Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Frjįls žjóš

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Frjįls žjóš

						14
FRJÁLS ÞJÓÐ
JOLIN 1958
Taflmennirnir
frá Ljódhúsum
k miðju gólfi í miðaldadeild
Bretasafns í Lundúnum
stendur einn mesti kjörgripur
safnsins: taflmennirnir frá
Ljóðhúsum í Suðureyjum. Allt
of fáir íslendingar munu kunna
skil á þessum merkilegu grip-
um og hafa vit á að skoða þá,
þegar þeir sækja Bretasafn
heim, einkum þegar þess er
gætt, að ýmsir fræðimenn, sem
um þá hafa skrifað, telja senni-
legast, að þeir séu íslenzk smíð.
fyrstur ritaði um þetta efni, að
fjöldi taflmannanna og fund-
arstaðurinn benti til þess, að
þeir hefðu verið útflutnings-
vara íslenzkra farmanna, sem
hefðu verið á leið til Bretlands-
eyja, en brotið skip sitt við
Suðureyjar. Skotinn Ian Fin-
lay, sem gerði taflmennina að
umræðuefni nú í haust í skozka
blaðinu The Scotsman, hallast
að skoðun Maddens um upp-
runa þeirra. Er gaman að því,
¦.....'..''...':                                                                                  ¦    ¦   .                                              '
¦Ifv
>';';;Ky|>i5«

