Fréttablaðið - 19.02.2004, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 19.02.2004, Blaðsíða 55
Imbakassinn 51FIMMTUDAGUR 19. febrúar 2004 ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Um það bil 77 milljónum króna. Ástþórs Magnússonar. Um það bil tíundi hluti þjóðar- innar. Hagfiskur Lyngási 12 - Garðabæ - S. 567 7033 www.hagfiskur.is Pantið og við sendum heim: NETVERSLUN www.hagfiskur.is Tjah, ég veit það ekki, strákar! Þetta hljómar nógu djöfullega, en ég er samt ekki alveg sáttur við harmonikkuna! Lárétt: 1 frá Evrópulandi, 6 niðursuðu- verksmiðja, 7 tímamælir, 8 kyrrð, 9 -- maría, 10 gerast, 12 elska, 14 ófeiti, 15 yfirlið, 16 tímabil, 17 far, 18 dreifa. Lóðrétt: 1 húsagarður, 2 ókyrrð, 3 fé- lag, 4 snúa á haus, 5 þrír á dönsku, 9 keyra, 11 landabréf, 13 líkamshluti, 14 rám, 17 leyfist. Lausn: Bandaríski kvikmyndaleikar-inn Christian Bale er væntan- legur hingað til lands í tengslum við tökur á atriði sem nota á í fimmtu kvikmyndinni um ofur- hetjuna Batman. Undirbúningur fyrir tökurnar er í fullum gangi og hópur kvikmyndagerðarfólks hefur komið sér fyrir á Kirkju- bæjarklaustri en tökurnar munu fara fram í Svínafelli í Öræfum þar sem byrjað er að reisa leik- mynd. Batman er, eins og flestir vita, dauðlegur maður í latexgalla og hann þarf því að vera í góðu formi til að geta barið á misindis- mönnum. Leikarinn Christian Bale, sem gerði meðal annars garðinn frægan í American Psycho, er mjög meðvitaður um þetta og vill vitaskuld fylla vel upp í búninginn. Sá kvittur er kominn á kreik fyrir austan að Bale vilji fá aðgang að fyrsta flokks líkamsræktaraðstöðu í grennd við tökustaðinn og þegar er farið að huga að því hvernig uppfylla megi þessa ósk Leður- blökumannsins en ferðaþjónustu- aðilar í sveitinni segjast vera til- búnir að aðstoða leikarann. Auk Bales fara breski leikar- inn Michael Caine og hin snoppu- fríða Katie Holmes með stór hlut- verk í myndinni. Caine leikur Alfred, hinn trygga einkaþjón Batmans, en Holmes, sem flestir þekkja úr sjónvarpsþáttunum Dawson’s Creek, leikur kærustu hetjunnar. Michael Caine er góður kunningi íslensku forsetahjón- anna og mun efalaust nota tæki- færið til að kíkja við á Bessastöð- um ef nærveru hans verður á ann- að borð óskað fyrir framan töku- vélarnar í Svínafelli. ■ Þetta er algjör frumraun,“segir Ingi Björn Sigurðsson, ritstjóri nýs tímarits fyrir karl- menn sem ber heitið Tímaritið hans og hann gefur út í sam- starfi við félaga sína hjá Castor miðlun. Ingi Björn er stjórn- málafræðingur og hefur ekki unnið áður við fjölmiðlun en seg- ist hafa lesið tímarit í mörg ár og sæki reynslu sína þangað. „Þetta verður gefið út í sama broti og tímarit Morgunblaðsins og verður dreift frítt í 15.000 eintökum á höfuðborgarsvæð- inu, Akureyri, Akranesi, Suður- nesjum og Selfossi. Við munum fjalla um hugðarefni karlmanna og það virðist vera þörf fyrir slíkt tímarit á markaðnum. Í rannsóknum okkar áður en við lögðum út í þetta kom í ljós að það er þörf fyrir tímarit eins og þetta, bæði hjá neytendum og auglýsendum. Meirihluta tíma- rita sem gefin eru út á Íslandi er beint að einum og sama mark- hópi, sem er konur yfir þrítugt. Við höfum orðið varir við mikinn áhuga alls staðar þar sem við höfum farið að kynna hugmynd- ina um markvisst blað handa karlmönnum.“ Ingi segir reyndar að fyrst þegar þeir leituðu til auglýsenda og sögðust ætla að gefa út karla- blað hafi þeir fengið neikvæð viðbrögð. „Þeir héldu að við værum að fara að gefa út klám- blað en svo er alls ekki. Við trú- um ekki öðru en að karlmenn hafi áhuga á fleiru en klámi. Þetta er líka fríblað, þannig að við verðum að gæta alls vel- sæmis.“ Spurður um hvort karlmenn hafi sérstök áhugamál segir Ingi Björn að þeir styðjist við félags- fræðilegar rannsóknir. „Karl- menn hafa meiri áhuga á íþrótt- um. Svo erum við með umfjöllun um bjór af bjórsérfræðingi okk- ar og tímaritskokkurinn fjallar um hinn hefðbundna pipar- sveinamat. En þetta er líka spurning sem við erum að spyrja í blaðinu. Í fyrsta blaðinu verð- um við til dæmis með merkilegt viðtal við unga femínista um karlmenn og karlmennsku. Sjálfur er ég ekki upptekinn af því að vera karlmaður alla daga,“ segir Ingi og hlær. ■ Lárétt: 1pólskt,6ora,7úr, 8ró,9ave, 10 ske,12ann,14 hor, 15dá,16ár, 17 mar, 18strá. Lóðrétt: 1 port,2óró,3la,4kúvenda,5 tre,9aka,11kort, 13nári,14hás,17 má. 1 6 7 8 9 14 16 17 15 18 2 3 4 1311 10 12 5 BATMAN Bófabaninn þarf að vera í toppformi og mun að öllum líkindum lyfta lóðum á Kirkjubæjarklaustri. Batman CHRISTIAN BALE ■ Mun bregða sér til Íslands í líki leður- blökumannsins. Hann vill fá aðstöðu til að stunda líkamsrækt fyrir austan. Tímarit TÍMARITIÐ HANS ■ Mun fjalla um sérstök hugðarefni karlmanna og velta fyrir sér hvort þeir hafi sérstök áhugamál. Foreldrar - Sýnum ábyrgð Áfengi má ekki selja, veita eða afhenda ungmennum undir 20 ára aldri. Batman í líkamsrækt á Klaustri? INGI BJÖRN SIGURÐSSON Ritstjóri og útgefandi Tímaritsins hans, nýs tímarits fyrir karlmenn. Ekki upptekinn af karlmennskunni FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.