Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						10 ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÞOTUR frá flugfélaginu Atlanta og Swissair
voru of nálægt hvor annarri þegar leiðir
þeirra skárust yfir París í sumar og í nið-
urstöðu hinnar frönsku rannsóknarnefndar
flugslysa er flugumferðaratvikið talið alvar-
legt þar sem hætta hafi verið á árekstri. 
Lárétt var bilið milli vélanna um 800
metrar og lóðrétt um 100 metrar sem er
mun minna en áskilið er. Árekstrarvari Atl-
anta-þotunnar gaf flugmönnum til kynna
óæskilega nálgun og lækkuðu þeir sam-
stundis flugið til að forða við árekstri. Frá
atvikinu er greint í ársskýrslu Rannsókn-
arnefndar flugslysa, RNF, sem er að koma
út en nefndin átti samstarf við franska
starfsbræður sína vegna atviksins og endur-
útgaf RNF skýrslu frönsku rannsóknar-
nefndarinnar fyrir nokkru.
Þota Atlanta sem er af gerðinni Boeing
767-300 var á leið frá Róm til Dýflinnar og
Swissair-þotan, Airbus A320, frá London til
Basel. Atvikið gerðist að kvöldi 1. ágúst
2003. Atlanta-þotan var í 38 þúsund feta
hæð en þota Swissair í 27 þúsund fetum sem
er vanaleg flughæð á leið milli London og
Basel. Flugi yfir Evrópu er stjórnað af
nokkrum flugstjórnarmiðstöðvum og færist
stjórn flugvéla milli þeirra eftir því sem líð-
ur á ferðina.
Starfsþjálfun stóð yfir
Flugmenn Swissair-þotunnar óskuðu eft-
ir hækkun í allt að 39 þúsund fet og var
það heimilað í áföngum. Meðan á þessu
stóð fór vélin milli flugstjórnarsvæða sem
vissu af hækkuninni og samþykktu hana.
Atlanta-þotan fór sem leið lá í 38 þúsund
feta hæð og eftir samskipti við flugumferð-
arstjórn í París var henni skilað á næsta
flugstjórnarsvæði, nokkru áður en leiðir
flugvélanna tveggja áttu að skerast. Fram
kemur í skýrslunni að flugumferðarstjóri í
starfsþjálfun var við ratsjána undir stjórn
kennara og hafði hann nýlega skipt um
stöðu við annan flugumferðarstjóra.
Flugumferðarstjórar í París heimiluðu
svissnesku vélinni að lækka flugið í 35 þús-
und fet um leið og þeir skiluðu henni til
flugstjórnar í Reims. Á sama tíma var Atl-
antaþotunni heimiluð vinstri beygja frá
umferð á svæðinu sem færði þotuna nær
flugleið Swissair-þotunnar. Svissneska þot-
an fær heimild frá Reims til að hefja um-
beðna lækkun og tæpri mínútu síðar er
þotunni fyrirskipað að beygja til hægri
sem flugmenn staðfesta en flugumferðar-
stjóri breytir síðan í vinstri beygju og var-
ar þá við umferð á móti. Tíu sekúndum síð-
ar er flugmönnum þotu Atlanta fyrirskipað
af flugumferðarstjórum í Reims að beygja
til hægri. Flugmenn sinna því ekki og þeg-
ar það er ítrekað segja þeir ?traffic alert?
eða viðvörum um umferð og segjast hefja
lækkun. Um hálfri mínútu síðar staðfestu
flugmenn Swissair-þotunnar að beiðni flug-
umferðarstjóra í París að þeir hefðu séð
þotu Atlanta, ?frekar nálægt og fer
framhjá fyrir neðan okkur? og sögðu um
leið að vélin hefði ekki komið fram á
árekstrarvaranum. Fékkst ekki skýring á
því við rannsóknina. Á þessari stundu hafði
því svissneska þotan verið að lækka flugið
í átt að Atlanta-þotunni sem lækkaði
skyndilega flugið eftir skipun árekstrar-
varans.
