Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						14 13. september 2003 LAUGARDAGUR
Eftir hverju 
ertu að bíða,
manneskja!
Dagana 11. til 14. september er rétti tíminn 
til að kaupa sér notaðan bíl. Þá fer fram á 
efsta bílaplaninu í Kringlunni ótrúlegt 
útsölu BÓNANZA á notuðum bílum.
Komdu og gerðu ótrúleg kaup, þetta 
er verð sem kemur ekki aftur  
- allir bílar munu seljast. Ótrúlegt en 
hreina satt! 
ÍSLENSKA AUGLÝSINGASTOFAN/SIA.IS  TOY 21955  09/2003
Opið kl. 10.00-17.00 laugardag og kl. 12.00-17.00 sunnudagOpið kl. 10.00-17.00 laugardag og kl. 12.00-17.00 sunnudag
C-300
C-300
Nissan
Nissan
Pajero
Benz
300.000 kr. 
afsláttur
300.000 kr. 
afsláttur
300.000 kr. 
afsláttur
300.000 kr. 
500.000 kr. 
afsláttur
500.000 kr. 
410.000 kr. 
afsláttur
D
avíð Oddsson var mjög rögg-
samur og dugandi borgar-
stjóri þau níu ár sem hann gegndi
því starfi, lagði niður Bæjarút-
gerðina og reisti fyrir sparnaðinn
af því ráðhús, endurreisti Viðeyj-
arstofu, lét smíða Perluna fyrir
tekjuafgang Hitaveitunnar, sem
vinstri stjórnir hefðu ella gert
upptækan, hleypti af stað Nesja-
vallavirkjun, veitti rausnarlega
fé til Borgarleikhúss, ruddi braut-
ina fyrir Grafarvogshverfið og
háhýsin við Skúlagötu og hlynnti
að ýmsum öðrum málum, ekki
síst á sviði dagvistunar barna og
gatnagerð. Þegar hann lét af
starfi skuldaði borgin mjög lítið,
eitthvað um þrjá milljarða á nú-
verandi verðlagi. Nú skuldar
borgin um 44 milljarða, og hefur
þó lítið verið gert síðan,? segir
Hannes Hólmsteinn Gissurarson,
prófessor í stjórnmálafræði. 
?En Davíð Oddsson reyndist enn
farsælli forsætisráðherra en borg-
arstjóri. Hann tók við ríkissjóð gal-
tómum, og næstu ár breytti hann
þrálátum tekjuhalla í tekjuafgang
og greiddi niður skuldir. Þjóðar-
sáttin hafði verið í stórhættu, en
hann kom á peningalegum stöðug-
leika, svo að verðbólga hefur síðan
verið svipuð og með nágrannalönd-
unum. Hann seldi ótal ríkisfyrir-
tæki, sem hefur gefist vel og dreift
valdi. Hann lagði niður ótal sjóði,
sem fyrri forsætisráðherrar höfðu
nánast haft í skúffum sínum. Hann
hafði forgöngu um að setja upplýs-
ingalög og stjórnsýslulög, sem
stuðluðu að því að halda ofríki
valdsmanna í skefjum.?
Hannes segir jafnframt að það
sé ?augljóst á ferli Davíðs, að hann
hefur markvisst unnið að því að
minnka eigið vald. Frelsi einstak-
linganna hefur aukist og þjóðlífið
opnast. Hann hefur líka reynst
mjög laginn og kunnað vel að haga
seglum eftir vindi, enda vandséð
hvernig annars á að sigla. Hann
hefur verið mildur þegar það á við,
en líka harður í horn að taka.  Það
varð fyrir löngu ágreiningslaust að
Davíð væri einn merkasti stjórn-
málaforingi tuttugustu aldar á Ís-
landi. Ég vona að hann verði líka
einn merkasti stjórnmálaforingi
tuttugustu og fyrstu aldar.? ?
D
avíð Oddsson kom til skjal-
anna þegar mest reið á fyrir
Sjálfstæðisflokkinn. Með Þor-
stein Pálsson áfram sem for-
mann var augljóst að flokkurinn
hefði málað sig út í horn í pólitík.
