hlutverkiö, sem hún fékk var i kvikmyndinni Okkar dans- andi dætur, áriö 1928. Þá haföi kórstúlkan fyrrverandi dansaö sig fram 1 fremstu röö og var aö veröa vinsæl. Eftir þvi sem árin liöu voru henni falin áhrifameiri og betri hlutverk í kvikmynd- unum, og hún vann sig hægt og bltandi upp á stjörnuhimininn. A árunum frá 1930 til 1950 var hún ein hæstlaunaöasta kvik- myndaleikkona I Hollywood. Áriö 1945 hlauthún Óskarsverölaun fyrir leik sinn I kvikmyndinni Mildred Pierce. 1 erföaskrá sinni ánafnaöi Joan ákveöna upphæö Brandeis háskólanum. Auk þess fengu tviburarnir Cathy og Cynthia, sem hún haföi ættleitt 77 þúsund dollara hvor, en hins vegar fengu börnin Christopher og Christina, sem hún einnig ættleiddi ekki eina einustu krónu. Þau haföi hún ekki séö I mörg ár áöur en hún lézt, en hins vegar komu þau aö jaröarför fóstru sinnar. í erföaskránni segir Joan Crawford aö þau fái ekki eitt einasta sent „og þau vita sjálf hvers vegna,” JoanCrawford var f jórgift. Fyrsti maö- ur hennar var Douglas Fairbanks jr. Síð- an giftist hún kvikmyndaleikurunum Franchot Tone og Philip Terry, en bæöi þessi hjónabönd entust aöeins skamma hrlö. Sjálf sagöi hún, aö hamingjusam- asta hjónaband hennar heföi veriö þaö fjóröa, en fjóröi eiginmaöurinn var Pepsi- Cola-forstjórinn Alfred Steel. Hann iézt áriö 1959 eftir aö þau höföu verið gif11 þrjú ár. Joan Crawford lék i um þaö bil 80 kvik- myndum á leikaraferli sinum. 1 Holly- wood var hún mikiö umtöluö kona. Einu sinni var kvikmyndajöfurinn Jack Warn- erbeöinn um að skýra oröiö „kvikmynda- stjarna.” Hann svaraöi þá, aö þaö gæti hann auðveldlega gert meö tveimur orö- um: ,,Joan Crawford.” (Þ.fb) 14

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.