Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Sunnudagsblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Sunnudagsblašiš

						4
PELIKANSTRÆTI nefnist ósköp venjuleg gata í
Antvverpen. Htísin, sem við hana standa, eru hvorki
mjög i'alleg né mjög ljót,- og. þau bera ekki. utan á
sár., hvaða starfsemi þar fer fram. En við þessa
götu og aðliggjandi götur fer mest öll demanta-
vinnsla veraldarinnar fram. Meira en tveir þriðju af
öllum demönturh eru slípaðir við þessar yfirlætis-
lausu götu í Antwerpen, og demantaiðnaðurinn er
talinn með þýðingarmestu iðngreinum Belgíumanna.
D^mantaiðnaðurinn aflar yfir 5% af gjSldeyristekj-
um þjóðarinnar og við hann hafa meira en 25.000
manns atvinnu.
Antwerpen hefur í meira en fimm aldtr verið
miðstöð demantavinnslunnar, svo að demantaiðnað-
urinn belgíski á sér rætur langt aftur í fortíðina.
Það er hins vegar erfitt að svara því, hyers vegna
einmitt Antwerpen verður demantamiðstöð, en ekki
einhver önnur borg í einhverju stærra landi. Ástæð-
án ef þó eflaust sú, að seint á miðöldum var Ant-
\véfþen 'einhvér mesta hafnarborg í Evrópu, og það-
an voru flest þau skip, sem sigldu til Austurlanda;
óg í þeirri tíð komu allir eðalsteinar frá Austur-
löndum. '¦
• Fyrf á ðldum var demantaverzlunin frjáls, Og
aúðvitáð voru þeir margir, sem reyndu að vera með
i leiknum. En síðustu þrjá aldarfjórðungana hefur
éit't fyrirtæki haft raunverulega einokun á allri
demantáverzlun. Það er ensk-suðurafríska auðfélag-
ið De Beers, sem hefur aðalstöðvar sínar í London.
Þetta fyrirtæki kaupir óunna demanta alls staðar að
úr heiminum, frá Brasilíu og Afríku og meira að
segja frá Sovétríkjunum. Ástæða þess, að Sovét-
ríkih, sem eiga ekki svo lítið af demantanámum,
láta auðfélag eins og De Beers njóta góðs af dement-
uni sínúm, er einfaldlega sú, að De Beers er svo
vpldugt fyrirtæki, að það gæti hvenær sem er gert
út af við hugsanlegan keppinaut. Það er sagt, að
De Beers eigi svo mikið magn af óslípuðum dement-
úm, að demantaverð myndi hríðfalla, ef það væri
allt látið á markað í einu. En auðvitað gerir De
Beers það- ekki. Fyrirtækið mylgrar nógu litlu á
markaðinn í einu til að hlutfallið milli framboðs og
eftirspurnar haldi-st óbreytt og heldur verðinu tannig
uppi.      ¦                             .  . ' .
Tlt. 'ANTWERPEN earu óunnir demantar fluttir frá
London, en þangað er þeim.safnað.saman frá nám-
Unum. Gjöfulustu demantanámurnar eru í Kqngó,
Suður-Afríku, Angola, Ghana, Tanganjika, Brasilíu.
Venezuela og SovétríkjUnum.
Greinarmunur er gerður á gimsteina-demöntum
og iðnaðar-demöntum. í gimsteina fara þeir demant-
ar, sem eru glitfegurstif af náttúrunnar hendi. Stærð
steinanna óunnra skiptir í því sambandi engu máli.
En í demantahúsunum í Antwerpen er dementun-
um sem sagt skipt í tvo flokka eftir gl'iti þeirra og
:ökustu demantarnir í því tilliti eru teknir til iðn-
aöarþarfa.
Óunninn demantur, siem á áð vérða gimsteinii,
er fyrst vandlega skoðaður, þv: að verið getUr; að
fegurð hans megi ayka með því að kljúfa hann. En
það er ekki svo auðvelt að taka ákvörðun um það, og
miklir fjármunir í húfi að rétt sé ákveðið. Steinn, sem
kostar slípaður kannski þrjár milljónir króna, getur
komizt upp í fimm, ef honum er skiþt, en það getur
líka farið svo, að við skiptin komi fram tveir
demantar, sem hvor um sig sé ekki nema hálfrar
milljónar virði. Það eru engir smápeningar, sem
hér er farið með, og því þarf þæði mikla þekkingu
og reynslu til að ákveða, hvernig fara skuli með
óunna demanta. Að sjálfsögðu er það stjórn slíP-
unarfyrirtækisins, sem ber ábyrgðina og tekur af
skarið, en í reynd verður það oft slíparinn sjálfur,
sem ákveður, hvprt kljúfa skuli ákveðinn stein eða
ekki.
Demantur er klofinn 'þannig, að hann er risp-
aður með öðrum demanti og síðan er slegið
fast á harðan hníf, sem lagður er í skoruna. Megin-
máli skiptir, að tonífnum sé beint í rétta stefnu.
Það þarf ekki að skakka nema broti úr millimetra
í aðrahvora áttina til að allt sé ónýtt og milljónir
hafi tapazt. Öruggari aðferð við að skipta demanti
í sundur er því að saga hann í tvennt. En sú að-
ferð er mi-klu seinlegri. Það getur tekið marga daga,
að saga demant í sundur, en þá er notað fínt stál-
blað, sem demantadufti er stráð á, og alltaf sagað
inn í steininn í átt að miðjunni.
Þegar steininum hefur verið skipt, ef um það
er að ræða, getur sjálf slípunin hafizt. Fyrst eru
horn og brúnir gerð ávöl, og síðan hefst hin eigin-
lega flataslípun. Til þess að steinn geti kallazt
brillíant, þarf hann að hafa minnst 58 fleti, en
aðrtr eðalsteinar. eru sllpaðir. me» 16 eða 32 fléti-
En steinninn er því dýrari sem fíetifnir eru fíéiri.
448 SUNNUDAGSBLAÐ — ALÞÝÐUBLAÐIÐ
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 441
Blašsķša 441
Blašsķša 442
Blašsķša 442
Blašsķša 443
Blašsķša 443
Blašsķša 444
Blašsķša 444
Blašsķša 445
Blašsķša 445
Blašsķša 446
Blašsķša 446
Blašsķša 447
Blašsķša 447
Blašsķša 448
Blašsķša 448
Blašsķša 449
Blašsķša 449
Blašsķša 450
Blašsķša 450
Blašsķša 451
Blašsķša 451
Blašsķša 452
Blašsķša 452
Blašsķša 453
Blašsķša 453
Blašsķša 454
Blašsķša 454
Blašsķša 455
Blašsķša 455
Blašsķša 456
Blašsķša 456
Blašsķša 457
Blašsķša 457
Blašsķša 458
Blašsķša 458
Blašsķša 459
Blašsķša 459
Blašsķša 460
Blašsķša 460
Blašsķša 461
Blašsķša 461
Blašsķša 462
Blašsķša 462
Blašsķša 463
Blašsķša 463
Blašsķša 464
Blašsķša 464