Fréttablaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500
Kvikmyndir 42
Tónlist 42
Leikhús 42
Myndlist 42
Íþróttir 38
Sjónvarp 44
SUNNUDAGUR
SEX KÖRFUBOLTALEIKIR Heil um-
ferð verður í Intersport-deildinni klukkan
19.15. Liðin sem mætast eru: Haukar -
Grindavík, KFÍ - Þór, Tindastóll - KR,
Breiðablik - ÍR, Snæfell - Keflavík og
Njarðvík - Hamar.
DAGURINN Í DAG
VEÐRIÐ Í DAG
KALT OG BJART Í REYKJAVÍK Víðast
hægviðri á landinu, síst þó á annesjum.
Lítilsháttar él á Norður- og Austurlandi.
Hlýnar á þriðjudaginn. Sjá síðu 6.
1. febrúar 2004 – 31. tölublað – 4. árgangur
ÚR ÖSKUNNI Í ELDINN Sophia Han-
sen segist sannfærð um að Rúna dóttir
hennar hafi verið gift nauðug. Hún segir
hana farna úr öskunni í eldinn. Fær kannski
að sjá dæturnar vor. Sjá síðu 2
ÍHUGAR AÐGERÐIR Viðskiptaráðherra
íhugar aðgerðir til að kanna hvort stjórn
SPRON hafi tryggt hagsmuni sjóðsins með
samningum við Kaupþing-Búnaðarbanka.
Sjá síðu 4
VILL EKKI RANNSÓKN Bandaríkja-
forseti eyðir öllu tali um að koma á fót
óháðri rannsóknarnefnd á vegum þingsins,
sem ætti að fara ofan í saumana á hugsan-
legum mistökum leyniþjónstu Bandaríkj-
anna fyrir innrásina í Írak. Sjá síðu 2
BIRTA EKKI AUGLÝSINGU Skjár
einn hefur beðið Samtök auglýsenda að
gæta hagsmuna sinna eftir að Ríkisútvarpið
neitaði að birta auglýsingu sem felur í sér
ávarp til greiðenda afnotagjalda. Sjá síðu 6
NEMENDUR Á SÝNINGU ÓLAFS ELÍASSONAR Nemendur úr Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi taka virkan þátt í sýningu Ólafs Elíassonar
í Listasafni Reykjavíkur. Gunnar J. Árnason listheimspekingur flytur fyrirlestur um Ólaf Elíasson á safninu klukkan 15 í dag.
Treysta á Björgólf
Thor í Búlgaríu
Forstjóri Símans segir íslenska markaðinn ekki bjóða upp á mikinn vöxt. Síminn hyggst sækja á
erlenda markaði af varkárni.
VIÐSKIPTI Fjárfesting Símans í
Carrera, félagi sem er einn af
kaupendum í búlgarska ríkis-
símafyrirtækinu, er ríflega þrjú
hundruð milljónir króna. Að auki
er gert ráð fyrir að Síminn komi
mjög að ráðgjöf og stefnumótun
hjá fyrirtækinu.
„Við teljum að við eigum bæði
mannauð og fjármuni til að
leggja í fjárfestingar á erlendri
grundu. Við höfum hugsað okkur
að fara með varkárni og sækja
út,“ segir Brynjólfur Bjarnason,
forstjóri Símans.
Hann segir að íslenski mark-
aðurinn bjóði ekki upp á mikinn
vöxt og því vilji Síminn leita út
fyrir landsteinana til þess að
auka umsvif sín.
Brynjólfur segir að hann hafi
í haust fengið umboð frá stjórn
félagsins til þess að taka þátt í
samstarfi um kaup í félaginu en
að mikinn tíma hafi tekið að
ganga frá endanlegu samkomu-
lagi. Hann segir að Síminn hafi
mjög treyst á þekkingu Björg-
ólfs Thors Björgólfssonar í
skipulagningu verkefnisins og
kveðst ánægður með þann hóp
sem standi saman að fjárfest-
ingunni, en auk Björgólfs og
Símans eru íslensku fyrirtækin
Straumur og Burðarás meðal
fjárfesta í Carrera. ■
Samfylkingin:
Stefnir í for-
mannsslag
SUNNUDAGSVIÐTAL „Ég hef fyrir
löngu sagt að ég stefni að því að
verða formaður áfram ef guð og
gæfan lofa. Það kemur einfald-
lega í ljós hvort það verður mót-
framboð. Þannig er lýðræðið,“
segir Össur Skarphéðinsson, for-
maður Samfylkingarinnar, í við-
tali við Fréttablaðið. Samkvæmt
þessu stefnir í formannsslag í
Samfylkingunni á næsta ári, því
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
varaformaður Samfylkingarinn-
ar, hefur þegar lýst því yfir að
hún muni bjóða sig fram til for-
manns þá.
Tímamót í lífi Tinna
Blaðamaðurinn hjartahreini, Tinni, er orðinn 75 ára. Vinsældir hans virðast vera botnlausar, því mynda-
sögurnar um ævintýri hans eru ennþá lesnar um allan heim sem nýjar væru. Höfundur þeirra var Georges
Rémi, eða Hergé. Hann lést árið 1983, en Tinni lifir enn.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
Nýir eigendur FlugleiðaÍsland fyrir
hundrað árum
SÍÐUR 24-25
▲
SÍÐUR 16-17
▲
Hannes Smárason og tengdafaðir hans, Jón
Helgi Guðmundsson, ætla sér stóra hluti
með kaupum sínum á ráðandi hlut í Flug-
leiðum. Hannes er líklegur stjórnarformaður.
Hann segist sjá fjölmörg tækifæri í félaginu.
SÍÐUR 26-27
▲
Færeyjar:
Ný stjórn
FÆREYJAR Formenn Jafnaðarflokks-
ins, Sambandsflokksins og Fólka-
flokksins í Færeyjum undirrituðu
stjórnarsamning um miðjan dag í
gær. Á þriðjudaginn verður haldinn
þingfundur, þar sem nýr lögmaður
verður kosinn og ráðherralisti
stjórnarinnar kynntur.
Ólíklegt þykir að Anfinn Kalls-
berg, leiðtogi Fólkaflokksins, verði
ráðherra í nýju stjórninni. Báðir
hinir stjórnarflokkarnir hafa lýst
yfir algeru vantrausti á Kallsberg
vegna ásakana um fjárdrátt. ■
Í dag eru liðin hundrað ár frá því Ísland fékk
heimastjórn og fyrsti ráðherrann, Hannes
Hafstein, var skipaður í embætti.
En hvernig var um að litast á Íslandi
fyrir hundrað árum?