Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MINNINGAR
34 FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Stundin líður, tíminn tekur,
toll af öllu hér,
sviplegt brotthvarf söknuð vekur
sorg í hjarta mér.
Þó veitir yl í veröld kaldri
vermir ætíð mig,
að hafa þó á unga aldri
eignast vin sem þig.
(Hákon Aðalsteinsson.)
Takk fyrir allt og allt.
Þín 
Linda.
Skjótt hefur dauðinn verið hér að verki, 
vegið sem fyrr á sviplegasta hátt.
Allir við verðum undir hinsta merki, 
eftir hans valdi þangað líða brátt.
Enginn fær vitað hvenær næsta kallið
kemur og hrífur einhvern burt með sér.
Aðeins við sjáum þegar feigðarfallið,
framkvæmir skörð í vinahópinn hér.
Líklega hefur fæsta getað grunað, 
að gengi þín ævisól til viðar nú.
Síðasta dag þinn mjög vel getum munað,
minnumst að hress og glaður værir þú.
Þegar að lokum líða tók á daginn 
lét okkur dauðinn finna valdið sitt.
Setti okkur hljóð er fregnin barst um 
bæinn,
er boðaði í skyndi vinum andlát þitt.
Nú ertu horfinn heim til ljóssins landa,
leiðirnar skildu fyrr en vissum af.
Lifir í sælu laus frá öllum vanda,
lítur þá náð sem Drottins miskunn gaf.
Við kveðjum þig vinur, klökk og hljóð í
sinni,
kærleik og góðvild ætíð nóga barst.
Þökkum þér öll hin glöðu og góðu kynni,
er gestur í húsi okkar tíður varst.
(Angantýr Jónsson.)
Góður guð gefi yndislegri og dug-
legri eiginkonu Péturs, börnum,
tengdasyni, systrum og öllum, sem
þykir vænt um hann styrk við þenn-
an snögga missi og miklu sorg.
Blessuð sé minning elskulegs son-
ar okkar.
Mamma og pabbi.
Það er ótrúlegt hvað lífið tekur oft
á tíðum óvænta stefnu. Aldrei hefði
mér dottið í hug fyrir fáeinum vikum
að ég stæði í þessum sporum í dag,
að kveðja elsku pabba minn.
Pabbi var enginn venjulegur
pabbi. Hann var svo miklu meira.
Hann var ekki uppalandi sem ein-
blíndi á boð og bönn, hann var vinur
minn og jafningi. Þegar ég fór að
fara niður í bæ um helgar þá fékk
pabbi skyndilegan áhuga fyrir því að
horfa á sjónvarpið fram eftir kvöldi.
Hann sagðist ekki vera að bíða eftir
mér en ég vissi að hann var ekki ró-
legur fyrr en frumburðurinn hans
var kominn í hús.
Hann pabbi minn var með stórt
hjarta og var stundum úr hófi bjart-
sýnn. Hann vildi alltaf allt fyrir alla
gera og oftar en ekki bitnaði það á
honum sjálfum. Hann sá ekki sólina
fyrir Gömlu sinni, mömmu minni.
Þau voru svo miklir vinir, sálufélag-
ar. Hlýjan og kærleikurinn sem
mamma og pabbi sýndu hvort öðru
var mér svo eðlilegur og ég uppgötv-
aði ekki að það sem þau áttu saman
var sérstakt fyrr en vinkonur mínar
bentu mér á það. Hann var alltaf svo
tillitssamur og góður við mömmu og
það var ekki laust við að ég yrði
stundum abbó þegar hann valdi
bestu kjötbitana fyrir hana og stóð
vörð um það að hún fengi að sofa út
um helgar.
Þær eru ófáar stundirnar sem við
Ástmar höfum eytt með foreldrum
mínum í sumarbústað, í útlöndum
eða á heimili hvor annars síðustu ár.
Það var ýmislegt brallað og frábært
hvað við smullum öll vel saman. Þær
stundir eru mér ómetanlegar. Nú
verðum við þrjú saman, Ástmar,
mamma og ég, en ég veit að Gamli
lætur okkur ekki ein eftir allt fjörið
og ég trúi því að hann verði alltaf
með okkur.
Ég er þakklát fyrir allt sem við
pabbi höfum átt saman og það sem
hann hefur gefið mér. Ég mun hugga
mig við allar fallegu og góðu minn-
ingarnar sem ég á um hann um
ókomin ár. 
