Vikublaðið - 05.08.1994, Page 10
10
VIKUBLAÐIÐ 5. ÁGÚST 1994
f dagsins ðnn
Á tlækínid
Tóhanna heitir kona Signrðardótt-
J ir alþingismanns og forstjóra
Tryggingastofnunar Ingimundar-
sonar. Jóhanna hefur um sjö ára
skeið verið félagsmálaráðherra en er
nú hætt því starfi af persónulegum
ástæðum. Persónulega ástæðan
heitir Jón Baldvin Hannibalsson al-
þingismanns Valdimarssonar. Jó-
hanna er hætt í Alþýðuflokknum og
er að smala fólki í nýtt framboð.
Hún sér fram á sérframboð.
Jóhönnu ætti ekki að vera skota-
skuld úr því að fmna gott fólk á lista
hjá sér. Nefha má Júlíus Sólnes og
Ola Þ. Guðbjartsson sem dæmi.
Einnig má nefna Guðmund Einars-
son og Stefán Benediktsson. Stefán
Valgeirsson er enn við lýði, er það
ekki? Um Ólínu Þorvarðar þarf
ekki að fjölyrða. Gvendur Jaki er á-
reiðanlega tilkippilegur í heiðurs-
sæti. Annað fólk frá launþegahreyf-
irrgunni er sjálfgefið, t.d. Ragna
Bergmann og Lára Júlíusdóttir,
Pétur Sigurðsson ffá Vestfjörðum,
Þórunn Sveinbjamardóttir ffá Sókn
og glimrandi að fá sjálfan Ögmund
BSRB Jónasson um borð. Ætli Ás-
mundur gamli Stefánsson sé á
lausu? Jóhannes Guðnason, síhlæj-
andi bílstjórinn hjá Dagsbrún, er
pottþéttur. Jón Magnússon lög-
fræðingur er smuga, en varla Ellert
B. Schram, hann er mágur Jóns
Baldvins.
Síðan má sitja fyrir öllum konun-
um sem koma ferskar og meðvitað-
ar ffá Nordisk Forum í Finnlandi.
Stefha nýja listans hennar Jó-
hönnu? Mál sem enginn annar
flokkur kemur nálægt. Að vera á
móti aðild að Evrópusambandinu.
Þetta er að vísu samþykkt Alþingis
og því stefna þjóðarinnar, en bara
Jóhanna meinar þetta. Vörn fyrir
velferðarkerfið? Það vantar alveg
flokk til að passa upp á velferðar-
kerfið. Hún kann á það hún Jó-
hanna. Kaupmáttaraukning launa-
fólks? Bara Jóhanna berst fyrir
slíku. Aukinn vegur og völd
kvenna? Bara Jóhanna. Hún hefur
algera sérstöðu. Hver önnur en Jó-
hanna hefur fært alþýðunni góðar
gjafir á borð við húsbréfin? Allir
vita að hin illu verk þessarar vondu
núverandi ríkisstjórnar eru ekki Jó-
hönnu að kenna. Það vita allir að í
hvert sinn sem ríkisstjórnin gerði
eitthvað illt af sér þá stóð Jóhanna
upp og hótaði því að segja af sér. Og
settist aftur niður með þjósti og
stæl.
Jóhanna verður ekki ein um sér-
framboð. Það er á allra vitorði að
Ingi Björn Albertsson alþingsmanns
Guðmundssonar er í fýlu og hefur
ekki mætt á fundi hjá Sjálfstæðis-
flokknum frá því skömmu eftir að
hann gekk í þann flokk ffá Frjáls-
lyndum hægri mönnum, sem hann
var í til bráðabirgða eftir að hafa
verið í Borgaraflokknum hans
pabba síns. Það gefur auga leið að
hann fer í sérffajnboð úr því Sjálf-
stæðisflokkurinn passar ekki á hann.
Hann hefur ekkert með það að gera
ao fara aftur í viðskiptin. White
Horse Whiskeyið selur sig sjálft.
Og það að vera þingmaður gefur
nægan ffítíma til að stunda knatt-
spyrnuþjálfun. Það þarf ekki mikið á
þeim bæ að vippa upp sérframboði.
Gamli góði hulduherinn er enn vel
smurður og grár fyrir járnum. Fá
Helenu heim, væla smá um litla
manninn og um ofríki fjórflokksins
og þingsætið er tryggt.