Enginn annar flokkur hefði
samið við Sjálfstæðisflokkinn
um stjórn landsins með Þorstein
fram á og því síður tekið þátt í
ríkisstjórn undir hans forystu.
Að Davíð skyldi ráðast á sitjandi
formann Sjálfstæðisflokksins
sýnir ótrúlegan pólitískan næm-
leika hans enda hefir pólitískt
stöðumat hans á hverjum tíma
reynst hans höfuðstyrkur,? segir
Sverrir Hermannsson, fyrrver-
andi formaður Frjálslynda
flokksins. ?Ef honum hefði mis-
tekist atlagan hefði hann naum-
ast þurft um að binda. Eins og
komið var málum hjá Reykjavík-
urborg lá Davíð mjög á að kom-
ast þaðan. Sjálfstæðisflokkurinn
hafði ráðið borginni að mestu
um langan aldur, aðallega vegna
rómaðrar aðgæslu í fjármálum.
Það snerist alveg við í tíð Davíðs
Oddssonar. Þess vegna einkum
þurfti hann að axla sín skinn
sem borgarstjóri, enda dagar
hans taldir í pólitík ef hann hefði
sjálfur sem frambjóðandi tapað
borginni.
Það sem ráðið hefur mestu um
langan forystuferil Davíðs Odds-
sonar er lengri árgæska til lands
og sjávar en við höfum áður
dæmi um. Í öðru lagi einstæðir
blekkingarhæfileikar mannsins
og í þriðja lagi hefur honum tek-
ist að sveigja menn undir vilja
sinn með þrælatökum. Það hefur
svo leitt til þess að fram-
kvæmdavaldið, undir ráðstjórn
hans, hefur vaðið á skítugum
skónum yfir löggjafarvaldið og
raunar dómsvaldið einnig, sam-
anber öryrkjadóminn og málatil-
búnað í framhaldi hans. 
Kosningarnar 1999 unnust á
blekkingum um sættir í hinni ill-
vígu fiskveiðideilu. Lofað var
sáttum en aldrei stóð til að efna
það loforð, heldur þvert á móti
að festa óskapnaðinn í sessi. 
Ég er þeirrar skoðunar að nú-
verandi ríkisstjórn muni hljóta
verri eftirmæli sagnfræðinga
framtíðarinnar en nokkur önnur
innlend stjórn. Hún hefur sund-
urslitið frið í landinu með því að
mylja auðæfi þjóðarinnar undir
fáa útvalda. Sú svívirða að
hverfa frá eiðsvarinni stefnu Ís-
lendinga að fara aldrei með
ófriði á hendur neinum, sem nú-
verandi ráðstjórn lét sér sæma,
mun aldrei fyrnast. Það kemur
að því fyrr eða síðar að mönnum
verða á örlagarík mistök þótt
klókir séu. Sú einkaákvörðun
Davíðs Oddssonar að afhenda
formanni Framsóknarflokksins
forsætisráðherraembættið að
ári liðnu mun reynast honum
óbrotgjörn níðstöng um alla
framtíð og axarskaft sem ríða
kann Sjálfstæðisflokknum á
slig. Hitt er svo annað mál að
menn þurfa ekki að óttast
ómengaða framsóknarstjórn.
Völdin eru ekki lengur í hönd-
um stjórnmálamanna. Úr-
slitavöldin hafa núverandi
stjórnarflokkar afhent peninga-
valdinu. Það réði enda úrslitum
í síðustu kosningum með fjár-
austri í sjóði Sjálfstæðisflokks-
ins og Framsóknarflokksins.
Allt tal um 70 milljóna króna
kostnað framsóknar í kosning-
unum er hlægileg firra.? ?
Eitt ár eftir með Davíð
Davíð Oddsson forsætisráðherra lætur af embætti eftir eitt ár. Að slíkt sé ákveðið fyrir fram
er óvenjulegt í íslenskum stjórnmálum. Alls verða árin þrettán, að minnsta kosti að sinni.
Fréttablaðið fékk nokkra einstaklinga til þess að leggja mat á persónu og verk Davíðs. Hvað 
einkennir stjórnmálamanninn og hvað einkennir Davíðstímann í íslenskri stjórnmálasögu?
