Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						8 7. september 2004 ÞRIÐJUDAGUR
Kerry óvenju harður í gagnrýni sinni á Bush og Íraksstríðið:
Rangt stríð á röngum tíma
BANDARÍKIN, AP ?Þetta var rangt
stríð, háð á röngum stað á vit-
lausum tíma,? sagði John Kerry,
forsetaframbjóðandi demókrata,
í beittustu gagnrýni sinni á inn-
rásina í Írak til þessa. Kerry
sagði á framboðsfundi í Pennsyl-
vaníu að hann ætlaði sér að
reyna að kalla bandaríska herlið-
ið í Írak heim á fyrra kjörtíma-
bili sínu sem forseti.
George W. Bush Bandaríkja-
forseti fékk að heyra það. ?Þessi
forseti æddi út í stríð án þess að
hafa áætlun um hvernig hann
ætlaði að vinna friðinn og hann
hefur kostað ykkur 200 milljarða
dollara (andvirði 14.500 millj-
arða króna) sem hefði mátt verja
í skólana, heilbrigðisþjónustuna,
lyfin eða almannatryggingar,?
sagði Kerry. Honum þótti heldur
ekki mikið til bandalags hinna
viljugu koma og kallaði það ?það
falskasta sem ég hef heyrt?.
Ummælin lét Kerry falla í
ræðu við upphaf kosningaferða-
lags um þrjú ríki eftir að nýleg
skoðanakönnun sýndi ellefu pró-
senta forskot Bush. ?
ÍBÚÐARLÁN ?Lykilatriði er að fólk
leiti ráðgjafar í banka sínum eða
sparisjóði,? segir Guðjón Rúnars-
son, framkvæmdastjóri Samtaka
banka og verðbréfafyrirtækja, um
þá kosti sem fólki standa til boða
varðandi fjármögnun og endurfjár-
mögnun húsnæðislána. ?Mjög per-
sónubundið getur verið eftir að-
stæðum fólks hvað hentar best,?
segir hann og telur fólk ekki þurfa
að hlaupa til í endurfjármögnun,
heldur sé vænlegra að gefa sér
tíma. ?Einn til tveir mánuðir
breyta ekki öllu,? segir hann.
Þó svo að myntkörfulán kunni
við fyrstu sýn að virðast mun hag-
stæðari en lán í krónum, segir
Guðjón mikilvægt að hafa í huga að
þau feli í sér áhættu. ?Það sýnir
ekki rétta mynd að reikna slíkt lán
út frá óbreyttum forsendum miðað
við daginn í dag. Gengið hreyfist til
og frá og svo geta vextir líka
breyst erlendis, rétt eins og hér
heima,? segir hann og bendir á að
undanfarið hafi vaxtaþróun ytra
frekar verið til hækkunar. Guðjón
segir sveiflur í afborgunum jafnast
út yfir lengri tíma, en bendir um
leið á að ýmislegt geti orðið til að
fólk þurfi að breyta láni eða selja
og greiða upp og engin trygging sé
fyrir hagstæðum aðstæðum á þeim
tímapunkti. Þá þarf ekki að horfa
lengra aftur en til ársins 2001 til að
finna dæmi um gengissveiflur sem
leitt hefðu getað til verulegrar
aukningar afborgana hjá fólki með
lán í erlendri mynt.
Guðjón segir allt benda til að
breytingar á lánakjörum til al-
mennings nú séu bara fyrstu skref-
in á langri braut þar sem eigi eftir
að bætast við fleiri kostir í útlánum
og samkeppni aukist enn. Hann
telur jafnvel líklegt að erlend fjár-
málafyrirtæki muni leitast við að
bjóða hér ýmsa þjónustu, svo sem
húsnæðislán, í samkeppni eða jafn-
vel samstarfi við bankastofnanir
sem hér eru fyrir og segist sjálfur
vita til þess að erlendar banka-
stofnanir séu að hugleiða þau mál.
