Morgunblaðið - 13.10.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.10.2004, Blaðsíða 40
Myndasögur | Íslenskur undirtónn í tveimur erlendum myndasögum Rammi úr hinni tónskreyttu myndasögu Louis: Dreams Never Die eftir Metaphrog, hey og múm. um og leiðir hugann inn á nýjar braut- ir við hvern lestur. Endurhljóðblöndun múm á lagi Hey er vel unnin. Einfalt og fallegt stef sem nýtist vel sem inn- gangur við lesturinn. Nán- ast eins og upphafslag barnatímans. Að ósekju hefðu lögin mátt vera fleiri en hér er um tilraun að ræða sem vonandi á eftir að vekja athygli á þessum skemmtilega möguleika við myndasöguútgáfu. Tregafullt Paul Hornchemeier hef- ur sagst vera undir miklum áhrifum frá tónlist Sigur Rósar við myndasögugerð sína eins og glögglega má sjá á fyrstu senunni í nýrri bók hans, Mother come home. Þar sést fígúra fljóta í leiðslu yf- ir ógreinilegt landslag. Það er nánast að maður heyri tóna ( ) – plötu Sigur Rósar í bakgrunni og þegar lengra sækir í kverinu verða á vegi lesandans fleiri atriði sem væru eins og sniðin að tónlist þeirra. Tónlist Sigur Rósar er eins og alþjóð veit í dramatískara lagi og það verður að segjast að í þeim efn- um er herra Hornchmeier engin dæg- urfluga. Mother Come Home fjallar um reynsluheim lítils snáða, Thomasar, en þrátt fyrir aldur söguhetjunnar er bókin ekki við hæfi barna. Viðfangs- efni bókarinnar krefjast ákveðinnar þekkingar á eðlilegustu þáttum barn- sóttans; óttann við að missa og vera skilinn eftir. Þekkingar sem einungis er hægt að öðlast með áralangri úr- vinnslu á tilfinningasúpu æskunnar. Thomas litli hefur nýverið misst móð- ur sína. Faðir hans er gersamlega nið- urbrotinn og syndir um í hálfgerðu móki. Hann reynir að fylgja skyldum sínum sem foreldri á sjálfstýringu en þrátt fyrir ungan aldur finnur Thomas að ekki er allt með felldu. Lífið sem snerist allt á hvolf með fráfalli móð- urinnar verður ennþá illskiljanlegra þegar faðir hans verður sífellt frá- hverfari og skringilegri í háttum. Að lokum verður ekki við neitt ráðið og faðirinn er sendur til aðhlynningar á stofnun. Thomasi litli er sviptur síðasta haldreipinu og hann danglar milli graf- ar móður sinar og geðspít- alans. Eins og sjá má á þessari stuttu lýsingu er ekki um neitt spaug að ræða. Hornchmeier hefur kjark til þess að láta lesandann hafa fyrir lestrinum og leyfir treganum að njóta sín. Hann leitar leiða til að skýra heimsmynd Thom- asar í teikningunum. Lit- irnir eru mattir og flatir eins og í depurðarmeist- araverkinu Jimmy Corrig- an eftir Chris Ware. Nánari innsýn er gefin á köflum með einfeldnislegum og barnslegum dýrateikningum þar sem Thomas gefur eigin túlkun á því sem fram fer. Hver rammi hefur mikla þyngd og myndmálið getur þess vegna orðið nokkuð höktandi á köflum. Það er því vel þess virði að lesa bókina tvisvar til að ná sumum flóknari tónum hennar sem dyljast í smáatriðum á hverri síðu. Mother Come Home er einstakt verk og ekki skemmir fyrir að geta leitað til yfirlýstra áhrifavalda í tónlist Sigur Rósar. Jafnvel þó að notast sé við höfða- töluútreikninginn góða erum við Ís- lendingar langt undir kvóta í mynda- söguútgáfu á heimsvísu. Það er því sannarlega gott að við getum sett mark okkar á útgáfuna með öðrum hætti, hversu langsótt sem það kann svo að vera. Kannski myndasögu- tónlist verði okkar vígi innan geirans í framtíðinni. Myndrammi úr hinni Sigur Rósar-innblásnu Mother, Come Home. MYNDASÖGUR eru af öllum stærð- um og gerðum. Tugir þúsunda titla líta dagsins ljós á hverju ári og einungis fá- einar þeirra hljóta almenna hylli og náð gagnrýnenda. Hávær minnihluti þeirra kveður sér hljóðs í krafti sterkrar markaðsstöðu eins og afurðir stærstu útgáfufyr- irtækjanna á rótgrón- ustu lesendasvæðunum. Flestar svífa þó lágflug undir radar fjöldavit- undar og hverfa skjótt í al- gleymi. Í myndasögum eins og annarri vinsældamenn- ingu er síst góð fylgni milli gæða og hárra sölutalna, í það minnsta í augum sjálfskipaðra menningarvita. Hætt er við að auð- meltanlegasta og sykurfroðulegasta efnið nái til flestra á meðan annað sem krefst meiri yfirlegu og dýpri grand- skoðunar letji áhuga lesenda. Við Ís- lendingar eigum þó í það minnsta þrjú vel þekkt dæmi um hið andstæða á sviði tónlistar; hljómsveitirnar Sigur Rós og múm, „ … and Björk of course“. Allir þessir