Vikublaðið - 02.07.1993, Blaðsíða 18
18
VIKUBLAÐIÐ 2. JIJLÍ 1993
Á flækingi
Ef ekki heíðu verið hressandi
en gamalkunnug viðhorf
Jónasar Kristjánssonar rit-
stjóra í sjónvarpsþætti um stjórn-
mál og siðferði sl. þriðjudagskvöld
hefðum við ekki þurft að flækjast
við kassann lengi og fengið svefn-
frið löngu fyrir ellefu fréttir. Kenn-
ing hans um að Islendingar hafi
aldrei gengið í gegnum hina borg-
aralegu byltingu og lftri enn á sig
sem þegna en ekki fullveðja borg-
ara, kemur heim og saman við fyr-
irgreiðsluviðhorfið og þá „hóf-
legu“ spillingu seníhér hefur við-
gengist. Við höfum tilhneigingu til
þess að umgangast valdsmenn eins
og kóngurinn ríki hér enn. Til þess
að líta á valdið sem óumbreytilega
stærð sem ekki dugi að fást um en
reynandi að nudda sér utaní það og
hafa gott af því.
Annars var þessi þáttur undir
merkjum hinnar nýju dagskrár-
stefhu að hafa samvalinn hóp
manna til sjónvarpsumræðu. Þama
voru þrír kratar auk Jónasar að
ræða sín á milli um spillingu sem
raunar allir voru sammála um að
hefði minnkað nema helst hjá Al-
þýðuflokknum og svo forsætisráð-
herra. Krötunum þremur láðist
hinsvegar alveg að fjalla um pró-
fessorana í pólitíkinni og siðleg-
heitin í því að dósentar og prófess-
orar við Háskóla Islands gegni
margvíslegum trúnaðar- og stjóm-
unarstörfum fyrir pólitísku flokk-
■0— ana í landinu. Undarieg var þessi
gleymska kannski ekki þegar þess
er gætt að allir þrír em þeir há-
skólakennarar. Það hefði verið
gaman að heyra viðskiptaprófess-
orinn Agúst Einarsson lýsa þvf hvar
mörk siðlegheitanna ganga í þess-
um efnum eða hvort það geti ekki
verið að hann hafi rúmlega pró-
fessorslaun sín af trúnaðarstörfum
fyrir krata, t.a.m. sem formaður
stjórnar Seðlabankans. Stefán O-
lafsson situr á kratamiða sem
stjórnarformaður Járnblendiverk-
smiðjunnar og stýrir jafhframt Fé-
lagsvísindastofhun Háskólans.
Þessi hlið málanna hefði verð-
skuldað umfjöllun.
En sjónvarpið hefur semsagt
tekið upp þá stefhu að hafa í þátt-
um um þjóðfélagsmál karlmenn á
líkum aldri, mest í sama flokki og
helst svipaða í útliti. Þannig var
hver íhaldssprautan á fæmr annarri
leidd ffarn í umræðum um byggða-
mál á dögunum. Þetta er hin besta
stefha enda eins gott að vita hvar
maður hefur sjónvarpið og fyrir
hvað maður er að borga afnota-
gjöld. Þessvegna er hér lagt til að
efht verði til umræðna í sjónvarps-
sal um einkavæðingu og þar veljist
til þess að ræða saman Sveinn
Andri Sveinsson stjómarformaður
Strætisvagna Reykjavíkur, Stein-
grímur Ari Arason aðstoðarmaður
fjármálaráðherra og Ólafúr Dav-
íðsson ráðuneytisstjóri hjá Davíð.
Að sjálfsögðu þarf svo einkavininn
Hannes Hólmstein Gissurarson til
þess að stýra umræðum stallbræðra
svo allt fari fram með fræðilegum
og yfirveguðum brag og allrar ó-
hlutdrægni sé gætt. Enda hafa þá
kratar fengið einn þátt og íhaldið
annan og í engu hallað milli stjórn-
arflokkanna. RUV verður umfram
allt að gæta jafhvægis.
Þýðingar á barnabókum hafa batnað
Dag hvem ber fyrir augu og
eyru okkar flestra mikið af
erlendu efni, ýmist bein-
línis á útlensku eða í þýðingum.