Á heildina litið telur Guðjón bjart
yfir. ?Við erum að horfa upp á
mikla raunvaxtalækkun auk þess
sem bankar hafa stækkað tífalt frá
árinu 1997. Allar líkur eru á að
vaxtamunur milli Íslands og
annarra landa haldi áfram að
minnka,? segir hann.
olikr@frettabladid.is
FASTUR KOSTNAÐUR VIÐ ENDUR-
FJÁRMÖGNUN LÁNA:
Lánsupphæð til endurfjármögnunar:
10.000.000 krónur
Stimpilgjald 1,5 %: 150.000 krónur
Lántökugjald 1 % : 100.000 krónur
Heildarkostnaður: 250.000 krónur
Nýju húsnæðislánin
Fastir vextir Breytilegir vextir Fasteignalán
Lánstími  25 eða 40 ár 25 eða 40 ár Allt að 40 ár
Vextir   4,2%    4,2% (endursk. 5 ár) Fastir 5 til 7% 
Innágreiðsla  Nei    Nei     Já
Lántökugjald  1%    1%     1-2%
Myntkörfulán  Blönduð lán (krónur og gjaldeyrir)
Lánstími  Allt að 40 ár   Allt að 40 ár
Vextir   Breytilegir (frá 2,5%) Breytilegir
Innágreiðsla  Já     Já
Lántökugjald 1-2%    1-2%
SVONA ERUM VIÐ
INNFLUTT TONN AF BENSÍNI
Stúlka lamaðist 
í andliti 
eftir 
lýtaaðgerð
? hefur þú séð DV í dag?
Læknar
firra sig
ábyrgð
BÍLVELTA Á FRÓÐÁRHEIÐI Bíll
valt á Fróðárheiði á Snæfells-
nesi seinnipartinn í gær. Þrír er-
lendir ferðamenn voru í bílnum
en engin meiðsl urðu. Bíllinn er
talsvert skemmdur.
BÍLVELTA VESTAN VIÐ BLÖNDUÓS
Bílvelta varð skammt fyrir
vestan Blönduós í fyrrinótt.
Ökumaðurinn hlaut minniháttar
meiðsl en hann var einn í
bílnum sem skemmdist þó
nokkuð að sögn lögreglu.
HRAÐAKSTUR Á SUÐURLANDI
Lögreglan á Selfossi tók alls
sextán ökumenn fyrir of hraðan
akstur í gærmorgun. Er það
talsvert meira en gengur og
gerist þar á bæ en mælt var
bæði innanbæjar á Selfossi og
eins á þjóðveginum.
? LÖGREGLUFRÉTTIR
Kona á fótboltaleik:
Í fangelsi
fyrir stripp
LETTLAND, AP Lettnesk kona á yfir
höfði sér allt að tveggja ára fang-
elsisdóm fyrir að hlaupa ber-
brjósta inn á völlinn þar sem Lettar
og Portúgalar áttust við í fyrsta
leik liðanna í forkeppni heims-
meistarakeppninnar í fótbolta.
Margir áhorfendur virtust kætast
mjög þegar konan hljóp út á völlinn
en yfirvöldum var ekki skemmt.
Eitthvað virtist atvikið setja
lettnesku landsliðsmennina út af
laginu því Portúgalar skoruðu
tvisvar fyrstu mínúturnar eftir að
konan beraði brjóst sín og hljóp
inn á völlinn. ?
Tölur yfir gistinætur:
Fleiri túristar
Gistinætur á hótelum í júlí síðast-
liðnum voru 17,5 prósent fleiri en á
sama tíma fyrir ári síðan, sam-
kvæmt nýjum tölum frá Hagstofu
Íslands. Gistinóttum fjölgaði í öll-
um landshlutum þennan mánuð. Í
fyrra voru gistinæturnar í júlí tæp-
lega 128 þúsund, en voru ríflega
150 þúsund í ár. Aukningin var
mest á Austurlandi, en gistinátta-
fjöldinn þar jókst um 24,7%. Á höf-
uðborgarsvæðinu nam aukningin
22,7%. ?
FRÁ ÍRAK
Kerry réðist harkalega að Bandaríkjaforseta
í ræðu á kosningafundi í Pennsylvaníu.
Júlí 2000   4.434
Júlí 2001  22.511
Júlí 2002  21.656
Júlí 2003  14.750
Júlí 2004  17.342
Heimild: Hagstofa Íslands.
