Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						4 21. september 2002 LAUGARDAGUR
SJÓSLYS ,,Úrskurðurinn
kemur nokkuð á óvart.
Norskt ráðgjafafyrirtæki
taldi nóg að olían yrði
fjarlægð úr skipinu og
færði fyrir því gild rök í
skýrslu til umhverfisyfir-
valda,? sagði Sigmar
Björnsson, útgerðarmað-
ur í Grindavík.
Norska umhverfisráðu-
neytið hefur úrskurðað að
útgerð Guðrúnar Gísla-
dóttur KE-15 verði að fjar-
lægja olíu sem er í skipsflakinu
fyrir 15. október. Þá fær útgerðar-
félagið frest til 1. maí á næsta ári
til að fjarlægja flakið en það ligg-
ur nú á 40 metra dýpi við strendur
Norður-Noregs. Guðrún Gísla-
dóttir strandaði við Lofoten 19.
júní og sökk í kjölfarið. Um borð í
skipinu eru um 300 tonn af
olíu og tæplega 900 tonn af
frystri síld. Mengunar-
varnir norska ríkisins
höfðu áður ákveðið að flak
skipsins skyldi fjarlægt
fyrir 15. október en útgerð
Guðrúnar Gísladóttur
skaut þeirri ákvörðun til
norska umhverfisráðu-
neytisins sem nú hefur
kveðið upp úrskurð sinn.
?Það hefur eitt fyrirtæki
gefið sig fram og lýst yfir
áhuga á að fjarlægja skipið. Það
fara væntanlega einhverjar við-
ræður af stað við þá aðila,? sagði
Sigmar Björnsson. a73
FRÁ TYRKLANDI
Kosningabaráttan í Tyrklandi er nú komin á
fullt. Kosningar eiga að fara fram 3. nóv-
ember næstkomandi.
Tímamót í Tyrklandi:
Leyft að
kenna tungu
kúrda
ISTANBUL, APHéðan í frá er heimilt
að kenna tungumál kúrda í einka-
skólum í Tyrklandi. Tyrkneska
þingið aflétti banni við kennslu
tungumálsins í síðasta mánuði.
Breyttu reglurnar tóku gildi í gær
þegar þær birtust í lögbirtingar-
blaði.
Kúrdar hafa barist hart fyrir
því, að heimilt verði að kenna
tungumál þeirra í Tyrklandi.
Tyrknesk stjórnvöld hafa jafnan
þverskallast við, með því væri
verið að láta undan ofbeldi kúrda,
sem börðust vopnaðri baráttu fyr-
ir sjálfstæðu ríki í ein 15 ár. Í
þeim átökum fórust 37.000 manns.
Flestir þeirra voru kúrdar. a73
Reykjavík:
Dúfurnar
hverfa
DÝRAHALD Dúfurnar í Reykjavík
eru að hverfa. Er það af sem áður
var:
?Það er tvennt sem kemur til.
Annars vegar breyttir búskapar-
hættir og svo markviss fækkun
dúfunnar,? segir Guðmundur A.
Guðmundsson, fuglafræðingur
hjá Náttúrufræðistofnun. ?Dúfur
eru ekki lengir í tísku. Strákar eru
hættir að byggja sér dúfnakofa og
eiga þess í stað páfagauka. Fyrir
bragðið er Reykjavík að verða
dúfnalaus borg,? segir Guðmund-
ur.
Til er villtur stofn dúfna hér á
landi; svokallaðar bjargdúfur,
sem halda sig að mestu á Eski-
firði. Þó þær fljúgi á brott finna
þær alltaf heimkynni sín á Eski-
firði aftur því dúfurnar eru marg-
frægar fyrir ratvísi sína: 
?Þær hafa mikið verið rann-
sakaðar af Ítölum og Þjóðverj-
um,? segir Guðmundur fugla-
fræðingur á Náttúrufræðistofn-
un. Helstu niðurstöður þeirra
rannsókna eru þær að Ítalirnir
telja að dúfurnar noti lyktarskyn-
ið til að rata en Þjóðverjarnir
veðja á segulskyn fuglsins. Flest
er þó óljóst í þessum efnum enn. a73
AP/M
U
R
AD 
SEZER
VIÐURKENNINGDr. Hákon Hákonar-
son barnalæknir og sérfræðingur
í lungnalækningum barna hlaut
viðurkenningu úr sjóði Óskars
Þórðarsonar barnalæknis í gær.
