Tíminn - 23.05.1971, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.05.1971, Blaðsíða 1
kæli- skápar ALLT FYRIR BOLTAlÞRÓTTIR Sportvöroverzlon INGÓLFS ÓSKARSSONAR Klapparstíg 44 - Sími 1178S. 114. tbL — Sunnudagur 23. maí 1971 Kyrrahafssíldin að hverfa vegna ofveiði OÓ—Reykjavík, laugardag. Það er víðar en á Norður-Atlants hafi sem síldin veldur fiskimönn- um áhyggjum. Hið sama virðist vera að gerast á Kyrrahafi og hér um slóðir, síldin er að hverfa og er ofveiði kennt um. Hafa menn, sem þar hafa stundað síldveiðar, nær alveg sömu sögu að segja og þeir, sem veiddu sfld hér um slóðir meðan bein var að fá úr sjó, á nokkruin síðustu árum hefur magn Kyrrahafssíldarinnar minnkað stór- lega. Nýlega birtist í sovézka blaðinu Izvestia grein eftir forstjóra Rann- sóknarstofnunar úthafsveiða og hafrannsókna í Sovétríkjunum. Þar er fjaflað um sfldveiði á svæðinu norðan Japans og austan Kamts- jakaskaga. Þar er um að ræða þrjá sfldarstofna, sem kenndir eru við Korf-Kargaginski, Shakalin og Okhotsk. Er afveiði Japana kennt um hvernig komið er fyrir þessum síldarstofnum og scgir greinarhöf- undur berum orðum að græðgi þeirra og fyrirhyggjuleysi sé að eyða síldarstofnunum. Tvö ríki, Japan og Sovétríkin, hafa tekið þátt í veiðum á Korf- Karaginski síldarstofninum undan- farin ár undan ströndum Kamsh- atka. Árið 1961 var sameiginlegur afli þeirra 2,8 milljón tunnur, en síðan fór hann minnkandi, þar til hann var kominn niður í 270 þús- und tunnur árið 1968. Samkvæmt vísindalegum athug- unum var Korf-Karaginski stofn- inn í lægð strax árið 1967, og það svo mjög að hagstæðustu hrygn- ingarskilyrði gátu ekki rétt hann við. Þrátt fyrir þessa staðreynd liéldu japönsku fiskiðjuhöldarnir áfram öflugri sókn í óhrygnda og hrygnandi síld og fjölguðu jafn- vel í flotanum. 1 samræmi við sovézk-japanska sáttmálann frá 1956 um úthafsveiðar á NV-Kyrra- hafi bentu sovézku fulltrúarnir í sovézk-japönsku fiskveiðanefndinni (sem hefur að markmiði að vinna að skynsamlegri hagnýtingu fiski- miðanna og viðhalda stöðugri fram- leiðni í fiskiðnaði, sem bæði ríkin Framhald á bls. 10. 05 A SAUTJAN BILA- SÖLUM í BORGINNI KT—Beýkjavík, laugardag. Mikið fjör virðist vera í sölu á bifreiðum um þessar mundir, enda sá tími, sem bílaviðskiptin eru mest. Virðist, sem bæði sé mikið um að vera í sölu á nýjum og Búinn að fá tvo 11 punda laxa EB—Reykjavík, laugardag. Lítið veiða netaveiðimenn við Hvítá enn sem komið er, e:i sem kunnugt er hófst þar laxveiði í net s.l. fimmtudag. Kristján Fjeldsted í Ferjukoti sagði Tímanum í dag, að í net sin væri hann búinn að fá tvo laxa, annan á fimmtudaginn og hinn í gær. Var hér um fallega 11 punda fiska að ræða. Þá kvaðst Kristján hafa frétt, að einn veiðibóndi væri einnig búinn að fá 2 laxa í net sín, en hann veiðir neðar í ánni. — Þetta bendir til þess, að laxinn er eitthvað farinn að ganga, sagði Kristján. Hins vegar er ekki við því að búast, að við förum að veiða að