DAVÍÐ ODDSSON
Samkvæmt stjórnarsáttmála 
lætur hann af störfum forsætis-
ráðherra eftir eitt ár. Hann hefur 
setið í tólf ár og er því óhikað 
hægt að tala um og leggja mat á 
eitthvað sem kalla má Davíðs-
tímann í íslenskri stjórnmálasögu. 
D
avíð Oddsson á einstakan feril
sem forsætisráðherra, lengri
en aðrir íslenskir forsætisráð-
herrar, og einnig merkari, fullyrði
ég,? segir Ólafur G. Einarsson,
fyrrverandi menntamálaráðherra.
?Fyrir forystu hans hafa orðið
meiri og merkari breytingar á ís-
lensku þjóðfélagi á síðari árum en
á sambærilegum fyrri tímabilum,
einkum á sviði fjármála og við-
skipta. Losað hefur verið um tök
ríkisins á þeim sviðum og mörgum
öðrum. Réttur þegnanna hefur
verið aukinn.
Af merkum lagabálkum, sem
samþykktir hafa verið á hans
tíma, nefni ég lög um hlutafélaga-
væðingu ríkisbankanna og ýmissa
ríkisstofnana og síðan sölu þeirra
til einstaklinga og félaga. Einnig
lög um verðbréfaviðskipti, fjár-
málafyrirtæki og fleira á því sviði.
Ný lög um öll skólastig frá leik-
skóla til háskólastigs. Ný lög um
réttindi og skyldur opinberra
starfsmanna, samkeppnislög, rík-
isendurskoðun og um Umboðs-
mann Alþingis. Fleira mætti
nefna. Ég er ekki að segja að allt
sé þetta hans verk, en hann hefur
stutt þetta allt og margt fleira sem
til heilla hefur horft. Hann er öfl-
ugast foringi sem Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur átt og því jafn-
framt sá forsætisráðherra sem
stjórnað hefur af meiri styrk en
aðrir í hans stöðu.
Gagnrýnendur hans hafa meðal
annars haldið því fram að Alþingi
hafi í hans forsætisráðherratíð orð-
ið hrein afgreiðslustofnun fyrir
framkvæmdavaldið. Þetta er
rangt. Á engu tímabili hefur vegur
Alþingis vaxið eins mikið og sjálf-
stæði þess aukist.
Ekki ætla ég að segja að við
Davíð höfum alltaf verið sammála
um það sem gert hefur verið á því
sviði, eða ætti að gera. Það man ég
vel frá þeim tíma sem ég var þing-
forseti. Öll þau framfarspor sem á
þessu tímabili hafa verið stigin
studdi þó Davíð og mörg voru þau
að hans frumkvæði.
Þetta eru ekki eftirmæli um
Davíð Oddsson sem stjórnmála-
mann, enda er hann ekki hættur.
Aðeins mitt mat á því hvað hann
þegar skilur eftir sig á þessum
vettvangi.? ?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor:
Setur vonandi 
mark á 21. öldina
HANNES HÓLMSTEINN
GISSURARSON
?Það varð fyrir löngu
ágreiningslaust að Dav-
íð væri einn merkasti
stjórnmálaforingi tutt-
ugustu aldar á Íslandi.
Ég vona að hann verði
líka einn merkasti
stjórnmálaforingi tutt-
ugustu og fyrstu aldar.?
Ólafur G. Einarsson, fyrrum ráðherra:
Öflugasti foringinn
ÓLAFUR G. 
EINARSSON
?Þetta eru ekki eftir-
mæli um Davíð sem
stjórnmálamann,
enda er hann ekki
hættur. Aðeins mitt
mat á því hvað hann
þegar skilur eftir sig
á þessum vettvangi.?
Sverrir Hermannsson, fyrrum ráðherra:
Einstæðir
blekkingarhæfileikar 
SVERRIR 
HERMANNSSON
Telur Davíð Oddsson
hafa reist sér ?óbrot-
gjarna níðstöng? með
því að afhenda formanni
Framsóknarflokksins for-
sætisráðherrastólinn að
ári og útilokar ekki að sú
ákvörðun muni ríða
Sjálfstæðisflokknum
að fullu.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39