24 stundir - 05.07.2008, Blaðsíða 23

24 stundir - 05.07.2008, Blaðsíða 23
24stundir LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2008 23 „Fríkirkjan er lengi búin að helga sig baráttunni fyrir rétt- indum samkynhneigðra,“ seg- ir Hjörtur Magni Jóhannsson, forstöðumaður Fríkirkjunnar í Reykjavík. „Sjálfur er ég bú- inn að gefa saman samkyn- hneigða í tíu ár, án þess að gera nokkurn greinarmun á. Ég tel að lög um staðfesta samvist séu tímaskekkja og að ein hjúskaparlög eigi að gilda bæði fyrir samkynhneigða og gagnkynhneigða.“ Hirti þykir þjóðkirkjan hafa staðið í vegi fyrir því að fullu jafnrétti og jafnræði væri náð á þessu sviði. „Ég vil ekki að þjóðkirkjan ráði þessu, en því miður hefur hún komið í veg fyrir að þetta skref sé stigið til fulls. Og það er dapurlegt.“ Fríkirkjan vill meir Óþarft milli- skref stigið Krossinn er eitt þeirra trú- félaga sem ekki mun nýta sér heimild til að gefa pör af sama kyni saman. „Þetta er heimild sem við viljum ekki hafa og höfum ekki beðið um,“ segir Gunnar Þorsteinsson, for- stöðumaður Krossins. „Við höfum Biblíuna að grundvelli. Þar segir mjög skýrlega að fyrir því skal mað- ur yfirgefa föður sinn og móð- ur og bindast konu sinni.“ Gunnar telur þingheim hafa seilst of langt með lögum um staðfesta samvist. „Það er mis- skilningur hjá þingheimi að hann sé svo hátt upp hafinn í helgidómi að þeir geti sett lög og reglur þetta varðandi. Það er æðra vald sem segir okkur til í þessum efnum. Alþingi hefur bara ekki þetta vald.“ Lögin ganga of langt Misskilið boð- vald þingsins Við greiningu á svörum við spurningu 24 stunda kemur sitt- hvað fróðlegt í ljós. Fleiri kvenprestar lýstu sig reiðubúna til að staðfesta samvist samkynhneigðra en karlprestar, eða 90% á móti 70%. Hlutfallið hjá almennum prestum, 88%, var hærra en hjá sóknarprestum, 74%. Hlutfallslega færri prófastar svör- uðu játandi en sóknarprestar og enn færri héraðsprestar. Allir sérþjónustuprestar kirkj- unnar sögðust reiðubúnir að stað- festa samvist samkynhneigðs pars, þó margir tækju fram að þeir væru sjaldan beðnir að stýra hefðbundn- um kirkjuathöfnum. „Það er auðveldara fyrir þá sem engu hafa að tapa að styðja þetta,“ segir einn viðmælenda blaðsins, sem telur að viss íhaldsemi sé kirkj- unni eðlislæg. Sóknarprestar verði að sigla á milli skers og báru til að þjóna þeim stóra og misleita hópi sem söfnuðurinn sé. Almennt munar litlu á svörum á milli prófastsdæma. Tvö skera sig þó helst úr. Snæfells- og Dalapró- fastsdæmi er hið eina þar sem allir prestar sögðust reiðubúnir að stað- festa samvist samkynhneigðra. Lægsta hlutfallið var hins vegar í Borgarfjarðarprófastsdæmi, þar sem tveir af þeim fimm prestum sem náðist í – rétt 40 prósent – svöruðu spurningu blaðsins ját- andi. Misvel tekið í lög um staðfesta samvist Prófastsdæmin frá 40% upp í 100% Lög um staðfesta samvist gefa prestum leyfi til að gefa pör af sama kyni saman, en skylda þá ekki til þess. Geta prestar sem vegna trúar- sannfæringar sinnar treysta sér ekki til að þjóna við slíka athöfn alltaf neitað því. „Eins og lögin eru, þá er þjóð- kirkjan ekki skuldbundin til að staðfesta samvist samkyn- hneigðra,“ segir Brynhildur Fló- venz, lektor við lagadeild Háskóla Íslands. Segir hún þetta vera ólíkt þeim reglum sem gilda um gagn- kynhneigð pör. „Ef þau eru í þjóð- kirkjunni, þá er kirkjunni skylt að veita þeim hjónavígslu. Samband ríkis og kirkju er mjög flókið og sérkennilegt. Eins náið og það er finnst manni að hljóti að vera hægt að gera þá kröfu til kirkj- unnar að allir séu jafnir að lögum innan hennar.