Ef ég engil mætti velja
í það starf að hjá mér dvelja
ég velja myndi þig
til að leiða og vernda mig.
Ég sofna rótt á kvöldin
og veit hver hefur völdin
já, þú sem þekkir mig
ég einatt hugsa um þig.
Í minningu ég geymi
mynd af besta engli í heimi
ég bið að þú komir fljótt
því nú er að koma nótt.
Sofðu rótt.
(Anna Rún Frímannsdóttir.)
Minningin um yndislegan pabba
og góðan vin mun ávallt lifa í hjarta
mínu.
Frumburðurinn þinn, 
Íris W.
Pétur W. Kristjánsson var mikill
listamaður sem setti mark sitt á ís-
lenskt tónlistarlíf um áratuga skeið.
Ferill hans var samofinn vori ís-
lenskrar dægurmenningar, bítlaæð-
inu jafnt sem hippamenningunni.
Hljómsveitirnar Pops og Náttúra
áttu sinn þátt í að móta unglingsár
heillar kynslóðar íslenskra ung-
menna. Pétur var sjálfur einungis
fjórtán ára er hann byrjaði að leika á
bassann hjá Pops og átján ára er
hann tók við sem söngvari Náttúru
árið 1970. Bruninn í Glaumbæ árið
1972 þar sem Náttúra missti öll sín
hljóðfæri dró ekki þróttinn úr liðs-
mönnum sveitarinnar. Pétur stofn-
aði sveitina Svanfríði ásamt öðrum
og síðar Pelíkan og Start.
Hann lagði aldrei hljóðfærin á hill-
una, Pops var endurvakin árið 1992
og hélt áfram að leika allt fram á
þetta ár.
Íslensk popptónlist á Pétri mikið
að þakka. Hann var ekki einungis
einhver helsti ?poppari? Íslandssög-
unnar heldur einnig óþreytandi við
að koma íslenskri tónlist á framfæri
og aðstoða unga íslenska tónlistar-
menn við að taka sín fyrstu skref í
hinum harða heimi tónlistarbrans-
ans. Unnendur íslenskrar popptón-
listar standa í mikilli þakkarskuld
við Pétur.
Þorgerður Katrín Gunnars-
dóttir, menntamálaráðherra.
Ljúflingurinn og gleðigjafinn Pét-
ur Wigelund Kristjánsson hefur yf-
irgefið sviðið.
Við Pétur vorum systrabörn. Ég
var heimagangur hjá Erlu og Krist-
jáni þegar ég var barn og unglingur
og leit á Pétur og Bobbu systur hans
sem systkini mín.
Eins og aðrir sem elskuðu Pétur á
ég eingöngu ljúfar og skemmtilegar
minningar um hann. Ég man eftir
honum fyrst þegar hann var skírður
nýfæddur í Laugarneskirkju.
Það var alltaf svo bjart yfir honum
frænda mínum. Kátur og hress,
kominn út í sandkassa fyrir allar ald-
ir á meðan við svefnpurkurnar sváf-
um.
Svo liðu árin og minn varð stór og
sterkur og fór að bera út blöð. Auka-
blöðin voru seld í Stýrimannaskól-
anum og afraksturinn endaði oftar
en ekki í vínabrauðskaupum í bak-
aríinu í Austurveri.
Margar sögur hafa lifað með fjöl-
skyldunni frá þessum árum þegar
hinar svokölluðu ?bíóferðir? Péturs
drógust á langinn og mamma hans
farin að bíða fram á nótt. En útskýr-
ingar Péturs voru auðvitað pottþétt-
ar. Hann hafði farið í Háskólabíó á
?stórmynd? og labbað heim. Og hann
var svo saklaus og einlægur í framan
að hann komst upp með það sama
aftur og aftur.
Fjölskyldan bjó í Skaftahlíð á
þessum tíma og Pétur var harður
Framari. Hann æfði fótbolta af
miklu kappi og hélt með sínu liði til
síðasta dags.
Þegar þau fluttu á Laugalækinn
eignaðist Pétur stóran hóp af nýjum
vinum í Laugalækjarskóla. Það var
mikið líf í kjallaranum í herberginu
hans, strákar og stelpur, margir sem
hann hélt alltaf tryggð við.