Í niðurstöðu frönsku nefndarinnar segir
að láréttur aðskilnaður vélanna hafi verið
um 800 metrar og lóðréttur um 100 metr-
ar, árekstrarvari Atlanta-þotunnar hafi
varað við hættunni og þó að flugmenn
svissnesku þotunnar hafi orðið hinnar vél-
arinnar varir sé ljóst að hér hafi verið
hætta á árekstri. Ástæðurnar séu þær að
heimildir um flugleiðir hafi ruglast og flug-
umferðarstjórar gleymt Atlanta-þotunni og
að svissnesku þotunni skuli hafa verið leyft
að hækka sig í 39 þúsund fet á leið sinni.
Það sé ekki í samræmi við reglur um flug-
hæðir á þeirri leið. Meðvirkandi þættir eru
sagðir hið margbrotna flugstjórnarsvæði,
þjálfun nýrra flugumferðarstjóra við slíkar
aðstæður og skortur á aga þegar flug-
umferðarstjórar eru að skiptast á. Í þessu
tilviki hafi Atlanta-þotan gleymst.
Lærdómur sem franska nefndin telur að
draga megi af atvikinu er að endurmeta
mönnun í flugstjórnarmiðstöðvum og gæta
ýtrustu varkárni þegar menn skiptast á
stöðum og leysa hver annan af.
Flugumferðaratvik hjá Atlanta og Swissair yfir París á síðasta sumri 
Árekstrarvarinn kom í
veg fyrir árekstur vélanna 
Ljósmynd/Baldur Sveinsson
Franska rannsóknarnefndin telur í skýrslu sinni að flugatvikið hafi verið alvarlegt.
Lárétt bil milli flug-
vélanna var aðeins
um 800 metrar 
EIRÍKUR Guðmundsson, umsjónarmaður
Víðsjár í Ríkisútvarpinu fjallaði í pistlum í
þættinum í síðustu viku um birtingu Morg-
unblaðsins á annars vegar grein Hannesar
Hólmsteins Gissurarsonar um viðhorf sænsku
nóbelsakademíunnar til Halldórs Laxness, og
hins vegar um upprifjun blaðsins á fréttum
þess um afhendingu verðlaunanna árið 1955. 
Í fyrri pistli sínum fjallaði Eiríkur m.a. um
staðsetningu greinar Hannesar í Morgun-
blaðinu. 
?Gleymum því ekki að grein Hannesar
Hólmsteins Gissurarsonar er innlegg í barátt-
una um sannindin um Halldór Laxness og
hann er í góðri aðstöðu. Hannes fær ekki bara
heila opnu í Morgunblaðinu heldur fær hann
opnuna,? sagði Eiríkur. ?Tímasetningin er
engin tilviljun, innan skamms kemur út ævi-
saga Halldórs Laxness eftir Halldór Guð-
mundsson. Það má því segja að senuþjófurinn
Hannes Hólmsteinn sé enn sem fyrr mættur
til að stela senunni og bleyta púðrið, um allt í
senn, sviðsstjórn, lýsingu og búningahönnun,
sér að þessu sinni Morgunblaðið.? 
Eiríkur sagði ennfremur: ?Við hoppum ekki
hæð okkar í loft upp yfir grein Hannesar
Hólmsteins í Morgunblaðinu í dag. Við vitum
inn í hvaða samhengi hún er skrifuð og hvers
vegna hann fær undir sig heila opnu í hinu
frjálslynda og galopna Morgunblaði þar sem
steinarnir tala á hverjum degi. En baráttan
heldur áfram og boltinn er líklega núna hjá
Halldóri Guðmundssyni, hann verður að
trompa Hannes.?