Þetta er í annað sinn sem sjóður-
inn veitir viðurkenningu fyrir vís-
indaleg afrek á sviði barnalækn-
inga. Hákon hlýtur verðlaunin
fyrir rannsóknir sínar á astma. 
Rannsóknarvettvangur Hákon-
ar eru annars vegar á sviði sam-
eindalíffræði og hins vegar á sviði
erfðarannsókna. Þær hafa staðið
frá árinu 1993 og leitast við að
finna erfðavísa sem orsaka astma
þannig að hægt sé að þróa nýja og
sértækari meðferð við astma á
grunni rannsóknanna.
Hákon hefur leitt lungnarann-
sóknarsvið Íslenskrar erfðagrein-
ingar frá 1998 og er þar yfirmað-
ur lyfjafræðarannsókna og rann-
sóknasviðs bólgu- og sjálfsof-
næmissjúkdóma. Jafnframt sinn-
ir Hákon lungnalækningum við
barnadeild Landspítala Háskóla-
sjúkrahúss. a73
VEITT VIÐURKENNING
Bent Sch. Thorsteinsson stofnaði Verðlaunasjóð Óskars Þórðarsonar árið 2000 með veg-
legri peningagjöf til minningar um Óskar, fóstra sinn. Rektor Háskóla Íslands ákveður út-
hlutun hverju sinni að höfðu samráði við forseta læknadeildar skólans. Hér er hann
ásamt Hákoni og ættingjum Óskars eftir verðlaunafhendinguna.
Hákon Hákonarson:
Viðurkenning fyrir
rannsóknir á astma
STJÓRNSÝSLA Þorfinnur Ómarsson,
framkvæmdastjóri Kvikmynda-
sjóðs Íslands, verðskuldaði ekki að
vera vikið tímabundið úr starfi.
Þetta er niðurstaða sérskipaðrar
nefndar sem kanna átti réttmæti
þess að Tómas Ingi Olrich mennta-
málaráðherra vék Þorfinni úr
starfinu 23. júlí í
sumar. Það gerði
menntamálaráð-
herra með vísan í
skýrslu Ríkisend-
urskoðunar um
reikningsskil
Kvikmyndasjóðs.
Tómas Ingi
hringdi í gærmorg-
un í Þorfinn í þann
mund sem ráðherr-
ann var að stíga
upp í flugvél í
Helsinki á leið sinni til Rússlands.
?Tómas var ekkert að hika þegar
hann hafði fengið úrskurðinn held-
ur hringdi í mig og sagði að ég
væri umsvifalaust kominn til star-
fa,? segir Þorfinnur.
Þorfinnur segir þeim Tómasi
ekki hafa farið meira á milli í gær
þar sem ekki hafi verið frekari
tími til samræðna. Hann segir úr-
skurðinn í samræmi við það sem
hann átti von á. ?Ég taldi aldrei til-
efni til þessara aðgerða,? segir
hann.
Þorfinnur hefur enn ekki tekið
ákvörðun um það hvort eftirmálar
verði af hans hálfu. ?Hvorki ég né
lögfræðingur minn höfum velt
framhaldinu fyrir okkur. Ég á von
á að spjalla við ráðherra og vona
að þeir fundir verði góðir. Ég kem
tvíefldur til baka,? segir hann.
Aðspurður segir Þorfinnur að
Kvikmyndasjóður hafi ekki beðið
verulega hnekki erlendis vegna
þessa máls. Hann hafi til dæmis,
þrátt fyrir að vera vikið frá störf-
um, mætt á kvikmyndahátíð í
Toronto til að vinna fyrir íslensk-
ar kvikmyndir. ?Víðlesnustu
kvikmyndatímarit heims hafa
haft samband við mig og viljað
skrifa um þetta en ég náði að
halda því niðri. En þetta óvissu-
ástand hefði ekki mátt vara
miklu lengur,? segir hann.
Um áramótin taka ný lög um
Kvikmyndasjóð gildi sem breyta
starfseminni og umgjörð hennar.