Árið 1966 þegar Pétur var fjórtán
ára stofnaði hann ásamt fleirum
hljómsveitina Pops og spilaði á
bassa. Hann hringdi í mig daginn
fyrir fyrsta ?giggið?, sem var í
Laugalækjarskóla, og bað mig að
koma og hlusta. Ég var stolt af
frænda þetta kvöld og fylgdist síðan
ávallt vel með hljómsveitarbrölti
hans. Þetta sama ár, sumarið 1966,
kom fram ný hljómsveit, Troggs,
með lagið ?Wild thing?. Ég var í
skóla í Englandi og sama dag og ég
heyrði lagið fyrst í útvarpinu, keypti
ég plötuna og sendi Pétri, og gerði
hann lagið svo eftirminnilega að
sínu. Hann átti ?Wildarann?.
Hljómsveitirnar urðu a.m.k. tíu
sem hann spilaði með. Í bókinni
?Eru allir í stuði?, eftir Gunnar
Hjálmarsson, er litríkur ferill Péturs
rakinn mjög vel.
Hann Pétur minn hafði ekki ein-
göngu mikla útgeislun á sviði. Hvar
sem hann birtist lifnaði allt. Glað-
værðin og hlýjan hreif alla. Þegar
hann var síðhærður unglingur á há-
hæluðum skóm og síðum pels, vafðist
það ekki fyrir honum að faðma
gamla frænkur og fjölskylduvinkon-
ur á förnum vegi. Hann var alltaf
sami góði drengurinn.
Pétur var stoltur af færeyskum
uppruna okkar og ekki er langt síðan
hann sagði við mig að það væru ein-
ungis fimm manns í öllum heiminum
sem bæru Wigelund-nafnið, mæður
okkar, ég, Pétur og Íris dóttir hans.
Þá heiðraði hann sinn færeyska upp-
runa með því að skíra fyrirtæki sitt
ættarnafninu Wigelund.
Fyrir rúmu ári héldum við upp á
fimmtugsafmæli Þorsteins mannsins
míns á heimili okkar. Í garðinum
héldu Maggi og Finnbogi Kjartans
uppi fjörinu og Pétur sló í gegn að
vanda með sínum frægu ?hitturum?.
Það verður okkur öllum ógleyman-
leg stund.
Pétur átti því láni að fagna að
dansa lífsdansinn við hamingjudísina
sína, hana Lindu. Þau giftust í júní
1980 og áttu eitt fallegasta hjóna-
band sem sögur fara af.
Pétur og Linda eignuðust þrjú
yndisleg börn, Írisi Wigelund, Krist-
ján Karl og Gunnar Eggert. Þau
hafa fallegt hjartalag foreldra sinna,
sem er aðal hverrar manneskju.
Verður það besta veganestið á veg-
ferð þeirra um lífið.
Með söknuði og þakklæti fyrir
samfylgdina kveð ég góðan dreng.
Ég veit að almættið umvefur Pétur
nú þeim kærleika sem hann sjálfur
var svo ríkulega gæddur. Minning
míns kæra frænda og vinar mun lifa.
Hrefna Wigelund 
Steinþórsdóttir.
Mig langar að minnast mágs míns
og vinar, Péturs W. Kristjánssonar,
sem kvaddur hefur verið úr þessari
jarðvist allt, allt of fljótt. Hann sem
átti yndislegu eiginkonuna Lindu og
þrjú efnileg börn sem þau voru langt
á veg komin með að koma til manns.
Og það var ekki eins og Linda og
Pétur ættu von á einhverju tóma-
rúmi þegar börnin færu að heiman.
Þvert á móti horfðu þau með til-
hlökkun til þess að fá að njóta enn
frekar ævintýrisins sem hófst árið
1978. Fljótlega eftir það stofnuðu
þau heimili sem einkenndist af fá-
dæma gestrisni og stóð öllum alla tíð
opið sem á þurftu að halda. Þar með
talin eru ég og sonur minn Egill.
Pétur, sem aldrei lét sér neitt
óviðkomandi, tók auðvitað stóran
þátt í uppvexti barnanna og athöfn-
um, hvort heldur það var að fylgja
frændsystkinunum Agli og Írisi í
dans, eða fylgjast með strákunum
spila fótbolta.
Við vinkonurnar vorum vanar að
tala um samband Lindu og Péturs
sem hið fullkomna hjónaband; róm-
antískt, spennandi og kærleiksríkt.
