Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Hafísjakar við Kolbeinsey. Myndin var tekin í 
ískönnunarflugi Landhelgisgæslunnar í gær.
HAFÍS er nú fyrir öllu Norðurlandi. Er ísinn kom-
inn nokkuð nærri landi og fer að nálgast Grímsey.
Siglingaleiðin fyrir Horn er að verða varasöm ef
veðurspá næstu daga gengur eftir samkvæmt upp-
lýsingum Landhelgisgæslunnar.
?Það verða norðan- og norðaustanáttir næstu
daga,? sagði Björn Sævar Einarsson veðurfræð-
ingur í gærkvöldi. Spáð er harðnandi frosti fram á
mánudag og gera má ráð fyrir áframhaldandi
norðaustlægum áttum út næstu viku. Hafísinn
rekur í áttina að landi. Flugvél Landhelgisgæsl-
unnar, TF-SYN, fór í ískönnunarflug úti fyrir
Norðurlandi í gær og lá ísbrúnin næst landi 10 sjó-
mílur norður af Kögri, 20 sjómílur norðaustur af
Geirólfsnúpi, 20 sjómílur norðvestur af Grímsey.
Hafís ógnar
siglingum
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1
FÖSTUDAGUR 11. MARS 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
BYRJAÐ er að rífa gamla turninn sem staðið
hefur í tæp fjörutíu ár við Slökkvistöðina í
Skógarhlíð í Reykjavík. Jón Viðar Matthías-
son, slökkviliðsstjóri, segir turninn hafa verið
skemmdan og því varasaman. Hann segir
mikla eftirsjá að turninum sem glatt hefur
borgarbúa fyrir jólin síðustu árin. 
Steypuskemmdir komu í ljós fyrir nokkr-
um árum og er hann talinn hættulegur ná-
grenni sínu. Jón segir að þótt menn eigi góð-
ar minningar um turninn, sæmi það ekki
slökkviliðinu sem öryggisfyrirtæki að láta
hann standa. ?Turninn er tímasprengja og
því var ákveðið að rífa hann í gærmorgun.?
Jón Viðar segir síðustu daga hafa verið
þunga hjá starfsmönnum Slökkviliðsins í
Reykjavík enda hafi turninn staðið sem klett-
ur samhliða starfsferli starfsmanna þess.
Turninn var reistur á sama tíma og slökkvi-
stöðin árið 1967 og á hann tæp tvö ár í fer-
tugsafmælið. Gamli turninn í Skógarhlíðinni
gegndi margvíslegu hlutverki. ?Fyrstu árin
var hann notaður til að þurrka strigaslöngur.
Í stað þeirra eru komnar gúmmíslöngur,?
segir Jón Viðar og bætir við að turninn hafi
líka verið notaður sem æfingasvæði. ?Starfs-
menn æfðu sig með því að hlaupa upp og nið-
ur tröppur turnsins, sem jafnaðist á við sex
hæða hús. Svalirnar voru notaðar til að æfa
notkun körfubílsins,? segir Jón Viðar.
Fyrir nokkrum árum hóf fyrrverandi
starfsmaður Slökkviliðs Reykjavíkur sem
kominn er á eftirlaun að skreyta turninn.
?Hann hengdi upplýsta jólasveina á turninn
og vöktu þeir athygli borgarbúa um jólin,?
segir Jón Viðar. ?Við verðum að leggja haus-
inn í bleyti varðandi jólaskrautið í ár.? Verk-
inu miðaði vel í gær og býst Jón við að öll
merki turnsins verði horfin seinnipartinn í
dag.
Turninn við
Slökkvistöð-
ina rifinn
Morgunblaðið/Júlíus
SAFNPLATA með end-
urgerðum á laginu
?Army of Me? með
Björk kemur út í vor.
Alls bárust 600 lög á vef
Bjarkar og hafa tuttugu
þeirra verið valin til út-
gáfu. Eitt þessara laga á
Íslendingur, Dr. Gunni,
sem er hæstánægður
með valið. Ágóðinn af
sölunni rennur til UNICEF, Barnahjálpar
Sameinuðu þjóðanna, en stefnt er að því að
safna tæpum 30 milljónum króna á fyrstu tíu
dögunum í sölu. /57
Búið að velja lögin
FRÉTTAMENN á Ríkisútvarpinu hafa lýst yfir
vantrausti á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra
vegna ráðningar hans á Auðuni Georg Ólafssyni í
starf fréttastjóra Útvarpsins. Í yfirlýsingu sem
samþykkt var einróma á fundi í Félagi fréttamanna
segir að ráðning Auðuns Georgs sé augljóslega á
pólitískum forsendum einvörðungu og með henni sé
vegið að sjálfstæði og óhlutdrægni fréttastofunnar.