iíl'-wSívílíiSp^BWBHl
V
illf
Ííllfe
mm
;¦:',.  .1 :;¦'
¦n
Þrir kóngar og þrir biskupar úr Ljóðhúsatafli.
Það var árið 1831, að 58
taflmenn fundust í hálfhrund-
um húsarústum við Uigflóa í
Ljóðhúsum (Lewis) í Suður-
eyjum, og var þeim flestum
komið til Bretasafns í Lun-
dúnum, en ellefu lentu þó í
þjóðminjasafni Skota í Edin-
borg. Allir voru taflmennirnir
skornir úr rostungstönn og
mjög vel varðveittir. Þeir voru
ýmist ólitaðir eða hárauðir og
misjafnir að stærð, 2—4 þuml-
ungar á hæð. Meðal taflmann-
anna eru átta konungar, átta
drottningar og 16 biskupar, og
kann síðastnefnda talan að
benda til þess, að taflmennirn-
ir séu leifar fjögurra heilla
tafla (128 manna).
Margt hefur verið ritað um
uppruna taflmannanna frá
Ljóðhúsum. Öllum kemur
saman um, að þeir séu norræn
smíð, enda leynir sér ekki hinn
norræni svipur á útskurðinum.
Einnig er almennt talið senni-
legast, að taflmennirnir hafi
verið gerðir nálægt 1200.
Norskir fræðimenn hafa viljað
telja þá norska, t. d. prófessor
Anna Holtsmark í Kultur-
historisk leksikon, en ýmsir
brezkir fræðimenn, sem um
þá hafa ritað, hallast að því,
sð efniviðurinn, rostungstönn
frá Grænlandi, og fundarstað-
urinn í Suðureyjum bendi
fremur til íslenzks (eða græn-
lenzks) uppruna. Þannig hugði
Frederick Madden, sem einna
að Finlay minnir á það til
styrktar skoðun þeirra Madd-
ens, að skáklist hafi löngum
verið þjóðaríþrótt Islendinga,
enda sé tafls mjög getið í ís-
lenzkum fornsögum, en auk
þess séu heimildir um, að ís-
lendingar hafi fengizt við á-
þekkan útskurð.
Það er að sjálfsögðu rétt, að
tafl kemur mjög við sögu í
fornum íslenzkum heimild-
um. í Völuspá segir, að æsir
hafi  leikið  að  tafli,  og  eftir
Berserkurinn".
ragnarök fundu þeir „gullnar
töflur" (þ. e. taflmenn) i grasi,
og mun það merki þess, að
þeir ráði á ný yfir heimstafl-
inu. Elzta taflið var þó ekki
skáktafl, heldur teningsspil,
svonefnt hneftafl, og mun
mega rekja það til Rómverja,
sbr. nafnið tafl (tabula). Um
leikreglur þess er ekki kunn-
ugt, nema það, sem ráða má af
Gátum Gestumblinda í Her-
varar sögu, en þar segir Gest-
umblindi:
„Hverjar eru þær brúðir,
er sinn drottin
vápnlausan vega;
inar jarpari hlífa
um alla daga,
en inar fegri fara?
Heiðrekr konungr,
• hyggðu at gátu."
Heiðrekur svaraði: „Góð er
gáta þín, Gestumblindi, getit
er þessar. Þat er hneftafl; inar
dekkri verja hnefann, en hvítar
sækja." í annarri gátu kem-
ur fram, að „húnn" (teningur)
var notaður í taflinu. Virðist
hafa verið teflt um yfirráðin
yfir hnefanum, sem skar sig úr
öðrum taflmönnum, sbr. hnef
ann í taflinu frá Baldursheimi
við Mývatn í Þjóðminjasafn
inu í Reykjavík.
Skáktafl mun hafa borizt til
Norðurlanda á 12. öld, senni
lega frá Englandi og Frakk-
landi. Snorri lætur þó Knút
ríka og Úlf jarl deila um skák
tafl árið 1028, en ósennilegt
þykir, að svo snemma hafi
skák verið þekkt í Danmörku.
Á stólbökunum má sjd margvislegar gerðir norræns shrautverks.
Rögnvaldur jarl kali (d. 1158)
segir í íþróttarvísu sinni: „Tafl
emk örr at efla" — en óvíst er,
hvort hann á við skáktafl. Á
dögum Snorra er skák hins veg-
ar alkunn, og frá þeim tíma
hafa fundizt skáktöflur í jörðu
víðs vegar á Norðurlöndum.
Sjálfsagt er ekki varlegt að
fullyrða neitt Um það, að hag-
leiksmaðurinn, sem skar tafl-
mennina frá Ljóðhúsum, hafi
verið íslenzkur fremur en t. d.
grænlenzkur, suðureyskur eða
jafnvel norskur, nema fundur
sams konar taflmanna hér á
landi þætti taka af tvímæli.
Verður því að nægja að sinni
að kalla hann norrænan, en
vel mega íslendingar og aðrar
norrænar þjóðir vera hreyknar
af snilldarhandbragði hins
forna listamanns. í venjulegum
töflum eru taflmenn sömu
tegundar, t. d. biskupar, ridd-
arar o. s. frv., allir sem steyptir
í sama móti. Því hefur hinn
forni meistari ekki unað, held-
ur gefíð hverjum taflmanni
sinn sérstaka svip og jafnvel
skapgerðareinkenni. Sem dæmi
má nefna riddara einn, er
nefndur hefur verið „berserkur-
inn", enda bítur hann í skjald-
arrendur að hætti berserkja.
Skotinn Finlay kallar hann
„hrífandi náunga, sem bítur í
skjöld sinn, skemmtilega
grimmleitur, augljóslega stað-
ráðinn í að máta konunginn".
Þá er ekki minnst um vert
sjálft skrautverkið í útskurðin-
um. Þar gætir endalausrar fjöl-
breytni, svo að tæplega hafa
annars staðar fundizt á einum
stað jafnmargar gerðir norræns
skrautverks. Má fá nokkra hug-
mynd um fjölbreytnina af
myndinni af stólbökunum
þremur, sem fylgja þessari
grein.
Þ. V.
VIKINGASYNIR
Margur hefur undrazt, hvern-
ig víkingar og farmenn sigldu
yfir úthafið fyrir þúsund ár-
um án áttavita og þeirra tækj.a
til leiðsagnar, er nú þykja sjálf-
sögð. Til þess hefur þurft
áræði og traust á sjálfum sér
og hamingju sinni. En þegar
í nauðir rekur, kemur í ljós,
að enn getur slíkt heppnazt,
jafnvel á hinum minnstu bát-
skeljum. Slíkir atburðir gerð-
ust í heimsstyrjöldinni síðari,
þegar skip voru skotin í kaf
úti á reginhafi og þeir, sem
lifandi sluppu frá atburðum,
urðu að velja á milli þess að
deyja drottni sínum eða
freista þess að ná fjarlægu
landi.
í ágústmánuði 1941 var skút-
Framhald á 21. siðu.
Jólamyndgáta FRJÁLSRAR ÞJÓÐAR
1. verðlaun 100 krónur, 2. verðlaun 50 krónur, 3. verðlaun 25 krónur.
0

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28