Tímarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Frjáls şjóğ

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Frjáls şjóğ

						Þriðjudaginn 20. desember 1955
FRJÁLS ÞJÓÐ
Sfórflóð við Islandsstrendur
Stórflóð, sem valdið hafa
miklu tjóni, hafa oft orðið hér
á landi, en einkum þó við suð-
ur- og suðvesturströndina, þeg-
ar saman hefur farið stór-
straumsflóð og ofsaveður af
suðri eða vestri. Eitt hið mesta
flóð af þessu tagi, sem skýrar
sagnir eru um, varð aðfaranótt
9. janúar 1799, er sjór gekk víða
á land á strandlengj unni frá
Þjórsá og vestur um, allt á
Snæfeilsnes. Er flóð þetta ýmist
kallað Stóraflóð eða Básenda-
flóð, því að þá nótt brotnuðu
, öll hús í verzlunarstaðnum áð
Básendum í Stafneslandi á Mið-
nesi, svo að verzlun lagðist þar
niður upp úr því.
í þessu ægilega flóði varð
stórvægilegt tjón í mörgum
vefzlunarstöðum, •— jarðir
skemmdust, og sumar eyddust
með öllu, bátar brotnuðu,
kirkjur fuku, fénaður fórst,
einkum kýr og hestar í verzl-
unarstöðvunum við sjóinn, ein
kona drukknaði, en sumt fólk-
ið bjargaðist með næsta furðu-
legum hætti.
Háeyrarflóð.
Síðan hefur ekkert sjávarflóð
orðið, er jafnist á við þetta, en
2. janúar 1653 varð að kvöldlagi
flóð, sem lítið gaf Stóraflóði
eftir, Háeyrarflóð svokallað.
Kvað mest að því á Eyrarbakka,
í Selvogi og Grindavík. Á Eyr-
arbakka gekk þetta flóð upp á
Breiðumýri, braut víða hús,
skemmdi hey, en nautpeningur
og innihestar drukknuðu. Féll
sjór í bæi, og sums staðar hírð-
ist fólk á bitum eða á þekjum
uppi og stóð svo af sér flóðið.
1 Einarshöfn drukknaði sjúkur
maður, er eigi gat forðað sér.
Dönsku búðirnar á Bakkanum
löskuðust, og timburhús flaut
upp á Breiðumýri. Urðu miklar
skemmdir á vörum, skreið,
smjöri og mjöli. Mest er tjónið
•talið hafa orðið að Hrauni og
Háeyri á Eyrarbakka, þar sem
tók upp skemmu og bar upp
á tjarnir, eh kistur og ýmiss
varningur flaut langt upp í
Flóa. Trjáviður barst allt upp
að Flóagafli.
yíkjum svo að Stóraflóði.
Kaunmaðurinn að Básendum.
Að Básendum á Miðnesi var í
lok átjándu aldar kaupmaður
danskur, sem hét Hinrik Han-
sen, rúmlega fimmtugur að
aldri. Hann hafði verið búðar-
sveinn í Hólminum 1764, sextán
ára gamall. Þar kynntist hann
íslenzkri stúlku, sem hann
kvæntist síðar, Sigríði yngri,
dóttur Sigurðar Erlendssonar,
meðhjálpara í Götuhúsum. Áttu
þau. allmörg börn, serri sum
urðu síðar kaupmenn ogverzl-
unarstjórar í Reykjavík, nafn-
kennt fólk.
Hinrik Hansen varð síðar
kaupmaður í Grindavík, eign-
aðist hlut í Vopnaf jarðarverzl-
un og tók loks við verzluninni
að Básendum frá nýári 1788.
Hann hafði hér vetursetu og
endaði hér ævi sína, og er um
hann sagt, að hann hafi verið
einn hinn allra fyrsti af útlend-
um kaupmönnum, sem samlög-
uðust- Jpjóðkini, ¦ ef tir að einok-
uninni var aflétt. Hann sigldi
aldrei eftir þá atburði, sem hér
verður lýst, enda andaðist hann
í Keflavík „af tærandi sýki"
haustið 1802 og var jarðsettur
að Útskálum.
Flóðið á Básendum.
Hinn 8. janúar 1799 gekk
Básendafólk til hvíldar að
venju. Þar hagaði svo til, að
kaupmaður sjálfur bjó í timb-
urhúsi með. konu sinni, fjórum
börnum,  7—16  ára,  og  einni
^? *fe? *fe^ ,«4? <s^ ^&? ^V ^y *«W ^J
dauðans angist — konan,
vinnukonan og þrír piltar, 13
—16 ára. Sjór er allt í kring og
ber með sér trjávið, búshluti
og brak úr húsum. En þrátt
fyrir myrkur og sjógang nær
allt fólkið fjósinu að lokum.
Nú tekur þó ekki b.etra við.