Rithöndin
Hvers konar yfir-
gangur og vald-
níðsla er flarri þér
Samkvæmt skriftinni erm yfirleitt
hæglát og læmr lítið að þér kveða.
En svo getur þú allt í einu dregið allra
athygli að þér með einhverjum rót-
tækum og óvænmm aðgerðum. Skap-
ið og áhuginn getur blossað upp
skyndilega. Sennilega helst þegar þér
finnst vegið að nauðstöddum eða ein-
hverju sem þér er heilagt. Og þá er
betra að hafa þig með sér en á móti.
Þú kannt best við þig í niildu og ró-
legu umhverfi. Hvers konar yfirgang-
ur og valdníðsla er fjarri þér og þú vilt
ekki láta öðruin haldast það uppi. Þú
virðist hrifin af ljúfri þjóðlagatónlist
og gamlir siðir og kirkjulist finnst þér
líka áhugavert. Sennilega ert þú trúuð
á þinn eigin sérstæða hátt. Þú munt
kunna vel við þig með börnum og
dýrum. Einkum litlum börnum og
dýrum. Þú hefur skapandi hæfileika
en virðist ekki fyllilega hafa fundið
þeim útrás. Líklega gætir þú náð ár-
angri í fleiri en einni listgrein.
Það er nokkur hætta á að þú getir
verið of róleg og tækifærin fari ffam-
hjá þér. Þú þyrftir að jafna sveiflurnar
í skapgerðinni dálítið út, þannig að þú
værir aldrei óvirk og aldrei yfirhlaðin.
Takist það eru allar líkur á að þú náir
njjög langt á lífsleiðinni.
Gangi þér vel.
R.S.E.
Gunnhildur Arnardóttir, starfsmaður
Samvinnuferða-Landsýn.
úí&s
f.--* evn
Sigurður Arni og Kristinn við Kjarválsmálverk að Kjarvalsstöðum,
Mynd: Ól.
Þrjár sýningar á
Kjarvalsstöðum
Laugardaginn 6. ágúst kl.
16:00 verða formlega opn-
aðar að Kjarvalsstöðum þrjár
sýningar: verk Kristins G.
Harðarsonar, sýninga á verkum
Sigurðar Ama Sigurðssonar og
sumarsýning á verkum Jóhann-
esar S. Kjarvals.
I Miðsal verður sýning á verk-
um Kristins G. Harðarsonar.
Kristinn hefur markað sér per-
sónulegt svið með listsköpun
sinni, sem umfram allt felst í því
að taka hversdagsleg viðfangseftii,
oftast byggð á reynslu úr hinu
daglega lífi, úr sínu upprunalega
umhverfi, og gefa þeint nýja og ó-
vænta merkingu. Þótt verk Krist-
ins séu oft fátældeg að efni og
gerð búa þau ávalt yfir furðulegri
ljóðrænu. Kristinn dvelst nú vest-
an hafs og hefur gert um nokkurt
skeið.
í Vestursal verður Sigurður
Árni Sigurðsson með sýningu.
Sigurður Árni hefur verið bú-
settur í París undanfarin ár og
hafa verk hans vakið athygli þar
og víða í Evrópu. Sigurður Árni
sýnir málverk og teikningar.
Meðal þeirra eru verk unnin út frá
hugmyndum um almennings-
garða. I verkum sínum byggir
hann á náttúruformum, en forðast
rökhyggju natúralismans. Lista-
safn Reykjavíkur að Kjarvalsstöð-
um gefur í tilefni sýninga Kristins
og Sigurðar út tvær vandaðar
bækur, þar sem fjallað er um
myndlist þeirra og brugðið upp
nokkrum mynda þeirra.
I Austursal verður sýning á
verkum úr eigu Kjarvalssafns. Jó-
hannes S. Kjarval er óumdeilan-
lega einn helsti meistari Islend-
inga á sviði myndlistar og skipa
verk hans stóran sess í huga þjóð-
arinnar. Hann fæddist á Efriey í
Meðallandi árið 1885 og lést í
Reykjavík 1972. Ilann skildi eftir
sig lífsstarf sem verður að telja
einn af mikilvægari hlutum í
menningararfi íslensku þjóðar-
innar. Kjarvalsstaðir eiga rnikið
safn verka eftir hann. Stofnin af
því er gjöf listamannsins til
Reykjavíkurborgar árið 1968. Síð-
an þá hafa fjölmargir einstakling-
ar gefið safninu ómetanleg verk
og hafa þannig með velvilja sínum
stuðlað að því að halda minningu
Kjarvals á lofti á verðugan hátt.