Þorfinnur segir þetta skapa óvis-
su um janúarúthlutun sjóðsins
sem í versta falli gæti dregist allt
fram á næsta haust, kvikmynda-
fyrirtækjum til erfiðleika.
Auglýst verður eftir forstöðu-
manni nýrrar kvikmyndastofn-
unar. ?Ég er mjög ánægður með
að vera kominn aftur í það starf
sem ég ann mikið og hef fullan
hug á að vinna við það áfram,?
svarar Þorfinnur spurningu um
það hvort hann hyggist sækja um
nýja forstöðumannstarfið.
Tómas Ingi Olrich, 
menntamálaráðherra, kvaðst ekki
hafa skoðun á því hvort ráðuneytið
hefði gengið of hart fram við
brottvikninguna. ?Ég þarf að fara
yfir gögn málsins og rökstuðning
nefndarinnar til að átta mig á
hvernig hún kemst að þessari
niðurstöðu. Meðan ég er ekki
búinn að gera það tjái ég mig ekki
um það.? Aðspurður hvort
Þorfinnur nyti trausts ráðherra
sagði Tómas Ingi einungis að hann
væri búinn að setja Þorfinn inn í
embættið aftur.
gar@frettabladid.is
ÞORFINNUR ÓMARSSON
Framkvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs segist unna starfi sínu og hafa fullan hug á að halda því áfram. Starfsemi sjóðsins verður breytt um
áramót, starf framkvæmdstjóra verður lagt niður og forstöðumaður ráðinn að nýrri stofnun.
Framkvæmdarstjóri
snýr tvíefldur aftur 
Framkvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs fær starf sitt að nýju eftir að rannsóknarnefnd úrskurðaði
að tímabundin brottvikning hans hafi verið óréttmæt. Menntamálaráðherra sem vék Þorfinni
úr starfinu er farinn til Rússlands þar sem ekki næst til hans.
Tómas var
ekkert að hika
þegar hann
hafði fengið
úrskurðinn
heldur hringdi
í mig og sagði
að ég væri
umsvifalaust
kominn til
starfa.
GUÐRÚN GÍSLADÓTTIR Á STRANDSTAÐ
Flak Guðrúnar Gísladóttur KE-15 liggur nú á 40 metra dýpi. Norsk
yfirvöld hafa úrskurðað að flakið skuli fjarlægt af hafsbotni fyrir
1.maí 2003.
Flak Guðrúnar Gísladóttur:
Skal fjarlægt fyrir 1. maí 2003
F
R
ÉT
T
A
B
L
AÐIÐ/B
I
LLI
F
RÉT
T
A
B
L
AÐIÐ/RÓB
ER
T
KJÖRKASSINN
Farðu inn á frett.is og segðu
þína skoðun
frétt.is
40%
Nei 60%
Var rétt hjá bæjaryfirvöldum í
Hafnarfirði að rifta samningi
við Íslensku menntasamtökin
um rekstur Áslandsskóla?
Spurning dagsins í dag:
Eru Íslendingar lélegir ökumenn?
Niðurstöður gærdagsins 
á www.frett.is
Já
ÁSLANDSSKÓLI
Fleiri telja það hafa
verið rangt hjá
bæjaryfirvöldum í
Hafnarfirði að rifta
samningi um rekst-
ur Áslandsskóla.
Síldveiði:
Lítil veiði 
veldur ugg
SÍLDVEIÐI Síldveiðin gengur mjög
treglega þessa dagana og eru sjó-
menn uggandi. Aðeins tvö skip hafa
tilkynnt Samtökum fiskvinnslu-
stöðva um afla síðustu dag, samtals
tæp 1.100 tonn. Heildarkvótinn er
105 þúsund tonn. Nokkur skip eru
þó á miðunum austan við Beru-
fjarðarál og hafa fengið slatta. Sig-
hvatur Bjarnason VE fékk 300 tonn
í tveimur köstum í fyrrinótt, Jóna
Eðvalds SF 200 tonn og Steinunn SF
30 tonn.
Síldin gefur sig aðeins á kvöldin
og er þá mjög erfitt að eiga við hana
þar sem hún dreifir sér um leið og
hún kemur upp að yfirborðinu. a73

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24