Eftir örskamma dvöl í fjósinu,
brestur mæniás þess, og fólk-
ið verður aftur að hrekjast út
í brimsúg og myrkur. Nú er
ekki um annað að gera en ná
hlöðunni. En úr henni er þegar
L^V
péfgf 8áMn4akaup-
Atafat ktiar^ í
Ajéim
•MZ:  ¦&(&. ,y *¦. VJi. jS& ^í. $k. -
^,\ ?.  -iÍ1-. -,!':-  "¦:'.  -  ;¦:.--  -¦!'.-. -í^:. '
^k-  .'M'
vinnukonu. í torfkofum þar
skammt frá bjuggu kaup-
mannahjúin þrjú, ásamt 78 ára
gamalli konu, niðursetningi,
Rannyeigu Þorgilsdóttur, er
lengi hafði legið rúmföst. Önn-
ur hús voru sölubúð, lýsisbúð,
lifrarbræðsluhús, „vöruhúsið
mikla", skemma, lítið vöruhús,
fjós og hlaða. Loks átti kaup-
maður þarna sex báta, stóra og
smáa.
Klukkan tvö þessa nótt verð-
ur kaupmaður þess var, að veð-
ur hefur mjög magnazt. Er
komið fárviðri af suðvestri, og
brakar í hverju tré í húsinu.
Áður en langt um líður, fer hann
að heyra dunur miklar og þung
högg, líkt og veggbrjót sé beint
að húsinu og undirstöðum þess.
Svartamyrkur er úti, en kaup-
maður hefur ekki í sér neina
eiru í firnum þess, lýkur upp
húsdyrum eldhúsmegin og
hyggst skyggnastút. En þá brýzt
sjórinn i fang honum. Sjóvarn-
argarðurinn, sem hlaðinn var í
hálfhring um húsin og verzlun-
arsvæðið, er sýnilega brostinn
og æðandi sjór um allt plássið.
Sjórinn streymir inn í húsið og
fyllir herbergin á skammri
stundu, en fólkið flýr hálfnak-
ið upp úr rúmunum á húsloft-
ið. Úti er æðandi brim og rjúk-
andi ofviðri, svo að ekki er
hættandi á að fara út, meðan
húsið stenzt þær hamfaiúr, sem
nú ganga yfir, en þó er eins
líklegt, að brimöldurnar brjóti
húsið að grunni á hverri
stundu.
Nóttin líður. Fólkið bíður
þess, sem verða vill, titrandiaf
ótta. Sjórinn bylur látlaust. á
húsinu, sem um síðir tekur að
brotna og skekkjast. Þegar
klukkan er um það bii sjö að
morgni, treystir fólkið sér ekki
til þess að hafast lengur við á
loftinu, sem tekið er að riða í-
skyggilega mikið. Kaupmaður
brýtur því glugga á norðurhlið,
og þar er skriðið út. Tekur hann
Maríu litlu Lísebet, sem ekki
er nema sjö ára, á handlegg sér
og brýzt með hana yfir að f jós-
inu, sem stóð litlu hærra.
Hitt fólkið fylgir honum,:eftir
í ¦ náttrhyrkrinu, yfifkömíð af\
brotinn annar gaflinn, og við
hana hröngl af trjáviði, sem
rekið hefur þangað. Enn kemst
fólkið þó heilt á húfi í skjól,
og nú er dvalizt í hlöðunni um
hríð. Þar er ærið kalt, og hálf-
nakið fólkið, hríðskelfur. Svo
dynur yfir harður sviptivindur
og hluti þaksins tætist af, en
það.sem eftir er, blaktir eins
og pappírsörk í storminum. Hér
er ekki heldur iíft lengur.
Nú er ekki um annað að
velja en yfirgefa kaupstaðinn.
Þau takast í hendur, leiðast,
vazla áf ram, skríða, þegar stór-
viðrið ætlar að feykja þeim um
koll og slíta þau sundur. Þann-
ig ná þau loks að Loddu, hjá-
leigu rétt við Stafnes.
Þá er að segja af hjúum
kaupmannsins. Þeim vai'ð ekki
svefnsamt fremur en öðrum
þessa óskapanótt. Brátt varð
þeim ljóst, hvað um var að
vera, og var það ráð tekið að
brjótast upp um kofaþekjuna og
reyna síðan að forða sér. En
Rannveig gamla Þorgilsdóttir
var ekki vel búin til þessarar
svaðilfarar — gamalmenni, sem
legið hafði lengi í kör. Veðr-
ið lamdi hana niðui', svo að
hún drukknaði þar á plássinu.
Um verzlunarstaðinn er það
að segja, að þar stóð ekkert
hús heilt uppi að þessari nóttu
liðinni. Sumar byggingarnar
sópuðust algerlega brott, aðr-
ar rústir einar, allir bátarnir
brotnuðu og sjóvarnargarður-
inn gerféll, þótt hans sæist
vottur á 184 faðma löngu svæði.