Þá var gagnkvæm virðing ætíð í há-
vegum höfð og afraksturinn var að
vonum djúp og einlæg vinátta. Ein-
mitt þess vegna er sorgin hennar
Lindu, þrátt fyrir að vera bæði mikil
og djúp, umvafin fallegum og hlýjum
minningum. Minningum um eigin-
mann sem var allt í senn; skemmti-
legur, fyndinn, góðgjarn, hlýr og gef-
andi. Hann skildi því eftir hjá henni
og börnunum eitthvað ómetanlega
dýrmætt og ég get ímyndað mér að á
þessari stundu gætu orð hans hljóm-
að eitthvað á þessa leið:
Ykkur var ást mín gefin
allt sem að höndum ber. 
Þið leggið augu mín aftur 
þegar efsta lífsstundin þver.
Niðdimm er nóttin komin
og nemur brott sérhvert hljóð.
Þið sofið, á sæng ykkar breiði 
ég sumar og stjörnur og ljóð.
(Hannes Pétursson.)
Ég, Egill og tengdafólk Péturs
allt, erum innilega þakklát fyrir góða
og skemmtilega samfylgd.
Stefanía Helga Skúladóttir.
Mikið held ég að maður sé aldrei
búinn undir dauðann. Það er enn þá
jafn skrítin tilfinning að hugsa til
þess að ?frændi? er ekki lengur hjá
okkur og hjá henni Lindu sinni, þeg-
ar ég skrifa þessar línur.
En það eru margar góðar minn-
ingar sem koma upp þegar ég hugsa
um frænda. Honum fannst það alltaf
jafn fyndið að Ella systir og ég
skyldum kalla hann ?frænda? og
spurði hann mig nokkrum sinnum
hvort við ætluðum ekki að hætta
þessu frændatali, við báðar orðnar
fullorðnar. Ég sagði að það gengi nú
ekki, hann væri eini ?frændi? sem ég
ætti og svona yrði þetta.
Minningarnar eru margar: frændi
að koma með sprenginammi frá út-
löndum að gefa Ellu og mér. Hann
að skemmta börnum með því að
bretta upp á augun. Ég sem brúð-
armey hjá honum. Hann að syngja
uppáhaldslagið mitt Rabbit sem ég
stalst til að spila í herberginu hans.
Frænka, frændi og mamma öll sam-
an í Fljótaselinu. Ella og ég að borða
hjá frænda og Lindu meðan mamma
var í kvöldskólanum. Frændi á nátt-
buxunum. Ég að passa Írisi og alltaf
að skipta um föt á henni. Frændi
með alla frasana sem ég, þá ungling-
ur, átti að vera að kenna honum.
Frændi með ?Top of the pops? þætt-
ina og við krakkarnir að sjá það nýj-
asta, og aldrei sögðu frændi og
Linda að þau væru pirruð á okkur.
Frændi og Linda kósý að horfa á
framhaldsþætti í vídeóinu. Frændi
rauður í sólinni á Spáni. Frændi allt-
af að grilla. Brúðkaupið mitt og
frændi sagði að það væri ekkert mál
að syngja. Nú síðast, frændi að huga
að sumarbústað, gefa út plötu og
diskar þar og hér og allstaðar.
Frændi að fíla Lindu, alltaf.
Það var aldrei neitt mál hjá
frænda, allt var yfirstíganlegt. Ég
get enn þá heyrt hann segja ?þetta
reddast? og í leiðinni lagar hann á
sér toppinn, brosandi.
Alltaf var frændi að flýta sér og
líka frá okkur sem sitjum eftir og
skiljum þetta varla. Mikið held ég
það sé mikið stuð þarna fyrir hand-
an.
Það er ekki auðvelt að kveðja
frænda svo ég reyni að hugsa þetta
sem smáferðalag sem hann er farinn
í, á undan henni Lindu sinni og okk-
ur hinum.
Guð gefi elsku Lindu, börnunum
þeirra, Ástmari, ömmu og afa,
mömmu, frænku og öllum sem sakna
frænda styrk í þessari þraut.
Rokkið lifir! 
Erla frænka.
Elskulegur systursonur minn,
Pétur Wigelund Kristjánsson, er í
dag kvaddur hinstu kveðju.
Stórt skarð er höggvið í fjölskyldu
okkar. Pétur var einstaklega ljúfur
og góður drengur sem auðgaði líf
okkar allra með persónutöfrum sín-
um, ljúfri lund og skemmtilegheit-
um.