Það fer ekki hjá því að þetta hafi
áhrif á íslenskt mál. Trúlega em
hin óbeinu áhrif frá misgóðmn
þýðingum ekki síður afdrifarík en
það að lesa eða hlusta á erlend
mngumál. Þýðingar hafa á sér ís-
lenskt yfirbragð enda þótt það risti
oft og tíðum ekki djúpt og þær em
því lúmskari áhrifavaldur.
Það er ókannað mál, að því er ég
best veit, hversu skýran greinar-
mim böm og unglingar geri á ís-
lensku og allri þeirri útlensku sem
þau heyra, einkum í sjónvarpinu og
í erlendum dægurlagatextum. Hins
vegar má telja fullvíst að þau beri
ekki kennsl á útlenskulegt málfar í
þýddum textum þótt sæmilega máli
farið fullorðið fólk geri það. Sé
okkur metnaðarmál að skila málinu
nokkurn veginn heilu til næsm
kynslóðar er því mikilvægt að vel sé
vandað til allra þýðinga og ekki síst
þeirra sem ætlaðar em bömum.
Stór hluti þeirra bamabóka sem
gefnar era út hér era þýddar og
þær era frómt frá sagt afar misjafn-
ar að gæðum. Almennt virðist mér
þó að allur frágangur þeirra og þar
með talin þýðingin hafi batnað. Eg
hef lesið ókjör af bókum fyrir dæt-
ur mínar ungar undanfarin sex eða
sjö ár, flestar nýlegar en líka nokkr-
ar sem hafa legið í rykugum pappa-
kössum í þrjá áratugi. Oft er sam-
anburðurinn ekki gömlu skrudd-
unum í hag og smndum hef ég sop-
ið hveljur yfir þýðingunni á göml-
um eftirlætisbókum (í slíkum til-
viktun er þýðanda yfirleitt ekki get-
ið á titilsíðu). Sumar þessara bóka
eru klassískar og hafa verið gefnar
út síðar, iðulega í nýrri eða endur-
skoðaðri þýðingu eins og einhverj-
ar af bókurn Astrid Lindgren.
Heimurinn fer því ekki að öllu leyti
versnandi. Og það er fagnaðarefni
hversu margir góðir þýðendur og
rithöfundar hafa fengist við bama-
bókaþýðingar - Þorsteinn frá
Hamri, Vilborg Dagbjartsdóttir,
Þórarinn Eldjárn o.fl. - og era
margar þeirra ekki einungis á
ágæm máli heldur er stíllinn þann-
ig að unun er að lesa þær.
Starfíð
Sviðsljósið
í ríkidæminu í Norska húsinu
Þóra Magnúsdóttir safn-
vörður við skrifborð sr.
Ama Þórarinssonar sem
fannst í Hrútsholti í
Eyjahreppi og var gefið
safninu.
Mynd: Ól.Þ.
Það er ekki oft sem maður gefúr sér tíma til
að staldra við í safnahúsum, skoða þau vel
og rækilega og fræðast um innanstokks-
muni og sögu þeirra. Víðsvegar um land er að
finna velbúin söfn og áhugasama safnverði, sem-
segja skemmtilega frá. A ferð okkar í Stykkishólmi
um daginn limm við stuttlega (því miður) inn í
Norska húsið, sem á sér á sér mikla sögu. Efnið í
húsið var sótt til Björgvinjar árið 1828. Þar var á
ferð Arni Olafsson Thorlacius, fæddur á Bíldudal
1802, og kominn af einum ríkasta kaupmanni á
sinni tíð, Olafi Þórðarsyni Thorlacius.
Húsið er sériega vel byggt og viðir hinir voldug-
usm. Norska húsið hýsir nú byggðasafh með sér-
staka áherslu á hús efnaðra borgara á síðustu öld.
Safhvörður er Þóra Magnúsdóttir þjóðfræðingur,
sem var fyrst til að ljúka sérstöku námi í faginu eft-
ir að Háskóli Islands tók upp þjóðfræðikennslu.
En hvaðan kom henni áhaginn?
Eg hef alltaf verið fyrir gamla muni og allt sem
á sér einhverja sögu. Mér finnst gaman að sýsla við
þessa hluti, sumir eiga sér skemmtilegar sögur.
I hverju er starfþitt fólgið?