Jón Karl Helgason bók-
menntafræðingur fjallaði í kjöl-
far fyrri pistils Eiríks um grein
Hannesar og upprifjun Morg-
unblaðsins á fréttum af afhend-
ingu nóbelsverðlaunanna árið
1955. Í pistlinum lýsir Jón Karl
þeirri skoðun sinni að með upp-
rifjuninni ?vilji einstaklingar í
ritstjórn Morgunblaðsins svara
hugsanlegum ásökunum um að
blaðið hafi ekki fagnað sem
skyldi þegar Halldór fékk verð-
laun sín.? 
Eiríkur fjallar síðan um málið
í öðrum pistli í Víðsjá 22. októ-
ber sl. Þar veltir hann m.a. fyrir
sér upprifjun Morgunblaðsins
um afhendingu nóbelsverðlaunanna. 
?Þetta er nafnlaus grein,? sagði Eiríkur um
upprifjun Morgunblaðsins. ?Ein af þessum
greinum í Morgunblaðinu þar sem blaðið tal-
ar, í þessu tilfelli um sjálft sig. Um það hvern-
ig það brást við þeirri frétt að Halldór Lax-
ness hefði fengið nóbelsverðlaun í
bókmenntum.? 
Eiríkur segir niðurstöðu Morgunblaðsins í
greininni þá að á síðum blaðsins haustdagana
árið 1955 megi sjá að þjóðin hafi verið upp
með sér og stolt af þeirri viðurkenningu sem
Halldóri Laxness hlotnaðist með nóbels-
verðlaununum. 
?Og nú spyrjum við hið andlitslausa og allt-
umlykjandi Morgunblað, hvers vegna sér
blaðið ástæðu til að rifja upp
haustdagana árið 1955 í heilsíðu
grein þann 21. október árið 2004?
Varla er ástæðan sú að þann 21.
október árið 2004 voru nærri því
49 ár frá því tilkynnt var í Stokk-
hólmi að Halldór Laxness hlyti
nóbelsverðlaun í bókmenntum.
Nei, ástæðan hlýtur að liggja
annars staðar. Spurningar vakna
um vonda samvisku, er blaðið að
þrífa sig, fara með Maríubænir,
telja upp sálumessurnar sem það
hefur í gegnum tíðina sungið
heilögum mönnum.? 
Biður Eiríkur hlustendur að
hafa í huga að grein Hannesar
Hólmsteins hafi birst daginn áður
en upprifjunin birtist. ?Það þarf ekki sagn-
fræðing til að vita að hægri menn hafa ekki
alltaf verið hrifnir af Halldóri Laxness þótt að
um þessar mundir sé sannarlega sálumessu-
bragur á mönnum,? segir Eiríkur. 
Vitnar hann í pistil Jóns Karls Helgasonar
þar sem bent var á að Kristján Albertsson
hafi ekki verið hrifinn af skáldsögunni At-
ómstöðinni. ?Það var öðru nær,? segir Eirík-
ur. ?Þetta veit Morgunblaðið enn í dag, það er
hvorki neflaust, blint né minnislaust þegar
kemur að gömlum pólitískum og fag-
urfræðilegum væringum. Nei, Morgunblaðið
sem talar til okkar þann 21. október árið 2004
um haustdagana árið 1955 veit hvað það er að
gera. 
En hvers vegna sit ég hér og tala um Morg-
unblaðið eins og um sé að ræða augljósa
stærð, eitthvað sem allir vita hvað er? Hvers
vegna sit ég hér og tala um blaðið, segi það í
stað þess að vitna í, já hvern? Já hvert er
ídentitet hins annars ágæta Morgunblaðs?
Talar Hannes Hólmsteinn í nafni Morg-
unblaðsins?? 
Í lok pistilsins segir Eiríkur: ?Það eru allir
að reyna að fá síðustu salibununa út á nafn
Halldórs Laxness. Við getum ímyndað okkur
skemmtigarð þar sem röðin fyrir utan
rússíbanann Halldór Laxness er löng, sumir
eru með ólæti, aðrir hafa sett upp helgimynd-
arsvipinn. 