Synir okkar systra voru jafnaldra
og báru báðir nafn föður okkar, Pét-
urs Wigelund, skipasmíðameistara
frá Færeyjum. Fjölskylda okkar
hefur alla tíð átt því láni að fagna að
vera náin og samgangur mikill og
góður og nýjar kynslóðir aukið enn á
samheldnina. Pétur var alltaf sami
ljúflingurinn og góður frændi. Með
sinni góðu konu eignuðust þau fal-
legt og notalegt heimili og yndisleg
börn, sem sjá nú á eftir ástríkum föð-
ur og vini. Hans mun einnig sárt
saknað af öllum þeim fjölmörgu sem
hann þekktu.
Guð blessi minningu hans.
Svala frænka.
Það er erfitt að vera í annarri
heimsálfu þegar kærir ástvinir
kveðja. Pétur frændi minn var ein-
stakur öðlingur sem öllum þótti
vænt um. Margar ljúfar minningar
hafa leitað á hugann undanfarna
daga og eru þær huggun á þessum
erfiðu tímum.
Ég minnist míns góða frænda með
miklum söknuði og bið góðan guð að
styðja hans nánustu fjölskyldu á
þessum erfiðu tímum.
Lindu og börnum, Erlu og Krist-
jáni, Bobbu og Sigrúnu sendi ég mín-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Theodóra Steinþórsdóttir,
Dallas, Texas.
Það er erfitt að skilja og trúa því
að Pétur Wigelund Kristjánsson,
þessi mikli hrókur alls fagnaðar, sí-
bjartsýni rokkari og stuðbolti, skuli
ekki vera lengur. Horfinn úr sam-
félaginu nánast fyrirvaralaust og
sést ekki meir. Treður ekki lengur
upp til að syngja ?Wild Thing? með
stælum og trukki, drífur ekki lengur
menn með sér í ný ævintýr, segir
ekki lengur magnaðar sögur af at-
burðum og uppákomum í rokklífinu,
faðmar ekki lengur vini sína og kyss-
ir þá feimnislaust á munninn á al-
mannafæri.
Hann var óvenjulegur maður,
Færeyingurinn: með meiri drifkraft
en flestir aðrir, glaðbeittur alla daga,
logandi af áhuga á því sem hann tók
sér fyrir hendur og lét ekkert standa
?
Pétur Wigelund
Kristjánsson,
hljómlistarmaður og
framkvæmdastjóri,
fæddist í Reykjavík
7. janúar 1951. Hann
lést á Landspítalan-
um 3. september síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Kristján
Kristjánsson, hljóm-
listarmaður í
Reykjavík, f. 5. sept-
ember 1925 og kona
hans Erla Wigelund
kaupmaður, f. 31.
desember 1928. Pét-
ur var annar í systkinaröðinni.
Systur hans eru 1) Þorbjörg, hún
á tvær dætur og fjögur barna-
börn. 2) Sigrún Júlía, gift Jó-
hanni Ásmundssyni hljómlistar-
manni. Þau eiga þrjú börn. 3)
Elísabet, hún á fjögur börn.
Pétur kvæntist Önnu Lindu
Skúladóttur hinn 21. júní 1980.
Foreldrar hennar eru Skúli Ein-
arsson, matsveinn í Reykjavík, f.
á Raufarhöfn 23. júní 1926, og
kona hans Inga Guðrún Ingi-
marsdóttir, f. í Reykjavík 27. apr-
íl 1929, d. 27. júlí
2001. Börn Péturs
og Lindu eru: 1) Íris
Wigelund, f. í
Reykjavík 9. okt.
1980. Sambýlismað-
ur hennar er Ást-
mar Ingvarsson, f. í
Bolungarvík 31. jan.
1972. 2) Kristján
Karl, f. í Reykjavík
5. nóv. 1984. 3)
Gunnar Eggert, f. í
Reykjavík 9. febr.
1989.
Pétur starfaði í
hinum ýmsu hljóm-
sveitum frá 1966, m.a. Pops,
Náttúru, Svanfríði, Pelikan,
Paradís, Póker, Picasso og
Dúndrinu. Um árabil starfaði
hann hjá Steinum hf. Undanfarin
ár rak hann eigið fyrirtæki, sem
gaf út og seldi tónlist. Pétur
gegndi ýmsum trúnaðarstörfum
fyrir Félag íslenskra hljómlistar-
manna á árunum 1974?1984, þar
af í stjórn 1979?1984.
Útför Péturs verður gerð frá
Grafarvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
PÉTUR WIGELUND
KRISTJÁNSSON

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60