Morgunblaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 16
16 | 1.2.2004 Þ egar Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands árið 1980 opn-uðust augu kvenna, bæði hér heima og erlendis, fyrir því að konur ættumöguleika – og ekkert nema möguleika. Ef konu gat hlotnast forseta- embætti í lýðræðislegum kosningum, var allt hægt. Þau sextán ár sem Vigdís gegndi embættinu var gaman að vera íslensk kona, því það var sama hvaða land í heiminum var heimsótt, alls staðar snerust fyrstu spurningar um „konuna sem var forseti“ þegar spurt var um land og þjóð. Þessu hafa íslenskar konur ekki gleymt. Til marks um það – og til þess að minna íslenskar konur á mikilvægi þess að konur gegni leiðtogastarfi – veitti Félag kvenna í atvinnurekstri Vigdísi þakkarviðurkenningu félagsins í hófi sem haldið var í vikunni. Sú viðurkenning er veitt þeirri konu sem verið hefur félagskonum fyrirmynd og hvatning en þetta er í fyrsta sinn sem þakkarviðurkenningin er veitt konu sem ekki er starfandi í viðskiptalífinu. Þegar Vigdís er spurð hvort hún hafi orðið vör við þann kipp sem jafnréttisbar- átta kvenna tók við kjör hennar, játar hún því. „Eftir að ég tók þeirri ögrun að bjóða mig fram til forsetaembættisins, þá gladdi það mig ósegjanlega að sjá að það L jó sm yn d: G ol li KONUR ERU GULLNÁMA HEIMSINS Eftir Súsönnu Svavarsdóttur Félag kvenna í atvinnurekstri veitti Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta, þakkarviðurkenningu í vikunni fyrir að minna íslenskar konur á mikilvægi þess að konur gegni leiðtogastarfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.