Fréttablaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 34 Leikhús 34 Myndlist 34 Íþróttir 32 Sjónvarp 36 SUNNUDAGUR KR MÆTIR NÚMA Tindastóll tekur á móti KFÍ í Intersportdeildinni í körfubolta klukkan 19.15. Á sama tíma mætast Kefla- vík og ÍS í bikarkeppni kvenna í Keflavík. Fylkir mætir Víkingi Reykjavíkurmótinu í fótbolta í Egilshöll klukkan 14. KR og Númi mætast klukkan 16 í sömu keppni. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG HÆGLÆTISVEÐUR EN ÁFRAM KALT Hann andar af norðri og víða skýjað með köflum. Heldur vaxandi austanátt með suðurströndinni þegar líður á kvöldið, engin læti þó. Hlýnar nokkuð á morgun. Sjá síðu 6. 18. janúar 2004 – 17. tölublað – 4. árgangur ÓFÆRT VÍÐA UM LAND Snjó kyngdi niður víða um land í fyrrinótt og áttu öku- menn í mesta basli við að komast leiðar sinnar. Hellisheiði var lokuð vegna ófærðar. Ófært var til Ísafjarðar um Strandir og Holtavörðuheiði. Sjá síðu 4 TUGIR FÁ UPPSAGNARBRÉF Upp- sagnarbréf verða afhent tugum starfs-manna Landspítalans fyrir mánaðamót. Forstjóri spít- alans segir ekkert benda til þess að ríkisvald- ið bregðist við fjárskorti. Sjá síðu 2 MANNVERND SENDIR ATHUGA- SEMD Samtökin Mannvernd munu senda athugasemd vegna fyrirhugaðrar ríkisábyrgðar fyrir lánum deCODE. Formað- ur Mannverndar, segir það koma á óvart að ríkisstjórnin hafi ekki hætt við ríkisá- byrgðina í ljós þess hversu neikvæð skýrsla ESA sé. Sjá síðu 2 KALLI BJARNI NÝ STJARNA Nú poppstjarna er komin á sjónarsviðið. Karl Bjarni Guðmundsson sigraði í Idol-stjörnuleit Stöðvar 2 á föstudagskvöldið. Hann segist feginn að pressan sé yfirstaðin. Sjá síðu 6 HORFT Í SPEGILINN Myndlistarsýning Ólafs Elíassonar, Frost Activity, var opnuð í Listasafni Reykjavíkur í gær við hátíðlega athöfn. Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og eiginkona hans Dorrit Moussaieff voru á meðal gesta. Hér sjást þau bregða á leik ásamt Ólafi og horfa upp í spegil sem hann hafði komið fyrir í loftinu. Eins og glöggt má sjá var ljósmyndari Fréttablaðsins ekki sá eini sem var með myndavélina á lofti, enda var þetta kjörið „Kodak-moment“ ef svo má segja. Tugir bíða búsetu Úrræði skortir fyrir fólk sem hefur lokið læknismeðferð. Forstöðumaður svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra segir nauðsynlegt að koma málunum í betra horf. FÉLAGSMÁL Tugir einstaklinga bíða eftir búsetuúrræðum til að hægt sé að útskrifa þá af deildum á geðsviði Landspítala-háskóla- sjúkrahúss. Samkvæmt nýrri áfangaskýrslu nefndar á vegum svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík er gert ráð fyrir að fjöldi þessara einstaklinga verði kominn upp í 40–45 manns á næstu vikum. Sparnaðarhugmyndir fram- kvæmdastjórnar Landspítala- háskólasjúkrahúss beinast meðal annars að athugun á því hvort hætta eigi allri starfsemi í Arnar- holti. Þar dvelja nú tæplega 40 manns. Átta þeirra hafa búið þar um margra ára skeið. Hluti þeirra gæti flutt í sambýli ef slík úrræði væru fyrir hendi. Þá mætti hliðra verulega til á öðrum stöðum geðsviðs Landspítalans ef félags- málasviðið væri tilbúið til að taka á móti þeim sem þar hafa lokið, eða eru um það bil að ljúka, lækn- ismeðferð og gætu lifað góðu lífi utan spítalans með réttri aðstoð og búsetuúrræðum. Björn Sigurbjörnsson, for- stöðumaður svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra, bendir á að til þurfi að koma samvinna félags- málaráðuneytis, heilbrigðisráðu- neytis og fjármálaráðuneytis til að koma þessum málum í betra horf. Sjálfur hefur hann sett ofan- greinda nefnd skrifstofunnar á laggirnar til að kortleggja þörfina í Reykjavík. Hann gerir ráð fyrir að geta tekið í notkun átta ný pláss á sambýli fyrir geðfatlaða í Reykjavík á haustmánuðum. ■ Verslunarráð Íslands: Reglur um stjórnarhætti VERSLUN Verslunarráð Íslands und- irbýr í samvinnu við Kauphöll Ís- lands og Samtök atvinnulífsins reglur um stjórnarhætti í fyrir- tækjum. Þetta kemur fram í viðtali við Þór Sigfússon, framkvæmda- stjóra Verslunarráðs. Þór segir reglur markaðsaðila vera heppilegri lausn á áföllum í viðskiptalífinu heldur en laga- setningu og segir fyrirtæki, og atvinnulífið í heild, hafa mikla hagsmuni af því að traust ríki á milli fyrirtækja, hluthafa og almennings. Sjá síðu 14. Hlutfallsleg fækkun í þjóðkirkjunni Hlutfall þeirra sem skráðir eru í þjóðkirkjuna hefur fækkað úr 92% í 86.1% á síðustu tíu árum. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands. Fréttablaðið leitaði skýringa á málinu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segist vilja styrkja Ríkisútvarpið. Það hafi mikilvægu menningarlegu hlutverki að gegna. Hún segir Ríkisútvarpið þó ekki mega vera þannig að það kæfi einkamiðlana. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T SÍÐUR 20-21 ▲ Vill styrkja Ríkisútvarpið SÍÐA 18 ▲ Skilur ekki orð af því sem hann skrifar Árni Snævarr fréttamaður hefur síðustu mánuði starfað sem fjölmiðlafulltrúi hjá ÖSE, Öryggis-og samvinnustofnun Evrópu með aðsetur í Pristina í Kosovo. Fréttablaðið ræddi við hann um lífið í Kosovo. SÍÐA 19 ▲ Ökumaður fékk aðsvif: Stórskemmdi fjölda bíla UMFERÐARSLYS Sjö til átta bílar skemmdust verulega á bílastæði fyrir framan fjölbýlishús við Stiga- hlíð um kvöldmatarleytið í gær. Ökumaður Land Cruiser jeppa- bifreiðar fékk aðsvif þegar hann ók yfir gatnamót Kringlumýrarbraut- ar og Miklubrautar. Að sögn lög- reglu fékk maðurinn floga- veikiskast. Bíllinn fór í gegnum vegrið og yfir tré áður en hann lenti á bílunum í bílastæðunum. Ökumaðurinn var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar en var að sögn lögreglu ekki alvarlega slasaður. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.