tónlistarmenn hafa náð hylli á heimsvísu þrátt fyrir að skapa tónlist sem seint getur talist vinsældavæn. Nýlega rak á fjörur myndasöguáhugamanna bækur sem tengja þetta tvennt svo vel saman að ótrúlegt má heita. Barnalegt Fyrri bókin, Louis: Dreams Never Die er samin af skosk- frönskum hjóum, þeim John Chalmers og Söndru Marrs sem kalla sig list- mannanafninu Metap- hrog. Umrædd Louis- bók er sú fjórða í bókaflokknum og ákváðu hjónin list- rænu að fá til liðs við sig tónlistarmann til að ljá sögunni nýja, hljóðræna vídd. Sá kallar sig Hey og starfar á tónlistarjaðrinum í Berlín. Hlutur múm í þessu samstarfsverkefni er að endurhljóðblanda lag Hey og fylgja lögin bókinni á fallega mynd- skreyttum geisladiski. Það á vel við þar sem múm-liðar hafa tjáð aðdáun sína á þessum bókarflokki og lásu sér til ánægju áður en til þessa verkefnis kom. Louis: Dreams Never Die lítur út eins og barnabók en þegar nánar er að gáð er um mun dekkra og þyngra efni að ræða. Söguhetjan er krónískur bjartsýnismaður með einfeldningslegt tunglfés. Hann lifir sínu litla lífi í mið- súrrealísku smáíbúðahverfi þar sem hlutirnir eru ekki eins og við eigum að venjast (eða hvað?) Litla Gunna og Litli Jón koma upp í hugann. Hans eini vinur er fuglinn FC sem lifir sínu inni- lokaða lífi í búri á borðinu hjá Louis. Þrátt fyrir félagsskapinn finnur les- andinn að fuglinn virkar sem stanslaus áminning fyrir Louis greyið um eigið innilokaða og afmarkaða líf. Þegar hér er komið við sögu hefur Louis ekki fengið bréf frá frænku sinni í nokkurn tíma og er farinn að verða áhyggju- fullur um afdrif hennar. Hann ákveður því að leggja í leiðangur um hverfið til að finna hana en kemst að því að utan garðveggjanna er ýmislegt skelfilegt á ferli. Louis er einkennileg lesning. Við fyrsta lestur var ég lítt hrifinn. Texta- slaufur minntu á innhverfa ljóðlist unglinga í tilvistarkreppu og sögu- byggingin óþarflega skekkt. Það sem stóð upp úr voru teikningar Söndru; einfaldar, mjúkar og litríkar og skilja eftir bragð í huga lesandans sem dreg- ur hann aftur að bókinni. Og sem bet- ur fer, því Louis: Dreams Never Die krefst fleiri lesninga. Börnin eru ekk- ert feimin við láta lesa fyrir sig sömu bókina trekk í trekk eins og end- urtekningunni fylgi einhvers konar sefi. Þau átta sig betur á staðháttum og geta stundað sín eigin ævintýr. Sag- an verður þá eins og rammi utan um þeirra eigin hugrenningar, landakort þar sem þau geta fetað nýja stíga. Louis virkar á þessum barnalegu nót- Innblásnar af múm og Sigur Rós Við Íslendingar höfum ekki náð okkur á strik í myndasögugerð. Nýverið komu þó út tvær framúrskarandi erlendar myndasögur sem draga áhrif sín af íslenskri tónlist. Heimir Snorrason las og hlustaði. Mother, Come Home og Louis: Dreams Never Die fást í mynda- sögubúðinni Nexus. www.metaprhog.com 40 MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 S.V. Mbl.  HP. Kvikmyndir.com  Ó.H.T Rás 3.  S.V. Mbl.  DV  Ó.H.T. Rás 2 Lífið er bið Ég heiti Alice og ég man allt MILLA JOVOVICHI I ÁLFABAKKI Sýnd kl. 6, 8 og 10.20. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10.Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. Tom Hanks Catherine Zeta Jones Milla Jovovich er mætt aftur í toppformi sem hasargellan Alice í svölustu hasarmynd ársins. illa Jovovich er tt aftur í toppfor i se hasargellan lice í svölustu hasar ynd ársins.  Ó.H.T. Rás 2 EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP KL. 3.30, 5.50, 8 OG 10.10 frábær léttleikandi rómantísk gamanmynd frá framleiðendum “Bridget Jones Diary”, “Love Actually” og “Notting Hill” frábær léttleikandi rómantísk gamanmynd frá framleiðendum “Bridget Jones Diary”, “Love Actually” og “Notting Hill” NÆSLAND LEIKSTJÓRN FRIÐRIK ÞÓR FRIÐRIKSSON Verðlauna stuttmyndin af Nordisk Panorama, "Síðasti Bærinn" sýnd á undan myndinni. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20.Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i 14 Sýnd kl. 6 og 10. M.M.J. Kvikmyndir.com  „Wimbledon er því úrvals mynd, hugljúf og gamansöm, og ætti að létta lundina hjá bíógestum í skammdeginu." M.M.J. kvikmyndir.com M.M.J. Kvikmyndir.com  „Wimbledon er því úrvals mynd, hugljúf og gamansöm, og ætti að létta lundina hjá bíógestum í skammdeginu." M.M.J. kvikmyndir.com

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.