En hver rekur þennan rússíbana? Já, hver
var það sem fékk nóbelsverðlaun í bók-
menntum árið 1955? Var það Halldór Lax-
ness, var það íslenska þjóðin eins og hún legg-
ur sig, Íslandi sómi sýndur var jú fyrirsögnin í
Mogganum í gær, eða var það kannski téður
Moggi? Já, var það kannski í raun Morg-
unblaðið sem fékk nóbelsverðlaunin í bók-
menntum haustið 1955, með dyggri aðstoð
Kristjáns Albertssonar, en þó fyrst og síðast
Morgunblaðið sem fékk nóbelsverðlaunin í
bókmenntum. Það var algjörlega óumdeild
ráðstöfun, engin illindi, engin önnur skoðun,
blaðið vann. Það heldur áfram að fjárfesta í
Halldóri Laxness hf., hlutafélagi sem verður
verðmeira með hverju árinu sem líður, 
rússíbana sem er vinsæll og verður ekki rifinn
í bráð, heldur líklega einkavæddur í fyllingu
tímans.? 
Eiríkur Guðmundsson fjallaði um birtingu Morgunblaðsins á greinum um nóbelsskáldið
Spyr um ástæður upprifjunar blaðsins
Eiríkur Guðmundsson
SKRAUTLEGUR brúðandarsteggur, amer-
ískur að uppruna, er nú í heimsókn hér á landi.
Hans varð vart í Keflavík í liðinni viku þegar
hann var að forvitnast í innkeyrslunni hjá Geir
Gunnarssyni. Geir fangaði hann í kassa og lét
hann í hendur Sólmundar Einarssonar sem fór
með hann á Náttúrufræðistofnun Íslands. Eftir
að starfsmenn þar höfðu dáðst að litaraftinu
og gengið úr skugga um að steggurinn væri
við bestu heilsu var honum sleppt á nýjan leik. 
Ævar Petersen fuglafræðingur hjá Nátt-
úrufræðistofnun segir að þó að fuglinn sé
norður-amerískur geti vel verið að hann hafi
flækst hingað frá Evrópu enda séu svo skraut-
legar endur gjarnan hafðar í fuglagörðum.
Það er þó líklegra að hann hafi komið frá Am-
eríku, því á svipuðum tíma sáust margir aðrir
flækingsfuglar þaðan hér á landi. Ævar segir
að slíkt gerist gjarnan í kjölfar fellibylja sem
gangi yfir álfuna. Þetta er í fimmta skipti sem
brúðönd sést hér á landi, svo vitað sé. Síðasta
heimsóknin var árið 1995. ?Hún er alveg af-
skaplega falleg. Það eru í henni allir hugs-
anlegir litir,? segir Ævar.
Brúðöndin er náskyld hinni asísku mand-
arínönd sem einnig er skrautleg með af-
brigðum. 
Ljósmynd/Álfheiður Ingadóttir
Brúðandarsteggurinn sperrir sig fyrir 
ljósmyndarann á Náttúrufræðistofnun.
Skrautlegur
gestur í óvæntri
heimsókn
SNEMMA í gærmorgun óku lögreglumenn
fram á mann liggjandi á götu í miðborg
Reykjavíkur. Héldu lögreglumennirnir í fyrstu
að ekið hefði verið á manninn en fljótlega kom í
ljós að hann var ofurölvi.
Maðurinn var þá fluttur á lögreglustöð þar
sem rætt var við hann. Sagðist hann vera
blaðamaður og sýndi erlendan blaðamanna-
passa. Maðurinn gaf þær skýringar að hann
væri staddur hér á landi til þess að skrifa grein
um næturlífið í Reykjavíkurborg. Eftir viðræð-
ur við varðstjóra var blaðamanninum erlenda
ekið á hótel þar sem hann dvelur.
Rannsakar 
næturlífið 
???

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44