Að sjá um safnið fyrst og fremst. Safha ýmsum
munum í safnið, koma í vega fyrir skemmdir á
munum, hreinsa þá, merkja og skrá. Finna út
hverjir hafa smíðað gripina og notað þá. Setja upp
sýningar og halda fyrirlestra, taka á móti sýningar-
gesmm og uppfræða. Það má bara kalla þetta varð-
veislu. Upp á háalofti eru munir sem þurfa sína
meðferð og svo þarf að koma þeim fyrir á viðeig-
andi stöðum. Þannig að það er nóg að gera.
Vantarþig muni ísafnið?
Já, reyndar. Okkur vantar ýmislegt sem þarf
helst að vera örlítrið „ríkmannlegt" skulum við
segja. Það er til lýsing Oscars Clausen á þessu húsi
eins og það var í tíð Ama Thorlacius. „Þegar inn
kom varð fyrst fyrir hin stóra forstofa með stigan-
um upp á loftið; vinstra megin stóð afar vönduð
eikardragkista með fjórum skúffum, en 2 voldug-
um koparhringjum í hverri skúffú.“ Fleira mætti
lýsa, en heimilið var hið ríkmannlegasta.
Hvemig skoða gestir safnið?
Sumir ganga frekar stóram skrefum um, svona
einn hring og svo út aftur. Aðrir gefa sér tíma til
að spyrja og eru mjög áhugasamir.
Eru öll söfn eins á Islandi?
Nei, sem betur fer ekki. Við reynum nú að
halda í svolitla sérhæfingu og Norska Húsið hér í
Stykkishólmi er dæmi um slíkt.
Hvemig eni launin?
Menn geta bara skoðað taxta BHMR.
Erþetta skemmtilegt staiý?
Já, alveg rosalega. Ég væri ekki í þessu ef það
væri ekki gaman. En þetta
er þolinmæðisvinna.
Hvað hefðir þú orðið efþú
hefðir ekki farið út á þessa
braut?
Ætli ég hefði ekki orðið
bóndi eða dýralæknir. Ég
hef óskaplega gaman af
öllu sveitalífi og hesta-
mennsku.
Böm að tína blóm við Blindraskóla 5 í Kiev. Úr myndróðinni Dagur í lífi Sovét-
ríkjanna, 1987. Mynd: Mary Ellen Mark. Rétthafí: IMP/George Eastman House
Ljósmyndakonan
Mary Ellen Mark
s
Amánudagskvöldið heldur banda-
ríski ljósmyndarinn Mary Ellen
Mark fyrirlestur um ljósmyndir sínar
að Kjarvalsstöðum, en sýning á verk-
um hennar hefur staðið yfir þar síðan
22. maí.
Mary Ellen Mark er um þessar
mundir einn þekktasti heimildaljós-
myndari heims og spannar sýning
þessi fyrsm 25 árin af ferli hennar.
Hún hefúr að geyma 125 myndir, allt
frá blindum börnum í Úkraínu til fjöl-
leikahúslistamanna á Indlandi. Mary
Ellen Mark útskrifaðist sem fréttaljós-
myndari 1964 eftir nám í listasögu og
listmálun.
Hún fékk strax Fullbright-styrk til
að ljósmynda í Tyrklandi, en þar
dvaldi hún í eitt ár. Eftir heimkomuna
til Bandaríkjanna hóf hún að skrásetja
með myndavél sinni hvaðeina sem
vakti áhuga hennar; mannlíf í Central
Park, mótmælendafúndi, kvenna-
hreyfinguna og líkamsræktarmenn.
Hún hlaut fljódega frægð fyrir Ijós-
myndir sínar og myndraðir en meðal
þeirra eru. „Deild 81 „Eiturlyfjaneyt-
endur í London", „Heimilislaus fjöl-
skylda", „Góðgerðarstofnanir móður
Teresu" og „Indversk fjölleikahús“.
Sýningin að Kjarvalsstöðum hefur ver-
ið fjölsótt og hlotið góða dóma. Vegna
óviðráðanlegra ástæðna lýkur henni
fyrr en áður var auglýst, eða miðviku-
daginn 7. júlí. Aðgangur að fyrirlestr-
inum á mánudagskvöldið er ókeypis og
hefst hann kl. 20.30.