Allt verzlunarsvæðið var þakið
sandi, möl og grjóti, rústir hús-
anna kafðar sandi og uppi á
sundurtættu þaki eins hússins,
fjórar álnir ofar grundvelli,
hafði rekadrumbur orðið fast-
ur. Þangað hafði brimið slöngv-
að honum. Lengst hafði sjórinn
gengið 164 faðma á land upp
fyrir verzlunarstaðinn. Svo fer-
legar voru hamfarir þessa nótt,
að fólkið trúði því, að land-
skjálfti hefði gengið yfir sam-
fara flóðöldunni.
Björgun Alexíusar
á Sandhól.
Austur á Eyrarbakka og
Stokkseyri gekk sjór á land
þessa nótt og olli miklu tjóni.
Þar rann inn í marga bæi, og
suma braut til grunna, en viði
og húsgögn bar flóðið langt
upp á mýrar. Víða flúði fólk
heimili sín. Svonefnd Rauða-
búð á Eyrarbakka hrundi og
kotin Rifstokk hjá Óseyrarnesi
og Salthól hjá Gamla-Hrauni
tók af. Á Skúmsstöðum hrundi
skemma, og tók flóðið allt, sem
í henni var, og fannst aldrei
neitt af því, nema brot úr pen-
ingakistli langt uppi á mýri.
Mörg skip brotnuðu, og hestar,
sem í fjörunni gengu, fórust
hópum saman. Stakkstæði öll
umturnuðust, og skans, sem
hlaðið var af stórum steinum,
hvarf með öllu. Allur malar-
kamburinn á Eyrarbakka lækk-
aði til mikilla muna.
Þegar þetta gerðist, átti Þur-
íður Einarsdóttir, sem síðar var
kölluð formaður, heima á æsku-
heimili að Stéttum í Hrauns-
hverfi. Þegar fólkið vaknaði við
flóðið um nóttina, fór hún með
Bjarna bróður sínum í hesthús-
ið, náði út tveimur hestum, sem
þar voru, og kom þeim upp á
húsagarðinum. Björguðust þeir
þar, því að bærinn stóðst flóð-
ið, en hesthúsið hrundi.
Magnús Bjarnason, bóndi á
Stóra-Hrauni, þótti vinna af-
reksverk þessa nótt. Er hann
sá hverju' fara gerði, brauzt
hann að Salthól og bjargaði
þaðan fólkinu — öllum nema
einum  manni,  sem  lá  í  kör. I
Forðum draumadis í jelli
dansaði og hló og söng.
Dvergur lék á hörpu i helli,-
heillaði vœttir kvöldin lóng.
Hljómuðu um heiðalandið,
huldulögin undurolíð:
„Aldrei minni gœfu grandið"
glaður álfur söng í hlíð.
Vœttagleðin vonaojarta
vítt um hraun og mosa fló,
lítið brot af landsins hjarta
létt. i fellsins brjósti sló.
Samt tókst íslands
óhamingju]
enn að liefta gleði og leik.
—¦ (Sungið er þó pent i
pyngju \
plokkarans, er landið sveik'J
Hljóð er dís í dimmum helli, ]
dvergur grœtur hörpu við.'
Hrín nú sterkt á Staþafelii
stöðugt bœnarmál um frið.
Jón frá Pálmholti.
Það var Alexíus gamli, er bú-
ið hafði í Salthól í fjóra ára-
tugi. Magnús vildi freista þess
að hafa hann með sér heim að
Hrauni, en karl vildi hvergi
fara, hvað sem á dyndi •— kaus
heldur að farast með kotinu,
þar sem hann hafði alið ald-
ur sinn. Bauð.hann fólki góðar
nætur og hugðist bíða dauða
síns.
Árla að morgni var farið að
vitja um karlinn ög kotið. Stóð
þá aðeins uppibaðstofugaflinn,
en undir því var rúm Alexíus-
ar. Hafði hann ekki sakað í
fárviðri og flóði, þótt kotið
hryndi ofan af honum.
Barnið í rjáfrinu.
Ægir gerði víðar strandhögg
þessa nótt. Neðsti bær á Skipa-
skaga var í þann tíð svonefnd
Breið. Þar bjó maður, sem hét
Ari Teitsson, með konu sinni
Ingibjörgu Jónsdóttur og þrem
bórnum ungum og fleira heim-
ilisfólki.
Breiðin varð fljótlega fyrir
barðinu á sjóganginum. Er fram
Framh. á 8. gíðu.
MALNING H.F.
^VWWWWUAJVWVVWWWWVWWVVVW»fWWWWWWUSfWW^«nrtVVUVWWWWUVWVVWVV^
					
Fela smámyndir
Blağsíğa 1
Blağsíğa 1
Blağsíğa 2
Blağsíğa 2
Blağsíğa 3
Blağsíğa 3
Blağsíğa 4
Blağsíğa 4
Blağsíğa 5
Blağsíğa 5
Blağsíğa 6
Blağsíğa 6
Blağsíğa 7
Blağsíğa 7
Blağsíğa 8
Blağsíğa 8
Blağsíğa 9
Blağsíğa 9
Blağsíğa 10
Blağsíğa 10
Blağsíğa 11
Blağsíğa 11
Blağsíğa 12
Blağsíğa 12