GUÐJÓN RÚNARSSON
Guðjón telur nánast ómögulegt að spá
fyrir um hversu mikinn varasjóð fólk þurfi
að eiga til geta mætt mögulegum gengis-
sveiflum sem haft geta áhrif á afborganir
lána í erlendri mynt.
10 milljónir, 4,2% vextir í 25 ár
Afhent 9.748.500 krónur
Heildarendurgreiðsla 24.053.648 krónur
Árlegt kostnaðarhlutfall 7,55%
Mánaðarleg afborgun um 54.000 krónur
10 milljónir, 4,2% vextir í 40 ár
Afhent 9.748.500 krónur
Heildarendurgreiðsla 39.726.805 krónur
Árlegt kostnaðarhlutfall 7,4%
Mánaðarleg afborgun um 43.000 krónur
10 milljónir, hefðbundið fasteignalán í
25 ár (miðað við 5,49% vexti)
Afhent 9.648.500 krónur
Heildarendurgreiðsla 23.827.205 krónur
Árlegt kostnaðarhlutfall 9,11%
Mánaðarleg afborgun rúmar 79.000 krónur
10 milljónir, hefðbundið fasteignalán í
40 ár (miðað við 5,49% vexti)
Afhent 9.648.500 krónur
Heildarendurgreiðsla 36.252.395 krónur
Árlegt kostnaðarhlutfall 8,91%
Mánaðarleg afborgun um 67.000 krónur
10 milljónir, tvískipt (50/50) krón-
ur/gjaldeyrir í 25 ár (3% verðbólga, 1%
gengishækkun, innl. vextir 5,49% og
erlendir 3%)**
Afhent 9.648.500 krónur
Heildarendurgreiðsla 19.765.670 krónur
Árlegt kostnaðarhlutfall 6,98%
Mánaðarleg afborgun tæpar 70.000
krónur
10 milljónir, hreint gjaldeyrislán með
breytilegum vöxtum í 25 ár (miðað við
1 prósent gengishækkun)**
Afhent 9.648.500 krónur
Heildarendurgreiðsla 15.685.205 krónur
Árlegt kostnaðarhlutfall 4,56%
Mánaðarleg afborgun um 60.000 krónur
*miðað við 3% verðbólgu og stuðst við
reiknilíkan Landsbanka Íslands.
**Með fyrirvara um sveiflur sem orðið
geta í gengisþróun og vaxtabreytingar
erlendis
ÁÆTLAÐUR KOSTNAÐUR VIÐ MISMUNANDI FASTEIGNALÁN BANKA*:
ALGENGIR LÁNAKOSTIR SEM Í BOÐI ERU HJÁ BÖNKUM OG SPARISJÓÐUM:
MUNUR Á LÁNUM TIL 25 ÁRA*:
25 ára lán, 10 milljónir, 6% vextir
Mánaðarleg greiðslubyrði: 65.000 krónur
25 ára lán, 10 milljónir, 4,2% vextir
Mánaðarleg greiðslubyrði: 54.000 krónur
Mismunur á mánuði er um 11.000 krónur
Mismunur á ári er um 132.000 krónur
Heildarmismunur er um 3,3 milljónir
króna
*Heimild: Reiknivél KB banka vegna
endurfjármögnunar lána.
MUNUR Á LÁNUM TIL 40 ÁRA*:
40 ára lán, 10 milljónir, 5,1% vextir
Mánaðarleg greiðslubyrði: 49.000 krónur
40 ára lán, 10 milljónir, 4,2% vextir
Mánaðarleg greiðslubyrði: rúmar 43.000
krónur
Mismunur á mánuði er um 6.000 krónur
Mismunur á ári er um 72.000 krónur
Heildarmismunur er um 2,9 milljónir
króna
*Heimild: Reiknivél KB banka vegna
endurfjármögnunar lána.
Lykilatriði að leita
ráðgjafar um lán
Misjafnt er hvernig lán henta hverjum. Framkvæmdastjóri Samtaka
banka og verðbréfafyrirtækja hvetur fólk til að leita ráðgjafar. Hann
segir mikilvægt að hafa í huga að gjaldeyrislánum fylgi áhætta.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48