NT - 02.12.1984, Blaðsíða 7

NT - 02.12.1984, Blaðsíða 7
Sunnudagur 2. desember 1984 7 J,£V amari en aðrir? A rið 1948 flutti hingað til lands sex manna fjölskylda, Ferrua fjölskyldan, frá Turínó á Ítalíu. Milligöngu um þá flutninga haföi fyrirtækið G. Þorsteinsson & Jónsson, en fjölskyldan var sérstaklega fengin til ad leggja terass á gólf og veggi Þjóðminja- safns íslands. Eftir fímm ára búsetu á íslandi hélt Ferrua fjölskyldan aftur til Torínó, öll nema sonurinn Walter, sem kominn var á herskyldualdur. Var ákveðiö að hann yrði eftir meðan sótt væri umundanþágufráherskyldu. Þegar hún svo fékkst hafði Walter engan áhuga á að snúa heim aftur, hann hafði eignast íslcnska unnustu. Walter fékk íslcnskan ríkisborgararétt árið 1960 og rekur fyrirtækið iVlosaik í Hamarshöfða og framleiðir einkum legsteina. Walter hefur náið samband við ættingja sína á Ítalíu og les ítölsk dagblöð rcglulega. Það er erfitt að skilgreina hamingjuna og lýsa hamingju- samri manneskju. Hamingjan getur falist í svo litlu, eins og til dæmis í því að borða sæta karamellu eða hlusta á fallega tónlist. Ég get ekki sagt hvort Islendingar séu hamingjusam- ari eða óhamingjusamari en ítalir, en þeir eru vissulega miklu lokaðri en þeir. Þegar maður hittir ítala getur hann verið búinn að segja manni ævisögu sína innan klukku- tíma, jafnvel innan hálftíma. En maður þarf að þekkja ís- lendinga lengi áður en þeir fara að segja frá slíku. En íslendingar eru traustir vinir. Opin manneskja þarf þó ekki að vera hamingjusamari en lokuð, en ef ítalann langar til að gráta, þá grætur hann og það gera íslendingar ekki. /talir voru mjög íhaldssam- ir gagnvart konum. Það þarf ekki að fara lengra en 40 ár aftur í tímann. þegar kven- maðurinn mátti ekki hafa verið með karlmanni áður en hún gifti sig. Þetta viðgengst reynd- ar enn úti í sveitum og á Suður-Ítalíu, en sem betur fer. er þetta að breytast þar líka. Konur á Ítalíu sækja fram og finnst mér það gott. Eg veit ekki hvort eigi að flokka það undir íhaldssemi en mér finnst það ákaflega skrítið hversu margir íslendingar trúa á drauga, álfa og tröll. Það er svolítið óvenjulegt að meiri hluti einnar þjóðar segist hafa upplifað eitthvað yfirnáttúru- legt og hafa fengið fyrirboða. Þetta þekkist ekki á Ítalíu, kannski þetta sé frekar forn- legt en íhaldssemi. /talir eru líklega ekki trú- aðri en íslendingar en þeir sækja meira kirkju og fylgja siðum sem kirkjan hefur sett.—i Á föstudögum til dæmis borða þeir ekki kjöt. Ég man þegar ég var að alast upp að við boröuöum alltaf fisk á föstu- dögunt, það var ef til vill aðferð mömmu til að fá okkur til að borða fisk. fjölskyldutengsl eru sterk- ari á Ítalíu en hér. þar ríkir meiri samheldni og fjölskyldu- meðlimir leggja oft meiia á sig til að hjálpa hver öðrum en hér er gert. Italir eru ekki eins miklir einstaklingshyggju- ntenn og íslendingar þó fjölskyldusambönd geti líka verið góð hér. Indónesar eru óhræddari við snertingu Davíð Janis er borinn og barnfæddur á eyjunni Súmatra í Indónesíu. Árið 1965 hélt hann til Bandaríkjanna, þar sem hann stundaði nám við Arizonaháskólann í Tucson, Arizona. Þar kynntist hann konu sinni, Dóru Pálsdóttur, sem iagði stund á heyrnleysingjakennslu yiö sama skóla. Þau fluttu til íslands árið 1970 og fyrstu tvö árin vann Davíð í físki og á togara. Arið 1972 réðst hann til Skýrsluvéla ríkisins og hefur hann unnið þar síðan. Það er alls ekki hægt að sjá á íslendingum að þeir séu hamingjusamir. Þeir brosa ekki mikið og svo eiga þeir það til að vera svolítið þunglyndir. Veðrið á kannski einhverja' sök á því. Veðrið og umhverfið í Indónesíu er þannig að fólk er mjög brosmilt og glaðlynt. Indónesar eru líka miklu opn- ari en íslendingar og óhrædd- ari við að láta tilfinningar sínar í Ijós og snerta hvor annan. Þar verður enginn hissa að sjá tvo karlmenn leiðast og klappa hvor öðrum, þar hefur slíkt ekkert með kynlíf að gera. Það er bara tákn um vináttu og traust. En í samkvæmum eru ís- lendingar oft hamingjusamir og þegar þeir eru búnir að smakka vín koma þeir og klappa á bakið á manni og vilja tala alvarlega við mann. Staða kvenna í Indónesíu er mjög slæm, þar er ekkert sem heitir jafnrétti ennþá. Kona sem á barn án þess að vera gift er gerð útlæg. Fjöl- skyldan afneitar henni og oft- ast lætur hún barnið á stofnun. .En hún er annars flokks ríkis- .borgari og ótrúlegt að annar karlmaður vilji giftast henni, nema um