Sýningin er einstakt tækifæri fyrir
almenning að skoða verk eftir
meistara Kjarval.
Sýningarnar eru opnar daglega
til 11. september frá kl. 10 - 18.
Kaffistofa Kjarv'alsstaða verður
opin á sama tíma.
Það var nógu spaugilegt að
heyra fýrstu fféttir Rfídsút-
varpsins ffá Nordisk Forum. Hót-
el stóð í björtu báli, lesbíur voru
úti um allt og finnskar konur
fluttu erindi um hernaðarupp-
byggingu og þátttöku kvenna í
hervömum landa sinna. Og til að
kóróna allt saman kyrjaði kór
vest-norrænna kvenna „Móðir
mín í kví kví“ í bakgrunninum.
Þetta verkaði einna helst líkt og
hjarðir Atla Húnakonungs væm á
ferð. Brennuóðar lesbíur vaðandi
um allt með vopnaskaki. Og svo
sagðist framkvæmdastjóri ráð-
stefnunnar ekki reikna með að
nokkuð kæmi út úr þessu. Þarf
víst engan að undra!
En þetta var í alvöru talað ákaf-
lega einkennileg ffétt. Hvernig
stóð á þessum bmna? Var hann
eitthvað tengdur því að konurnar
þurftu sumar að bíða í 10 tíma eft-
ir hótelplássi. Kveiktu þær bálið í
heilagri illsku sinni yfir að fá ekki
rúm? Vom engar jötur? Eða or-
sakaðist þetta allt saman af of
miklum bjór og tekíla? Spyr sá
sem ekki veit, en hér vantaði mik-
ið á að fréttamaðurinn stæði sig í
stykkinu.
Og hvað með allar þessar lesbí-
ur? Hvernig voru þær svona áber-
andi? Og hver var þeirra boðskap-
ur? Vora þetta aðskilnaðarsinnar
eða bara konur að leita sér að
rekkjunaut? Þetta minnti nú að-
eins á kallaþingin: Hommar að
vísu ekki mjög áberandi nema í
sánunum en allir með hugann
meira við klofið á sér en verkefni
þingsins.
Hernaðarhyggja finnskra
kvenna kom mér líka nokkuð á ó-
vart. Síðast þegar ég ffétti vom
allir í þessum mjúku gildum. Að
setja rósir í byssuhlaup og þess
háttar. Þegar ég bjó í Svíþjóð þá
hittust þar ekki tvær konur öðru-
vísi en það væri „í þágu friðar.“
Bingó, saumaklúbbar, langstökk
og vínsmökkun. Alltaf var hnýtt
aftan við „för ffeden.“ Eg held að
það hafi nú enginn séð neinn á-
þreifanlegan árangur en hugsunin
var áreiðanlega falleg þó hún væri
nokkuð þokukennd. '
En þetta er greinilega ekki
lengur það sem gildir, að minnsta
kosti ekki meðal finnskra kvenna.
Skykii þetta eitthvað tengjast
þessum lesbíum? Maður sér í
anda nýju félögin og slagorðin:
„Lesbíur fyrir hernaði.“ „Ein-
kennisbúning í stað brúðarkjóls.“
„Byssur em sexí.“ Mér líst ekki
meira en svo á þetta.
Persónulega held ég samt að
þetta tengist allt saman þessari
uppákomu með „Móðir mín í kví
kví.“ Það hefur þurft sterk bein til
að sitja undir þessum ósköpum og
konurnar þegar í adrenalínrúsi!
Hlaut að enda með hörmungum,
eitthvað varð undan að Iáta. Og
eins og svo oft áður undir líkum
kringumstæðum er það skynsem-
in sem fer fyrst. Því er það að fólk
sem maður þekkir hér heima sem
geðprúðar húsmæður, þriggja
barna mæður, afgreiðslustúlkur
og ræstitækna tapa öllum áttum.
Kveikja í hótelum, veifa vopnum,
falla hver í annars faðm og gráta af
frygð og losta. Ekki skrítið að
fréttamaðurinn, sjálf kona, skuli
eitthvað aðeins ruglast í þessum
ósköpum.