Á almennum starfsmannafundi var samþykkt
ályktun þar sem skorað var á útvarpsstjóra að end-
urskoða ákvörðun sína um ráðninguna. Liðlega 200
manns voru á fundinum og samþykktu 93% þeirra
sem greiddu atkvæði ályktunina. Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir útvarps-
stjóra vera rétta aðilann til að meta hver sé hæf-
astur í stöðuna, ljóst sé að bæði hann og útvarpsráð
hafi viljað fá utanaðkomandi aðila í starfið.
Lýsa vantrausti
á útvarpsstjóra
L52159 Ráðning fréttastjóra RÚV/10 og 11 
GJALDEYRISTEKJUR ferða-
þjónustunnar voru rúmlega 39
milljarðar króna á síðasta ári og
jukust um 5,4% frá árinu á und-
an. Aukningin er að stærstum
hluta vegna eyðslu erlendra
ferðamanna innanlands, sem var
26 milljarðar kr. Á árinu 2003
voru gjaldeyristekjur vegna út-
gjalda erlendra ferðamanna inn-
anlands rúmlega 24,5 milljarðar.
Hafa meira til ráðstöfunar
vegna lægri fargjalda
Eyðsla erlendu ferðamann-
anna innanlands jókst um 6,31%
og fargjaldatekjur um 3,77%,
skv. upplýsingum Samtaka
ferðaþjónustunnar. Voru far-
gjaldatekjur í fyrra alls 13 millj-
arðar.
Ársæll Harðarson, forstöðu-
maður markaðssviðs Ferðamála-
ráðs, bendir á að fargjöld hafi
lækkað að raungildi. ?Sérstak-
lega þó frá Evrópu og þar er líka
mestur vöxtur. Þetta bendir því
til þess að þeir ferðamenn sem
hafa verið að koma í auknum
mæli frá Evrópu, hafa meira til
ráðstöfunar eftir að hingað er
komið,? segir hann.
Hann segir einnig að framboð
á afþreyingu og vöruvali í ferða-
þjónustunni hafi aukist. Hins
vegar telur Ársæll ekki að skýr-
ingin á auknum gjaldeyris-
tekjum sé vegna þess að hækk-
anir hafi orðið á þjónustunni hér
innanlands. ?Ég tel að tölur sýni
að það hafi ekki verið um miklar
verðhækkanir að ræða, hvorki á
veitingum eða á ferðum. 
Þetta er ánægjulegt. Ferða-
menn eru að eyða meira og nýta
meira innviði ferðaþjónustunn-
ar.?
Alvarleg ógnun
Að mati Samtaka ferðaþjón-
ustunnar má halda því fram að
gjaldeyristekjurnar á seinasta
ári hefðu verið röskum tveimur
milljörðum meiri ef gengið hefði
haldist óbreytt en miklar sveifl-
ur í gengi séu fyrirtækjunum
mjög erfiðar.
Þá hafi gengiskarfa Seðla-
bankans lækkað um rösklega
10% síðustu 6 mánuði og ljóst að
fyrirtæki sem seldu ferðir til Ís-
lands 2005 á föstu verði fyrir 6
mánuðum séu búin að tapa
stórum hluta álagningar sinnar.
Áframhaldandi hátt og jafnvel
hækkandi gengi íslensku krón-
unnar sé alvarleg ógnun við af-
komu fyrirtækjanna.
Vaxandi gjaldeyristekjur af ferðamönnum þrátt fyrir sterka krónu
Eyðsla innanlands jókst
um 1,5 milljarða króna
???
NAFNIÐ Flugleiðir heyrir nú sög-
unni til. Fyrirtækið bar sitt gamla
nafn við upphaf aðalfundar síns í gær
en hét FL Group þegar fundi var slit-
ið. Engin átök urðu um nafnbreyt-
inguna og var hún samþykkt með
stórum hluta atkvæða. Tveir greiddu
atkvæði gegn tillögunni og nokkrir
sátu hjá.
Hannes Smárason, stjórnarformað-
ur félagsins, sagði í ræðu sinni að
nafnbreytingin væri til marks um
tvennt. Í fyrsta lagi bæri hún merki
um að félagið væri fjárfestingarfélag
sem líti út fyrir flugrekstur í meiri
mæli en áður. Í öðru lagi hefði félag-
ið ?markað sér víðari sjóndeild-
arhring og nýtt nafn endurspeglaði
sókn og vöxt á alþjóðlegum markaði.
Erlendis er Flugleiðanafnið óþjált í
munni og þörf fyrir nafn sem hægt er
að nota hvarvetna,? sagði Hannes./18
Flugleiðir ekki lengur til

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64