mjög ríka og vel- menntaða konu sé að ræða. Þó svo að einhver karlmaður vildi giftast konu sem lent hafði í að eiga barn, þá mundi fjölskylda hans gera allt til að koma í veg fyrir það. Einstæð- ar mæður búa í einangrun og vinna í lélegri vinnu. Viðhorf íslendinga í þessum málum komu mér mjög á óvart í upphafi. Fjölskylda mín er múham- ■ Davíð Janis og Dóra Pálsdóttir ásamt sonum sínum þrem, Páli Ásgeiri 14 ára, Tryggva Birni 11 ára og Davíð Tómasi 5 ára eðstrúar. Hún er mjög trúræk- in en múhameðstrúarmenn í Indónesíu eru ekki eins þröng- sýnir og múhameðstrúarmenn í Arabalöndunum. Konurnar ganga ekki með blæjur og þeir ’ láta það ekki á sig fá þó fólk borði svínakjöt og drekki á- feriga drykki í þeirra viðurvist. Konan mín var voða hissa á þessu þegar við heimsóttum fjölskyldu mína í fyrsta sinn. Fjölskyldubyrðin mun meiri í Kóreu ■ Tae Chol Kim Kóreumaðurinn Tae Chol Kim kom til íslands ásamt konu sinni 1974. Hann vann í skipasmíðastöð í Þýskalandi og höfðu nokkrir vinnufélaga hans haldið til íslands til að freista gæfunnar. Þeir buðu honum að koma og fékk Tae vinnu hjá Stálvík. Nú eru allir vina hans farnir frá Islandi nema hann og fyrir tveim árum hætti hann að vinna hjá Stálvík og keypti matsölustaðinn Kofann við Síðumúla. Þar selur hann Islendingum kóreanska rétti af miklum myndarskap. Þdð tók Tae Chol svolítinn tíma að átta sig fyllilega á hugtakinu hamingja. Hann svaraði því strax til að íslend- ingar væru mun hamingjusam- ari en Kóreubúar því líf þeirra væri einfaldara og léttara en Kóreumanna. Þegar hann var spurður hvað hann ætti við með því, þá sagði hann að fjölskyldubyrðin væri mun létt- ari. í Kóreu væru foreldrar og börn mun háðari hvert öðru en hér á íslandi. Foreldrar leggja sig alla fram til að gera framtíð barna sinna sem tryggasta, vinna myrkranna á milli til að geta sent þau í skóla og hjálpað þeim til að stofna eigið heimili. En síðan er það skylda barn- anna að sjá foreldrum sínum farborða þegar þau eldast. „Faðit minn rak sölu- skála, arðurinn fór í reksturinn og svo til okkar barnanna. En þegar bróðir minn var fullorð- inn og fær um að reka söluskál- ann þá hætti pabbi að vinna þó hann væri bara 47 ára og þau ár sem hann átti eftir hafði hann það gott. Fór í veiðiferð- ir, lék sér og hvíldi sig og sá bróðir minn foreldrum mínum farborða. I Kóreu er ekkert trygg- ingakerfi eins og hér. íslend- ingar þurfa ekki að spara fyrir framtíð barna sinna á sama hátt og þeir geta lifað meira fyrir líðandi stund og skemmt sér. Þeir eru að þessu leyti hamingjusamari en Kóreu- menn. Þegar honum var bent á að hér væri fólk misjafnlega hamingjusamt þrátt fyrir trygg- ingakerfið hugsaði hann sig um og sagði svo: „Þessi fjölskyldubyrði í Kóreu gerir margan manninn óham- ingjusaman, þeir eru skyldugir að sinna foreldrum sínum eða börnum og geta kannski ekki gert það sem þeir vilja. Það er því ef til vill réttara að segja að Islendingar séu frjálsari og óbundnari en Kóreubúar en ekki endilega hamingjusamari. / Kóreu er ekki eins auð- velt að stofna fyrirtæki og láta það stækka og blómstra eins og hér á landi. Þar eiga flestir smáverslanir eins og pabbi minn og þeir sem byrja að vinna í einni atvinnugrein verða þar ævilangt. Hér er ekkert atvinnuleysi og menn geta til dæmis farið á sjóinn og fengið góðan pening. Þar er líka meiri stéttaskipting. Ég vann til dæmis í Stálvík og þá kom forstjórinn oft og talaði við okkur, það hefði aldrei gerst í Kóreu. * /slenskar konur lifa miklu betra lífi en konur í Kóreu. Þar þurfa konur að hugsa um tengdaíoreldra sína, sem yfir- leitt búa hjá þeim og jafnframt um börnin sín. Móðir mín fór til dæmis alltaf á fætur klukkan fimm á morgnana. Hún bjó til mat, þvoði upp, þvoði þvott, saumaði föt á börnin og svo vann hún í búðinni til klukkan níu á kvöldin. I gamla daga var það lfka stórmál að eiga barn utan hjónabands, en nú er það ekki eins alvarlegt. Áður voru kon- urnar fordæmdar, og óham- ingjusamar, en nú hugsa for- eldrar hennar um barnið. / Kóreu er um 30% manna Búddhatrúar, 30% fylgja Kon- fúsíusi, 20% eru kristnir og um 10% eru trúlausir. Foreldrar mínir lifðu eftir kenningum Konfúsíusar, en ég tók kristna trú þegar ég var 18 ára. Ég held að það sé óhætt að segja að um 90% kristinna manna í Kóreu fari í kirkju á hverjum sunnudegi svo þeir eru miklu trúræknari en íslendingar. I.D.B.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.