“ Þar sem lögin virðast leyfa sókn- arprestum að meina samkyn- hneigðum pörum að nota húsnæði kirkjunnar undir vígsluathafnir sínar spurði blaðið presta hvort þeir myndu gera það. Það sagðist enginn ætla sér, þótt nokkrir myndu bera ákvörðun um staðfest- ingu samvistar undir sóknarnefnd. „Þetta saurgar ekki húsið,“ sagði einn aðspurðra. Löggjafinn bindur ekki hendur kirkjunnar Gætu skellt í lás 24stundir/Ómar SVÖR PRESTANNA Ef samkynhneigt par biður þig að staðfesta samvist sína í kirkju, munt þú gera það? Nafn Já Nei Óákv. Agnes M Sigurðardóttir Anna Sigríður Pálsdóttir Arna Grétarsdóttir Arna Ýrr Sigurðardóttir Arnaldur Bárðarson Auður Eir Vilhjálmsdóttir Axel Árnason Ágúst Einarsson Ása Björk Ólafsdóttir Baldur Kristjánsson Baldur Rafn Sigurðsson Bára Friðriksdóttir Birgir Ásgeirsson Bjarni Karlsson Bjarni Þór Bjarnason Björn Sveinn Björnsson Bolli Pétur Bollason Bragi J. Ingibergsson Bragi Skúlason Bryndís Malla Elídóttir Brynhildur Óladóttir Brynjólfur Gíslason Cecil Haraldsson Dalla Þórðardóttir Davíð Baldursson Eðvarð Ingólfsson Egill Hallgrímsson Einar Guðni Jónsson Eiríkur Jóhannsson Elínborg Gísladóttir Elínborg Sturludóttir Fjölnir Ásbjörnsson Flóki Kristinsson Friðrik J. Hjartar Geir G Waage Gísli Gunnarsson Gísli Jónasson Guðbjörg Arnardóttir Guðbjörg Jóhannesdóttir Guðjón Skarphéðinsson Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Guðmundur Guðmundsson Guðmundur Karl Ágústsson Guðmundur Karl Brynjarsson Guðmundur Örn Jónsson Guðni Harðarson Guðni Þór Ólafsson Guðný Hallgrímsdóttir Guðrún Edda Gunnarsdóttir Guðrún Eggertsdóttir Guðrún Karlsdóttir Gunnar Eiríkur Hauksson Gunnar Jóhannesson Gunnar Kristjánsson Gunnar Rúnar Matthíasson Gunnar Sigurjónsson Gunnlaugur Garðarsson Gunnlaugur S Stefánsson Gunnþór Þ. Ingason Gylfi Jónsson Halldór Gunnarsson Halldóra J Þorvarðardóttir Hannes Örn Þór Blandon Hans Guðberg Alfreðsson Hans Markús Hafsteinsson Haraldur M Kristjánsson Helga Soffía Konráðsdóttir Helgi Hróbjartsson Hildur Eir Bolladóttir Hjálmar Jónsson Hólmgrímur Bragason Hreinn S. Hákonarson Hulda Hrönn M Helgadóttir Ingileif Malmberg Ingólfur Hartvigsson Íris Kristjánsdóttir Jóhanna Ingibjörg Sigmarsdóttir Jón A Baldvinsson Jón Ármann Gíslason Jón D Hróbjartsson Jón Helgi Þórarinsson Jón Ragnarsson Jón Þorsteinsson Jóna Hrönn Bolladóttir Karl Sigurbjörnsson Karl V. Matthíasson Kjartan Jónsson Kjartan Örn Sigurbjörnsson Kristinn Ágúst Friðfinnsson Kristinn Jens Sigurþórsson Kristín Þórunn Tómasdóttir Kristján Björnsson Kristján Valur Ingólfsson Lára G Oddsdóttir Leifur Ragnar Jónsson Lena Rós Matthíasdóttir Magnús Björn Björnsson Magnús Erlingsson Magnús G Gunnarsson Magnús Magnússon Miyako Þórðarson Ólafur Hallgrímsson Ólafur Jóhann Borgþórsson Ólafur Jóhannsson Óskar Hafsteinn Óskarsson Óskar Ingi Ingason Pálmi Matthíasson Petrína Mjöll Jóhannesdóttir Ragnheiður Jónsdóttir Ragnheiður Karítas Pétursdóttir Rúnar Þór Egilsson Sigfinnur Þorleifsson Sigfús Baldvin Ingvason Sigfús Kristjánsson Sighvatur Karlsson Sigríður Guðmarsdóttir Sigríður Gunnarsdóttir Sigríður Munda Jónsdóttir Sigríður Óladóttir Sigrún Óskarsdóttir Sigurður Arnarson Sigurður Árni Þórðarson Sigurður Grétar Helgason Sigurður Grétar Sigurðsson Sigurður Jónsson Sigurður Kristinn Sigurðsson Sigurður Rúnar Ragnarsson Sigurður Sigurðarson Sigurður Ægisson Sigurjón Árni Eyjólfsson Sjöfn Jóhannesdóttir Sjöfn Þór Skírnir Garðarsson Skúli Sigurður Ólafsson Solveig Lára Guðmundsdóttir Sólveig Halla Kristjánsdóttir Stefán Már Gunnlaugsson Stína Gísladóttir Svavar Alfreð Jónsson Svavar Stefánsson Sveinbjörn R Einarsson Sveinn Valgeirsson Toshiki Toma Tómas Sveinsson Úlfar Guðmundsson Valdimar Hreiðarsson Valgeir Ástráðsson Vigfús Bjarni Albertsson Vigfús Ingvar Ingvarsson Vigfús Þór Árnason Yrsa Þórðardóttir Þorbjörn Hlynur Árnason Þorgrímur G Daníelsson Þorvaldur Víðisson Þór Hauksson Þórey Guðmundsdóttir Þórhallur Heimisson Þórhildur Ólafs Þórir Jökull Þorsteinsson Ægir Frímann Sigurgeirsson Önundur S Björnsson Örn Bárður Jónsson Örnólfur Jóhannes Ólafsson Ferðaskrifstofa Sjóðheittsólarlottó! Spilaðu með og láttu sólina leika við þig. Fyrstur kemur, fyrstur fær. Nánari upplýsingar og bókanir á www.plusferdir.is Í boði eru 200 sæti til Krítar, Marmaris, Mallorca og Costa Del Sol.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.