ráði; fyrr en upp úr mánaðamótum. Kristján sagði að lokum, að ringt hefði í nótt uppi í Borg- arfirði og Hvítá vaxið nokkuð. kannski ekki síður í notuðum bif- reiðum. Eftir því sem Tíminn kemst næst þá munu vera um 17 bílasölur starfandi í Reykjavík núna, en viðskiptin eru misjöfn cins og gengur. Að því er bflasalar tjáðu Tím- anum í dag, þá hefur salan verið nokkuð jöfn og góð í allt vor, og mikið framboð er af bílum, veld- ur þar hinn mikh bflainnflutning- ur, en svo virðist sem menn vflji tryggja sér bæði nýja og notaða bíla núna, og hafa við orð, að það sé betra að vera búinn að því fyrir haustið. Mikið er borgað út af bíl- um hjá bflasölum, og eru menn annaðhvort svona fjáðir, eða þá þeir eru búnir að ,,slá“ áður en komið er á bílasölurnar. Sem dæmi um verð á notuðum SiÐA TVO SKUTTOGARA EB-Reykjavík, laugardag. Nefnd, skipúð af sjávarútvegs- málaráðherra, hefur sainið við Slippstöðina li.f. á Akureyri, um sniíði á tveim skuttogurum, sem túgerðarfélag Akureyrar li.f. verð ur væntanlegur kaupandi að. — Skipin verða útbúin nýjustu sigl- inga- og fiskileitartækjum. Samn ingsverð hvors skips er 157,5 milljónir króna. Fyrra skipið á að afhenda 21 mánúði eftir staðfestingu samn- ingsins, en seinna skipið 9 mánuð- Framhaid á bls 10. bílum má ncfna að Volkswagen ár- gerð 1968 gengur á ca. 165 þúsund, og er þá lítið lánað, en sambæri- legir bílar munu kosta í kring um Framhald á bls. 10. 252 höfðu kosið í Reykjavík á hádegi í gærdag ET-Reykjavík, laugardag. Utankjörfundakosning hófst s.l. sunnudag og stendur hún fram á kjör- dag. Utankjörfundakosn- ing fer fram að Vonar- stræti 1, áður Gagnfræða- skóli Vesturbæjar) í Reykja vík, hjá bæjarfógetum, sýslumönnum eða hrepp- stjórum úti a landi, og í íslenzkum sendiráðum cða hjá ræðismönnum, er mæla á íslenzku, erlendis. Þátt- *aka í utankjörfundakosn- ingunni hefur verið dræm fram að þessu. Kl. 11 f.h. í dag höfðu 225 greitt at- kvæði utankjörfunda í Reykjavík. í Reykjavík er hægt að kjósa utankjörfunda kl. 10—12, 14—18 og 20—22, virka daga, og 14—18 helga daga. Eins og áður sagði, höfðu 252 greitt atkvæði utankjörfunda kl. 11. Það má teljast dræm þátttaka, þar eð við síðustu alþingis- kosningar greiddu 3864 manns atkv. utankjörfundar í Rvík og 5704 við síðustu forseta- kosningar. Þess cr þó að geta, að fyrstu viku kosningarinnar hefur ávallt verið dræm kosn ingaþátttaka, en síðan hefur hún aukizt og náð hámarki í síðustu viku fyrir kjördag. Að Hringbraut 30 er sú kosn ingaskrifstofa Framsóknar- manna í Rvík, er aðallega ann- ast utankjörfundakosninguna. Á skrifstofunni hittum við fyr- ir Þráinn Valdimarsson, fram kvæmdastj. Framsóknarflokks- ins og sagði hann, að fjölmarg ir sjálfboðaliðar ynnu við utan kjörfundakosninguna. Þeir sem einkum hafa kosið þessa fyrstu daga, er fólk, sem á kjörskrá er utan Reykjavíkur en er bú- sett éða statt í bænum. Þá Framhald á bls. 10. (

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.